Morgunblaðið - 20.01.1985, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 20.01.1985, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JANtJAR 1985 Orð án efnda: ÞINGBRÉF Rykfallin ríkisstjórn- arsamþykkt Tengsl milli atvinnuþróunar og byggðaröskunar fslendingar eru þrisvar sinnum fleiri nú en á morgni aldarinnar, fyrir 84 árum; vóru 78.500, eru nú nálægt 238.000. Hlutfallsleg fjölgun landsmanna á árabilinu 1940—1983 var %%l Talið er aó fjölgunin verði 40% 1983—2023. l>að þarf að mörgu að hyggja í tilurð atvinnu og lífskjara fyrir þá þjóðarvið- bót, sem spár standa til. — Fjölgun landsmanna frá aldamótum befur hinsvegar skipzt mjög ójafnt á byggðarlög og landshluta. Það er ómaksins vert að leiða hugann að því hvað veldur. íbúadreifíng: íhugunarefni Horfum fyrst til nokkurra tölu- legra staðreynda í íbúaþróun: • Um aldamótin síðustu bjuggu hvorki meira né minna en 73% þjóðarinar í strjálbýli, aðeins 27% í þéttbýli. • Nú búa 80% þjóðarinnar í þéttbýli en aðeins 11% í strjálbýli. Hér hefur því orðið „bylting" í búsetu. • Þéttbýli hefur hinsvegar vaxið mjög mismunandi í einstökum landshlutum. Um aldamótin bjuggu 12 þúsund manns eða 15% þjóðarinnar á Reykjavíkur- Reykjanessvæði, en nú 142 þúsund eða 60% landsmanna. Meðalfjölg- un íslendinga frá aldamótum var 1.4% á ári, en 3.1% á Reykjavíkur-Reykjanessvæði, eða meira en tvöföld meðalfjölgun. • Öll kjördæmi landsins — nema Reykjavíkur- og Reykjanes- kjördæmi — hafa lægra hlutfall íbúa af heildartölu Iandsmanna í dag en 1901. Á Norðurlandi vestra höfðu 9.789 einstaklingar sveit- festi 1920. Þrátt fyrir mikla heild- arfjölgun landsmanna síðan búa þar litlu fleiri 1983 eða 10.700. Dæmi Vestfjarða er enn óhag- stæðara. Þar bjuggu 12.480 manns 1901, en aðeins 10.414 í árslok 1983. Atvinnubylting, sem varð í landinu á gengnum áratugum, hefur að sjálfsögðu haft gífurleg áhrif á ibúaþróun í landinu. Hitt kann að vera, þó hér skuli ekki fullyrt, að byggðarlög og lands- hlutar hafi haldið misjafnlega vel á þeim lykilatriðum, sem hafa áhrif á ákvörðun fólks um búsetu. Kjarni byggðavandans Á fjórðungsþingi Norðlendinga, sem haldið var að Reykjum í Hrútafirði sl. haust, komst fráfar- andi formaður þess, Þórður Skúla- son sveitarstjóri á Hvammstanga, m.a. svo að orði: „Á sl. vetri gerði Fjórðungssam- bandið úttekt á stöðu atvinnumála á Norðurlandi og gaf út skýrslu um atvinnumál. Þar vóru færð sterk og augljós rök að beinum tengslum á milli atvinnuþróunar og tekjumöguleika annarsvegar og búseturöskunar hinsvegar. Þar var komið að kjarna byggðavand- ans. Þetta er svo sannarlega svört skýrsla, sem vakti bæði umtal, at- hygli og óánægju sumra. Stað- reyndimar geta stundum verið all óþægilegar." Hlutur frumframleiðslu , eink- um landbúnaðar, er mjög hár í hlutfalli af heildaratvinnustarf- semi Norðurlands vestra. Atvinnulífið er fremur einhæft á heildina litið, og iðn- og þjónustu- greinar af skornum skammti í samanburði við Suðvesturlandið. Ef litið er til meðalbrúttótekna framteljenda 1970—1978, eftir skattumdæmum, kemur Norður- land vestra út með lægstar meðal- tekjur. Þar vantar nálægt 14% á landsmeðaltal bruttótekna. Norð- eftir STEFÁN FRIÐBJARNARSON Vinnuframboð og tekjur vega þyngst Aflatakmarkanir í sjávarútvegi og framleiðslutakmarkanir í landbúnaði segja að sjálfsögðu verr til sín í landshlutum þar sem frumframleiðsla vegur þungt í atvinnulífinu, eins og í Norðurlandskjördæmi vestra. Þar eru landbúnaður og sjávarútvegur bróðurpartur allrar atvinnustarfsemi, en iðn- og þjónustu- greinar smáar, a.m.k. í samanburði við þróun og samsetningu atvinnustarfsemi á suðvesturhorninu. Vinnuframboð og tekjur vega þyngst, þegar búseta er ákveðin, og stýra í stórum dráttum byggðaþróun í landinu. urland eystra er og undir lands- meðatekjum, þó minna muni eða 3%. Það er því