Morgunblaðið - 12.01.1985, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 12.01.1985, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 1985 47 • Gunnar Þorvaröarson og félagar unnu auöveldan sigur í gærkvöldi. Hér skorar Gunnar í leik gegn Haukum. Enn eitt lyfja- mál í Svíþjóð ENN EITT lyfjaméliö er nú komiö upp í Svíþjóð. Glímukappinn Fránk Arnesen, fyrrum heims- meistari í greininni, viöurkenndi ( sjónvarpí fyrir féeinum dögum aö hann heföi notaö ólögleg lyf fyrir Ólympíuleikana f Moskvu ériö 1980 — og þaö sem meira er, aö íþróttaforystunni í Svfþjóö heföi verið kunnugt um þaö. .Þá er mór einnig kunnugt um aö fleiri glímumenn hér i Svíþjóö hafa notaö ólögleg lyf,“ sagöi Arnesen, í sjónvarpsviötali. Arne- sen segir Jan Torsell, sem var far- arstjóri glímumanna á Ólympíu- leikunum í Moskvu og aftur í Los Angeles í sumar, hafa vitað um lyfjaneysluna. Torsell segir um máliö: .Ég vissi aö Frank var sprautaöur — en óg er enginn lyfjasérfraeöingur og hélt aö um B-vítamín væri aö ræöa. Menn fá þaö oft fyrir stórmót." Arnesen hefur lengi veriö .vand- ræöabarn" í augum forystumanna glímumála í Svíþjóð og eftir aö hann á dögunum mætti ekki í landskeppni viö Finna var honum tjáö aö hans yröi ekki vænst í fleiri keppnir meö landsliöinu. Taliö er aö hann hafi gefiö fyrrnefnda yfir- lýsingu í hefndarskyni vegna þess. Úrvalsdeildin í körfuknattleik: Meistararnir ekki í vand- ræðum með ÍR ÍSL ANDSMEIST ARAR Njarövík- inga í körfuknattleik hafa nú fjög- urra stiga forskot í úrvalsdeild- inni. Þeir sigruöu ÍR mjög auö- veldlega f Njarövík f gærkvöldi, 102:73. Staöan í leikhléi var 58:32 fyrir Njarövíkinga. Segja má aö Njarövíkingar hafi unniö leikinn í byrjun fyrri hálfleiks og í upphafi þess síöari. Þeir kom- ust mest 32 stig yfir, 73:41, er sjö mínútur voru af síöari hálfleik. Eftir fimm mín. leik var staöan 14:1 og eftir þaö smá jókst forskot heimamanna og mesti munurinn i fyrri hálfleik var er tæp mínúta var til leikhlés, 58:27. ÍR-ingar löguöu stööuna lítillega fyrir hlé. Leikurinn hélst í jafnvægi fyrstu mínútur síöari hálfleiks — ÍR-ingar minnkuöu muninn örlítiö en kom- ust aldrei neitt nálægt því aö ógna sigri. En eins og áöur sagöi komst UMFN mest í 32 stiga forystu. Er þaö var skiptu Njarövikingar inn á varamönnum sínum — þeir höföu reyndar komiö inn á fyrr í leiknum — en einnig var mikiö kæruleysi í leik UMFN. iR-ingar skoruöu þá níu stig í röö, breyttu stööunni í 73:50. Þeir héldu áfram aö minnka forskotiö — og þegar níu mín. voru eftir var staöan oröin 75:56, munurinn aöeins 19 stig. Þá lifnaöi aftur yfir Njarövíkingum — einkum voru þaö isak Tómasson og Árni Lárusson sem lóku vel, og er fjórar mín. voru eftir var munurinn aftur orðinn 30 stig, 91:61. Fyrri hálfleikurinn í gærkvöldi var bráöskemmtilegur. Mikill hraöi var f leiknum, sérstaklega hjá heimamönnum, og áttu ÍR-ingar ekkert svar viö mjög góöum leik þeirra. Síöari hálfleikur var aftur á UMFN — IR 102:73 móti leiöinlegur — hálfgerð logn- molla var í jþróttahúsinu og heyra heföi mátt saumnál detta á köflum. Hjá Njarövíkingum voru isak og Árni mjög góöir eins og áöur sagöi og Valur Ingimundarson og Gunn- ar Þorvaröarson voru traustir aö vanda. Þeir léku raunar óvenjulitiö meö — Valur var til dæmis utan vallar langtímum saman í síöari hálfleik. Oörum leikmönnum var gefinn kostur á aö leika þar sem sigurinn var öruggur. Jónas Jó- hannesson var góöur i vörninni. Gylfi Þorkelsson var langbestur ÍR-inga, yfirburöamaöur í liöinu. Hreinn bróöir hans var góöur