Morgunblaðið - 30.01.1985, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 30.01.1985, Blaðsíða 41
MORGÚNBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 1985 41 Páll Guðmundsson Engidal — Minning Fæddur 2. maí 1905 Dáinn 18. desember 1984 Engidalur í Bárðdælahreppi er heiðarbýli í þess orðs fyllstu merkingu. Bærinn stendur í heið- inni austur af Bárðardal sunnan- verðum í víðfeðmri hvilft og sér þaðan eigi til annarra bæja, en allt inn á Bárðarbungu þá skyggni er gott. Það má segja, að þar sé hátt til lofts og vítt til veggja og þar syngja svanir á tjörnum bæði haust og vor. Umhverfis Engidal er gróður mikill og kjarngóður og þaðan er eigi langræði til veiði- vatna, en til næsta bæjar, Lund- arbrekku í Bárðardal, eru því sem næst 7 km. Það var um fardaga kalda vorið 1951, að bóndinn í Engidal reis úr rekkju í óttu fyrir dag og yfirgaf hljóðlega húsið þar sem kona hans og 10 börn sváfu. Hann sinnti bú- verkum um hríð, en að því loknu vakti hann elsta son sinn, 16 ára ungling, og kvaddi til farar með sér. Fyrstu bæjarleiðina gengu þeir á skíðum, en svo tók við bíll. Ferðinni var heiið að Saltvík við Skjálfanda, því þangað ætlaði fjölskyldan í Engidal að flytja búferlum innan skamms. Hún var í þann veginn að yfirgefa heiðina. Daginn hugðist bóndinn með einhverjum ráðum nýta til að bera á túnið í Saltvík svo sláttur gæti þar hafist á eðlilegum tíma. Manninum var dugnaður, hygg- indi og búmennska í blóð borin. í leiðinni kom hann við á Laxamýri og bar þá fundum okkar fyrst saman. Mér varð næsta starsýnt á manninn. Hann var hár og grann- ur, hvatur í hreyfingum, fríður í andliti, einbeittur á svip og eygður svo vel að athygli vakti. Hann sagði til sín og spurði að bragði, hvort við á Laxamýri gætum hjálpað sér við að bera á Saltvík- urtúnið þá um daginn. Því svaraði faðir minn á þá lund, að þótt mik- ið væri annríkið, þá kæmi ekki til mála að neita væntanlegum ná- granna um fyrstu bón. Það fór því svo, að ég tók jeppann, eina vél- knúna tækið á bænum, setti aftan í hann áburðardreifara, skrölti út í Saltvík og bar á túnið með bónd- anum frá Engidal. Þannig hófust kynni okkar Páls Guðmundssonar og sá ég brátt að hann hafði and- ans gjöf jafnt sem handa. Páll var maður húnvetnskra ætta, sem ég kann ekki að rekja. Hann fæddist að Svertingsstöðum í Miðfirði 2. maí 1905, einn af 8 börnum hjónanna þar, Guðrúnar Einarsdóttur og Guðmundar Sig- urðssonar. Systkinahópurinn var tápmikið atgervisfólk og heimilið menningarheimili þar sem börnin hlutu þá uppfræðslu, sem haldgóð reyndist á lífsins leið. Þegar faðir Páls gerðist kaupfélagsstjóri á Hvammstanga fluttist fjölskyldan að Syðri-Völlum á Vatnsnesi þar sem Páll átti heima meðan hann dvaldi í Húnavatnssýslu. Á Syðri-Völlum bjó hann um skeið með bróður sínum, en ekki varð þó langt í þeim búskap, því Páll vildi víkka sinn sjóndeild- Jarðarfarar- skreytingar Kistuskreytingar, krans- ar, krossar. Græna höndin Gróörastöö við Hagkaup. sími 82895. arhring og tók að fara suður á vertiðir og mun m.a. hafa dvalið í Viðey. Vorið 1932 lá svo leið hans norð- ur að