Morgunblaðið - 30.01.1985, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 30.01.1985, Blaðsíða 32
32_____________ Svavar Gestsson: MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 1986 Peningarnir eru hjá verzluninni — „kaffibaunasvindli<V‘ dæmigert þar um Aðstödugjöld, sem greidd eru til sveitarfélaga, reiknast af heildarveltu og gildir þá einu hvort rekstur skilar hagnaði eða tapi. Alexander Stefánsson, félagsmálaráðherra, svaraði í g*r fyrirspurn frá Svavari Gestssyni (Abl.), um aðstöðugjaldagreiðslur smásölu, heildsölu og skiparekstrar. í svari ráðherra kom fram að Þar væri aðeins um eitt fyrirtæki samtala aðstððugjalda smásölu 1983 væri 182,5 m.kr. en smásölu 169.3 m.kr. — Þarna eru fjármun- irnir í þjóðfélaginu, sagði Svavar Gestsson efnislega, uppspretta þess valds sem ríkisstjórnin hefur. Hann minnti á „kaffibaunasvindl- ið“ sem dæmi um hvern veg fyrir- tækin nýttu viðskiptafrelsið til að sækja fjármuni til almennings. að ræða, sem bæri við „félagslegri ráðstöfun" umdeilds gróða. Albert Guðmundsson, fjármála- ráðherra, kvað skattrannsóknar- deild hafa rannsakað umrætt mál, sem og ýmis önnur, sem nú biðu dómstólameðferðar. Rangt væri af Svavari að tengja það sérstaklega núverandi ríkisstjórn. Atvinnuleysið á Suðumesjum: „Kvótinn njörvar atvinnuleysið niður“ Svipmynd frá Alþingi Guðmundur Bjarnason alþingismaður og Alexander Stefánsson félagsmálaráðherra mæta til þings í gær. Heildarlöggjöf um umhverfismál: Níu þús. t. kvóti flyzt af svæðinu, segir Karl Steinar Frá því um miðjan desember hefur vinnsla fiskjar verið takmörkuð á Suðvesturlandi með tilheyrandi atvinnuleysi fiskvinnslufólks. Sýnu verst hefur ástandið verið á Suðurnesjum. Atvinnulaust fiskvinnslufólk skiptir mörgum hundruðum á þessu svæði öllu og þrír fjórðu í þessum hópi eru konur. Þannig komst Karl Steinar Guðnason (A) að orði, efnislega, er hann kvaddi sér hljóðs utan dagskrár á Alþingi í gsr um þetta efni. Karl Steinar kvað meirihluta „Deilumál smákónga í ráðuneytum“ Ráðherra höggvi á hnútinn Gunnar G. Schram (S) spurði Alexander Stefánsson, félagsmálaráðherra, hvað liði frumvarpi að heildarlöggjöf um umhverfismál, sem boðað hefði verið á síðasta þingi. Hann minnti í að þá hefðu sex þingmenn Sjálfstæðis- flokks flutt frumvarp um þetta efni, að meginefni eins og stjónarfrumvarp um sama efni 1978, sem núverandi stjórnarflokkar hafi þá staðið að, en ekki fengizt afgreitL Málið hafi ekki fengið umreðu á síðasta þingi, m.a. vegna þess að félagsmálaráðherra hafi þá kunngert, að frumvarp frá hans hendi væri væntanlegt Alexander Stefánsson, félagsmálaráðherra, svaraði því til, að samstaða hefði ekki náðst um öll efnisatriði þessa máls, sem væri víðfeðmt og viðkvæmt, og væri það enn til athugunar hjá sérstökum starfs- hópi sex ráðuneyta og ríkisstjórn. Leigumarkaðurinn: Tvö hundruð ríkisstofnan- ir leiguliðar — Ársleiga 1983 rúmar 11 milljónir Ríkið er ekki smæsti eftirspyrjandi leiguhúsnæðis i landinu. Rúmlega tvö- hundruð ríkisstofnanir starfa í leigu- búsnæði og húsaleigusamningar, sem ríkið hefur gert við einstaklinga, eru 183. Leiga fyrir þetta húsnæði, sem rík- ið greiddi frá upphafi til loka árs 1983, nam kr. 11.213.538.