Morgunblaðið - 12.01.1985, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.01.1985, Blaðsíða 20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 1985 Símamynd Morgunblaftift/Paolo Rodriguez. Lögregluþjónn með gasgrímu stöövar bfl á leið inn í Karlskoga. Var öll umferð til borgarinnar stöðvuð vegna gaslekans á flmmtudagskvöld, en vegtálmum var aflétt í gær er hættan var liðin hjá. Gasslysið í Svíþjóð: Líf í Karlskoga í eðlilegt horf Karlskoga, II. janúar. Frá AP og fréturiura Morgunblaðsins. LÍF FÆRÐIST í eðlilegt horf í borginni Karlskoga við Váneren í dag í kjölfar gasslyss í gær, sem olli því að loka varð skólum, verzlunum, skrif- stofum og verksmiðjum. - Alvarleg meiðsl hlutust ekki er 30 tonn af brennisteinssýru láku frá Nobel-vopna- og efnaverk- smiðjunni. Uppgufun sýrunnar þéttist og myndaði þykkt þriggja ferkílómetra ský, sem grúfði yfir miðborginni. Færðist það mjög rólega úr stað vegna logns, en var farið að brotna upp og þynnast er leið á föstudag. Um 300 íbúar í næsta nágrenni verksmiðjunnar voru fluttir frá heimilum sínum í gær en fengu að snúa heim í dag. Um 20 manns voru lagðir á sjúkrahús vegna smávægilegrar eitrunar en aðeins einn varð að dveljast þar til rann- sókna. Lögreglumenn þurftu að nota gasgrímur í gærkvöldi og frameft- ir nóttu, en þess gerðist ekki þðrf í dag. Afléttu þeir vegatálmum um- hverfis borgina, en vegum var lok- að vegna lítils skyggnis, þ.á m. Evrópuvegi númer 18, sem liggur í gegnum borgina. Oljóst er enn hvað olli gaslekan- um. Athyglin beinist að gasleiðsl- um, sem talið er að hafi sprungið í frosthörkunni að undanförnu. Verksmiðjunni hefur verið lokað og óljóst er hvenær hún verður opnuð á ný. Gerði það slökkvi- mönnum og verksmiðjustarfs- mönnum erfitt fyrir að hlífðarföt þeirra nægðu ekki er reynt var að komast fyrir lekann, þar sem gas- ið át sig í gegnum þau. Gasið hætti að leka af sjálfu sér klukkan fjögur í morgun, en talið var að þá hefðu 30 lestir af sýr- unni lekið út. Byrjaði lekinn klukkan sjö í gærkvöldi. Fyrst fannst sterk lykt í nágrenninu og síðan tók að myndast eins og þétt þoka svo að vart sást handaskil, en gufumyndunin átti sér stað er gasið kom í snerting við rakt and- rúmsloftið. Mörgum nauðgað Lundúnum, 11. janúar. AP. NÝLEG könnun sem gerð var í Lundúnum bendir til að nauðg- anir séu geysilega algengur glæpur þar í borg. Ein af hverjum sex Lundúnakonum sem spurðar voru sögðu að sér hefði verið nauðgað einu sinni eða oftar. Úrtakið var 1.246 konur. í flestum tilvikum var um eiginmenn, vini, vinnufé- laga eða skyndikynni að ræða og í aðeins 36 prósent tilvika var um ókunna menn að ræða. Helmingur tilvikanna átti sér stað í heimahúsum, en hinn helmingurinn á hinum ólíkleg- ustu stöðum svo sem í húsa- görðum, á salernum, i bílum, svo eitthvað sé nefnt. Bíræfinn bófi Frankfurt, 11. jjuiúar. AP. ÝMSIR hafa fært sér í nyt kuldakastið og að minnsta kosti einn sem frést hefur um auðgaðist verulega þó engin leið sé að spá um hversu lengi hann muni halda hinum ný- fengna auð sínum, enda var sá auður illa fenginn. Þannig var nefnilega mál vexti, að örygg- isvörður var að aka af mikilli gætni í hálkunni í Brussel í gær. í bílnum geymdi hann 120.000 franka sem honum hafði verið treyst fyrir, launa- greiðslur. Gangandi veg- farandi fór fyrir bílinn, skrik- aði á klakanum og steyptist á höfuðið. Öryggisvörðurinn stöðvaði bifreiðina, fór út til að hjálpa manninum á fætur, en sá gerði sér þá lítið fyrir og dró byssu úr pússi sínu. Stökk hann svo inn í bílinn og ók burt. Öryggisvörðurinn sat eft- ir með sárt ennið, en bíllinn fannst mannlaus skömmu Seinar klukkur Kaupman nahöfin, 11. janúar. AP. RAFMAGNSKLUKKUR, allt frá Jótlandi til Ítalíu, eru nú allt að tveimur mínútum of seinar, jafnvel meira. Stafar það af hinni óeðlilega miklu rafmagnsnotkun I kulda- kastinu. Búist er við að þegar kuldanum linni muni svo mikið rafmagn leika um klukkurnar að þær nái réttum tíma og flýti sér jafnvel. Aftaka i Georgíu: Sagðist saklaus til hinstu stundar Jackson, Ceorgíu. 