Morgunblaðið - 20.01.1985, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 20.01.1985, Qupperneq 38
38 B___________________MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 1985_ Bauö of rauð og róttæk blöð I Aðalssetur í fyrri þáttum hefi ég staldrað oftar við í einni götu á Akureyri en öðrum, og ekki ófyrirsynju. Það er Hafnarstrætið; gömul gata, sem tengir tvo elstu bæjarhlut- ana, Fjöru og Oddeyri. Er fram liðu stundir risu þar hús, sem gegndu mikilvægu menn- ingarhlutverki í kaupstaðnum. Og mörg eiga íbúðarhúsin við götuna merka sögu og tengjast nöfnum manna, sem hafa átt veigamikinn þátt í listasögu þessa lands. Hafn- arstræti 88 er t.d. veglegt timb- urhús byggt skömmu fyrir alda- mót og hýsti forðum íslands- banka. En ekki rýrir það sögulegt gildi þess, að uppi í rishæð hússins fluttist eitt sinn ungt skáld með aleigu sína og settist að í herbergi, sem „var móti hásuðri, rösk tólf fet á lengd og átta fet á breidd. Þriðji hlutinn undir súð“. Aleigan var: „dagbækur og handrit, penna- stengur og blekbyttur, stjörnu- fræðitöflur, tóbaksbox, reykjar- pípur og neftóbaksbirgðir í hvít- eltum hrútspung". Þetta á svo sem ekki að vera nein getraun, enda leynir sér ekki af setningum, sem komið er fyrir innan gæsalappa, að þar fór höf- undur fslensks aðals, meistari Þórbergur Þórðarson. En minn- isstæður sálufélagi hans frá þessu Akureyrarsumri var Stefán frá Hvítadal, sem þrátt fyrir bæklun sína hefur þá ósjaldan lagt leiö upp á loftið til andríkra samræðna við skáldbróður sinn. Nú vill svo skemmtilega til, að dóttursonur Stefáns og nafni hefur nýlega eignast stóran hluta af þessu húsi, rekur þar hótel og hefur þegar bætt útlit þess. Þórbergur getur þess einmitt í fslenskum aðli, að úr glugga hans hafi Sigurhæðir Matthíasar blasað við uppi á brekkubrún til hægri, „lofsyngj- andi tákn hins dýrkeypta sigurs sálarinnar yfir miðflóttaafli holdsins". II Stfll í gömlu Grundarverslun f þetta sinn heimsækjum við næsta hús sunnan gamals sumar- dvalarstaðar andlegra aðals- manna íslenskra, en það er Hafn- arstræti 86. Þar var gamla Grund- arverslun eftir að hún fluttist frá höfuðbólinu. Glæsilegt hús. Ein- hver hressilegasti sonur Akureyr- ar og fráneygur spéfugl, Örlygur Sigurðsson listmálari, lýsir „skarthlið hússins" (sem hann nefnir svo) að sunnanverðu með teiknipenna í einu sinna sérstæðu og glaðbeittu ritverka. í þessari höfðinglegu timburbyggingu ólst upp göfugur og snjall tónlistar- maður, Árni Kristjánsson píanó- leikari. Því miður verður húsið nú lotlegra utan með hverju árinu, sem líður, og er það von þeirra, er unna gömlu Akureyri, að efni verði á því, að forða sérstæðri skarthlið og húsinu öllu frá tor- tímingu. Mót suðri eru svalir og blómaskálar með bogagluggum og útsöguðu flúri. Mér var á dögunum gengið upp á aðra hæð í þessu virðulga húsi. Þar gaf á að líta; blómlegt listalíf, sem gladdi sálina. Tveir vasklegir menn alskeggjaðir voru önnum kafnir við teikniborð. f horni stóðu trönur með þaninn striga, sem beið litanna. Á veggjum héngu grafíkmyndir, olíumálverk, silki- prent, frumdrög af félagsfánum, vörumerkjum og listrænum plak- ötum. Þarna er teiknistofan Still til húsa og forstöðumenn hennar eru þeir Guðmundur Ármann Sig- urjónsson myndlistarmaður og Gunnar Jónasson. III Reykjavík, Gautaborg, Akureyri Guðmundur Ármann hefur i a.m.k. fimmtán ár komið mjög við sögu myndlistar á Akureyri og því þótti mér forvitnilegt að taka hann tali. Við setjumst í gamla bólstraða „lenestóla" frá því fyrir stríð og drekkum sterkt te, sem húsráðendur hita í nýtískulegum rafmagnssamóvar. Þegar ég spyr Guðmund, hvers vegna hann hafi