Morgunblaðið - 08.02.1985, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1985
Fjárhagsáætlun Reykjavíkiirborgan
90 milljónir til
bygginga aldraðra
SEINNI umrseðu um rjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fór fram í borgar-
stjórn í gærkvöldi og í nótL Talsveröar framkvæmdir eru fyrirhugaðar á
vegum borgarinnar samkvæmt fjárhagsáætlun þessa árs.
Til framkvæmda á sviði
fræðslumála er fyrirhugað að
verja helmingi hærri fjárhæð en á
síðasta ári. Stærstu framkvæmd-
irnar verða við Grafarvogsskóla,
þriðja áfanga Seljaskóla og við
undirbúning að nýjum Vesturbæj-
arskóla. Stofnkostnaður borgar-
sjóðs til menningarstofnana mun
hækka úr 20 milljónum króna 1984
í 84.5 milljónir króna í ár. Stærsti
framkvæmdaliðurinn verður
Borgarleikhúsið, eða um 60 millj-
ónir króna. Stofnkostnaður til
æskulýðsmála þrefaldast á þessu
ári frá 1984. Til umhverfis- og úti-
Skipin stöðvast
eitt af öðru
LÍTII) þokast í farmannadeil-
unni, en samninganefnd undir-
manna á kaupskipaflotanum kom
til fundar hjá sáttasemjara klukk-
an 14.00 í gær og stóð fundurinn
enn, er Morgunblaðið hafði síðast
fregnir af í gærkvöldi. Skipin
stöðvast því eitt af öðru við kom-
una til Reykjavíkur og á þessari
mynd Ólafs K. Magnússonar,
Ijósmyndara Morgunblaðsins, má
sjá stefni strandferðaskipsins
Hekhi og Skaftafellið fjær.
vistarmála er fyrirhugað að verja
rúmlega 21 milljón króna og til
framkvæmda við dagvistastofnan-
ir borgarinnar verður tæplega 40
milljónum króna varið á þessu ári,
eða 20 milljónum króna hærri
upphæð en á síðasta ári.
Samtals verður 90 milljónum
króna varið úr borgarsjóði til
bygginga í þágu aldraðra og mun-
ar þar mestu um framkvæmdir við
dvalarheimilið Seljahlíð. Hlutur
borgarsjóðs við framkvæmdir á
sviði heilbrigðismála verður sam-
kvæmt áætlun rúmlega 8 milljónir
króna og til framkvæmda á sviði
íþróttamála er áætlað að verja
rúmlega 32 milljónum króna.
Munar þar mest um framkvæmdir
við böð og búningsklefa við Laug-
ardalshöllina.
Áætlað framlag til verka-
mannabústaða er 20 milljónir
króna úr borgarsjóði og fyrirhug-
að er að verja samsvarandi upp-
hæð til leiguíbúða á vegum borg-
arinnar.
Sæljón í Sædýrasafninu
„ÞRÁTT FYRIR að ákvörðun hafi verið tekin um að loka Sædýrasafn-
inu og selja dýrin, þá er ennþá opið hjá okkur og verður líklega í mánuð
í viðbót,** sagði Jón M. Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sædýrasafnsins
í samtali við blm. Mbl. Fólki gefst því enn kostur á að bregða sér með
börn sín í Sædýrasafnið og njóta návistar dýranna.
Júlíus, Ijósmyndari Morgunblaðsins, brá sér í Sædýrasafnið í gær.
Meðal þeirra sem fagnaði Júlíusi var sæljón þetta og horfði spurnaraug-
um á tæki Ijósmyndarans. „Sæljónið sem önnur dýr Sædýrasafnsins
hverfur fljótlega á braut til annarra heimkynna, og íslenzk börn verða í
framtíðinni að sætta sig við myndir úr dýragörðum, því miður," sagði
Jón M. Gunnarsson.
„Alþingi hefur
ekki tekið
sína ákvörðun“
„ALÞINGI hefur ekki tekið sína
ákvörðun enn — það er rangt hjá
fjármálaráðherra," sagði Ragnhildur
Helgadóttir, menntamálaráðherra í
samtali við blaðamann Morgunblaðs-
ins í gær þegar hún var spurð álits á
þeim ummælum Alberts Guðmunds-
sonar fjármálaráðherra í Morgun-
blaðinu í gær að ákvörðun Alþingis
varðandi fjárveitingu til Kvikmynda-
sjóðs liggi fyrir, og henni verði ekki
breytL
„Ákvörðun Alþingis verður ekki
tekin, fyrr en frumvarpið hefur
verið afgreitt sem lög frá Alþingi,"
sagði menntamálaráðherra jafn-
framt.
