Morgunblaðið - 20.01.1985, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 20.01.1985, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐID, SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 1985 B 19 Áskorun Reagans til Sovétstjómarinnar: Afdráttarlaus skýring fáist á örlögum Raouls Wallenberg WashiBKton, 18. jaanar. AP. Konald Regan Bandaríkjaforseti hefur skoraii á stjórnvöld í Moskvu að leggja fram „afdráttar- lausa skýrslu" um örlög Raoul Wall- enbergs. sænska sendistarfs- mannsins, sem tekinn var höndum af sovézkum hermönnum fyrir 40 árum, eftir að hann hafði bjargað þúsundum gyðinga frá því að verða teknir af lífi í útrýmingarbúðum nazista. „í dýpstu skelfingum síðari heimsstyrjaldarinnar, skin minningin um Raoul Wallenberg líkt og uppörvandi vonargeisli til stuðnings mannlegri virðingu," segir i orðsendingu Reagans. „Heimurinn stendur í takmarka- lausri og eilifri þakkarskuld ingu við þetta mikilmenni og Sovétríkjunum ber að láta heim- inum í té fullkomna og af- dráttarlausa skýrslu um örlög hans,“ segir ennfremur í orð- sendingunni. Wallenberg, sem starfaði við sendiráð Svia í Budapest, tókst að bjarga lífi nær 100.000 karla, kvenna og barna úr hópi gyð- inga. Sovézkir hermenn fluttu Wallenberg 17. janúar 1945 til ungversku bráðabirgðastjórnar- innar í suðurhluta Ungverja- lands að því er virtist til við- ræðna um hjálparstarfsemi. Hann sneri aldrei til baka. Bandaríkjastjórn hefur tekið upp mál Wallenbergs hvað eftir annað við sovézku stjórnina, en eina svarið sem fengizt hefur, var tilkynning, sem gefin var út 1957 á þá leið, að Wallenberg hefði látizt 10 árum áður í sov- ézku fangelsi. Árið 1981 undirritaði Reagan lög þar sem Wallenberg var gerður að bandariskum heiðurs- borgara. Hann er eini maðurinn, sem ekki er Bandaríkjamaður, sem nokkru sinni hefur hlotið þennan heiður að Winston Churchill undanskildum. Neytendasamtökin: Kjarnfóður- gjaldið verði afnumið „NEYTENDASAMTÖKIN mót- mæla harðlega nýlegri hækkun á kjarnfóóurgjaídi á svína- og fugla- fóóri. Hér er á gerræóisfullan hátt verió aó hækka framleióslukostnaó á mikilvægum neytendavörum," seg- ir í samþykkt stjórnar Neytenda- samtakanna sem Mbi. hefur boríst í samþykktinni segir einnig: „Þessi verðhækkun staðfestir réttmæti fyrri ályktana Neyt- endasamtakanna um kjarnfóð- urgjaldið: Það er neytendum i óhag, skapar óeðlilega mismunun milli búgreina og torveldar þannig eðliiega þróun í landbúnaðarmál- um, bæði neytendum og framieiö- endum til baga. Neytendasamtök- in itreka fyrri kröfur sínar um að kjarnfóðurgjaldið verði afnumið." Ráðstefna um atvinnumál fatlaðra RÁIXSTEFNA um atvinnumál fatl- aóra verður haldin í Borgartúni 6, Keykjavík, dagana 6. og 7. febrúar nk. Ráðstefnan er haldin á vegum félagsmálaráðuneytisins og sam- ráðsnefndar um málefni fatlaðra, sem hefur annast undirbúning og framkvæmdir í samvinnu við full- trúa Sambands íslenskra sveitar- félaga og Vinnuveitendasamband fslands. Félagsmálaráðherra. Alexander Stefánsson, flytur ávarp i upphafi ráðstefnunnar. Á ráðstefnunni munu