Morgunblaðið - 30.01.1985, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.01.1985, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. JANUAR 1985 ÚTVARP / S JÓN VARP Smá athugasemd r Eg neyðist víst til að leiðrétta smá mishermi frá gærdags- greininni, er fjallaði um frétta- þáttinn Hér og nú. Þar stóð svart á hvítu: . . . skrapp Gunnar E. Kvaran fréttamaður með sendi- búnað og hljóðnema upp á Ár- túnshöfða að lýsa bifreiðauppboði. Ég var þar í burðarliðnum á veg- um Gjaldheimtunnar. Ég kannast ekki við að hafa nokkurntíma ver- ið í burðarliðnum á vegum Gjald- heimtunnar enda átti þarna að standa... er var þar í burðarliðn- um. Nóg um það. í dag ætla ég að fjalla um ríkisfjölmiðlana frá nokkuð öðru sjónarhorni en und- anfarið. Ég ætla ekki að fiska ákveðið atriði út úr dagskránni í þvi augnamiði að leggja það á líkskurðarborðið til frekari krufn- ingar. Þó sleppi ég eigi alveg lík- skurðarhnífnum því ég ætla mér að bregða honum á sjálft heilabú- ið, nánar til tekið heilabú sjón- varpsins okkar. Hvelin tvö Eins og menn vita greinist heil- inn í tvö hvel, vinstra og hægra heilahvel, og skilur þau að djúp felling. Hér er einkum átt við efsta lag heilans og að sjálfsögðu eru hvelin tengd af taugaþráðum. Ég fer ekki nánar út í lífeðlis- fræðilega hluti hér, en stundum hvarflar að mér hvort ekki megi líkja vitundariðnaðarstöð á borð við sjónvarpið okkar við sjálfan heilann. Hjá sjónvarpinu eru þannig tvö hvel sem sjá um að safna „taugaboðum“, vinna úr þeim og senda þau í aðgengilegu formi út í þjóðarlíkamann. Hér er að sjálfsögðu átt við „fréttadeild- ina“ annarsvegar og „lista- og skemmtideildina" hinsvegar. Nú er það svo að vísindamenn hafa ekki alveg botnað í taugaflæði heilans, en gera má ráð fyrir því, að heilahvelunum sé ætlað í sam- einingu að stýra og samhæfa taugaboðin, þannig að þau nýtist til fulls því óraflókna verkfæri er manneskja nefnist. Hefur reyndar komið í ljós að við heilaaðgerðir, sýkingu og önnur áföll er mið- taugakerfið verður fyrir getur ým- islegt farið úrskeiðis á andlega sviðinu, er aftur getur leitt til lík- amlegra vandkvæða. Hin lífrœnu tengsl Sjónvarpið okkar er hluti vit- undarlífs vors og því mislíkar okkur er taugaboðin taka að ská- skjótast þar í höfuðstöðvunum. Annað heilahvelið er að sönnu virkt, það eys fréttum og frétta- skýringum út um þjóðarlíkamann, en hvað um hitt hvelið er höfðar fremur til hjartans og ertir heila- dingulinn er stjórnar spennu- viðbrögðum? Til mikillar fyrir- myndar eru að sönnu hinir ýmsu framhaldsþættir eins og: Dýrasta djásnið, Derrick og Saga um ást og vináttu en hvað seja menn um að hrúga saman tveimur náskyld- um grínþáttum á föstudagskvöld- um, eða þá ráðstöfun lista- og skemmtideildar að sýna á laug- ardagskvöldið annarsvegar 3ja flokks kvikmynd af kappakstri og hinsvegar ástarlífsmynd af kín- verskum ættum? Téðan laugardag var ekki ein mínúta í þágu barn- anna og svo er ætlunin að sópa burt barna- og unglingaefni næsta sunnudag vegna „óperuflutnings“. Ég hef því miður ekki pláss fyrir fleiri dæmi því til sönnunar að eitthvað brenglast nú stundum taugaboðin í öðru heilahveli þeirra sjónvarpsmanna. Kannski skortir þá örvunina, blessaða, nema hitt hvelið sé orðið of frekt til fjörsins? Ölafur M. Jóhannesson Morgun- þáttur ■■■■ Kristján Sigur- | 00 jónsson