Morgunblaðið - 30.01.1985, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 30.01.1985, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 1985 Fannfergi í Kaupmannahöfn Þessi mynd var tekin í Kaupmannahöfn á sunnudag þegar verið var að ryðja snjóinn af götunum þar í borg. Trúlega er kostnaðurinn við snjómokstur í Kaupmannahöfn kominn nokkur þúsund prósent fram úr áætlun og ekki öll kurl komin til grafar enn því að spáð var meiri snjókomu og skafrenningi að auki. Nýrri sókn spád í Panjshir-dalnum Nýju Delbí, 29. j»uú»r. AP. RÍISSAR hafa flutt liðsauka til Norður-Afghanistans til undirbún- ings nýrri sókn gegn skæruliðum í Panjsherdal að sögn vestrænna stjórnarerindreka. Allt að 3.000 sovézkir hermenn og mikil lest skriðdreka, herflutn- ingabifreiða og brynvarinna bíla fóru frá Kabul í síðustu viku til Panjshir. Þessir liðsflutningar benda til þess að sovézka herliðið í Afghan- istan hyggi á nýja sókn gegn hluta af varnarkeðju skæruliða. Talið er að sókn Rússa gegn skæruliðum í dalnum í apríl í fyrra hafi verulega veikt stöðu herliðs skæruliðaforingjans Ahmed Shah Masoud, en Rússar virðast þó ekki hafa náð algerum yfirráðum yfir dalnum. Skæruliðar hafa ráðizt á sov- ézkar herbúðir í Khenj í miðjum Panjshirdal og eyðilagt a.m.k. sex herflutningabíla að sögn stjórnar- erindrekanna. Stöðva verður víg- bunaðarkapphlaupið — segir í ályktun fundarins í Nýju Delhí Nýju Delhí, 29. janúar. AP. FUNDUR sex þjóðarleiðtoga, sem haldinn var í Nýju Delhí á Indlandi, samþykkti í gær ályktun þar sem segir, að framtíð mannkynsins sé í veði og að kjarnorkuveldin verði að stöðva vígbúnaðarkapphlaupið jafnt í geimnum sem á jörðu niðri. „Kjarnorkuveldin bera sérstaka ábyrgð á því hvernig komið er og við skorum á þau að hafa um það samvinnu við okkur að leita nýrra leiða,“ sagði í ályktuninni. Þjóðar- leiðtogarnir sex fögnuðu nýjum viðræðum Bandaríkjamanna og Sovétmanna í mars nk. en vöruðu við of mikilli bjartsýni og sögðu, að til að árangur næðist yrðu báð- ar þjóðirnar að gefa verulega eft- ir. Mikilvægur olíufundur ' Norðaustur-Sýrlandi Saudi-Arabíu, 29. janúar. AP. 1 Kiyadb, Saudi-Arabíu, 29. janúar. FUNDIST hefur olía í norðaustur- hluta Sýrlands, og vonast stjórnvöld til að hún muni gefa um einn og hálfan milljarð dollara í tekjur ár- lega, að því er dagblaðið Al-Sharq Al-Awsat ■ Saudi-Arabíu segir í dag, þriðjudag. Blaðið hefur eftir heimildum ótilgreindra arabískra og vest- rænna sendifulltrúa, að sýrlenska stjórnin hafi viðhaft „ströngustu leynd vegna olíufundarins og farið með hann sem hernaðarlegt og pólitískt leyndarmál." Blaðið segir að olíufundur þessi muni hafa „gagnger áhrif á stefnu Sýrlands í málefnum Arabaríkj- anna og pólitíska samstöðu þeirra með öðrum ríkjum". Er gefið í skyn, að Sýrland verði nú óháðara íran að því er varðar öflun hráolíu og fjárhagsstuðning. Olían fannst í Dier Al-Zour- héraði, um 400 km norðaustur af Damascus, segir blaðið. Pecten, dótturfélag bandaríska Sheil-olíufélagsins, hefur borað á Argentína: Varar við niður- skurði herútgjalda Buenos Airea, Argentínu, 29. janúar. HAFT var eftir fyrrverandi flota- foringja í her Argentínu í gær, mánudag, að mikill niðurskurður á herútgjöldum sem lýðræðis- stjórn landsins hefði gripið til, gæti haft í för með sér, að gerð yrði tilraun til valdaráns. Flotaforinginn, sem heitir Horacio Zaratiegui, sagði við argentínsku fréttastofuna Diarios Y Noticias: „Ég held ekki, að þau skilyrði séu nú fyrir hendi, að hætta sé á valdaráni, en ég óttast, að stjórnin geti, án þess að ætla sér það, skapað þessi skilyrði með aðgerðum sínum." Stjórn Roul Alfonsin hefur skorið framlög til hersins niður um helming og er það þáttur í ströngum efnahags- ráðstöfunum, sem eiga að koma landinu út úr efna- hagskreppunni. þremur stöðum í héraðinu og árangurinn verið 6—10.000 tunnur af fyrsta flokks olíu á hverjum stað, segir blaðið. Borað hefur verið á fleiri stöð- um og vonast Sýrlandsstjórn til að geta framleitt um 150.000 tunnur á dag, segir blaðið og vitnar í fyrr- nefndar heimildir meðal erlendra sendifulltrúa. „Sýrlandsstjórn vill ekki til- kynna olíufund þennan af þeirri höfuðástæðu, að hún vill halda í olíusamning sinn við Iran,“ bætti blaðið við. Bretland: Gull úr stórráninu Mats 1983 komið Leit að ræningjunum hafin á ný í í Brink leitirnar? London, 29. jnn. AP. LÖGREGLAN í London hefur fund- ið gull að verðmæti 