Morgunblaðið - 08.02.1985, Side 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1985
cauWa
AMERÍKA
PORTSMOUTH/NORFOLK
City of Perlh 11. febr.
Laxfoss 19. feb.
Bakkafoss 1. mar.
City of Perth 13. mar.
NEWYORK
City of Perth 9. feb.
Laxfoss 17. feb.
Bakkafoss 27. feb.
City of Perth 11. mar.
HALIFAX
Laxfoss 22. feb
Laxfoss 25. mar.
BRETLAND/MEGINLAND
IMMINGHAM
Eyrarfoss 17. feb.
Alafoss 24. feb.
Eyrarfoss 3. mar.
Alafoss 10. mar.
FELIXSTOWE
Eyrarfoss 18. feb.
Álafoss 25. feb.
Eyrarfoss 4. mar.
Álafoss 11. mar.
ANTWERPEN
Eyrarfoss 19. feb.
Álafoss 26. feb.
Eyrarfoss 5. mar.
Álafoss 12. mar.
ROTTERDAM
Eyrarfoss 20. feb.
Álafoss 27. feb.
Eyrarfoss 6. mar.
Álafoss 13. mar.
HAMBORG
Eyrarfoss 21. feb.
Alafoss 28. feb.
Eyrarfoss 7. mar.
Alafoss 19. mar.
GARSTON
Fjallfoss 19. feb.
USSABON
Skeiösfoss 6. mar.
LEIXOES
Skeiösfoss 7. mar.
BILBAO
Skeiösfoss 8. mar.
NORÐURLÖND/-
EYSTRASALT
BERGEN
Reykjafoss 8. feb.
Skógafoss 16. feb.
Reykjafoss 22. feb.
Skógafoss 1. mar.
KRIST1ANSAND
Reykjafoss 11. feb.
Skógafoss 18. feb.
Reykjatoss 25. feb.
Skógafoss 4. mar.
MOSS
Reykjafoss 12. feb.
Reykjafoss 26. feb.
Skógafoss 5. mar.
Reykjafoss 12. mar.
HORSENS
Skógafoss 21. teb.
Skógafoss 7. mar.
GAUTABORG
Reykjafoss 13. feb.
Skógafoss 20. feb.
Reykjafoss 27. feb.
Skógafoss 6. mar
KAUPMANNAHÖFN
Reykjafoss 14. feb.
Skógafoss 22. feb.
Reykjafoss 28. feb.
Skógafoss 8. mar.
HELSINGJABORG
Reykjafoss 15. feb.
Skógafoss 22. feb.
Reykjafoss 1. mar.
Skógafoss 8. mar.
HELSINKI
Vessel 4. mar.
ÞÓRSHOFN
Reykjafoss 18. feb.
Skógafoss 25. feb.
VIKULEGAR
STRANDSIGLINGAR
-fram ogtil baka
fra REYKJAVIK
alla manudaga
fra ISAFIRÐI
alla þnðjudaga
fra AKUREYRI
alla fimmtudaga
EIMSKIP
*
Bandaríkin:
Á þriðja þús-
und Kúbumenn
sendir heim á ný
AtUnU, 7. febrúar. AP.
Á NÆSTU þremur til fjórum vik-
um verda tæplega þrjú þúsund
Kúbumenn, sem nú eru í fangels-
um eða á geðveikrahælum í
Eldur olli
tjoni í
Wilson-
höll í Genf
Genf, 6. febrúar. AP.
ELDIIR kom upp í hinni sögu-
frægu Wilson-höll við Genfar-
vatn í dag, miðvikudag, og olli
talsverðu tjóni á byggingunni,
sem eitt sinn var íburðarmikið
hótel og fyrsta aðsetur Þjóða-
bandalagsins.
Húsið hefur verið í eigu
Genfar frá 1966 og er notað
undir skrifstofur á vegum
borgarinnar.
Bandaríkjunum, fluttir til heima-
lands síns, að því er Louis Richard,
yfirmaður útlendingaeftirlitsins í
Atlanta, greindi frá í gær.
Kúbumenn þessir komu til
Bandaríkjanna í „frelsisflotan-
um“ svonefnda árið 1980, þegar
125 þúsund manns flúðu frá
Kúbu sjóleiðina. Að sögn Rich-
ards fara þeir ekki heim aftur af
fúsum vilja, heldur eru fluttir
nauðugir viljugir. „Þeir munu
streitast á móti og berjast um á
hæl og hnakka," sagði hann.
Lögfræðingar Kúbumannanna
hafa reynt að koma í veg fyrir að
þeir verði sendir heim. Hafa þeir
haldið því fram að fólkið muni
sæta ofsóknum í heimalandi
sínu vegna flóttans.
Samkvæmt samkomulagi, sem
bandarískir og kúbanskir emb-
ættismenn gerðu með sér í des-
ember, verða samtals 2.746
Kúbumenn sendir heim. Banda-
ríkjastjórn heldur því fram að
margir þessara manna sé hættu-
legir umhverfi sínu.
Allir um borð
Hópur ísraelskra hermanna, sem nýkomnir eru frá Líbanon, klifra
upp á herbíl á landamærum Líbanon og ísrael fyrir lokasprettinn
heim.
una ekki sam-
við Sue Ellen
Df rt að
• • • o >c •
jofnuði
BANDARÍSKI sjónvarpsmyndaflokkurinn Dallas heldur enn athygli fólks í
Bretlandi, en núna undanfarið hafa sjónir manna beinst að réttarsal einum í
London, þar sem málaferli hafa staðið yfir í u.þ.b. vikutíma.
