Morgunblaðið - 30.01.1985, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 30.01.1985, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 1985 Hverjir beittu blekkingum? — eftir Jón Magnússon Sú saga er kunn af framboðs- fundi þar sem einn frambjóðandi hélt fram ákveðinni staðhæfingu, að mótframbjóðandi hans úr Framsóknarflokknum lýsti því yf- ir, að hann færi með helbera lygi, en sá fyrrnefndi brá við, sagðist hafa mynd í fórum sínum og sýndi hana, en myndin sannaði staðhæf- ingu hans. Þá gall við í Framsókn- armanninum: Lygi er lygi, jafnvel þó hún sé á ljósmynd. Þessi saga hefur stundum komið í huga mér þegar deilt hefur verið um stefnumörkun í landbúnaði og gildi þeirrar framleiðslu- stjórnunar sem er í höndum Framleiðsluráðs landbúnaðarins og verðlagningu 6 manna nefndar- innar á búvörum. Þegar bent hefur verið á, að verð á búvörum hafi hækkað margfalt meira en laun á þeim vörum sem heyra undir Fram- leiðsluráð og 6 manna nefnd en hækkanir á öðrum búvörum séu í samræmi við launaþróun í land- inu, hefur þeim staðhæfingum verið mótmælt af talsmönnum Framleiðsluráðs landbúnaðarins sem röngum. Útreikningum á verðþróun þess- ara búvara, sem ég hef látið gera og notað til að sýna fram á réttm- æti staðhæfinga um óeðlilegar verðhækkanir á búvörum, hefur á sama hátt verið mótmælt sem röngum og því haldið fram að blekkingum væri beitt. Þrátt fyrir það hefur enginn sýnt fram á, að framangreindir útreikningar væru rangir eða gert grein fyrir í hverju „blekkingarnar" væru fólgnar. Því lygi skal vera lygi jafnvel þó hún sé á ljósmynd. Talsmenn Framleiðsluráðs landbúnaðarins berja sér hins vegar á brjóst og halda því fram, að verulegur árangur hafi orðið af framleiðslustýringu þeirra, en hún hefur átt að draga úr offram- leiðslu m.a. á mjólk og dilkakjöti. Eitt mikiivægasta stýritækið, sem beitt hefur verið í þessu skyni, er kjarnfóðursskattur, sem lagður hefur verið á framleiðslugreinar án tillits til þess hvort um offramleiðslu væri að ræða á þeim eða ekki. Nú liggja hins vegar ákveðnar staðreyndir fyrir eftir margra ára framleiðslustýringu og álagningu kjarnfóðursskatts. Offramleiðslan í bundnu greinun- um minnkar örlítið í nokkrum til- vikum en vex á öðrum t.d. mjólk- urframleiðslu. Þegar þessar staðreyndir liggja fyrir er eðlilegt að spurt sé hverjir hafi farið með rangt mál í umræð- um um landbúnaðarmál og hverjir hafi beitt blekkingum? Eru það þeir sem gagnrýnt hafa stefnuna og talið hana ómarkvissa eða eru það e.t.v. stjórnendur landbúnað- armála? Framleiöendum mismunaö í ljósi þeirrar staðreyndar að álagning kjarnfóðursskatts hefur ekki borið tilætlaðan árangur til að draga úr offramleiðslu á dilka- kjöti og mjólkurafurðum bregður nú svo við að landbúnaðarráð- herra ákveður að skatturinn skuli leggjast með auknum þunga á þær greinar, sem lúta markaðnum. Þar sem framleiðendurnir bera fulla ábyrgð á framleiðslu sinni og verða að taka afleiðingum af offramleiðslu. Þetta eru framleið- endur eggja, fugla-og svínakjöts, sem njóta þess ekki að vörur þeirra séu niðurgreiddar eða flutt- ar út og greiddar með þeim út- flutningsuppbætur af almannafé. Það sem hér er verið að gera er einfaldlega það að kostnaðarauki er lagður á þessa framleiðslu, sem kemur bundnu greinunum að sjálfsögðu til góöa, því það ætti engum að dyljast að framleiðend- ur búvöru eru í samkeppni um innanlandsmarkaðinn og verð- hækkanir á fugla-og svínakjöti vegna skattlagningar eða annarra orsaka veldur því að meira ætti að seljast af öðrum kjöttegundum, sem njóta sérstakrar velvildar og fyrirgreiðslu ríkisins eða þeirra sem ríkið hefur framselt stjórn- unarvald sitt, Framleiðsluráði landbúnaðarins. Landbúnaðarráðherra hefur með ráðstöfunum sínum varðandi kjarnfóðurskatt tekið þann kost að mismuna framleiðendum með þeim hætti, sem óafsakanlegur er í þjóðfélagi sem byggir á jöfnum rétti borgaranna og markaðskerfi. Jafnframt því er ráðherrann að