80.000 pund í grennd við hús, þar sem leynilög- reglumaður var stunginn til bana fyrir nokkrum dögum. Enda þótt ekki sé talið fullvíst, að gull þetta megi rekja til stærsta ráns í sögu Bretlands, sem framið var í nóvem- ber 1983, þá eru taldar miklar líkur á, að gullið sé þaðan komið. Stórrán þetta var framið í vöru- geymslu fyrirtækisins Brinks-Mat við Heathrow-flugvöll. Þrír menn hafa hlotið fangelsisdóm fyrir hlutdeild í ráninu, en þýfið hefur ekki fundizt og óttast lögreglan, að gullstangirnar, sem voru 6.800, hafi verið bræddar í minni eining- ar, svo að ekki verði unnt að stað- reyna, að gullið sé hlutur ráns- fengsins. Vegna gullfundarins nú hefur lögreglan hafið mikla leit að ræn- ingjunum á ný og yfirheyrt 12 manns — 10 karlmenn og 2 konur — í London og þremur öðrum borgum. Þá voru þrír menn aðrir yfirheyrðir vegna morðsins á John Fordham leynilögreglumanni. Enginn af þessum mönnum hefur þó verið ákærður enn. Fordham var í hópi þeirra lög- reglumanna, sem rannsökuðu Brinks-Mat-ránið. Hann var stunginn til bana á laugardags- kvöld í suðausturhluta London. Lögreglan fann síðan gull að verð- mæti 80.000 pund í húsi einu, sem Fordham hafði haft gætur á, á meðan beðið var eftir húsleitar- heimild, svo að lögreglumenn gætu rannsakað húsið. Talið er, að 6 menn hafi framið ránið mikla í Brinks-Mat og að þeir hafi læðst inn í húsið að næt- urlagi með aðstoð eins af vörðun- um, sem gættu hússins. Helltu þeir steinolíu yfir tvo verði, sem voru á vakt í húsinu, og hótuðu að bera eld að þeim, ef þeir ekki opnuðu öryggisgeymsluna, þar sem þrjú tonn af gulli voru geymd ásamt miklu magni af demöntum, platínu og enn öðrum verðmætum. I febrúar sl. var Anthony John Black, 31 árs gamall vörður við vörugeymsluna, dæmdur í sex ára fangelsi fyrir hlutdeild í ráninu. Hlaut hann mildan dóm fyrir að bera vitni gegn tveimur mönnum, sem stóðu að ráninu og voru dæmdir i 25 ára fangelsi. Rajiv Gandhi, forsætisráðherra Indlands og formaður í samtökum hlutlausra ríkja, lagði til, að á Genfarfundunum samþykktu stór- veldin tafarlausa stöðvun frekari framleiðslu kjarnorkuvopna og kjarnakleyfra efna. Síðan ætti að hefjast handa um að fækka þeim, sem fyrir eru, stig af stigi. Þjóðar- leiðtogarnir sex eru Olof Palme, forsætisráðherra Svþjóðar, Nyer- ere, forseti Tanzaníu, Miguel de la Madrid, forseti Mexíkó, Andreas Papandreou, forsætisráðherra Grikklands, og Raul Alfonsin, for- seti Argentínu. Papandreou sagði á fundinum, að ef ekki næðust samningar um að Balkanlöndin yrðu kjarnorku- vopnalaust svæði myndi hann krefjast brottflutnings allra bandarískra kjarnorkuvopna frá Grikklandi. Kína: Framleiddu milljarð af gallabuxum Pekini;, 29. janúar. AP. RÍKISREKNU fataverksmiðjurnar í Kína framleiddu yfir einn milljarð gallabuxna á síðastliðnu ári, að því er hin opinbera Xinhua-fréttastofa sagði í gær, mánudag. Yfir 200 milljónir gallabuxna til viðbótar voru framleiddar hjá heimaframleiðendum og sam- vinnufyrirtækjum einstakra bæj- arfélaga, sagði í frétt Xinhua. Reykingar, sykursýki og neyzla fíturíkrar fæðu valda getuleysi Inntion 2H ianúar. AP London, 28. janúar. AP. GETULEYSI stafar fyrst og fremst af slæmri blóðrás, sem hlýzt af reykingum á miðjum aldri, sykur- sýki og fituríku fæði, samkvæmt niðurstöðum franskra lækna, sem birtar eru í nýjasta hefti brezka læknablaðsins Lancet. Helzta ráð læknanna til þeirra, sem þjást af getuleysi, er að fylgja sömu ráðum og hjarta- sjúklingum eru gefin, að hætta reykingum og neyta fitu- snauðrar fæðu. Frönsku læknarnir rannsök- uðu 440 getuleysingja á aldrin- um 21 til 73 ára. Komust þeir að því að getuleysið stafaði ekki af sálrænum örðugleikum, heldur í átta tilvikum af 10 vegna skemmds æðakerfis, sem leiddi til lækkunar blóðþrýstings í getnaðarlim. Fundu læknarnir út að smá- vægileg þrenging slagæðarinnar í limnum, sem olli 25% minnkun þvermáls hennar, gerði að verk- um að þangað streymdi ekki nógu mikið blóð til að reisn hlyt- ist af. Segja læknarnir að sömu þættir og valda hjartasjúkdóm- um — reykingar, fituríkt fæði og sykursýki — stuðli að getuleysi. Voru þessir þrír þættir miklu tíðari hjá getuleysingjunum 440 en samþærilegu úrtaki getumik- illa, sem athugað var til samanb- urðar. Hjá getuleysingjunum voru 64% þeirra reykingamenn, blóðfita var há hjá 34% þeirra og 30% þeirra voru sykursjúkir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.