Morgunblaðið - 20.01.1985, Side 4
4 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 1985
IOFUGÞROUNI
Meðalaldur
fer lækkandi
, í Sovét
Aundanförnum árum hefur
meðalaldur manna í Sovét-
ríkjunum minnkað verulega og
valdið því m.a., að yfirvöld hafa
hætt við að hækka eftirlaunaaldur-
inn eins og ráðgert hafði verið. Var
það ætlunin að hækka hann um
fimm ár en nú er hann 60 ár fyrir
karla og 55 ár fyrir konur.
Eftirlaunaaldur i Sovétríkjunum
hefur alltaf verið lægri en á Vest-
urlöndum og stjórnvöld jafnan
bent á það sem dæmi um sósíalska
umhyggju þeirra fyrir þegnunum.
Raunveruleg ástæða fyrir því er þó
sú, að meðalaldurinn er þar minni
en í vestrænum ríkjum. Fyrir rúmu
ári, þegar Andropov var forseti,
var ákveðið að hækka eftirlauna-
aldurinn og draga þannig úr vinnu-
aflsskortinum með því að halda
fólki lengur úti á vinnumarkaðn-
um. Átti Æðsta ráðið að sam-
þykkja lög um þetta efni og rétt-
læta þau með tilvísan til þess, að
ævilíkur þjóðarinnar hefðu aukist.
Við þessar áætlanir var hins veg-
ar hætt þegar Sovétleiðtogarnir
fengu skýrslur frá heilbrigðisráðu-
neytinu um meðalævi landsmanna
en frá árinu 1975 hafa öll skjöl um
þetta efni verið stimpluð sem trún-
aðarmál og stranglega haldið
leyndum. Áreiðanlegar heimildir
eru hins vegar fyrir því, að á síð-
ustu 15 árum hafi meðalaldurinn
lækkað úr 65 í 62,5 ár fyrir karla og
úr 74 árum í 73 fyrir konur.
Meðalaldurinn hefur lækkað
mest í borgunum og helstu ástæð-
urnar eru aukning hjartasjúk-
dóma, fleiri umferðarslys,
ofdrykkja og sjúkdómar, sem eru
fylgifiskar borgarlífsins. Auk þess
hefur heilsugæslan í Sovétríkjun-
um ekki batnað á síðustu árum.
Stjórnvöld f Sovétríkjunum hafa
reynt margt til að ráða bót á vinnu-
aflsskortinum, sem stafar m.a. af
mannfallinu í síðustu heimsstyrj-
öld og mikilli fækkun barneigna
eftir stríð. Til dæmis hefur verið
ákveðið, að þeir sem sækja um eft-
irlaun, verði að vera f vinnu þá
stundina og kemur það sér illa
fyrir marga verkamann, sem oft
hætta í ríkisvinnunni áður en eftir-
launaaldri er náð til að verða sér
úti um dálítinn skilding á „frjálsa
markaðnum". Andófsmenn þurfa
heldur ekki að óttast að verða ein-
hverjir ómagar á ríkinu f ellinni
því að þeir fá hvergi vinnu og þar
af leiðandi engin eftirlaun.
HAMSKIPTI
Er Ky karlinn
orðinn glæpa-
kóngur?
Nguyen Cso Ky, sem áður var
forseti Suður-Víetnams hefur
verið borinn þeim sökum að vera f
forsvari fyrir hópi fjárkúgara og
þorpara af víetnömskum uppruna,
sem þjarmi að kaupsýslumönnum f
Suður-Kaliforniu. Viðbrögð Ky við
þessum áburði eru þau, að hann
hefur heimtað ítarlega rannsókn af
hálfu bandariskra stjórnvalda.