9. janúar. AP. UNGUR blökkumaður, Roosewelt Green, sem var sekur fundinn um morö árið 1976, var settur í raf- magnsstólinn í Georgíu í kvöld og var dómnum yfír honum þar með fullnægt. Meðal áhorfenda að af- tökunni var móðir Greens og horfði hún á svipbrigðalaust. Green þrætti fyrir að hafa framið morðið fram á síðasta augnablik. Roosewelt Green var talinn sekur af því að hafa rænt 18 ára stúlku af vinnustað hennar og myrt hana síðan. Hann sagði rétt áður en straumnum var hleypt á, að guð væri með sér og þeir sem á horfðu yrðu nú vitni að miklu óréttlæti, þar eð hann hefði ekki drepið ungu stúlkuna, hefði aldr- ei séð hana og hann tæki nú út refsingu fyrir glæp sem annar maður framdi. Að Green með- töldum hafa nú 34 fangar verið líflátnir fyrir morð í Bandaríkj- unum síðan dauðarefsing var inn- leidd þar á nýjan leik árið 1976. Green er hinn fjórði í Georgíu, þriðji blökkumaðurinn. Grænland: Ekkert áfengi í vinnunni Kaupnunnahörn, II. jnnúnr. Frá fréttaríUra Morjrunblaúnina, N. J. Bruun. GRÆNLENZKA landstjórnin hefur látið fara frá sér tilmæli til vinnustaða í landinu, þar sem segir, að bannað skuli vera að neyta áfengis í vinnutímanum. Frá þessu megi aðeins gera ör- fáar undantekningar við sér- staklega hátíðleg tækifæri og svo eftir vinnutíma. Er mælzt til þess, að vinnustaðanefndir og aðrir slíkir aðilar fallizt á þessi tilmæli. Símamynd Morgunbladsins/Paolo Rodriguez. Frá Karlskoga. í fjarska má sjá eiturgufur stíga til himins þar sem þær urðu að skýi vegna rakaþéttingar. Japan: Vaxandi raf- magnsframleiðsla Tókýó, 10. janúar. AP. JAPANIR hafa sótt gífurlega í sig veðrið í framleiðslu rafmagns í kjarnorkuverum og á síðasta ári framleiddu þeir 22,9 prósent af raf- orku sinni í 27 kjarnorkuverum. Hér var um 126,1 milljarð kíló- vattstunda að ræða og var það 108,5 kílóvattstundum meiri fram- leiðsla en árið á undan. Á árinu reistu Japanir og tóku í notkun 24 kjarnorkuver, þau voru aðeins þrjú fyrir. Þá var nýting veranna með miklum ágætum og 72,3 pró- sent að meðaltali, en til saman- burðar var árið áður talin 70,2 prósent nýting. Var bættu við- haldi og minni verkalýðsátökum fyrir að þakka. Þetta er þriðja besta nýting i heiminum meðal þeirra þjóða sem nota kjarnorku- ver til rafmagnsframleiðslu, að- eins Vestur-Þjóðverjar með 75,3 prósent nýtingu og Svíar með 73,3 prósent gerðu betur á árinu. Aldrei kaldara frá því mælingar hófust Ziirich, 11. janúar, frá Önnu Bjarnadóttur, fréiiarilara Mbl. HITASTIGIÐ í Reykjavík hefur vakið athygli og öfund fólks í Mið-Evrópu undanfarna daga. Margra stiga frost er enn ríkjandi í Frakklandi, Þýska- landi, Sviss og á Norður-ltalíu. Sum híbýli eru orðin svo köld að fólk passar að setja mjólkina inn í ísskáp svo að hún frjósi ekki á eldhúsborðinu. Yflr hundrað manns hafa farist vegna kuldans, sem hefur staðið síðan fyrir þrettánda. Snjór liggur yfir öllu og hefur valdið verulegum töfum í Þýska- landi. Jafnaðarmenn hafa bent foreldrum á að banna börnum að borða snjóinn vegna mengunar- hættu og Græningjaflokkurinn hefur komið í veg fyrir dreifingu salts á vegina af umhverfisástæð- um. Allur akstur er því mjög erf- iður. Lestarferðir hafa einnig taf- ist vegna kuldans og skipaskurðir eru frosnir svo að vöruskorts er farið að á sumum stöðum. Verð á ávöxtum og grænmeti hefur hækkað, gulrætur hækkuðu t.d. um 100% í París á tveimur dögum. Það er svo kalt að vígt vatn í Dómkirkjunni í Köln fraus og prestar voru beðnir um að hafa ræður sínar stuttar svo að kirkju- ræknum yrði ekki of kalt undir messunum. Apa í dýragörðum í Þýskalandi kól á rófum, en franskir dýravinir hafa reynt að taka bleika flamingo-fugla inn til sín úr kuldanum. Frönsk yfirvöld hafa neðjanjarðarlestarstöðvar opnar á nóttunni svo að heimilis- lausir geti hafst þar við, belgísk yfirvöld hafa upphituð almenn- ingssalerni opin fyrir flækinga og hjálpræðisherinn í London hefur varað ungt fólk við að selja líkama sinn til að halda á sér hita og sett ofan í við fullorðna sem nota sér ástandið. í Zurich er þess beðið með óþreyju að Ziirich-vatnið frjósi. Það gerðist síðast fyrir einum þrjátíu árum og ætti að gerast aft- ur eftir svona 18 daga ef sami kuldinn heldur áfram. Vatnið er óvenju hlýtt fyrir þennan árstíma, um 5 gráður, vegna veðurblíðunn- ar sem var í nóvember. Gufa rýk- ur upp úr því þegar frostið fer niður fyrir +20 gráður og það minnir einna helst á sundlaugarn- ar í Reykjavík. Svona mikill kuldi, allt upp í +40 stig á sumum stöðum, hefur aldrei mælst í Mið-Evrópu fyrr. Enda

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.