—. Meðalleiga fyrir hvern fermetra var kr. 77.32. Fyrir- framleiga til margra ára er ekki greidd. Þessar upplýsingar komu fram í svari Alberts Guðmundssonar, fjár- málaráðhera, við fyrirspurn Jóns Baldvins Hannibalssonar (A). Fyrir- spyrjandi kvaðst óska eftir þessum upplýsingum í tengslum við tillögu til þingsályktunar, sem hann hefur flutt ásamt Jóhönnu Sigurðardóttur (A), um yfirtöku ríkisins á nýbygg- ingu Seðlabanka, sem hann vill nýta fyrir stjórnarráðshús. fiskverkunarfólks á þessu svæði hafa stundað atvinnu sína áratug- um saman og ekki hafa sérþekk- ingu í öðrum starfsgreinum. Þetta fólk geti ekki hlaupið eftir atvinnu- auglýsingum höfuðborgarblaða, sem að vísu séu margar, einkum í hvers konar þjónustustarfsemi, enda eðli starfs annað og vinnu- staðir utan heimasveitar. Hann vitnaði til ályktana VMSl, sem fjallar um flótta þrautþjálfaðs fiskverkunarfólks úr starfsgrein sinni, vegna öryggisleysis, sem það býr við í starfi. Það er nöturleg staðreynd, sagði Karl Steinar, að það þykja ekki tíðindi lengur þegar hundruð, jafnvel þúsundir fisk- verkunarfólks gengur atvinnulaust. Hvernig stendur á því, spurði Karl Steinar, að leyft er að flytja hundruð útlendinga til starfa f fiskiðnaði sums staðar á landinu þegar enn fleira íslenzkt fiskverk- unarfólk gengur atvinnulaust ann- ars staðar? Er réttlætanlegt að kvótinn njörvi suma landshluta niður í atvinnuleysi á meðan ofþensla ríkir annars staðar? Á Suðurnesjum hefur hvert skipið eftir annað verið selt af svæðinu vegna rekstrarörðugleika. Talið er að níu þúsund tonna kvóti hafi þannig verið fluttur frá Suðurnesj- um. Verkafólkið situr eftir verk- efnalaust. Er það staðföst ákvörð- un ráðherra að láta kvóta fylgja skipi, hvernig sem ástandið er á því svæði, sem skipið er selt af? Gunnar G. Schram (S) kvað um- hverfismál heyra f dag undir sjö ráðuneyti. Hér væri ekki um póli- tfskt mál að ræða. Fremur deilu- Þjóðskjalasafn Islands Fram hefur verið lagt frumvarp til laga um Þjóðskjalasafn ís- lands, ásamt áliti skjalavörzlu- nefndar og fleiri fylgigögnum. Helztu nýmæli frumvarpsins felast í því að Þjóðskjaiasafni er falið að lita eftir skjalavörzlu skilaskyldra aðila, Iáta i té leið- beiningar um skjalavörzlu og ákveða um ónýtingu skjala. Einn- ig er gert ráð fyrir eftirliti Þjóðskjalasafns með héraðs- skjalasöfnum. Með hliðsjón af auknum verkefnum er gert ráð mál milli smákónga i ráðuneytum ríkisins; reiptog ráðuneyta virtist helzti Þrándur f Götu þess að sett verði heildarlöggjöf um umhverf- fyrir að sett verði á fót stjórnar- nefnd Þjóðskjalasafns, sem verði þjóðskjalaverði til ráðuneytis um stefnumörkun og ákvarðanir. Fyrirspurnir • Jóhanna Sigurðardóttir (A) spyr viðskiptaráðherra: Hverjar eru skuldbindingar viðskipta- banka erlendis? Hverjar eru heimildir viðskiptabanka til lán- töku erlendis? Hvernig er ábyrgð ríkissjóðs háttað á erlendum skuldbindingum bankanna? Hvernig er háttað ábyrgð við- skiptabanka og sparisjóða á inni- ismál. Skoraði hann á ráðherra að grfpa myndarlega inn f stöðu mála svo þingið fengi málið til meðferð- ar. Steingrímur Sigfússon (Abl.) tók f sama streng. Þrettán ár væru lið- in síðan náttúruverndarráð hefði ályktað að umhverfismál heyrðu undir eitt ráðuneyti. Það væri þreytandi að heyra nú að málið hefði enn einu sinni verið sett f starfshóp ráðuneyta. Ráðherra yrði að höggva á hnút smákóng- anna, t d. með þvf að leggja eldra frumvarp fyrir þingið, sem þá gæti tekið á málinu. stæðum sparifjáreigenda og með hvaða hætti eru innistæður spari- fjáreigenda tryggðar í bönkum og sparisjóðum? • Sami þingmaður spyr sama ráðherra bæði um auglýsinga- kostnað einstakra banka 