er um- A sjónarmaður Morgunþáttar rásar 2 í dag sem hefst að venju kl. 10. Allt frá því sl. sumar hefur það verið fastur lið- ur á hverjum miðvikudegi að fenginn hefur verið einhver gestaplötusnúður í Morgunþáttinn og hann látinn velja lög og kynna. Hefur bæði þekkt fólk og óþekkt kynnt í þáttunum sem allt á það sammert að koma hvergi nálægt hljómplötum í starfi sínu. Gestaplötusnúður þátt- arins að þessu sinni er hinn góðkunni Þorgrímur Þráinsson sem allir fót- boltaunnendur ættu að kannast við. Þorgrímur leikur með Val í fótbolta, er í landsliðinu og starfar frá Frjálsu framtaki. Hann mun leggja biaða- mennskuna og boltann til hliðar um stundarsakir í dag og velja nokkur lög og kynna þau. Lögin sem Kristján hyggst leika þegar Þor- grímur hefur gert sínu skil verða hvorki bresk né bandarísk, heldur lög sem sjaldan heyrast í útvarpi, s.s. ítölsk, þýsk og skandinavísk. Þorgrímur Þráinsson, landsliðsmaður í fótbolta m.m., er gestur þáttarins. Litla Hraun Mál til umræðu Fjallað um málefni fanga á Litla Hrauni ■■H 1 kvöld er á OA 20 dagskrá út- — varps þátturinn Mál til umræðu sem er umræðuþáttur fyrir ungt fólk. Umsjónarmenn eru Matthías Matthíasson og Þóroddur Bjarnason. Að þessu sinni verður fjallað um málefni fanga á Litla Hrauni. Umsjón- armenn brugðu sér þang- að fyrir stuttu og tóku einn fanga tali. Þá verða fimm gestir í þættinum og opinn símatími fyrir hlustendur allan tímann. Gestirnir eru Gústaf Lilliandahl, fangelsis- stjóri á Litla Hrauni, einn fulltrúi frá Dómsmála- ráðuneytinu og Jóna Gróa Sigurðardóttir, borgar- fulltrúi og framkvæmda- stjóri fangahjálparinnar Verndar. Þá verða mætt í úvarpssal einn fyrrver- andi fangi og aðstandandi manns sem nú situr í fangelsi. Allan þáttinn í gegn verða því samfelldar um- ræður um aðstöðu fang- anna á Litla Hrauni. Margir hafa látið að því liggja að hún sé allt of góð, en fangarnir eru sem kunnugt mjög „frjálsir" innan veggja fangelsisins og er þeim t.d. gefnar afar frjálsar hendur við að fegra herbergi sín. Satan situr um sálirnar ■i í kvöld er í 40 sjónvarpi bresk heimildamynd sem nefnist Satan situr um sálirnar. í fjallahéruðum suður- fylkja Bandaríkjanna hafa predikarar og heittrúarsöfnuðir mikil áhrif á líf fólksins. Rokk- og blústónlist setja oft svip á trúarathafnir þar sem „djöfullinn er rekinn á brott“ og „menn tala tungum“. Þessi hefð tíðkast nú orðið aðeins í þessum hluta Bandaríkjanna þar sem Bretar hafa haft að- setur frá því á 17. öld. Jeremy Marre og starfslið hans ferðuðust um og kynntu sér trúarlíf og tónlist allt frá Tenn- essee til Norður-Karólínu. Afrakstur þeirrar farar fáum við svo að berja aug- um I kvöld kl. 20.40. L UTVARP 1 MIÐVIKUDAGUR 30. janúar 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. A virkum degi. 7.25 Leiktimi. 7.55 Daglegt mál. Endurt. þáttur Sigurðar G. Tómas- sonar frá kvöldinu áður. 8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregn- ir. Morgunorö: — Steinunn Arnprúður Bjðrnsdóttir talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: .Trltlarnir á Titringsfjalli" eft- ir Irinu Korschunow. Kristln Steinsdóttir endar lestur þýöingar sinnar (8). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. 9.45 Þing- fréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). 10.45 Islenskir einsöngvarar og kórar syngja. 