Stóru-Völlum í Bárðardal og gerðist hann þar kaupamaður um sumarið. Um haustið réðst hann svo vetrarmaður að Engidal til hjónanna Maríu Tómasdóttur og Tryggva Valdemarssonar. Sú vistráðning varð honum örlagarík, því þar kynntist hann eftirlifandi konu sinni, Sigurdrífu dóttur hjónanna í Engidal, sem er kona mikillar gerðar á alla lund. Árið 1934 hófu þau Sigurdrífa og Páll búskap í Engidal og stóð hann til vorsins 1951 að þau fluttu að Saltvík í Reykjahreppi og hafði þá orðið 10 barna auðið og í Salt- vík bættust 2 drengir í systkina- hópinn. Búskapurinn í Engidal var að sjálfsögðu ekki meðlæti tómt og mun klukkan ekki hafa mælt vinnudaginn þar, heldur þungar skyldur og mikil þörf. Til marks um aðstæður þeirra hjóna á þeim árum, þá fór Sigurdrífa aldrei í kaupstað alla þeirra búskapartíð í Engidal eða í meira en 15 ár og eitt sinn liðu 5 ár án þess að hún færi út af bæ sem kallað er. Marga undraði á, hversu vel þeim farnaðist á heiðarbýlinu með sinn stóra barnahóp og lítið bú, en við nánari kynni varð það skiljan- legt. Páll var eljusamur og nýtinn búmaður, sem hafði meiri arð af skepnum sínum en almennt gerist, auk þess svall honum veiðimanna- blóð í æðum og aflaði hann mikils, bæði fugla og fiskjar, og mun Kálfborgarárvatn hafa reynst honum drjúgt til búsílags. Hann var náttúrubarn, ef svo má segja um nokkurn mann, og naut sín vel að veiðum við heiðarvötnin blá. Þrátt fyrir það var hann einn af þeim, sem fljótir voru að tileinka sér tæknilegar nýjungar, og virtist allt liggja opið fyrir honum á hinu tæknilega sviði. Hann mun t.d. hafa verið meðal fyrstu bænda í landinu til að setja upp súgþurrk- un. f Saltvík búnaðist Páli vel. Hann bætti jörðina að húsum og öðrum mannvirkjum, yrkti jörð og sótti sjó. Pall var maður þeirrar gerðar, að hann eignaðist marga persónu- lega vini hvar sem hann fór. Það var líka gestkvæmt í Saltvík á búskaparárum hans þar og olli þar mestu gestrisni húsbændanna og skemmtilegheit fjölskyldunnar í heild þar sem húsbóndinn skip- aði öndvegi með húmor og hlátri, sem allir hlutu að smitast af. Páll var maður heils hugar, fastur á sinni meiningu og fór ekki alltaf troðnar slóðir, ef því var að skipta. Hann gerði sér ekki títt um félags- mál og segja má, að nútíma þjóð- félag með öllum sínum félags- málaflækjum og undirhyggjulaus drengskapur og sjálfsbjargarhvöt voru aðalsmerki hans. Miklir framtíðarmöguleikar virtust blasa við Páli og fjölskyldu hans í Saltvík, en jörðin var í eigu borgarbúa, sem ekki vildu sleppa af henni eignarhaldinu og leiddi það til þess, að vorið 1960 fluttist hann með fjölskyldu sinni austur að Eiðum í N-Múlasýslu. Fjölskyldan festi ekki yndi á Eiðum og eftir 2 ára dvöl þar lá leið hennar vestur að Syðri-Völl- um á Vatnsnesi þar sem æsku- heimili Páls hafði áður staðið. Þegar flutt var að Syðri-Völlum var barnahópurinn tekinn að dreifast bæði til náms og starfa eins og eðlilegt má heita, en fjöl- skylduböndin voru sterk og á Syðri-Völlum hófst Páll þegar handa um byggingar og ræktun og þá með tilstyrk sona sinna. En æskuumhverfi hans hafði breyst frá því, að