Morgunblaðið - 08.02.1985, Side 15

Morgunblaðið - 08.02.1985, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1985 15 SiÖferði Krists Þar hefur maður það, og skilji nú hver sem betur getur. Megin- atriði í framangreindri yfirlýs- ingu er væntanlega að slá því föstu, að Jesús sé beint framhald af Guði Gamla Testamentisins, það er þeim Guði er tyftir menn og eyðir miskunnarlaust hinum ranglátu í heiminum. Mun ekki öllum rótt við þá tilhugsun. En hugulsamt mun einhverjum þykja það af Kristi að hafa interim-etik, sýna þá kurteisi að eiga sér sið- fræði biðarinnar eftir guðsríkinu — sem er þó komið i honum. Héldu þó flestir að Guð almáttug- ur væri sjálft siðferðið og réttlæt- ið, ekki aðeins meðan beðið er eft- ir strætisvagni. En þarna á hann sér sem sagt siðfræði biðar eftir sjálfum sér sem þegar er kominn. Er það að vonum að slíkur Sonur tali apokalyptiskt enda bein stefna tekin á hið eskatológiska guðsríki. Hefði ég einhvern veginn heldur kosið að fá orðalag Jesú sjálfs á þessu. Hvað sem því líður: Jesús og hinn hefnigjarni Guð G.t. eru eitt samkvæmt þessum lær- dómum. Ekki er að furða þótt grein Þóris sé fram sett til að and- mæla því sem hann nefnir „myst- isk mynd af sannleikanum: Guð og tilveran eru samofin sem kærlei- kur, afl, lækning, ljós, jákvæði" (og andstæðu þess). Hann spyr: „Hvernig kemur guðfræði G.t. út í þessu samhengi?" Svari þeir sem kunna. Umbreyting Guös En hvernig verður það þá skýrt, að grimmur, hefnigjarn og reiður tyftari verði skyndilega Jesús Kristur? Það þarfnast ekki skýr- ingar. „Með Jesú breytist þetta.“ Er vitnað í Sölva Helgason þessu til áréttingar. Fer vegur þess manns mjög að vænkast með íslenzku þjóðinni síðustu misserin. En sé þetta nú tekið samkvæmt orðanna hljóðan getur það vart þýtt annað en það að allt í einu, skyndilega, svona líkt og í hugljómun, hafi Guð gjörbreytzt og að því hafi valdið smiðssonur frá Nazaret. Er engri rýrð varpað á helgi Krists þótt sagt sé, að slík kenning sé heldur ósennileg. Er því þó trúað sums staðar, að þeir sem lifðu fyrir daga Krists séu að eilífu glataðir, sömuleiðis þeir sem aldr- ei hafa heyrt hans getið eða tekið á hann trú, sem er meirihluti mannkyns. Fer þá meiri grimmd að færast í kristindóm en flestir Islendingar ætluðu, jafnvel þótt Guð hafi sjálfur frumkvæði um það að frelsa þá sem á hann trúa. Þykir mér sennilegt, að trú flestra íslendinga sé sú að það máttarvald á himni og jörðu sem er „kærleikur, afl, lækning, ljós, jákvæði", sýni ekki þá grimmd að brenna að eilífu þau smíðaverk hans sjálfs, er aldrei voru full- komin. En Trésmiðafélagið má vel við una. Konungurinn Jesús Nú vill svo til að Þórir Kr. styð- ur eindregið mína eigin niður- stöðu um grundvöll kristni, enda þótt öfugt sé túlkað: „En hvað opinberaði Jesús um Guð? Rödd hans er önnur en rödd G.t., hann talar ekki í termum sáttmála, konungdæmis, laga, þjóðskipulags" o.s.frv. og er það hárrétt, að Krist- ur talar einmitt EKKI sem hinn grimmi og hefnigjarni tyftari guðfræðideildar. En hitt er að mínu viti misskilningur hjá Þóri, að Kristur hafi EKKI talað með hliðsjón af táknum konugdæmis laga og þjóðskipulags. Táknmál fornra trúarbragða bendir til að hann hafi einmitt gert það. Enda verður Jesús óskiljanlegur utan samhengis við tíð sína. Orð Þóris staðfesta beinlínis að þetta er eðlilegt: „Hann er sonur- inn. Þannig fær hann sérstaka stöðu, sem er vissulega framhald á stöðu konungsins í G.t., hins smurða konungs, sem var nefndur guðssonur, en er samt eitthvað nýtt.