ekki óeðlilegt að sveitarstjórinn á Hvammstanga tali um mismunandi atvinnu- og tekjumöguleika sem „kjarna byggðavandans", þó að bæði hon- um og öðrum sé ljóst, að fleira kemur til. Þar má nefna aðstöðu til menntunar, en oft fylgja for- eldrar í kjölfar barna sinna sem nám sækja til Reykjavíkur; ýmis konar þjónustu sveitarfélaga, sem Reykjavík hefur yfirburði í; og margs konar stjórnsýslu-, lista— og afþreyingarstofnanir, sem þægilegra er að hafa nær en fjær. Samþykktir FSN Sveitarstjórnarmenn, sem sóttu fjórðungsþing Norðlendinga sl. haust, sendu frá sér ýmsar sam- þykktir, eins og siður er á slíkum ráðstefnum. Það er athyglivert, í ljósi framangreinds, að huga að efnisinnihaldi þeirra. Samþykktir fjórðungsþingsins fjölluðu m.a. um staðvarval stóriðnaðar, iðn- fræðslu, iðnráðgjöf, iðnþróunar- sjóði, námskeið um stofnun og rekstur fyrirtækja, háhitarann- sóknir í Öxarfirði o.fl. Það er greinilegt að sveitarstjórnarmenn nyrðra gera sér grein fyrir því, hvar skórinn kreppir að. Gluggum í tillögu fjórðungs- þingsins um staðarval stóriðnað- ar. Þar segir m.a.: „Staðarval stóriðju í landinu mun hafa lokaáhrif á, hvort haldið verður áfram núverandi virkjun- arstefnu, sem gerir ráð fyrir virkj- un Blöndu og síðar Fljótsdals- virkjun, eða hvort orku Blöndu- virkjunar verður veitt suður og lögð megiáherzla á að halda áfram virkjunum á Þjórsár-Tugnár- svæðum vegna nýrrar uppbygg- ingar stóriðnaðar á Suðurlandi. Slík frávik frá núverandi virkjun- arstefnu munu að áliti þingsins hafa víðtæk áhrif á möguleika annarra stærri iðnfyrirtækja til að njóta stærri orkumarkaðar, auk þess sem slík stefnubreyting mundi auka búseturöskun í land- inu enn frekar. Fjórðungsþingið ítrekar stuðning sinn við uppbygg- ingu orkufrekra iðnfyrirtækja á Norðurlandi, þar sem aðstæður leyfa." Allar bera samþykktir fjórð- ungsþings, sem um atvinnumál fjalla, vott um vilja til að fjölhæfa atvinnulífið i landshlutanum, enda sýnist það forsenda þess að hægt sé að tryggja eðlilega íbúa- þróun þar. Ríkisstjórnar- samþykkt „Ríkisstjórnin samþykkir að fela Framkvæmdastofnun ríkis- ins, byggðadeild, að vinna, í sam- vinnu við heimaaðila, að úttekt á „íslenskir ferðamenn hafa sérlega gott orð á sér“ byggður með þarfir nútíma ferðamannsins í huga. Þar er að finna aðstöðu til ýmissa íþrótta- iðkana, t.d. tennis og siglinga og á sérstakri eyju undan strönd- inni eru dansstaðir fyrir þá sem það vilja. Einnig má finna í hér- aðinu þjóðgarð með villtum dýr- um ásamt merkum fornminjum allt frá dögum Grikkja. VIÐ munum með sérstakri ánæjriu taka á móti ferðamönnum fráls- landi, því íslenskir ferðamenn hafa sérlega gott orð á sér,“ sagði Claude Siegfried, forstjóri ferðamálaráðs Loisirs-héraðs, sem kom hingað til landsins, ásamt Edith Herson, í tilefni af frönskum dögum á vegum ferðaskrifstofu Úr- vals og Flugleiða á Hótel Loftleið- um. Ferðaskrifstofan IJrval hefur ákveðið að opna íslendingum nýj- an ferðamannastað á Miðjarðar- hafsströnd Frakklands nú í sumar. Að sögn Claude Siegfried var Cap d’Agde ekki til sem ferða- mannabær fyrir 12 árum en hef- ur verið að byggjast upp síðan samkvæmt áætlun um uppbygg- ingu ferðamannaiðnaðar í héráð- inu. Vegna þess hversu stutt er síðan uppbyggtng bæjarins hófst, Karl Sigurhjartarson, forstjóri ferðaskrifstofu Úrvals, Edit Herson og Claude Siegfried, forstjóri ferðamálaráðs hefur hann sérstaklega verið Loisirs-héraðs. í tilefni af komu islensku ferðamannanna hefur ferða- málaráð héraðsins ákveðið að efna til sérstakrar Islandsviku í Cap d’Agde, þegar fyrsta ferðin verður farin héðan 25. maí nk. Þar verða meðal annars íslensk- ar ullarvörur kynntar auk þess sem reynt verður að kynna ís- lenskan mat á veitingastöðum bæjarins. Fróöleikur og skemmtun fyrir háa sem lága!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.