Morgunblaðið - 30.01.1985, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 30.01.1985, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. JANUAR 1985 21 Afmæliskveðja: Ármann Kr. Ein- arsson rithöfundur í dae, miðvikudaginn 30. janúar, varð Armann Kr. Einarsson, rit- höfundur sjötugur, og þótt óþarfi sé það að tíunda ævi frægðar- manna á slíkum dögum, er það þó ef til vill ómaksins vert, þar sem í hlut á höfundur er mest ritar fyrir hina ungu, sem eru að byrja að skoða heiminn, eða unglinga og börn. Ármann Kr. Einarsson fæddist 30. janúar árið 1915 í Neðri-Dal í Biskupstungum, sonur hjónanna Einars Grímssonar bónda þar og konu hans, Kristjönu Kristjáns- dóttur. Ármann ólst upp hjá foreldrum sínum við sveitastörf og algenga vinnu, eða til 15 ára aldurs, er hann fór til náms við íþróttaskól- ann í Haukadal, en síðar lauk hann prófi frá Kennaraskólanum, eða árið 1937 og varð kennsla hans aðalstarf lengi síðan. Ármann lét þó eigi við það sitja, heldur sótti kennaranámskeið í Askov árið 1938 og einnig stundaði hann framhaldsnám við Kennara- háskólann í Kaupmannahöfn (1962). Hann var skólastjóri á Álftanesi um tíma, en kennari í Reykjavík frá árinu 1954. Seinustu árin hefur Ármann þó nær alfarið helgað sig ritstörfum, enda kunn- astur fyrir þau. Sína fyrstu bók sendi hann frá sér innanvið tví- tugt, en það var smásagnasafnið Vonir, er út kom árið 1934 og þrem árum síðar kom fyrsta barna- og unglingabókin, Margt býr í fjöll- unum. Þessum unga framsækna höf- undi var strax vel tekið og síðan hefur hver bókin rekið aðra, ef svo má að orði komast og hefur Ár- mann Kr. Einarsson fyrir löngu komist í fremstu röð íslenskra rit- höfunda. Bækur hans verið lesnar upp til agna og sumar endurút- gefnar hvað eftir annað og einnig hafa þær verið þýddar á mörg er- lend mál. Þá hefur hann aukin heldur samið leikrit, sem flutt hafa verið í útvarp og á leiksviði. Ekki kann ég að telja bækur og önnur ritverk Ármanns Kr. Ein- arssonar, en minnist hans þó sér í lagi frá æskudögum, því að á heimili mínu þótti fengur að bók- um hans og þykir enn. Þær bera með sér mikla sveitasælu, þekk- ingu er fæst aðeins í samfloti við æskuna og þær bera vitni um vandvirkni höfundar og góða frá- sagnargáfu. Annað atriði verður einnig að hafa í huga, en það er að lengi vel var það svo að ritun barnabóka naut eigi fullrar viðurkenningar, nema þá í orði, sem listgrein. Þeir er rituðu barna og unglingabækur hlutu eigi sömu viðurkenningu og þeir er fullorðinsbækur rituðu. Á þetta verður að minnast, þótt af sé sú tíð fyrir löngu, sem betur fer að menn telji þá listgrein, að rita fyrir börn, vera af lægri stigum. Börn hafa líka hvarvetna reynst duglegir og vandfýsnir, eða jafn- vel grimmir lesendur, því óháð miðstýringu frá ofbeldismönnum í bókviti, velja börnin bækurnar sjálf, en láta ekki aðra skammta sér bækur, né höfunda. Það segja menn á söfnum og geta sannað með skýrslum. Á þetta er minnst nú, vegna þess að þegar Ármann Kr. Einarsson var að hefja rithöf- undaferil sinn þá var það óviss leið til frama f ritverki, að skrifa fyrir unglinga og börn, og því fórnfýsi af ungum höfundi að helga æskunni nær alla sína krafta. Hitt er heldur ekkert launung- armál, að Ármann Kr. Einarsson bjó yfir sérstakri þýðingarmikilli reynslu til þess að rita bækur. Hann var alinn upp í sveit á mikl- um tímum. Straumaskil voru í þjóðiífinu. Hann er fæddur á þorra, rétt fyrir kyndilmessu, áður en Biskupstungnamenn fóru í ver- ið, til útræðanna við brimströnd- ina, sem nær allt vestan frá Grindavík og Þorlákshöfn og aust- ur alla sanda. Brimhvít ströndin í suðri og hafið