Á sinum tíma var Ky yfirmaður
flughers Suður-Víetnams, og síðar
gerðu Bandaríkjamenn hann að
forseta landsins, þegar Víetnam-
stríðið stóð sem hæst. Ky forðaði
sér til Bandarikjanna í strfðslok og
um langt skeið hefur verið hljótt
um hann, en fyrir skömmu brá svo
við að hann var borinn þeim sökum
sem fyrr greinir. Málavextir voru
þeir, að nefnd sem forseti Banda-
ríkjanna hefur skipað til að rann-
saka skipulagða glæpastarfsemi f
landinu, fékk upplýsingar um
meinta aðild Ky að glæpasamtök-
um, sem starfa f Asíu og Amerfku
og hafa árlega hundruð milljóna
króna af kaupsýslumönnum vestra
sem eiga viðskipti við Austurlönd.
Það var maður f dulargervi sem gaf
þessar upplýsingar við yfirheyrslur
hjá nefndinni.
Sá dulbúni er ungur maður sem
fullyrðir að hann hafi verið ginntur
til þátttöku í glæpasamtökum Ky á
þeim forsendum að samtökin væru
andkommúnísk og berðust fyrir
frelsi Víetnams. Hann heldur þvf
hinsvegar fram að Ky stjórni fjór-
um glæpaflokkum í Houston, Chic-
ago, San Francisco og Los Angeles.
Samtökin eru kölluð „froskmenn-
irnir“.
Bandaríska leyniþjónustan hefur
staðfest að glæpamenn og fikni-
efnasalar frá Víetnam hafi með sér
glæpamenn og fíkniefnasalar frá
Víetnam hafi með sér samtök f 13
ríkjum. Lögreglan í Kaliforníu seg-
ir á hinn bóginn að hún hafi engar
Ky: úr forsetastól í steininn?
upplýsingar sem staðfesti ákærur
gegn Ky né heldur geti hún hrakið
þær. Þetta er þó ekki f fyrsta sinn
sem nafn hans ber á góma f um-
ræðum um fjársvikamál, þvf að sl.
sumar var hans getið í greinum
dálkahöfundarins Jack Anderson í
Washington og tekið fram að hann
hefði óhreint mjöl í pokahorninu.
Nefnd sú sem Bandarfkjaforseti
skipaði til að rannsaka glæpastarf-
semi hefur starfað að kappi, og bú-
ist er við að hún skili skýrslu á
þessu ári. Hún hefur viðað að sér
upplýsingum frá þúsundum vitna
sem segjast búa yfir vitneskju um
morð, gripdeildir, ofbeldisverk og
átök milli glæpaflokka frá Asíu,
sem berjast um yfirráð í undir-
heimum bandarískra borga frá
Atlantshafi til Kyrrahafs.
Ky segist ekki hafa hugmynd um
hvers vegna hann sé sakaður um
aðild að glæpastarfsemi. „En ég er
í þannig stöðu, að ýmsum er í nöp
við mig,“ bætir hann við.
William Scobie
TEIGÐARFLANI
Fjórði hver
reykinga-
maður svæl-
ir sig í hel
Baráttumenn gegn tóbaks-
reykingum upplýstu fyrir
skömmu að fjórðungur reyk-
ingamanna f Bretlandi, sem alls
eru um 15 milljónir, myndi deyja
um aldur fram, ef þeir létu ekki
af vananum og slægjust f hóp
þeirra sem hætt hafa tóbaks-
reykingum, en þeim fer stöðugt
fjölgandi.
Mikil herferð gegn reykingum
er í bígerð í Bretlandi um þessar
mundir og hefur þvf verið lýst
yfir, að 20. marz nk. verði reyk-
laus dagur. Þann dag verður þrí-
heilagt, þvf að þá hefst vorið
samkvæmt gamalli hefð í Bret-
landi, og þá eru jafnframt öll lík-
indi á því að tóbak hækki í verði,
því að fjárlög verða lögð fram
daginn áður. Þeir sem skipu-
leggja herferðina telja að ein
milljón Breta muni reyna að
hætta reykingum á þessum
reyklausa degi.