“ Mín niðurstaða er sú, að tákn- mál Krists hafi verið táknmál KONUNGDÆMIS. Spurningin er: HVAÐ VAR KONUNGDÆMI, á hverju byggist það, hver var hug- myndafræðin að baki? Þetta hef ég reynt að rannsaka og lagt fram ákveðnar niðurstöður til umfjöll- unar. Enginn botnar í kristnum fræðum fremur en öðrum ef hann skilur ekki hugmyndafræðina að baki. BorðsamfélagiÖ Mjög hef ég undrazt ótta nokk- urra lútherskra presta við þær niðurstöður sem lagðar eru fram í ritsafninu RÍM til skýringar á sakramenti kristni. Þær skýringar eru þó settar fram á einfaldri ís- lenzku, öllum auðskiljanlegar, það fer að hvarfla að manni hvort sú sé ástæðan. Kjarni skýringanna er sá, að egypzkt táknmál kornguðs búi að baki. Ætti þetta raunar engum að koma á óvart, eða dvöldu ísraelsmenn ekki í landi Egypta? Og er það helzta einkenni þeirra að þeir læri ekki neitt? Raunar segir sjálf Postulasagan (7,22): „Og Móse var fræddur í all- ri speki Egypta." Merkir þetta, að engrar speki Egypta sé að vænta í Biblíunni? Skírskotun til Essena er óþörf í sambandinu. Engum er gert að „trúa“ skýr- ingum RÍM, þær eru ályktun af fræðilegri niðurstöðu. En séð í ljósi hins egypzka táknmáls ætti sakramenti kristni ekki að styggja nokkurn mann og allra sizt þá sem trúa. Sjálfum þykir mér sak- ramentið fagurt, ef byggt er á táknmáli kornguðs. Hið sama verður ekki sagt um ýmsar skýr- ingar kirkjumanna, spekingurinn Emerson afneitaði til dæmis kjóli og kalli vegna þeirra, enda hefur fjölmörgum skynsömum nútíma- mönnum þótt þær framandlegar og óaðlaðandi, einn ritstjóri ís- lenzkur taldi þær eitt sinn Jaðra við mannát". Svo orðar Þórir þetta: „Með því að neyta matar saman og tala orðin yfir matnum verða menn eitt með honum, þar sem hann er í matnum, hefur skapað hann, er sjálfur partur af náttúr- unni þaðan sem þessi matur er sprottinn. Þessi matur verður því fæða til eilífs lífs. Þessi er merking hins heilaga kvöldmáltíð- arsakramentis. Þetta má því ekki skorta í neina kristna guðs- þjónustu og formi þessa rítuss þarf að breyta til þess hann tákni betur matarsamfélagið, borðsam- félagið." Tengslin viö heiöni En Þórir gerir það ekki enda- sleppt þarna, hann gengur beint til verks og líkir matarsamfélag- inu til fórnfæringa dýra í muster- um: „Þegar G.t. er skoðað út frá þessu birtist þar margt sem leiðir beint til þessarar niðurstöðu. T.d. eru fórnirnar til þess að komast í samband, samfélag við guðdóm- inn. Menn „átu og drukku", þ.e. neyttu heilagrar fórnarmáltíðar saman.