gera kröfu til þess að geðþóttaákv- arðanir hans ráði vali fólks við matarinnkaup. Framkoma ráðherrans í þesu máli er ekkert annað en valdníðsla og siðleysi, en honum er sjálfsagt alveg sama, þar sem hann sækir umboð sitt til2.944 kjósenda, sem hann telur vafalaust sammála sér um að eðlilegt sé að mismuna ein- stökum framleiðendum búvöru eftir því hvað þeir framleiða. Er breytinga þörf? Um síðustu áramót voru 20 ár liðin frá því að þáverandi forsæt- isráðherra mælti mjög ákveðin varnaðarorð, þar sem á það var bent, að nauðsyn bæri til að breyta um stefnu í landbúnaðar- málum. Hefðu forystumenn land- búnaðar tekið þetta alvarlega þá og brugðist við með eðlilegum hætti væri vandi landbúnaðarins annar og mun minni en hann er í dag. Færa má að því gild rök að slík stefnubreyting hefði komið bændum, neytendum og skatt- Jón Magnússon „Framkoma ráöherr- ans í þessu máli er ekk- ert annaö en valdníðsla og siðleysi, en honum er sjálfsagt alveg sama, þar sem hann sækir um- boö sitt til 2.944 kjós- enda, sem hann telur vafalaust sammála sér um að eölilegt sé aö mismuna einstökum framleiöendum búvöru eftir því hvað þeir fram- leiða.“ greiðendum til góða, en hefði e.t.v. bitnað á einstökum milliliðum eins og þeim sem fá full umboðs- laun fyrir að flytja út niður- greidda offramleiðslu og taka há- marksfarmgjöld fyrir flutninginn. En það þýðir ekki að tala um það hvernig hlutirnir hefðu getað verið ef farið hefði verið að með öðrum hætti. Viðfangsefnið í dag er að taka á þeim vanda sem blas- ir við. Verulegu fjármagni er varið árlega af almannafé til landbún- aðarins, en þetta fjármagn er ekki notað til að stuðla að breytingum, þvert á móti er stöðugt haldið áfram í sama farvegi. Ef land- búnaðarráðherra og aðrir stjórn- endur landbúnaðarins vilja vinna að bættum hag sinna umbjóðenda þurfa þeir fyrst og fremst að huga að nýsköpun í búskaparháttum og nýjum arðbærum framleiðslugr- einum. Væri það fjármagn, sem skattgreiðendur veita nú til land- búnaðarins, nýtt í þessu skyni þá kæmi það að gagni til frambúðar fyrir umbjóðendur Jóns Helgason- ar landbúnaðarráðherra og gæti hamlað gegn óheillaþróun fólks- flótta úr sveitunum og þéttbýlisst- öðum tengdum landbúnaði. Óbreytt stefna í þessum málum með hefðbundinni framleiðslust- ýringu og mismunun framleiðenda eftir framleiðslugreinum getur hins vegar ekki einu sinni haldið í horfinu. Brestirnir stækka og það verður stöðugt erfiðara að berja í þá. Það ætti saga siðustu áratuga að hafa kennt land- búnaðarforustunni. I þursaveldinu, sem Orwell skrifaði um í bók sinni 1984, var fólki kennt að frelsi væri ánauð. Landbúnaðarforustan hefur kapp- kostað að telja bændum trú um að þessu væri einmitt þannig varið og í samræmi við það skal allri gagnrýni hversu réttmæt sem hún er svarað með því að hrópa lygi er lygi, jafnvel þó hún sé á ljósmynd. Jón Magnússon er lögmadur í Reykjavík. Vegna mistaka af hálfu Morgun- blaðsins hefur birting greinar þess- arar dregist úr hófi. Kaldhæðni Caldwells Leiklist Jóhann Hjálmarsson Ungmannafélag Biskupstungna: TOBACCO ROAD eftir Erskine Caldwell. Leikgerð: Jack Kirkland. Þýðing: Jökull Jakobsson. Leikstjóri: Eyþór Árnason. Leiksviðsgerð og búningar: Ólafur Engilbertsson. Ljósamenn: Helgi Guðmundsson og Jens Pétur Jóhannsson. Erskine Caldwell (f. 1903) er kunnastur fyrir skáldsögur sínar Tobacco Road (1932) og God’s Little Acre (1933). Það er frum- stætt líf alþýðufólks i Suðurríkj- um Bandaríkjanna sem Caldwell lýsir. Caldwell er frá Georgíu og hún er oftast svið sagna hans. Jack Kirkland er höfundur vin- sællar leikgerðar Tobacco Road sem fyrir mörgum árum var leikin í Iðnó. Nú hefur IJng- mennafélag Biskupstungna tekið Tobacco Road til sýninga. Undir- ritaður sá leikgerðina í Hlégarði í Mosfellssveit 27. þessa mánað- ar. Lesterfjölskyldan er þunga- miðjan í Tobacco Road. Fjöl- skylda þessi er að veslast upp í koti sínu, akrarnir eru þurrir og ófrjóir