Á kynningarfundi skýrði Don-
ald Reid, formaður skipulags-
nefndarinnar, svo frá, að tilgang-
urinn væri ekki sá að banna
reykingar heldur að leggja lið
þeim reykingamönnum sem vildu
hætta.
„Obbinn af reykingamönnum
vill í raun og sannleika leggja
tóbakið á hilluna,“ sagði hann.
„Á reyklausum degi gefst þeim
tækifæri til að gera það og þeir
fá jafnframt siðferðilegan stuðn-
ing til þess arna,“ bætti hann við.
Ýmislegt verður á döfinni víða
á Bretlandi á reyklausa daginn.
Þeir sem skipuleggja herferðina
gegn reykingum vonast til að fá
frægt fólk til að leggja henni lið,
en eins og einn forvígismanna
komst að orði er á hinn bóginn
ekki hlaupið að því að finna slíkt
fólk, sem hefur ekki þegar hætt
reykingum.
Sérfræðingar segja, að tveim-
ur þriðju þeirra sem eru áfjáðir í
að hætta reykingum, ætti ekki að
verða skotaskuld úr því að
standa við þá fyrirætlun, ef þeim
væri full alvara.
Árið 1980 lagði heilbrigðis-
fræðsluráðið fram áætlun um
baráttu gegn reykingum og ár-
lega er varið til hennar sem sam-
svarar 100 milljónum króna.
Donald Reid er í hópi þeirra sem
skipuleggja þetta starf, en frá
því að það hófst hefur reykinga-
mönnum á Bretlandi fækkað um
fjórðung og sala á vindlingum
minnkað um þriðjung. Hjarta-
verndar- og krabbameinsfélög
hafa og lagt fram drjúgan skild-
ing til þessarar baráttu.
„I fljótu bragði virðist hér vera
um mikið fé að ræða, en vissu-
lega er svo ekki ef maður miðar
við mannslifin sem tekst að
bjarga í krafti þessa starfs," seg-
ir Richard Peto, sem starfar við
Radcliffe-sjúkrahúsið í Oxford.
„Þetta eru heldur ekki stórar
upphæðir í samanburði við þá
fimm milljarða, vægt reiknað þó,
sem tóbaksiðnaðurinn eyðir ár-
lega í auglýsingar, samkvæmt
opinberum heimildum," segir
David Simpson, framkvæmda-
stjóri Samtaka um reykinga-
varnir.
Gerry Shaper prófessor rann-
sakar um þessar mundir heilsu-
far miðaldra karlmanna á Bret-
landi í 24 borgum. Á fyrrnefnd-
um fundi skýrði hann svo frá að
fjórðungur allra karla á aldrin-
um 40—45 ára hefði einkenni
kransæðasjúkdóma.
„Orsakavaldurinn er að vísu
ekki einvörðungu reykingar,"
segir prófessorinn, „en mönnum
sem reykja er þrisvar sinnum
hættara við kransæðasjúkdóm-
um en öðrum.“
Richard Peto, sem fyrr er
nefndur, tjáði fréttamönnum í
tilefni af reyklausa deginum:
„Það ætti að vera reykinga-
mönnum mikil hughreysting, að
þeir bægja hættum af kransæða-
sjúkdómum að miklu leyti frá
sér, ef þeir hætta að reykja, og
hafi alvarlegir sjúkdómar af
völdum reykinga ekki gert vart
við sig hjá þeim, er lítil hætta á
að gamlar syndir hafi áhrif á
heilsufar þeirra í framtíðinni.
- PENNY CHORLTON
I KYNÞATTAHATURl
IBandaríkjunum fer nú fram
mikil leit að þrælvopnuðum fé-
lögum í samtökum nýnasista og
kynþáttahatara, sem hafa gerst
sekir um skotbardaga, rán,
ofbeldi, morð og seðlafölsun.