hann yfirgaf það ungur að árum, nýir siðir höfðu verið uppteknir og æskufélagarnir voru horfnir hópum saman. Það fór því svo að árið 1968 lét Páll Syðri- Velli í hendur Eiríks sonar síns og flutti ásamt konu sinni á þeirra fyrstu ábýlisjörð, Engidal í Bárð- dælahreppi, þar sem hann dvald- ist nærfellt til skapadægurs. Við endurkomuna í Bárðdælahrepp var þeim hjónum vel tekið. Bárð- dælingar höfðu ekki brugðið vin- skap við þau og þeim bættust nýir vinir og þá erigu síður ungir en aldnir, enda höfðu þau ekkert breyst á fjarvistarárunum. Þeim fannst svo sannarlega, að þau væru komin heim „í heiðanna ró“. Óhætt er að segja að ævikvöld Páls væri bæði milt og gott. Hann gat oft nýtt tímann til lestrar bóka og nokkuð til spila og tafls, en í þeim greinum var hann sann- ur íþróttamaður. Börnin hans slógu sér saman og byggðu íbúð- arhús í Engidal og voru honum samhent um ýmsar umbætur varðandi jörðina. Kristlaug dóttir þeirra hjóna hefur síðustu 6 árin dvalið í nýja húsinu ásamt 2 sonum sínum þá þeir eru ekki í skóla svo og manni sínum, þegar hann er ekki á sjó. Hún hefur verið þeim foreldrum sínum bæði hald og traust þessi ár og það kærleiksverk hefur hún unnið með glöðu geði, enda hefur hún traustar taugar til Engidals þar sem hún steig sín fyrstu spor. En enginn má við ellinni þá á sæk- ir og var svo komið nú í vetur, að Páll hlaut að fara á sjúkrahúsið á Húsavík þar sem hann féll fyrir sláttumanninum slynga eftir mánaðardvöl hinn 18. desember sl. Hann var svo til moldar borinn frá Húsavíkurkirkju þann 29. des- ember sl. að viðstöddu fjölmenni og þar á meðal öllum börnum hans, sem mörg voru langt að komin bæði utanlands frá og inn- an. Páll var hinn mesti gæfumaður í fjölskyldulífi sínu. Þau hjónin voru samhent um alla hluti og klifu allar brekkur hönd í hönd. Gleði og sigrar voru líka sameign þeirra í öllu falli. Börnin þeirra 12 eru öll vel mennt ágætis fólk búin mannkostum foreldra sinna og eru sem hér skal greina: Ásgrímur kennari, búsettur í Reykjavík, kvæntur Guðrúnu S. Bjarnadótt- ur, Tryggvi kennari, búsettur í Svíþjóð, kvæntur sænskri konu, Inger að nafni, Ólöf húsfreyja, búsett á Húsavík, gift Rúnari Hannessyni, Ragna húsfreyja, búsett á Húsavík, gift Steingrími Árnasyni, Eiríkur bóndi á Syðri- Völlum, kvæntur Ingibjörgu Þor- bergsdóttur, Björn kennari í Hveragerði, kvæntur Lilju Har- aldsdóttur, Ketill kennari í Mos- fellssveit, kvæntur Bryndísi Bald- ursdóttur, Kristlaug húsfreyja og bóndi í Engidal, gift Guðmundi Víum, Hjörtur, vinnur við þunga- vinnuvélar, búsettur í Noregi, kvæntur þarlendri konu, Karín Larson, Guðrún húsfreyja og há- skólanemi í Reykjavík, gift Eggert Hjartarsyni, Skúli stúdent, ókvæntur og við ýmis störf í Reykjavík og víðar, og Guðmund- ur verkfræðingur, búsettur í Reykjavík, kvæntur Kolbrúnu Ýr Bjarnadóttur. Páll Guðmundsson var ekki maður þeirrar gerðar að hann sækti á að klífa hátt í mannfélags- stigann og safna metorðum. Hann var öllu heldur ein af hinum sönnu hetjum hversdagslífsins, sem ekki létu undan síga, þótt á móti blési. Þau hjónin gerðu jafnan fyrst og fremst