“ Þetta er rétt svo langt sem það nær, en séu mínar niðurstöður af athugun fornra trúarbragða rétt- ar — nær það ekki til Jesú Krists. Hvernig guðfræðideildin hyggst breyta „formi rítuss" án þess að gaumgæfa hugmyndafræðina að baki, er miklu stærra mál en höfn- un ákveðinnar fræðilegrar niður- stöðu. Það er sjálfur kjarni krist- indómsins sem um ræðir. Mér þykir orðalag Lima-skýrslunnar ekki fullkomið að þessu leyti, enda þótt þar sé komizt að þeirri sjálf- sögðu niðurstöðu að „táknræn orð og atferli" hafi búið í síðustu kvöldmáltíðinni. Geðfelld eöa ógeö- felld athöfn? Vart verður íslendingum láð sú guðstrú, sem nýleg skoðanakönn- un sýnir — trú á Guð sem hinn mikla eilífa anda, fremur en át líkama og drykkju blóðs Krists — í eyrum viðkvæmra sálna er hið táknræna orð ógeðfellt og atferlið óskiljanlegt eins og skýrt er. Fer íslendingum þar raunar nákvæm- lega eins og Gyðingunum forðum: „Hvernig getur hann gefið oss hold sitt að eta?“ að ekki sé talað um lærisveinana, sem botnuðu ekkert í þessu heldur: „Hörð er þessi ræða, hver getur hlýtt á hana?“ (Jóh. 6.52—64). Hið tákn- ræna var ofar þeirra skilningi. Sannleikurinn er sá, að í eyrum skynsamra fslendinga hljómar matarorðalag guðfræðideildar eitthvað líkt og þorrablót í Naust- inu, sem einn ágætur ayatollah er sagður hafa endurvakið fyrir tveim áratugum. Fáum mun sú hugsun geðfelld, að þeir séu að „eta“ Jesú Krist í „matarsamfé- lagi“ ellegar að drekka „blóð“ hans, til dæmis þar sem kjöt er á borðum. Er ekki öllum gefið að Skipastóll landsmanna: Fækkun um eitt skip en burðargetan eykst ÍSLAND var um síðustu áramót í 19. sæti á lista Siglingamálastofn- unar yfir fiskiskipastól helztu fisk- veiðiþjóða heims. Er ísland þar talið eiga 330 fiskiskip yfir 100 brúttólestir að stærð, samtals 99.926 brl. Á sfðasta ári fækkaði um eitt ( skipastólnum, ( upphafi þess árs taldi hann alls 940 skip samtals 192.312 brl. að stærð. I upphafi þessa árs voru skipin 939 samtals 194.360 brl. að stærð. Á síðasta ári voru 16 ný skip skrásett, samtals 6.264 brúttó- lestir að stærð, 11 skip væru endurmæld og stækkuðu um 1.760 brl. 17 skip voru tekin af skipaskrá samtals 8.024 brl. og eitt skip var mælt niður um eina lest. Þilfarsskip undir 100 brl. að stærð eru nú talin 538 en þil- farsskip stærri en 100 brl. eru talin 401. Af þilfarsskipunum eru 834 talin fiskiskip, 46 skráð sem flutningaskip og skip af öðru tagi eru talin 59. Opnir vél- bátar á skrá hjá Siglingamála- stofnun eru taldir 1.503, þar af eru 1.471 skráðir sem fiskibátar og 32 skemmtibátar. Þar að auki eru skráðir 17 seglbátar hjá stofnuninni. Meðalaldur fiskiskipa stærri en 500 brl. hefur hækkað milli áranna 1984 og 1985 um tæpt eitt ár eða úr 14,2 árum f 15,1. Skip 300 til 499 brl. að stærð eru að meðaltali 12,2 ára, elzt eru skip i stærðarflokknum 50 til 90 brl. að meðaltali 28,4 ára og næstelzt eru skip i stærðarflokknum 25 til 49 brl. eða 19,3 ára. Elzta skip á skrá er Nakkur SU 380 smiðaður 1912,90 skip eru smíðuð 1954 eða fyrr, 751 skip eru smiðuð 1960 og síðar og 452 skip eru smiðuð 1970 og síðar. skynja helgi athafnar sem svo er orðuð. Skýring RÍM gerir helgina ein- falda og eðlilega