Morgunblaðið - 12.01.1985, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.01.1985, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 1985 23 Símamynd/AP. Hættulegur ávani Þessi mynd af Margréti prinsessu var tekin í október sl. og að venju var hún með sígarettu í munninum. Margaret er nefnilega mikil reykingamanneskja og hefur um langan aldur reykt á milli 40 og 60 sígarettur á dag. Skömmu eftir áramótin var Margaret lögð inn á Brompton-sjúkrahúsið í London og hluti annars lungans fjarlægður vegna æxlis sem læknarnir sögðu þó að væri góðkynja, en meinið var samt sem áður rakið til sígarettureykinga prinsessunnar. Nú hef- ur læknirinn hennar gert henni aðeins einn kost: Þú hættir hér með að reykja. Beit fingur af nálastungulækni Salinas, Kaliforníu, 11. janúar. AP. KÓRESKUR nálastungulæknir, frú Kim, 49 ára gömul, hefur höföaö skaðabótamál á hendur fyrrum eig- inmanni sínum og eru óheyrilegar fjárhæðir í taflinu. Frú Kim hefur kært vegna þess að hún missti fíng- ur hægri handar eftir tvenn slagsmál við ástkonu fyrrum eiginmannsins, ungfrú Westhall, og segir hún að bæði geti hún ekki stundað nála- stungur sínar sem skyldi fyrir vikið og síðan það sem meira sé um vert, nú geti hún ekki sameinast foreldr- um sínum í himnaríki, því trú Kóreu- manna kveður svo á um að þeir sem missi líkamshluta geti ekki öðlast sæluna miklu eftir þetta líf. Kim hefur einnig höfðað mál á hendur ungfrú Westhall, en það er um áfrýjun að ræða, Westhall var sýknuð á síðasta ári þar sem fing- urinn tapaðist fyrir hreina slysni og það þótti sannað að ungfrú Westhall hefði einungis varið hendur sínar fyrir hinni fyrrver- andi eiginkonu. Kim segir að vinskapur fyrrum manns hennar og ungfrú Westhall hefði niður- lægt sig gífurlega í kóresku ný- lendunni og það hefði hún ekki þolað. Lögreglumaður sem kvadd- ur var til að stöðva áflog kvenn- anna, sagði að Kim hefði brotið sér leið inn á heimili fyrrum manns síns með því að brjóta sal- ernisglugga og príla inn um hann. Er hún kom að parinu skipti eng- um togum að hún sveif á Westhall. Sleit ungfrúin sig lausa og eigin- maðurinn fyrrverandi hélt henni meðan Westhall hringdi á lögregl- una. Lögreglan kom á vettvang og skakkaði leikinn. Þótti eiginmann- inum Kim hafa róast svo að hann treysti sér til að halda friðinn, því hélt lögreglan á brott og handtók ekki Kim. Ekki var vörður lag- anna fyrr farinn en Kim orgaði upp og réðst öðru sinni á West- hall. Þá var það að Westhall beit fingurinn af Kim. Eiginmaðurinn fyrrverandi sagði Kim eiga alla sökina , hún væri illa innrætt og skapbrestakvendi. Verkfall í grænlenzkum sjúkrahúsum Kaupmannahöfn, 11. jan. Frá fréttaritara Morgunbl., NJ. Bruun. STARFSEMI sjúkrahúsa á Græn- landi er í þann mund að lamast sökum mótmælaaðgerða og verk- falla, sem samtök hjúkrunarfræö- inga standa fyrir gegn heilbrigðis- yfírvöldum á Grænlandi. Hafa samtök hjúkrunarfræðinga komið í veg fyrir ráðningar í auðar stöð- ur síðan í október í fyrra með því að banna meðlimum sínum, í hvert skipti sem hjúkrunarstaða losnaði, að taka við stöðunni. Nú hafa samtök hjúkrunar- fræðinga boðað verkfall í 4 mik- ilvægum deildum á landspítal- anum í Godthaab. Þeir vilja fá 3% launahækkun, eins og opin- berir starfsmenn hafa fengið í stað 2%, sem þeim hafa verið boðin. Noregur: Greiðsliijöfnuðurinn aldrei jafn hagstæður Osló, 11. j»n. AP. Greiðslurjöfnuður Norömanna við útlönd var hagstæður um 20,8 millj- arða n.kr. fyrstu 10 mánuði sl. árs. og var þannig 72% hagstæðari en á sama tímabili 1982, er hann var hag- stæður um 12 milljarða n.kr. Hátt gengi Bandaríkjadollars og sveiflur í verðgildi ýmissa gjaldmiðla á síðasta ári hafa leitt til þess, að gjaldeyrisforði Norð- manna hefur enn aukist um 10 milljarða n.kr. og var orðinn nær 86 milljarðar n.kr. í árslok 1984. Frá 1. janúar til 31. desember á síðasta ári hækkaði gengi Banda- ríkjadollars á móti norsku krón- unni um nær 18% eða úr 7,71 n.kr, í 9,097 n.kr. á móti hverjum dollar. Mestur hluti af erlendum gjald- eyri Norðmanna er í dollurum. Veður víða um heim Akureyri 10 skýjað Amsterdam +2 skýjað Aþena 9 skýjað Barcelona 3 þokumóða Berlín +8 skýjað Brussel 0 skýjað Chicago +4 heiðskírt Dublin 3 skýjað Feneyjar +2 þokumóða Frankfurt -t-7 snjókoma Genf 44 skýjað Helsinki +11 skýjað Hong Kong 12 skýjað Jerúsalem 20 skýjað Kaupmannahðfn +3 hsiðskírt Las Palmas 18 hálfskýjað Lissabon 10 heiðskÍFt London 3 skýjað Los Angeies 19 haiðskírt Luxemborg +7 þokumóða Pfifj. 12 lóttskýjað Mallorka 10 hálfskýjað Miami 24 skýjað Montreal +10 skýjað Moskva +7 skýjað New York +1 skýjað Osló +2 skýjað París +1 skýjað Peking +2 heiðskírt Reykjavík 7 súld Rio de Janeiro 27 skýjað Römaborg 0 heiðskírt Stokkhólmur +5 snjókoma Sydney 23 heiðskírt Tókýó 11 heiðskirt Vínarborg +17 heiðskírt Þórshöfn 7 skýjað °q Sf°ftj &S2L&ó£ 9önn,0f^fÓ//r- S/°$/r . ^ ' ýt)y . % >/* ? bn'. «2' *• /. - Oq f Ur$öf09 TAKMARKAÐ MAGN SENDUM í PÓSTKRÖFU MYNDIN DALSHRAUNI 13 SÍMI54171

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.