Nýnasistarnir, sem starfa í
smáhópum hingað og þangað um
Suður- og Vesturríkin, hafa fyrir-
myndina augljóslega frá „Turner-
dagbókunum" („The Turner Diari-
es“), en í þeirri bók er því lýst
þegar neðanjarðarhreyfing kyn-
þáttahatara og hvítra hrokka-
gikkja steypir Bandaríkjastjórn af
stóli og tekur völdin í sínar hend-
ur. Þessir menn eru heldur ekkert
lamb að leika sér við. Í vopna-
viðskiptum standa þeir lögregl-
unni fyllilega á sporði, eru hálli en
áll og til að afla sér fjár til ofbeld-
isverkanna fremja þeir þraut-
skipulagða glæpi.
Ofbeldisfyllsti hópurinn gengur
ýmist undir nafninu „Þögult
bræðralag hvítra Bandaríkja-
manna" eða „Andspyrnuhreyfing
aría“ og er að miklu leyti skipaður
fyrrverandi tugthúslimum, sem
gengu til liðs við nýnasistaklíkur I
fangelsinu. Hann hefur lýst stríði
SJALFSKIPAÐIR
,3ÚPERMENN“
FARA HAMFÖRUM
á hendur Bandaríkjastjórn, sem
hann kallar bara „LSJ“, „Lepp-
stjórn júðanna".
Félagarnir í þessum samtökum
komast í tölu „arískra hermanna"
með því að vinna sér inn stig fyrir
að myrða „alríkisdómara, útsend-
ara FBI, aðra embættismenn
stjórnvalda, Gyðinga og svert-
ingja“. Bandaríska alríkislögregl-
an telur, að „Þögla bræðralagið"
hafi einhver tengsl við a.m.k. 12
aðra hópa, þar á meðal Ku-Klux-
Klan, bandaríska nasistaflokkinn
og ofbeldisfulla félaga i „Posse
Comitatius“, samtökum, sem ekki
viðurkenna neitt veraldlegt vald,
sem er æðra en hreppstjórnin.
Þessir menn eiga það sameigin-
legt, að þeir eru allir meðlimir í
„kynþáttarkirkjunni", sem svo má
kalla, en þar er það kennt, að aríar
en ekki Gyðingar séu afkomendur
hins útvalda lýðs ísraels. Allir
aðrir kynþættir eru sálarlaus af-
sprengi Satans og guðsþakkarvert
að útrýma þeim. Gyðinga hata
þessir menn eins og pestina og á
sama hátt og Hitler sjá þeir skína
í Gyðingasamsærið í hverju
skúmaskoti í blöðunum, banka-
starfseminni og eiginlega alls
staðar annars staðar.
í Bandaríkjunum eru ofbeldis-
verk og glæpir daglegt brauð, allt
að 500 morð á viku, og til að ná
athygli alþjóðar í þeim efnum þarf
töluvert til. Hvað „aríana“ varðaði
nægði ekki minna en 36 klukku-
stunda umsátur lögreglumanna og
skotbardaga og rökstuddur grunur
um að „Þögla bræðralagið” hefði
staðið að morði vinsæls útvarps-
manns og Gyðings snemma á síð-
asta ári.
Lögregluyfirvöld segja, að hóp-
urinn hafi staðið að mörgum rán-
um, t.d. þegar 17 menn stöðvuðu
brynvarða bifreið og rændu úr
henni 3,6 milljónum dollara, og
auk þess hefur hann stundað
skipulega seðlafölsun í þeim til-
gangi að grafa undan gjaldmiðlin-
um.
Umsátrið og skotbardaginn
fyrrnefndi áttu sér nokkurn að-
draganda en sagan hófst með því,
að íögreglumenn, dulbúnir sem
skógarverðir, sóttu heim Gary
Yarbrough, 29 ára gamalan mann
og fyrrum tukthúslim, þar sem
hann bjó fjarri öðrum mönnum f
Idaho. Gary hafði áður verið líf-
vörður í samtökunum „Aríaþjóð-
irnar" og sfðan gengið í „Þögla
bræðralagið". Þegar lögreglu-
mennirnir komu tók Gary á móti
þeim með skothríð og tókst að