kröfur til sjálfra sín en ekki annarra og neyttu brauðsins í sveita síns andlits. Alla tíð lifðu þau á misjöfulum brjóstum hinn- ar íslensku náttúru og fóru með sigur af hólmi. Nú þegar Páll er fallinn fyrir feigðarbrún, þá verður mér hugs- að til þess að aldrei mun snjór gleymskunnar fenna hans spor meðal okkar, samferðamanna hans, svo minnisstæður og sér- stakur sem hann var. Ég veit að ég má mæla fyrir munn margra, er ég nú að leiðarlokum þakka hinum góða og skemmtilega samfylgd og óska honum yndis á ókunnri strönd. Konu Páls, börnum og öðrum aðstandendum sendi ég hugheilar samúðarkveðjur. Vigfús B. Jónsson SVAR MITT eftir Billy Graham Þá sjáum við Guð Ég er unglingur, og ég kann ekki að gera greinarmun á Guði og Jesú Kristi. Ég heyri margt fólk tala um að sjá Jesúm Krist á himnum, en sjáum við Guð þar líka? Nú segir Biblían: „Enginn hefur nokkru sinni séð Guð.“ l»ess vegna er mér umhugað að vita, hvort við munum líta hann augum á himnum. Já, eitt mesta tilhlökkunarefnið á himnum verður að sjá „konunginn í allri fegurð hans“. Jesús sagði í byrjun Fjallræðunnar: „Sælir eru hjartahreinir, því að þeir munu Guð sjá“ (Matt. 5,8). Jóhannes ritaði í Opinberunarbók sinni: „Sjá, tjald- búð Guðs er meðal mannanna, og hann mun búa hjá þeim, og þeir munu vera fólk hans, og Guð sjálfur mun vera hjá þeim, Guð þeirra. Og hann mun þerra hvert tár af augum þeirra, og dauðinn mun ekki framar til vera, hvorki harmur né vein né kvöl er framar til; hið fyrra er farið“ (21, 3-4). Já, á því leikur enginn vafi: Við munum sjá Guð. Það verður dásamleg reynsla! Hugsaðu um það — að líta hann, sem skapaði alheiminn, hann sem bjó okkur hjálpræði og endurlausn frá synd, hann sem elskaði okkur svo, að hann gaf einkason sinn, og að sjá hann, sem gerði trúna að undirstöðu sáluhjálpar okkar — svo að enginn, jafnvel ekki hið minnsta barn, skyldi verða útilokað. Já, „Guð sjálfur mun vera hjá þeim, Guð þeirra." WIKA Allar stæröir og geröir dfce—L SöyoHatygytr Vesturgötu 16, sími 13280 Skip Sambandsins munu ferma til íslands á næstunni sem hér segir: HULL/GOOLE: Disarfell ...... 11/2 Dísarfell ...... 25/2 ROTTERDAM: Jan ............ 31/2 Dísarfell ...... 12/2 Dísarfell ...... 26/2 ANTWERPEN: Jan ............ 31/2 Disarfell ...... 13/2 Dísarfell .... 27/2 HAMBORG: Jan ........... 1/2 Dísarfell ...... 15/2 Dísarfell ...... 29/2 HELSINKI: Hvassafell ..... 18/2 FALKENBERG: Mælifell ....... 15/2 LARVÍK: Jan ............. 4/2 Jan ............ 18/2 Jan ............. 4/3 GAUTABORG: Jan ............. 5/2 Jan ............ 19/2 Jan ............. 5/3 KAUPMANNAHÖFN: Jan ............. 6/2 Jan ............ 20/2 Jan ............. 6/3 SVENDBORG: Arnarfell ....... 5/2 Jan ............ 21/2 Jan ............. 7/3 ÁRHUS: Arnarfell ....... 4/2 Jan ............ 21/2 Jan ............. 7/3 GLOUCESTER MASS.: Jökulfell ....... 8/2 Skaftafell ..... 25/2 HALIFAX, KANADA: Jökulfell ............ 9/2 Skaftafell ........... 26/2 SKIPADEILD SAMBANDSINS Sambandshúsinu Pósth. 180 121 Reykjavík Sími 28200 Telex 2101
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.