Maður er áreitti
stúlku tekinn
MAÐUR sá er áreitti 16 ára gamla
stúlku í strætisvagnabiðskýli í
Breiðholti í vikunni er fundinn og
hefur hann játað brot sitt. Maðurinn
bað stúlkuna með óviðurkvæmilegum
hætti að fylgja sér heim. Þegar hún
hugðist hafa sig á brott, greip hann í
öxl hennar. Stúlkan varð skelkuð og
veitti maðurinn henni eftirför og
greip öðru sinni í öxl stúlkunnar.
Maðurinn sem var handtekinn
hefur áður áreitt konur. Hann hef-
ur fallist á að ganga til geðlæknis.
Efnahagsaðgerðir kynntar í dag:
„Nauðsynlegt að koma tíl
móts við húsbyggiendur“
sagði Þorsteinn Páisson í þingræðu
RÁÐHERRANEFND ríkisstjórnar-
innar yfirfór í gær og gekk frá tillög-
um þeim sem ríkisstjórnin hyggst
kynna fréttamönnum á fundi I dag,
til lausnar efnahagsvanda þjóðarinn-
ar. Markmið þessara aðgerða er að
styrkja stöðu ríkissjóðs án þess að
auka skatta, stemma stigu við er-
lendri skuldasöfnun, draga úr við-
skiptahalla, létta undir með hús-
byggjendum, breyta sjóðakerfinu og
stuðla að uppbyggingu nýrra at-
vinnugreina.
í þingræðu í fyrradag ræddi
Þorsteinn Pálsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, um atriði
sem hann telur brýn að þvl er
varðar stjórn efnahagsmála.
Þorsteinn sagði m.a. nauðsyn-
legt að setja takmörk á íbúða-
stærð við húsnæðislán og jafnvel
takmörk á endurlán í húsnæðis-
kerfinu til að nota það fé sem
þannig vinnst til að hjálpa því
fólki sem glímir nú við erfiðleika
vegna greiðslu afborganna og
vaxta af húsnæðislánum. „Það er
frumskylda stjórnvalda við þess-
ar aðstæður að rétta þessu fólki
hjálparhönd og það er unnt með
þessum hætti,“ sagði Þorsteinn
Pálsson.
Þá taldi formaður Sjálfstæðis-
flokksins það i fullu samræmi við
að laun eru ekki vísitölutengd, að
afnema visitölutengingu, að
minnsta kosti á skammtíma fjár-
skuldbindingum, til þriggja eða
fimm ára. Þorsteinn Pálsson sagð-
ist hafa beint þeirri tillögu til rík-
isstjórnarinnar að stjórnarflokkar
og stjórnarandstaða, ásamt með
hagsmunaaðilum á vinnumarkað-
inum, skipi fulltrúa í nefnd til að
kanna þróun tekjuskiptingar í
þjóðfélaginu. Sagðist hann vænta
að af þessari nefndarskipan yrði
nú alveg næstu daga.
„Einbeiti mér að
næsta einvígi“
— sagði Margeir Pétursson eftir að hafa
beðið lægri hlut fyrir Simen Agdestein
MARGEIR Pétursson verður að heyja einvígi öðru sinni um rétt til
þátttöku í millisvæðamóti. Hann tapaði í gærkvöldi öðru sinni fyrir
Norðmanninum Simen Agdestein eftir að hafa fórnað öllu fyrir sókn. Þar
með vann Agdestein einvígið 2Vi—Vi — yfirburðir, sem koma öllum á
óvarL Það var annað hvort að duga eða drepast fyrir Margeir í þriðju
skákinni á Hótel Loftleiðum. Hann náði frumkvæðinu, en Agdestein
varðist fimlega öllum tilraunum Margeirs til sigurs. f örvæntingu reyndi
Margeir í lok setunnar að brjóta niður varnarmúra, sem Agdestein hafði
byggt um kónginn. Það leiddi einungis til ósigurs, liöstaps og Margeir gaf
skákina eftir að hún fór í bið.
Norðmaðurinn hefur því öðl-
ast rétt til þátttöku í milli-
svæðamóti — einu þriggja, sem
haldin verða. Tveir efstu menn á
millisvæðamótunum öðlast þátt-
tökurétt í kandidataeinvígjun-
um. Margeir verður hins vegar
að bíða þar til svæðamóti i ísrael
er lokið til að sjá hver mótherji
hans verður. Það verður um
miðjan þennan mánuð. Margeir
teflir við þann, sem lendir í öðru
sæti í ísrael, um rétt til þátttöku
í millisvæðamóti. Reikna má
með, að andstæðingur hans þá
verði annað hvort V-Þjóðverji
eða fsraelsmaður og að stór-
meistari eigi í hlut. Því verður
að segjast eins og er, að mögu-
leikar hans teljast ekki miklir,
en þrátt fyrir veika taflmennsku
nú í sínu fyrsta einvígi, þá hefur
Margeir oft sýnt og sannað að
hann er sterkastur þegar mótbyr
er mestur.