fest rætur á Akureyri, en ekki í bernskuborg sinni við sundin blá sunnan heiða, kímir hann og svar- ar að bragði, að sennilega stafi það af því, að hann hafi komið hingað beint frá Svíþjóð. — Akur- eyri er dálítið sérstæður bær, eins og þú veist. Einnig var ég svo lán- samur að kynnast konunni minni hérna og við höfum eignast börn og bú. Við eigum hæð í gömlu húsi í Innbænum og heitir þar Berlín frá fornu fari. Hins vegar er ég borinn og barnfæddur Reykvík- ingur. Ég fæddist meira að segja í Vesturbænum í svonefndu Dokt- orshúsi að Ránargötu 13. Það var við upphaf lýðveldisársins 1944. Foreldrar mínir, Sigurjón Björnsson, síðar stöðvarstjóri Pósts og síma í Kópavogi, og Þorbjörg Pálsdóttir, eru bæði Skaftfellingar. Hann úr Mýrdaln- um, en hún úr Meðallandinu. Lík- lega hefi ég verið fjögurra ára, þegar við fluttumst inn á Lang- FÖNG Bolli Gústavsson holtsveg. Þar var þá strjálbyggt, eins konar sveit, og æskilegur vettvangur til leikja fyrir okkur systkinin, sem erum átta. Heima var alla tíð mikill áhugi fyrir myndlist. Pabbi hefur lengi feng- ist við að mála í frístundum sínum og ég var ekki hár í loftinu, þegar ég fór að munda blýantinn. Og satt að segja vegnaði mér alltaf vel í teikninámi, eftir að skóla- gangan hófst. Það varð úr að loknu skyldunámi, að ég lærði prentmyndagerð. Ég hafði áður verið sendill í prentsmiðju og fékk áhuga fyrir þessari iðngrein, sem tengist mjög grafíklist. Þegar ég átti eftir tveggja ára iðnnám, varð aö ráði, að ég hæfi einnig nám í Myndlista- og handíðaskólanum á kvöldin. Var það ekki síst að þakka vinnuveitanda mfnum og kennara í iðninni, sem hvatti mig óspart. Fyrst naut ég tilsagnar listmálaranna Sigurðar Sigurðs- sonar, Sverris Haraldssonar og Hrings Jóhannessonar og einnig Ragnars Kjartanssonar mynd- höggvara. Þannig gat ég lokið iðn- námi jafnhliða listnámi, sem síð- an hélt áfram, þótt ég hefði hug á að stunda prentmyndagerðina framvegis. Þegar ég var kominn á fulla ferð í Myndlista- og handíða- skólanum, fjölgaði einnig þeim kennurum, sem ég naut tilsagnar hjá. Þar voru þeir Bragi Ásgeirs- son og Hörður Ágústsson og einn- ig Benedikt Gunnarsson. Jóhann Eyfells myndhöggvari hafði og mikil áhrif á mig og hvatti mig eindregið til þess að fara út í skúlptúr. Skólasystkin mín frá þessum tíma hafa mörg komist langt á myndlistabraut. Má m.a. nefna þau Hallstein Sigurðsson myndhöggvara, Leif Breiðfjörð glerlistarmann og Önnu Þóru Karlsdóttur vefara. Vorið 1967 lauk ég prófi frá skólanum og þegar um sumarið sigldi ég áleiöis til Svíþjóðar með flaggskipinu Gullfossi. Ég hefði ekki viljað verða af því, að halda þannig af stað út í hinn stóra heim á glæstum farkosti; þessu gamla sjálfstæðistákni, sem ekki er leng- ur til. Hugðist ég nú vinna við prentmyndagerð jafnhliða list- námi. Sótti ég um skólavist í Val- andskonstskola í Gautaborg. Það er akademískur skóli þar sem hin- ar frjálsu listir eru kenndar. Rekt- orinn, Ture Anoffh, hvatti mig eindregið til þess að byrja á graf- ík. Lagði ég því mesta áherslu á hana fyrstu tvö árin. Þá var ég svo heppinn að vera ráðinn aðstoðar- kennari á launum við þennan ágæta skóla. Og þar lærði ég því og kenndi, uns ég lauk þaðan prófi eftir fimm ár, vorið 1971. Með mér í skólanum var annar íslendingur, vinur minn Arthur ólafsson, sem nú er starfandi listamaður í Sví- þjóð. Hann nýtur þar mikils álits og hefur fengið stór verkefni við myndskreytingu opinberra bygg- inga. M.a. er hann nú að gera geysimikla veggskreytingu á nýju sjúkrahúsi. Þess er vert að geta, að i Sviþjóð er 2% af byggingar- kostnaði opinberra bygginga varið til listskreytinga. IV Annríki á Akureyri