11.15 Úr ævi og starfi islenskra kvenna. Umsjón: Björg Ein- arsdóttir. 11.45 Islenskt mál. Endurtekinn þáttur Asgeirs Blöndals Magnússonar frá laugardegi. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar 13J0 Barnagaman. Umsjón: Sigrún Jóna Kristjánsdóttir. 13.30 Nýtt erlent popþ 14.00 . Asta málari'' eftir Gylfa Gröndal. Þóranna Gröndal les (5). 14.30 Miðdegistónleikar a. Islamey, fantasla eftir Mily Balakirev. Hljómsveitin Filharmonla leikur; Lovro von Matacic stj. b. Tveir marsar eftir Charles Ives. Yale-leikhúshljómsveit- in leikur; James Sinclair stj. 14.45 Popphólfið — Bryndls Jónsdóttir. 15J0 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Islensk tónlist a. Sextett op. 4 eftir Herbert H. Agústsson. Björn Ölafs- son, Ingvar Jónasson, Einar Vigfússon, Gunnar Egllson, Herbert H. Agústsson og Lárus Sveinsson leika. b. Tveir þættir fyrir strengja- kvartett eftir Jón Þórarins- son. Kauþmannahafnar- kvartettinn leikur. • c. „Rómansa" fyrir klarin- ettu, flautu og planó eftir Hjálmar H. Ragnarsson. Ein- ar Jóhannesson, Manuela Wiesler og Þorkell Sigur- björnsson leika. 17.10 Slðdegisútvarp Tilkynningar 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.30 Alþjóölega handknatt- leiksmótið I Frakklandi. Her- mann Gunnarsson lýsir slðari hálfleik Islendinga og Ung- verja I Valance. 20.20 Mál til umræöu. Matthlas Matthlasson og Þóroddur Bjarnason stjórna umræðu- þætti fyrir ungt fólk. 21.00 „Let the People Sing" 1984. Alþjóöleg kórakeppni a vegum Evrópusambands útvarpsstöðva 9. þáttur. Um- sjón: Guömundur Gilsson. Keþpni kammerkóra. 21M Að tafli. Jón Þ. Þór flytur skákþátt. 22.00 Horft I strauminn með Kristjáni Róbertssyni. (RÚ- VAK) 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. SJÓNVARP 19.25 Aftanstund. Barnaþáttur með innlendu og erlendu efni: Söguhornið — Krónan frá langömmu, myndskreytt saga eftir Her- dlsi Egilsdóttur. Tobba, Litli sjóræninginn og Högni Hin- riks. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Satan situr um sálirnar. MIÐVIKUDAGUR 30. janúar Bresk heimildamynd. I fjallahéruðum suöurfylkja Bandarlkjanna hafa predik- arar og heittrúarsöfnuðir mikil áhrif. Rokk- og blústón- list setja oft svip á trúarat- hafnir. I þessari mynd kynna breskir sjónvarpsmenn sér trúarllf og tónlist á þessum slóöum. Þýðandi Jóhanna Þráinsdóttir. 21.40 Saga um ást og vináttu. Rmmti þáttur. italskur framhaldsmynda- flokkur I sex þáttum. Þýðandi Þurlður Magnús- dóttir. 22.40 Úr safni Sjónvarpsins. Erling Blðndal Bengtson leik- ur á selló svltu nr. 5 I c-moll eftir J.S. Bach. Þátturinn var áður sýndur I Sjónvarpinu á nýársdag 1984. 23.00 Fréttir I dagskrárlok. Dagskrá morgundagsins. Orö kvöldsins. 22.35 Tlmamót. Þáttur I tali og tónum. Umsjón: Ævar Kjart- ansson. 23.15 Nútlmatónlist. Þorkell Sigurbjörnsson kynnir. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. MIÐVIKUDAGUR 30. janúar 10.00—12.00 Morgunþáttur Stjórnandi: Kristjón Sigur- jónsson. 14.00—15.00 Eftir tvö Stjórnandi: Jón Axel Ölafs- son. 15.00—16.00 Nú er lag Gömul og ný úrvalslög. Stjórnandi: Gunnar Salvars- son. 16.00—17.00 Vetrarbrautin Þáttur um tómstundir og úti- vist. Stjórnandi: Júllus Einarsson. 17.00—18.00 Tapað fundið Sögukorn um soul-tónlist. Stjórnandi: Gunnlaugur Sig- fússon.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.