li'ka en aörir slakir. Liösheildin var heldur slök — náöi þó upp nokkr- um góöum sprettum, helst þá þeg- ar Njarövíkingarnir slökuöu á. Stig UMFN: Valur Ingimundarson 21, isak Tómasson 17, Árni Lár- usson 16, Gunnar Þorvaröarson 15, Teitur Örlygsson 9, Jónas Jó- hannesson 8, Hreiöar Hreiöarsson 6, Ellert Magnússon 6, Hafþór Óskarsson 4 og Helgi Ragnarsson 2. Stig ÍR: Gylfi Þorkelsson 24, Hreinn Þorkelsson 13, Karl Guö- laugsson 9, Ragnar Torfason 8, Björn Steffenssen 8, Hjörtur Oddsson 3 og Vignir 3. Dómarar voru Jón Otti Jónsson og Englendingurinn Rob lliffe og dæmdu þeir mjög vel enda leikur- inn auövelt verkefni. —ÓT./—SH. • Gordon Milne, fram- kvæmdastjórí Leicester. Leikið að nýju Mi*-L II------tltlliM . .1 il ttOO f10f1n088jf, fTOflORlOOni MoffliinlHofttim {Englondi. NÚ HEFUR veriö ékveöið aö leikur utandeildarlíösins Burt- on og Leicester City úr 1. deild skuli fara tram aö nýju. Leicester sigraöi 8:1 sföasta laugardag, en, eins og fram hefur komiö í Mbl., rotaöist markvöröur utandeildarliösins er staöan var 1:1, er trébút var kastaö í höfuö hans at éhorf- endapöllunum. Markvöröurinn mundi ekkert eftir tveimur af mörkum Leic- ester og forráöamenn Burton- liösins ákváöu aö kæra leikinn — fara fram á aö hann yröi lát- inn fara fram aö nýju. Nú hafa kröfur þeirra náö fram aö ganga, og mætast liöin aö nýju á sama staö, Baseball Ground í Derby, á mánudagskvöldiö kemur. En Knattspyrnusambandiö ákvaö einnig í gær aö engum áhorfendum yröi seldur aö- gangur aö leiknum. Leikiö skal fyrir luktum dyrum, og er þaö í fyrsta skipti sem slíkt gerist f ensku bikarkeppninni. Fyrir fá- einum árum geröist þaö aö West Ham lék heimaleik í Evr- ópukeppni fyrir luktum dyrum — UEFA dæmdi liöiö til þess eftir ólæti áhangenda liösins. Gordon Milne, fram- kvæmdastjóri Leicester, var ekki óánægöur þó liö hans þyrfti aö leika aö nýju gegn Burton. „Þetta er í hæsta máta sanngjarn úrskuröur,“ sagöi Milne. Heimsmethafinn ekki í landsliði Kína! KÍNVERSKI heimsmeistarinn f héstökki, Zhu Jianhua, er þreytt- ur og ekki í formi. Hann mun ekki veröa í kínverska landsliöshópn- um aem keppir í Parfa f næetu viku. Þaö vekur undrun margra aö Zhu skuli ekki veröa i landsliöinu. Þjálfari liösins segir aö hann sé ekki í formi og aö hann eigi eftir aö sanna sig, þaö sé nægur tími fyrir hann aö komast inn í liöiö fyrir næstu Ólympíuleika í Súdan. Eins og staöan væri núna, sé hann ekki í formi. Zhu er 21 árs og á heims- metið í hástökki, sem er 2,39 metr- ar. Hann stökk aöeins 2,31 metra á Ólympíuleikunum og varö þriöji. Hann olli kínversku þjóöinni og sjálfum sér vonbrígöum. „Zhu gerir alltaf mistök er hann stekkur á stórmótum, því hann þolir ekki þaö álag sem því fylgír. Viö höfum lært af mistökum hans og látum þaö ekki henda aftur,“ segir þjálfari hans. Níu keppendur úr kínverska landsliöinu í frjálsíþróttum munu veröa í París og keppa þar 15. janúar. Þetta liö fer einnig tH Eng- lands og keppir þar 25. og 26. janúar nk. Annaö kínverskt liö fer til Ástralíu og Japan í þessum mánuöi, svo breiddin viröist vera mikil í þeirra herbúöum um þessar mundir. HURÐIR á nýjar og gamlar innréttingar Lerkihf. Veist þú hvað massífu fulningahurðirnar frá Lerki hf. geta gert eldhúsinnréttinguna þína glæsilega? — líka þá gömlu og þá opnanlegar í stað rennihuröa. Hurðir, for- stykki o.fl. sem til þarf, smíðað eftir máli. Efni: eik, beyki og fura. Litaö, lakkað eða hvítt. Skeifan 13,108 Reykjavík sími 82877 — 82468

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.