Þegar ég kom heim vorið 1971, hress og áhugasamur og í meira lagi róttækur í skoðunum, sneri ég mér þegar til Harðar Ágústssonar þáverandi skólastjóra Myndlista- og handíðaskólans. Hann hafði löngum reynst mér hjálparhella og hollvinur. Hann vantaði ekki kennara við skólann, en hét mér því að hafa augun opin, ef eitt- hvert áhugavert viðfangsefni ræki á fjörur hans. í september hringir hann svo í mig og spyr, hvort ég vilji fara sem myndlistarkennari til Akureyrar. Óli G. Jóhannsson hafði þá beðið hann að útvega Myndlistarfélaginu þar nyrðra kennara. Ég var til í það og hélt þegar af stað norður. Hóf ég kennslu hjá Námsflokkum Akur- eyrar í samvinnu við Myndlistar- félagið. Kennt var í rúmgóðum kjallara Iðnskólans og þá aðallega á kvöldin. Áhugi fólks var með ólíkindum og því innritaðist fjöldi nemenda á ýmsum aldri. Þarna kenndi ég módelteikningu, málun og jafnframt var starfrækt sér- stök barnadeild. Þar við bættist, að ég réðst kennari við Mennta- skólann á Akureyri og kenndi þar svonefnda myndgreiningu, sem þá var ný af nálinni. Þetta var ekki beinlínis teiknikennsla, heldur fólst hún í því, að skoða myndir frá ýmsum sjónarhornum og ekki síst að gagnrýna þær. Þá gerðum við m.a. svonefndar andmyndir, t.d. gegn frekum og smekklausum auglýsingamyndum. Þessi grein varð til á óróatímunum kringum 1968—’69, þegar mótþrói og opinská gagnrýni á ýmsu því, sem miður þótti fara, varð hörð og óvægin. Ýmsir þeir, sem stunduðu þetta nám í MA, hafa lagt fyrir sig myndlist, og má þá nefna Guð- mund Odd, Kristján Jónsson og Pál Sólnes. VI Pólitísk spenna Það kom brátt í ljós, að ég þótti óþarflega róttækur, og þegar fréttist að ég myndi vera vinstra megin við Álþýðubandalagið, þá tóku ýmsir að líta mig grunsemd- araugum eins og vænta mátti. Ékki bætti heldur úr skák, er í ljós kom, að ég notaði frístundir mínar til þess að selja róttæk og rauð blöð og dreifði áróðursbæklingum á götum úti, enda ákveðinn í því að frelsa Island undan þungbæru oki auðvaldsins. Það kannast margir við þann barnasjúkdóm. Ekki bætti úr skák, þegar fréttist, að myndlistarkennarinn væri far- inn að rífa kjaft í verkalýðsfélag- inu. Af þessum sökum þótti ýms- um friðsömum foreldrum var- hugavert að treysta slíkum manni fyrir börnum sínum, þótt í teikni- timum væri. En mér er óhætt að fullyrða, að aldrei hvarflaði að mér, að vera með einhverja póli- tíska innrætingu í kennslunni. Sem vænta mátti taldi fólk sig ekki hafa neina tryggingu fyrir því. Því varð heldur stutt í kennslu minni í MA. Éigi að síður hafði ég svo mikið að gera þetta fyrsta ár á Akureyri, að ég bók- staflega yfirkeyrði mig á vinnu. Næsta haust var siðan stofnuð svonefnd Myndsmiðja af Mynd- listarfélagi Akureyrar. Var sá skóli í meiri tengslum við Mynd- lista- og handíðaskólann í Reykja- vík. Sýndi skólastjóri hans, Gísli B. Björnsson, okkur mikinn áhuga og greiddi götu Myndsmiðjunnar eftir föngum. Það var eftir þennan vetur, sem ég hætti kennslu vegna háværrar gagnrýni þeirra, sem töldu mig alltof pólitiskan. VII Málað í Slippstöðinni Ég varð auðvitað fjúkandi reið- ur, kvaddi í fússi og réð mig 1 vinnu hjá Slippstöðinni á Akur- eyri vorið 1974. Þar málaði ég skip, sprautaði lestar og fékk megna málningareitrun. Næsta haust var Myndlistarskóli Akur- eyrar stofnaður og Helgi Vilberg fljótlega ráðinn skólastjóri. Ég átti sæti í skólastjórn með þeim Helga, Úllu Árdal, sem var for- maður, og Aðalsteini Vestmann. En kennslu minni var lokið í bili. Jafnhliða vinnunni í Slippstöðinni vann ég að myrtdlist, m.a. dúk- Guömundur Ármann Sigurjónsson myndlistarmaður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.