Ástæðan til þess að málið hefur
vakið svo mikla eftirtekt er sú, að
þar hefur beinlínis verið tekist á
um, hvort mönnum bæri réttur til
að leyfa sér dálitla gamansemi á
opinberum vettvangi, þ.e.a.s. án
þess að eiga á hættu að vera
dregnir fyrir dóm fyrir að hafa
komist hnyttilega að orði.
Árið 1981 skrifaði Jonathan
Aitken, þingmaður íhaldsflokks-
ins í Thanet South-kjördæmi,
grein í tímaritið East Kent Critic,
þar sem hann þóttist sjá ýmsar
hliðstæður í stjórnmálalífi kjör-
dæmisins og bandaríska sjón-
varpsmyndaflokknum Dallas.
1 greininni líkti Jonathan Aitk-
en konu nokkurri, Hazel Pinder-
White, sem er áberandi einstakl-
ingur í kjördæminu, við eina af
höfuðpersónum Dallas-þáttanna,
Sue Ellen.
Eins og þeim, sem þekkja til
myndaflokksins, mun kunnugt á
Sue Ellen við áfengisvandamál að
stríða. Og Hazel Pinder-White
hikaði ekki augnablik, heldur hóf
meiðyrðamál á hendur hinum orð-
hvata þingmanni.
Málið var í síðustu viku lagt
fyrir 12 manna kviðdóm og fór
mikið af tíma dómsins í að skoða
myndbönd með Dallas-þáttunum
til þess að dómendum gæfist kost-
ur á að setja sig sem best inn í
allar aðstæður þar á bæ. En ekki
varð það til að létta þeim dóms-
uppkvaðninguna.
Sue Ellen (Linda Gray) — með glas-
ið við höndina.
Eftir þriggja og hálfs tíma um-
hugsun spurði dómarinn hvort
kviðdómurinn hefði komist að
ákveðinni niðurstöðu. Svarið var
„nei“.
Dómarinn tilkynnti þá, að
meirihlutaákvörðun yrði látin
ráða úrslitum málsins, og eftir að
dómendurnir höfðu enn ráðgast
sín á milli drjúga stund kom svar-
ið: Jonathan Aitken var með öllu
sýknaður.
„Ég er ákaflega ánægður með
þessi málalok," sagði Aitken, eftir
að dómurinn hafði verið upp kveð-
inn. „Ef ég hefði tapað málinu
hefði enginn verið ugglaus í fram-
tíðinni að grínast svolítið á opin-
berum vettvangi."
Hazel Pinder-White, sem tapaði
málinu, var ekki margmál eftir
dómsuppkvaðninguna. Og það er
kannski ekki að undra. Það kemur
nú í hennar hlut að greiða máls-
kostnaðinn, u.þ.b. 1,1 til 1,3 millj-
ónir íslenskra króna.
Nicaragua:
Ræðum við Sandinista þegar
við höfum umkringt Managua
— segir Pastora, einn af leiðtogum skæruliða
Miami, Flórdía, 7. febrúar. AP.
EDEN Pastora, einn af foringjum skæruliða, sem berjast gegn herstjórn-
inni í Nicaragua, segir að hann sé reiðubúinn til að sameina samtök þau,
sem hann er í forystu fyrir, öðrum skæruliðahópum í landinu, en þá hafi
hann líka í huga hernaðarlegt samstarf, en ekki aðeins samvinnu í
friðarviðræðum.
„Sameiningin verður að verða
til þess að efla hina vopnuðu
baráttu í Nicaragua," sagði
Pastora við blaðamenn, sem
hann hitti á Miami í Flórída, þar
sem hann er nú staddur.
Adolfo Calero, sem er leiðtogi
lýðræðisfylkingarinnar í Nicar-
agua, annarra skæruliðasam-
taka sem hafa um 12.000 menn
undir vopnum, hefur skýrt frá
því, að á fundum á Miami og
Washington á sl. tíu dögum hafi
náðst samkomulag um samein-
ingartillögur, sem bornar verða
undir leiðtoga allra skæruliða-
hópana.
Calero segir að jafnframt sé
hugmyndin að gera stjórn Sand-
inista í Nicaragua „lokatilboð
um friðarviðræður", eins og
hann orðaði það.
„Við eigum eftir að eiga ein-
hvers konar viðræður við komm-
únistastjórnina í Managua, en
það verður ekki fyrr en við höf-
um umkringt höfuðborgina,"
sagði Pastora hins vegar. „Við-
ræðurnar munu snúast um
valdaafsal til okkar og um það
með hvaða hætti kommúnistar
ætla að búa áfram í landinu eða
yfirgefa það,“ bætti hann við.
Calero viðurkenndi að það
væri mikilvægt fyrir skæruliða-
hreyfingarnar í Nicaragua að
sýna merki um samstöðu og
samvinnu ef þær ættu að eiga
möguleika á fjárhagslegum
stuðningi Bandaríkjastjórnar.
Þingið í Washington samþykkti í
sumar sem leið, að hætta slíkum
stuðningi.