Morgunblaðið - 08.02.1985, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1985
Nýtt loðnuverð
ákveðið:
Loðna
verðbætt
í fyrsta
sinn
YFIRNEFND Verdlagsráðs sjávarút-
vegsins ákvað á fundi sínum síðastliA-
inn miAvikudag nýtt verA á loAnu til
bræAslu. VerAiA var ákveAiA 670 krón-
ur á hverja lest, en auk þess verAa
greiddar 6% verAuppbaetur úr verA-
jöfnunardeild AflatryggingasjóAs á all-
an afla. VerA á hverri lest loAnu sam-
kvæmt þessu verAur 931 króna til
kaupenda vegna kostnaðarhlutdeildar
til útgerðar, en 710 krónur til skipta.
Veröið er miðað við 8% fituinni-
hald og 16% fitufrítt þurrefni. Það
breytist um 74 krónur til hækkunar
eða lækkunar fyrir hvert 1%, sem
fituinnihald breytist frá viðmiðun
og um 79 krónur til hækkunar eða
lækkunar fyrir hvert 1%, sem þurr-
efnisinnihald breytist frá viðmiðun.
Fitufrádráttur reiknast þó ekki,
þegar fituinnihald fer niður fyrir
3%. Þá var ákveðið, að lágmarks-
verð á úrgangsloðnu til bræðslu frá
frystihúsum skuli vera 93 krónum
lægra fyrir hverja lest en að ofan
greinir. Verðið gildir frá 16. janúar
síðastliönum og til loka vetrarver-
tíðar, en er uppsegjanlegt frá og
með 7. marz næstkomandi með viku
fyrirvara.
Síðasta gildandi verð var til
skipta 1.275 krónur miðað við 16%
innihald bæði fitu og þurrefnis.
Skiptaverð að meðtöldum verðupp-
bótum er því nú mjög svipað og áður
miðað við hlutfall fitu og þurrefnis í
loðnunni. Sé nú miðað við 16% fitu-
innihald og verðuppbætur gefur
hver lest til skipta um 1.300 krónur.
Við verðákvörðun í haust var mið-
að við greiðslu ríkisvaldsins á upp-
söfnuðum söluskatti til fiskimjöls-
verksmiðja, samtals 3,3% af út-
flutningsverðmæti, þá metið á 31,5
milljónir króna. Nú er ekki gert ráð
fyrir þvi að fiskimjölsverksmiðjurn-
ar fái slíka greiðslu heldur að hún
renni inn í Aflatryggingasjóð til
fjármögnunar verðuppbótum að ein-
hverju leyti.
Góöar stundir
með MS sam-
lokum -hvar
og hvenær
sem er.
Mjólkursamsalan
Nokkrar tillögur Þrastar Magnússonar að íslenzkum blómafrímerkj- Hér virða gestir fyrir sér heildarsafn íslenzkra frímerkja frá 1873 og fram
um. á þennan dag.
Lofsvert framtak
Frímerki
Jón Aðalsteinn Jónsson
Af ófyrirsjáanlegum atvikum
hefur þáttur þessi verið æriö stop-
ull hér í blaAinu um sinn. Eins
hefur hann flutzt á milli daga, en
þar verAur forsjármanni þáttarins
ekki um kennt. í hittifyrra var
ákveðið, að frímerkjaþáttur þessi
kæmi í eins konar aukablaði eða
„kálfi“ með róstudagsblaði, enda
var þar fjallað um margs konar
tómstundaefni. Nú hefur hins veg-
ar farið svo, að aukablað þetta hef-
ur verið minnkað verulega, svo að
óvissa ríkir hverju sinni, hvort
þáttur þessi fær þar innangengt
eða ekki. Ég hef því valið þann
kost í ágætri samvinnu við
starfsmenn Mbl., að fari svo, að
úthýsa verði þættinum á föstudög-
um, komi hann þá á laugardegi
eða sunnudegi næst á eftir. Vafa-
laust hafa lesendur tekið eftir, að
þetta hefur orðið þannig að undan-
fornu. Engu að síður vildi ég vekja
athygli á þessu, enda þykir mér
miður að geta ekki haldið mig við
föstudaga, svo sem ákveðið var í
upphafi.
Svo sem getið var í þætti 1.
des. sl., var Dagur frímerkisins
hér á landi 6. des. sl. Því miður
hefur heldur lítið farið fyrir
honum hérlendis, a.m.k. hin síð-
ari ár, en hann er aftur á móti
meiriháttar viðburður á öðrum
Norðurlöndum og alveg sérstak-
lega í Svíþjóð. Dagur þessi er
með einhverjum hætti haldinn í
samvinnu við póststjórnir á
hverjum stað. Hér hefur þessi
samvinna einkum verið fólgin í
því, að póststjórnin hefur síðan
1961 látið útbúa sérstimpil til
nota á Degi frímerkisins hér í
Reykjavík. Hin síðari ár hefur
einnig verið notaður sérstimpill
á Akureyri.