1983 og 1984 — og „hverju nam vaxta- mismunur inn- og útlána í heild í einstökum bönkum og sparisjóð- um ársfjórðungslega á árunum 1983 og 1984“? • Þá spyr sami þingmaður sama ráðherra um eiginfjárstöðu banka og sparisjóða. • Guðrún Helgadóttir (Abl.) og Helgi Seljan (Abl.) spurja heil- brigðisráðherra, hvað líði aðgerð- um til lausnar á vistunarvanda þeirra öryrkja sem við mesta fötl- un búa. • Sami þingmaður spyr fjármála- ráðherra, hversu miklu fé verði varið í auglýsingaherferð sem nú stendur yfir vegna sölu spariskír- teina ríkissjóðs. Frum varp / þingsály ktun Guðmundur J. Guðmundsson (Abl.) flytur frumvarp, ásamt fleiri þingmönnum, um breytingar á lögum um rétt verkafólks til uppsagnarfrests frá störfum og til launa vegna sjúkdóms- og slysa- forfalla. í greinargerð segir að nauðsynlegt sé að skilgreina nán- ar undir hvaða kringumstæðum atvinnurekendum sé heimilt að setja starfsmenn sina í launaiaust leyfi. Sami þingmaður flytur tillögu til þingsályktunar þar sem skorað er á ríkisstjórn „að beita sér fyrir sérstökum ráðstöfunum til að efla fullvinnsluiðnað sjávarafla...“ Atvinnuleysi á Selfossi: Kjötvinnsluhöll í Reykjavík — segir Margrét Frímannsdóttir og fleiri þingmenn strjálbýlis Margrét Frímannsdóttir (Abl.) sagði á Alþingi í gær að viðvarandi atvinnuleysi væri á Suðurlandi, einkum Selfossi, en þar væru að meðal- tali skráðir 1000 til 1200 atvinnuleysisdagar í mánuði hverjum. Þar að auki bættust á hverju ári 150—170 einstaklingar á vinnumarkað í hérað- inu. A sama tíma væri verið að reisa kjötvinnslustöð í Reykjavfk, sem slagaði hátt í Seðlabankahúsið, til að vinna kjötafurðir frá Suðurlandi. Betur færi á því að fullvinna þessar afurðir á framleiðslusvæðinu en standa i slíkri fjárfestingu í Reykjavík. Krafði hún Jón Helgason, land- búnaðarráðherra, svara um hvort ráðuneytið myndi stuðla að fullvinnslu umræddra afurða heima í héraði — á framleiðslusvæðinu. Jón Helgason, landbúnaðar- tveggja væri hagsmunamál ráðherra, sagði viðkomandi framleiðslufyrirtæki bezt í stakk búið til að meta, hvern veg hægt væri að fullnægja meginkröfum eigin framleiðslu um gæði og vinnslukostnað, sem hvort væri framleiðenda og neytenda. Það væri og viðkomandi vinnslufyr- irtæki en ekki ráðuneytið sem ákvörðunarvald hefði í þessu efni. Hann vildi gjarnan stuðla að því, eftir því sem í valdi hans stæði, að fullvinnsla færi fram í héraði, ef framangreindum skil- yrðum væri fullnægt. Guðmundur J. Guðmundsson (Abl.) þakkaði m.a. ráðherra fyrir sýndan velvilja í garð at- vinnulífs í hans kjördæmi (Reykjavík). Eggert Haukdal (S) sagði ýmsa aðila, sem betur fer, stunda fullvinnslu í héraði, á Höfn, Selfossi, í Vík, Þykkvabæ og víðar. Hann tók undir gagn- rýni Margrétar á flutning at- vinnutækifæra úr héraði. Nær væri að fullnægja atvinnueft- irspurn heimamanna. Margrét Frímannsdóttir (Abl.) sagði ráðherra hafa nefnt tvö atriði: gæði og tilkostnað. Hún kvaðst ekki sjá að það hefði áhrif á gæði, hvort fullvinnsla færi fram á Selfossi eða í Reykjavík, og munur á flutn- ingskostnaði hráefnis og full- unninnar vöru væri hverfandi. Steingrímur Sigfússon (Abl.) sagði hér hreyft máli sem varð- aði öll frumframleiðslusvæði, að fullvinna vöru í héraði. Hann sagði og ódýrara að flytja kjöt án beina en ekki öfugt, sem skilja hefði mátt af máli ráð- herra. Ný þingmál: Stjórnarnefnd yfir Þjóðskjalasafn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.