blátt en tíguleg fjöll til landsins, jökultindar, eldfjöll og graslendi. Ef umhverfi gjörir menn að skáldum, hlýtur slík sýn að stækka barnsaugun og hjartað. í túninu heima fékkst líka sú reynsla, er síðan blandaðist og skírðist, þegar til borgarinnar kom, þar sem menn voru yfirleitt með lífsgátuna leysta, eða því sem næst, en sú gáta, hefur yfirleitt virst auðleystari á kaffihúsum og öldurhúsum en uppi í sveit eða úti á sjó, eftir að landið er sokkið. Nú gæti einhver, sem ekki til þekkir, haldið að Ármann Kr. Ein- arsson hafi um sína daga verið einhverskonar yfirsveitamaður í bókum og í veröld barna, ellegar útróðramaður. Svo er ekki. Hann er aðeins höfundur með víðtæka reynslu. Höfundur sem gefur og miðlar, og flestar bækur hans, Peking, 28. janúar. AP. SENDINEFND bandaríska sjóhers- ins, sem lýtur forystu Melvyn R. Paisley aðstoðarráðherra, sem fer með málefni sjóhersins, kom til Kína á sunnudag með sérstakri flugvél til viðræðna um kaup Kínverja á vopn- um fyrir sjóher sinn. Heimildir herma að Kínverjar séu um það bil að semja um kaup á hergögnum fyrir sjóher sinn upp á fleiri hundruð milljóna dollara. Efst á óskalista Kínverja eru vopn fjalla einmitt um líðandi stund. Hann ritar um flug, óskasteina, ævintýri í óbyggðum og um vík- ingaferð til Surtseyjar svo eitt- hvað sé talið. Og það sem mestu skiptir: Unglingarnir lesa, sem þrátt fyrir allt er sá eini marktæki heiður sem unnt er að styðjast við. Sé farið yfir Skáldatal þeirra Hannesar Péturssonar og Helga Sæmundssonar, sjáum við að lífs- verk Ármanns Kr. Einarssonar er þegar orðið mikið að vöxtum. Og og hergögn til að leita að og granda kafbátum. Einnig ætli þeir sér að færa beitiskipaflota sinn til betri vegar. Gripið hefur verið til frétta- banns vegna þessara viðræðna í framhaldi af fréttaleka er John W. Vessey hershöfðingi og formaður herráðs allra greina Bandaríkja- hers heimsótti Kína 12. janúar sl. Þá var sagt að kínversk sendinefnd hefði samþykkt kaup á bandarísk- þó unnið mestanpart til hliðar við annað starf, sem oft er talið lýj- andi og þá ekki síst fyrir sam- viskusama kennara eins og Ár- mann er og var að allra dómi. Þar á ofan hefur hann svo gefið sér tíma til þess að sinna félgsmálum og hagsmunamálum rithöfunda. Hann sat í nær aldarfjórðung í stjórn Félags íslenskra rithöfunda og gegndi formennsku þar um tíma og nákvæmni hans og sam- viskusemi setti svip á stjórnar- störfin og félagið allt. Er hann nú heiðursfélgi rithöfunda og vel að því kominn. Eigi er unnt að ljúka þessu greinarkorni, án þess að minnast á eiginkonu Ármanns, Guðrúnu Rebekku Runólfsdóttur, en þau giftu sig um jólin 1941. Hún hefur verið manni sínum stoð og stytta, og hún skapaði honum næði til starfa, eftir því sem tilefnkgafst, og vélritaði auk þess handrit margra verka hans, en slíkt er ómetaniegt eða getur verið það, þótt menn rói nú einskipa á þau mið er gjöfulust eru til skáldskap- ar. Og á vistlegu heimili þeirra hefur ríkt sú kyrrláta gleði er þroskuðu og menntuðu fólki gjarnan fylgir. Rithöfundar senda þeim góðar kveðjur í dag. F.h. Félags ísl. rithöfunda Jónas Guðmundsson, formaður. um hlustunarbúnaði til kafbáta- leitar, tundurskeytum, vopnum til að granda flugskeytum og gastúr- bínuvélum. Sagt var að Paisley mundi ganga frá kaupunum í ferð til Peking. Ennfremur var þá leitt fram í dagsljósið að ríkin tvö hefðu ákveð- ið að bandarísk herskip fengju aö sigla á kínverskar hafnir, og verður fyrsta heimsóknin til Shanghai. Bandarísk herskip hafa ekki komið á kínverskar hafnir í 36 ár. Kínverjar kaupa bandarísk vopn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.