í sambandi við síðasta Dag
frímerkisins, tók stjórn F.F. hér
í Reykjavík nokkra rögg á sig til
þess að freista þess að lyfta
þessum degi nokkuð upp úr
hversdagsleikanum. En svo sem
kunnugt er, hefur Félag frí-
merkjasafnara haft allan veg og
vanda af þessum degi síðan 1961.
Nú var ákveðið að breyta veru-
lega um stefnu, og mun formað-
ur félagsins, Páll H. Ásgeirsson,
hafa átt þarna drýgstan hlut að,
og það ber að þakka honum.
í samvinnu við íslenzku póst-
stjórnina var komið upp lítilli
kynningarsýningu sunnudaginn
2. des., og var henni fyrst og
fremst ætlað að höfða til hins
almenna frímerkjasafnara og
eins þess hluta almennings, sem
hefur gaman af að skoða frí-
merki, þótt hann telji sig ekki í
hópi beinna safnara. Póststjórn-
in lánaði F.F. hluta af salnum í
gamla Sjálfstæðishúsinu, og var
gengið inn um anddyrið við
Thorvaldsensstræti. Sýningin
stóð einungis yfir frá kl. 13.30 til
18.00 þennan dag. Þrátt fyrir það
sóttu hana alls nær 200 gestir.
Enda þótt ég álíti það ágæta að-
sókn, hefðu fleiri mátt leggja
leið sína á þessa kynningarsýn-
ingu. Aftur á móti þótti mér það
góðs viti að verða þess áskynja
þann tíma, sem ég staldraði við,
hversu margir úr hópi þeirra,
sem minnzt var hér að framan,
komu til að skoða sýninguna.
Var þetta fólk á öllum aldri.
Vissulega var hér engin venju-
leg eða hefðbundin frímerkja-
sýning á ferðinni, enda ekki til
þess ætlazt. Hér var einungis
reynt að bregða upp ýmsum hlið-
um frímerkjasöfnunar og eins
öðru efni, sem tengja má henni
með ýmsum hætti. Var það gert
í því skyni að minna á Ðag frí-
merkisins og eins um leið til að
hvetja unglinga til að sinna
þessu tómstundastarfi enn frek-
ar en nú hefur orðið raun á um
nokkurt skeið.
Hér mátti sjá ýmsar tillögur
að frímerkjum og eins fullgerðar
teikningar, sem Þröstur Magn-
ússon hefur gert fyrir póst-
stjórnina. Er vissulega fróðlegt
að sjá, hvernig frímerkin verða
til í höndum listamanna. Þá
voru sýndir hlutar af átthaga-
safni og ýmsum stimplasöfnum.
Eins voru sýnd „maxikort", en
um þá söfnun hefur staðið nokk-
ur styrr erlendis. Ýmislegt fleira
var þarna af fróðlegu efni, þótt
ekki verði greint nánar frá því
hér.
Það, sem vakti einkum athygli
mína á þessari kynningar-
sýningu og ég vil alveg sérstak-
lega þakka, .var heildarsafn ís-
Ienzkra frímerkja frá 1873 og
fram á þennan dag. Hafði stjórn
F.F. fengið stimplað safn hjá
tveimur félögum, og náði það til
lýðveldisársins 1944. Hér mátti
heita, að saman væri komið nær
heilt eða „komplett" safn frá
þessum tíma. Á ég þá við, að af
eldri frímerkjum, þar sem tökk-
un er mismunandi, vantaði sár-
fátt. Ég hygg t.d., að menn sjái
ekki 4 sk. þjónustumerki fín-
takkað og vel stimplað á hverj-
um degi. Sama var um mörg
aurafrímerki og eins yfirprent-
unina í GILDI ’02—’03. Þá voru
flest eintök í þessu samsetta
safni með mjög fallegum stimpl-
um og sumum sjaldgæfum. — Þá
var ágætt óstimplað safn frá
lýðveldinu, sem tengdi þannig
saman gamalt og nýtt.
Ég vil þakka stjórn F.F. þetta
framtak í tilefni Dags frímerkis-
ins 1984. Það var svo sannarlega
í anda þess dags. Ég vonast til að
sjá eitthvað svipað á næsta Degi
frímerkisins. Vil ég eindregið
hvetja frímerkjasafnara og aðra
áhugamenn um frímerki til þess
að fylgjast vel með öllu því, sem
samtök frímerkjasafnara gera á
Degi frímerkisins, enda er rétt
stefna að nota þann dag á þann
hátt með sýningar- og kynn-
ingarefni, að það nái sem bezt
augum og eyrum hins almenna
safnara.
Ný frímerki
20. marz nk.
Fyrstu frímerki þessa árs
koma út 20. marz nk. Verða það
fjögur blómafrímerki. Frá þeim
og eins öðrum frímerkjum, sem
út koma síðar á árinu, verður
nánar sagt í næsta þætti, vænt-
anlega að viku liðinni.