öllum mönnum. Munurinn á Essenum og Jesú í síðustu málsgrein sinni skýrir Þórir Kr. það, hvers vegna ekki getur legið brú til Egyptalands um speki Essena: „Kontrastinn kemur þá strax í ljós með því að G.t. er mótað af söguskilningnum, þ.e. þjóðarsög- unni, sögunni sem pólitík, sem trú/vantrú, lög, dómur. En þegar þetta er túlkað hermeneutiskt, sést að sögutrúin er partur af þeim vilja Guðs að búa mönnum hamingjusamt líf í kærleika og fullnægju með jákvæð gildi að markmiði. Aðeins er það tjáð póli- tískt í G.t. en existentielt og myst- iskt í Nt.-Qumran-Nag-Hamma- di.“ Það er nefnilega það. Það er bara að túlka það hermeneutiskt. Annað er það ekki. Guðfræðideild H.t. ætti að taka að sér sáttasemjarastarf milli kristinna trúarflokka í Lima. Þá sæju menn þó að minnsta kosti um hvað þeir væru að sameinast. Trúarjátningin nýja Ef skilja má grein Þóris Kr. Þórðarsonar prófessors sem niðurstöðu guðfræðideildar H.I. af vísindalegum rannsóknum eru frekari rannsóknir óþarfar. Trú- arjátning háskólans hljómar þá eitthvað á þessa leið, þegar rædd hefur verið „elskusemi" Krists, ofbeldi hins rómverska kirkju- heimsveldis í sextán aldir og ókristilegt athæfi þeirra sem leita einveru: „Kristinn söfnuður er „nýr ísra- el“. Persóna Jesú er beint fram- hald af Gamla Testamentinu, af Guði sem hefnigjörnum „tyftara". Sá hefnigjarni tyftari verður fyrir skyndilegri og óvæntri trúarvakn- ingu með fæðingu Jesú. Hann ger- ist góður, sendir son sinn til að seðja menn. íslenzka þjóðkirkjan má hins vegar ekki verða að „ríkjandi afli“, þá spillist hún „af völdunum eins og ayatollarnir í íran sanna“. Jes- ús skrifaði ekkert og þroskaðist ekki að lærdómi frá fæðingu. Saga hans er ekki sögð á táknmáli forn- aldar: Jesús talar „apokalýptiskt" þótt hann, vel að merkja, hafi „interim-etik, siðfræði biðarinnar eftir guðsríkinu, sem þó er komið í honum". „Lögmálin verða að lögmálum hins eskatológiska guðsríkis." Guð hefur beint frum- kvæði um að frelsa visst fólk en ekki meirihluta mannkyns. Jesús er matur, „þar sem hann er í matnum, hefur skapað hann, er sjálfur partur af náttúrunni það- an sem þessi matur er sprottinn". Að vísu þarf að breyta „formi þess rítuss til þess hann tákni betur matarsamfélagið", en sakramenti kristni er allt um það framhaid af fórnfæringu dýra i musterum. „Kontrastinn" milli Jesú og Ess- ena kemur strax í ljós, þegar túlk- að er „hermeneutiskt", því að þá sést, að „sögutrúin er partur af vilja Guðs“, Nota Bene, þetta þarf að túlka „pólitískt" í Gamla Testa- mentinu, en „existentielt og myst- iskt“ í Nýja Testamentinu. Skilja þá væntanlega allir kristni. Kinxr Pálsaoc BA er forstödumad- ur Málaskólans Mímis. Skifa - klofinn náttúrusteinn Skífa erhentugt efni til klæöningar á gólf og veggi. Eigum nú margar fallegar geröir frá Kína, Indlandi og fleiri fjarlægum stööum. — Varanleg áferö, hagstætt verö. B S.HELGASON HF STEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48 SlMI 76677 1 H 5 Áskriftcirs'n ninn er 83033 CO •/

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.