svæðis- stjórnir um málefni fatlaðra gera grein fyrir hvernig atvinnumálum fatlaðra er háttað í hinum ýmsu landshlutum. Fjölmörg erindi verða flutt á ráðstefnunni, en einnig munu þátttakendur starfa í umræðuhóp- um. Tilgangurinn með ráðstefnunni er að leitast við að fá yfirlit yfir stöðu í atvinnumálum fatlaðra á breiðum grunni og nýta þá vitn- eskju sem þar kemur fram til að móta ákveðna stefnu i þessum málaflokki. Ráðstefnan er öllum opin, og þarf að tilkynna þátttöku til fé- lagsmálaráðuneytÍ8Íns fyrir 1. febrúar nk. Fróðleikur og skemmtun fyrir háa sem lága! (HÚSAKYNNUM SKRIFSTOFUVÉLA AD HVERFISGÖTU 33 LAUGARDAG 0G SUNNUDAG KL. 13.00 -18.00 Nú skarta Skrifstofuvélar öllu sínu besta á sviði tölvubúnaðar fyrir smærri sem stærri fyrirtæki. Um helgina sýnum við mikið úrval af tölvum frá IBM og Televideo, tölvuprenturum, hugbúnaði og aukabúnaði. Sértu í tölvuhugleiðingum er þetta gullið tækifæri til þess að sjá á einum stað margt af því nýjasta sem á boðstólum er og njóta um leið ráðlegginga og leiðbeininga sölumanna okkar og annarra sérfróðra á sviði tölvumála. HEIÐURSGESTUR SÝNINGARINNAR: IBM AT íslenskuð og fullkomlega tilbúin á íslenskan markað! IBM AT er tvímælalaust framtíðartölva fjölmargra fyrirtækja. Hún brúar á skemmtilegan hátt bilið á milli IBM PC og XT annars vegar og litlu IBM System 36 hins vegar. Nú er þessi einstaka vél komin til landsins og við hjá Skrifstofuvélum höfum ánægjuna af því að vera fyrstir til þess að íslenska hana og sýna fullkomlega tilbúna á íslenskan markað. IBM AT er nýjung sem enginn getur látið hjá líða að kynna sér áður en til tölvuvæðingar fyrirtækjanna kemur. • 80286 örtölva • 20 MB harður diskur (stækkanleg í 40 MB) • 1.2 MB diskettudrif • 512 KB minni (stækkanlegt í 3 MB) PC-DOS 3.0 stýrikerfi (Xenix fjölnotendakerfi væntanlegt) Nýtt og endurbætt lyklaborð FJÖLBREYTT SÝNING IBMtölvur IBMAT IBMXT IBMPC IBM PPC Televideo tölvur Televldeo PC Televldeo PC m/lltaskjá Televideo XT Televideo PC m/innb. höröum diski Televideo 806/20 fjölnotendakerfi Hugbúnaöur PLUS - bókhaldskerfi WORD - rih/innslukerfi RITVINNSLA 2 - ritvinnslukerfi MULTIPLAN - áætlanaqerð DBASE II og DBASE III - gagnagrunnur LAUN - launabókhald FRAMEWORK - samhæft forrit o.fl. o.fl. Við erum umboðsmenn tyrir hugbúnaðarfyrirfækin Microsoft og Ashton Tate og auk hugbúnaðar þeirra sýnum við m a huqbúnað frá Islenskri forritaþróun og Rafreikm , . Þetta er tölvusýning sem gefur þér á skömmum tíma innsýn í allt það helsta sem skiptir fyrirtækin _________________ máli í tölvuheiminum. Prentarar Sllver Reed 770 hágæðaprentari Sllver Reed 550 hágæðaprentari Sllver Reed 400 hágæðaprentari Star Gemlnl nálaprentari Star Delta nálaprentari Star Radlx nálaprentari IBM 80 nálaprentari Aukabúnaöur IBM 5250 - skjátengibúnaður viö System 34, 36. 38 ORCHID - nettengibunaður AST - Multitunction boards XEBEC - harður diskur (10 MB) HERCULES - grafískt skjákort Verið velkomin TÖLVUDEILD SKRIFSTOFUVÉLAR H.F. Hverfisgötu 33 - Pósthólt 377 -Sími 20560

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.