Með lögum skal loft hreinsa
- eftir Pálma
Frímannsson
Ný lög um tóbaksvarnir tóku
gildi um síðustu áramót. Tilgang-
ur þeirra er að draga úr tóbaks-
neyslu og vernda fólk fyrir skað-
legum áhrifum tóbaksreyks.
Énginn vafi er á að margir taka
þessum lögum fagnandi. Nú er
ungmennum og sjúklingum tryggt
þægilegra umhverfi, og einnig
eiga menn að geta matast i hreinu
lofti, ef þeir óska þess. Þetta
takmarkar vissulega frelsi reyk-
ingamanna, en neyðir þó engan til
að hætta reykingum. Slíkt er í
rauninni ekki framkvæmanlegt.
Tóbaksávaninn er í mörgum til-
fellum mjög sterkur og er í raun-
inni þungur klafi ófrelsis á herð-
um reykingamannsins, sem hann
hefur oftast óviljandi lagt á sig
sjálfur. Og öll þekkjum við eflaust
marga reykingamenn, sem sár-
iangar til að hætta reykingum og
hafa jafnvel reynt það oft, en mis-
tekist.
Samkvæmt nýju lögunum á að
skrá aðvörun um skaðsemi tóbaks
á umbúðirnar. Svona aðvörun hef-
ur áður verið talin hafa lítið gildi.
„Mér finnst iíklegt að
þessi lög hvetji menn til
aö hætta reykingum og
muni leiða til þess, að
ýmsir reyki minna en
ella.“
Þær merkingar, sem nú verða
teknar upp, virðast þó vera vel
gerðar og áhrifaríkar, ef dæma
má af viðbrögðum innflytjenda og
framleiðenda. Hinsvegar er furðu-
legt, að það skuli koma einhverj-
um á óvart, að reykingar séu lífs-
hættulcgar, sú staðreynd hefur þó
legið á þorðinu í ein 20 ár.
Það var nokkurt kvíðaefni, að
erfitt yrði að framfylgja reyk-
ingabanni á öllum fyrirhuguðum
stöðum. Þó hefur reykingabann
víða verið í gildi á svona stöðum
áður og gefist vel. Og viðbrögð
reykingamanna hafa yfirleitt ver-
ið jákvæð, enda auðvelt að skilja
sjónarmið þeirra, sem ekki reykja.
Reyndar má búast við að þetta
skapi nokkra togstreitu á vinnu-
stöðum og minnki samskipti milli
manna, og það er vissulega slæmt.
En þessi togstreita hefur verið
fyrir hendi lengi, og ég minnist
þess, að fyrir einum tólf árum sá
ég hjúkrunarfólk í handalögmál-
um út af reykingum á vakther-
berginu. Reykingamönnum finnst
rétti sínum þröngvað með þessum
lögum, en spyrja má, hvor réttur-
inn sé helgari, sá að fá að reykja
eða sá að fá að anda að sér hreinu
lofti.
Mér finnst Iíklegt að þessi lög
hvetji menn til að hætta reyking-
um og muni leiða til þess, að ýmsir
reyki minna en ella. Hinsvegar ef-
ast ég um að þau hafi mikil áhrif í
þá átt að aftra því að fólk byrji að
reykja. Nokkur fræðsla hefur
lengi verið um skaðsemi reykinga
og flestir ættu nú að vera farnir
að átta sig á því, að þær eru
hættulegar heiisu manna.
Frekari bönn við reykingum
held ég að verði tæpast fram-
kvæmanleg, enda mun nú flestum
finnast að nóg sé að gert. Ekki
dugir þó að láta hér við sitja. Tób-
aksreykingar eru eitt stærsta
heilsufarsvandamál í samfélagi
okkar og sjálfsagt að reyna að
minnka þær eins og frekast er
kostur.
Nýju lögin banna að selja tóbak
í skólum og sjálfsölum, en líklega
var það þó ekki víða gert áður.
Einnig banna þau að selja fólki
undir 16 ára aldri tóbak. Hinsveg-
ar er ekki vansalaust, að þetta
hættulega efni skuli enn selt við
hliðina á matvörum og sælgæti.
Ég tel að tóbak eigi annaðhvort að
selja eins og áfengi í útsölum
áfengisverslunarinnar eða í lyfja-
búðum eins og ýmis önnur eitur-
efni svo og lyf. Eg hef áður bent á,
að eðlilegt sé að líta á tóbaksá-
vana sem sjúkdóm á sama hátt og
drykkjusýki, enda eru afleið-
ingarnar hliðstæðar, þótt líkam-
legir kvillar og sjúkdómar séu yf-
irgnæfandi hjá reykingamönnum,
en félagslegar afleiðingar hjá
ofneytendum áfengis.
f ljósi þess hve mikill skaðvald-
ur tóbakið er heilsu manna finnst
mér ekkert óeðlilegt, þótt gengið
sé langt í því að takmarka reyk-
ingar og verslun með tóbak. Reyk-
ingar eru í dag álíka mikill vágest-
ur og berklarnir, hvíti dauðinn,
voru fyrir 60 árum.
1‘álmi Frímannsson er heilsugæslu-
læknir í Stykkishólmi.