og það sem meðal annars hrjáir karlmennina er leti og ómennska. Fjölmennur barna- hópurinn er kominn á tvist og bast í leit að lífsbjörg, þau einu sem eftir eru heima eru kjáninn Duddi og Ellie May sem er með skarð í vör og gengur þess vegna ekki út. Heim snýr dóttirin Pearl eftir misheppnað hjónaband í borginni. Kreppan leikur þessa fjölskyldu grátt eins og aðrar, eina vonin er að gerast verk- smiðjuþræll og segja þar með skilið við uppruna sinn. Jeeter Lester þrjóskast við ásamt konu sinni Ödu. Amman tínir sprek í eld, en það er ekkert til að sjóða. Hámark lífsins er að ná í rófu- bita. Von Jeeters að geta verslað með Pearl bregst að lokum. Framundan er ekkert nema eymd. En eitt er þó til bjargar: Kaldhæðnin. Tobacco Road er spaugsemin holdi klædd. Ýktar persónur verksins eru í senn hlægilegar og búa yfir alvöru sem á köflum er í anda þjóðfélagslegrar vandlæt- ingar. Vissulega er Tobacco Road ekki aðeins um mannlega niðurlægingu og fíflsku heldur er ádeila í verkinu. Líkt og John Steinbeck beinir Erskine Cald- well spjótum sínum að ráðandi öflum sem stjórna í krafti auðs. Á þetta var lögð áhersla í flutn- ingi verksins með því að láta tvo fjárhættuspilara spila í anddyri um örlög fólksins. Þeir birtast síðan á sviðinu sem Kafteinn Tim og George Payne. Eyþór Árnason dregur í leik- stjórn sinni fram miskunnar- laust háð og skop verksins. Und- ir niðri er annað og meira að ske. Við skiljum að hér er á ferð fólk Leikhópur Ungmennafélags Biskupstungna sem sýnir Tobacco Road. með drauma sem aldrei rætast, sársauka og vonir, en það eru gallar manneskjunnar og fá- fengileiki sem af mestum krafti opinberast. Eyþór hefur í sam- vinnu við ólaf Engilbertsson leikmyndateiknara gert þessa sýningu að góðri áhugaleiksýn- ingu. ómarkviss framsögn á köflum og stirðleiki koma ekki í veg fyrir að sýningin verði eftir- minnileg. Ólafur Engilbertsson gerir kannski heim Tobacco Road full ævintýralegan. Sum gervin minna fremur á Grimmsævin- týri en hinn mergsogna sól- drukkna Suðurríkjaheim krepp- unnar. Jafnvel hjólbarðasólin lýsir ekki kvöl þessa umhverfis sem hún ætti þó að gera, en hún stendur fyllilega fyrir sínu sem hugkvæm uppfinning. í Heild sinni var leikmyndin skemmti- leg og óvenjuleg og vitnar um höfund sem þarf að fá fleiri tækifæri þótt hann líki starfi sínu við það að vera „eins og blindur leiðsögumaður um ör- æfi“. Brynjar Sigurðsson er Duddi Lester, ungur maður með bíla- dellu og einkanlega hrifinn af bílflautum. Systir Bessie Rice, prédikarinn sem gerir Dudda að eiginmanni sínum og kaupir handa honum bíl, er í höndum Ragnheiðar Jónasdóttur. Brynj- ar túlkar vel flónsku Dudda, Ragnheiður sýnir agætlega mannlegar hliðar hinnar siða- vöndu Bessie, leikur hennar geislandi af fjöri. Magnús Jónasson leikur Jeet- er, Drífa Kristjánsdóttir Ödu. Magnús leynir á sér í þessu hlut- verki, er einum of unglegur, en gerir því glettin skil. Leikur Drífu er dýpri, áhugaleikur af bestu gerð. Kristín Ólafsdóttir er sann- færandi Eilie May. Björn Bj. Jónsson dálítið hikandi í túlkun Lov Bensey, hins hrellda eigin- manns Pearl, en nær sér á strik. Sigríður J. Sigurfinnsdóttir er dæmi um vel gert smáhlutverk, gervi ömmunnar með þeim bestu. Ekki verður fundið að Gunnari Guðjónssyni í hlutverki Henry Peabody. Halldóra Jó- hannsdóttir er holdi klædd Pearl, barnsleg og full örvænt- ingar eins og vera ber. Kafteinn Tim og George Payne eru hressilegir í túlkun Jóns Þórs Þórólfssonar og Páls Skúlasonar, leikur þeirra minnti dálítið á revíuleik, en það sakaði ekki. Þau orð sem hér hafa verið látin falla um leikarana gilda að sjálfsögðu um þá sem áhugaleik- ara, sýningin naut þess fyrst og fremst að hér voru áhugaleikar- ar á ferð, fólk sem túlkaði verkið aðallega frá hjartanu, en ekki samkvæmt ströngustu kröfum leiklistar. Þegar slíkar sýningar takast hefur verið vel unnið og það ber að virða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.