„Það var annað hvort að vinna
eða tapa í kvöld — leggja allt
undir," sagði Margeir eftir ósig-
urinn og bætti við. „Það gekk
ekkert upp hjá mér og er langt
síðan ég hef verið í svona miklu
óstuði, tvö til þrjú ár að minnsta
kosti. En ég verð að bíta á jaxl-
inn og einbeita mér að næsta
einvígi. Ég er heppinn að eiga
enn möguleika á að komast í
millisvæðamót. Næsta einvígi
tefli ég ekki hér heima; mér
fannst það setja aukna pressu á
mig. Erlendis er meira næði til
að einbeita sér, hið daglega
amstur glepur ekki fyrir.“
HH.
Skák
Bragi Kristjánsson
HvítL Simen Agdestein
Svart: Margeir Pétursson
Drottningarindver.sk vörn
I. d4 - Rf6, 2. c4 - e6, 3. Rf3 —
b6, 4. a3 — Bb7, 5. Rc3 — d5, 6.
cxd5 — Rxd5, 7. Da4+ — Rd7, 8.
Rxd5 — Bxd5, 9. Bg5 — Dc8, 10.
Hcl — Bd6, 11. Rd2
II. — c5, 12. dxc5 — bxc5, 13. e4
— Bc6, 14. Dc2
f þessari stöðu bjuggust flestir
við 14. Bb5, t.d. 14. - Bxb5, 15.
Dxb5 - Hb8,16. Rc4 o.s.frv.
14. — Dc7, 15. Bh4
Hvftur er kominn í vandræði
vegna þess hve sterkir svörtu
biskuparnir eru. Hann leikur þvi
Bh4-g3 til að ná uppskiptum á
svarta biskupinum á d6. Þessi
hægfara áætlun hlýtur að gefa
svörtum mjög góð færi, því hvít-
ur á eftir að koma biskupinum á
fl í spilið og hróka.
15. — 0-0, 16. Bg3
• x i m X lir
■m Wm Ul
JlJlA
i
& ■
■ 0 m
& #© m & &
'■Sl 2
16. - Hab8!?
Margeir sleppir hér tækifæri
til að opna taflið með 16. — f5,
17. Bxd6 - Dxd6,18. Be2 - fxe4,
19. Rxe4 — Dd4 með erfiðri
stöðu fyrir hvítan.
17. Be2 - a5.
Enn kom 17. — f5 sterklega til
greina.
18. b3
Norðmaðurinn vill ekki leyfa
18. — a4, sem festir peðastöðuna
á drottningarvæng.
18. - Hfd8.
Nú voru síðustu forvöð að
leika f7-f5: 19, 0-0 - fxe4, 20.
Rxe4? - Dd5, 21. Bf3 - Hxf3I,
22. gxf3 — Re5 með vinnings-
stöðu fyrir svartan.
19. 0-0 — Bxg3, 20. hxg3 — Db7,
21. Hfdl — h6, 22. Dc3 — Da8, 23.
a4!?
Agdestein leikur einu peði enn
á hvítan reit, en slíkt er varla
gott, því hann á biskup, sem
gengur á hvítum reitum. Hann
gefur auk þess eftir b4-reitinn,
en hann vill greinilega allt til
vinna að koma í veg fyrir gegn-
umbrot andstæðingsins á
drottningarvæng.
23. — Hb4, 24. Bc4 — Rf6, 25. f3
— Db8, 26. g4!?
Svörtu reitirnir í kóngsstöðu
hvíts verða nú veikir, en ekki er
að sjá, að hægt sé að notfæra sér
það.
26. — Hd4.
Þegar hér var komið, átti
Margeir aðeins eftir 20 mínútur
til að ljúka 40 leikjum, en Agde-
stein átti 30.
27. Be2 — Rd7, 28. De3 — Da7,
29. Kf2 — Re5, 30. Hc3 — Hb8,
31. Hdcl — Hbd8, 32. Rc4 — Rd7,
33. Ra3 — Db6, 34. Hlc2 — Rf6?
Margeir átti nú 5 mínútur eft-
ir á móti 10 minútum Norð-
mannsins. Flækjur þær, sem
Margeir leggur nú út 1 leiða
beint til taps. Vafasamt er, að
svartur geti unnið þessa stöðu
með bestu taflmennsku, en
óþarfi er að tapa henni.
35. Hxc5 — Bxe4, 36. H2c4!
Vinningsleikurinn.
36. — Hxc4, 37. Rxc4 — Da7, 38.
Hxa5 — Dxe3+, 39. Rxe3 — Bbl,
40. Kel - Hb8, 41. Hb5
Og i þessari vonlausu stöðu
gafst Margeir upp. Hvítu peðin á
drottningarvæng renna upp í
borð og gera út um skákina.