Morgunblaðið - 08.02.1985, Side 20

Morgunblaðið - 08.02.1985, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1985 Skæruliðar ráðast á fylkishöfuðborg Aranayaprathet, Thailandi, 7. febrúar. AP. SKÆRULIÐAR Rauðra khmera sögðu í dag, að þeir heföu hafið langarsókn til fylkishöfuðborgarinnar Sien Reap og fellt sovézka og austur-þýzka ráðu- nauta. Skæruliðar segjast hafa sótt inn í bæinn, sem er skammt frá hinum frægu musterum í Angkor, á laug- ardaginn, eytt nokkrum stjórn- arbyggingum og fellt 38 víet- namska hermenn. Þeir segja að nokkrir sovézkir og austur-þýzkir ráðunautar, sem bjuggu á hótelinu í bænum, hefðu einnig fallið, og að stór hluti hót- elbyggingarinnar hefði eyðilagzt. Samkvæmt leyniþjónustuheim- Jens Evensen Evensen í dómara- sæti Hug, 7. febriur. AP. TVEIR nýir dómarar tóku sæti við Alþjóðadómstólinn í Haag í gær, Jens Evensen fyrrum hafréttarmála- ráðherra í Noregi og Ni Zhengyu fyrrum fulltrúi utanríkisráðuneytis- ins í Peking. Dómararnir sóru eiða við sér- staka athöfn í friðarhöllinni. Eru þá öll dómarasætin við Alþjóða- dómstólinn fullskipuð, en þau eru 15 talsins. Hlutu dómararnir út- nefningu Allsherjarþings Samein- uðu þjóðanna og öryggismála- ráðsins 7. nóvember sl. Ni er fyrsti Kínverjinn, sem tek- ur dómarasæti við Alþjóðadóm- stólinn. Hann er 79 ára, fæddur 1906 í héraðinu Jiangsu í austur- hluta Kína. Hlaut hann doktors- gráðu í lögum frá Stanford- háskóla 1929. Evensen er 67 ára. Var hann ráðherra 1973-1978. Hefur hann flutt 3 mál fyrir Norðmenn fyrir Alþjóðadómstólnum. Dómarar eru kosnir til 9 ára í senn og geta þeir hlotið endur- kosningu. Kosið er um þriðjung dómarasætanna á þriggja ára fresti. Páfagarð- ur gegn töfra- brögðum Rómaborg, 5. febrúar. AP. METINN guðsmaður í Páfagaröi, Gino Concetti, skrifaði í morgun í grein í L’Osservatore, að Páfagarður legðLst eindregið gegn öllu sem flokkast gæti undir törfa og galdra- brögð, enda bryti allt slíkt kukl í bága við kenningar Nýja testament- isins. Concetti skrifaði fyrir nokkru aðra grein þar sem hann sagði að stjörnuspádómar og slík „vísindi", svo og hvers kyns særingar væri allt frá hinum illa komið og kristnir menn ættu ekki að leggja eyrun við slíkum bábiljum, enda gæti það verið beinlínis hættulegt, sérstaklega skyldu menn vara sig á stjörnuspádómum, sem oft hefðu steypt auðtrúa fólki í glötun. ildum sóttu skæruliðar a.m.k. inn í austurhluta bæjarins. Útvarpsstöð skæruliða segir að þeir hafi eyðilagt skrifstofu hér- aðsstjórans, dómhúsið, Hótel Frið, nokkrar vörugeymslur og fleiri byggingar. Sien Reap er 225 km norðvestur af höfuðborginni Phnom Penh og um 150 km frá aðalbækistöð Rauðu khmeranna í Phnom Malai skammt frá landa- mærum Thailands. Ef frásögnin um árásina hefur við rök að styðjast, mun hún stór- efla baráttuþrek Rauðu khmer- anna, sem hafa verið mjög að- þrengdir að undanförnu vegna harðrar sóknar víetnamskra her- manna gegn stöðvum þeirra með- fram thailensku landamærunum. Thailenzkar heimildir herma að Víetnamar hafi í dag sent könnun- arflugvél yfir vígstöðvarnar vi Phnom Malai, þar sem fallbyssu- skyttur Hanoi-stjórnarinnar halda áfram árásum á stöðvar Rauðra khmera. „Hvar hefurðu mömmu?“ Itululh, MinuesoU, 7. febrúar. AP. SYSTKINI, sem búa í borginni Duluth við suðvesturhorn Efra- vatns í Minnesota og höfðu verið ósátt um árabil, höfðu ekki hugmynd um, að áttræð móðir þeirra var látin, fyrr en þau spurðu hvort annað, hvar hún væri niðurkomin. Fannst lík gömlu konunnar þá í dagstof- unni heima hjá henni og hafði legið þar í heilt ár. „Það virðist heimskulegt, en svona var þetta," sagði Ken Evenson, tengdasonur gömlu konunnar, sem hét Blanche Hansen og var ekkja. „Allir héldu að hún væri hjá dóttur sinni eða á hjúkrunar- heimili," sagði Arthur La Plante, nágranni konunnar í 30 ár. „Maður hefur ekki orðið var við neinar mannaferðir við húsið í mörg ár. Úfar höfðu risið með þeim systkinum út af sumarbústað fjölskyldunnar, en þögnin var rofin er skipta þurfti arfi eftir móðurbróður þeirra. Og þá var fyrsta spurningin: „Og hvar hefurðu mömmu?“ Síldin háfuð beint úr sjó Osló, 6. febrúar. AP. NORÐMENN lifa nú sfldarævin- týri eins og þau gerðust í þá gömlu, góðu daga. Er svo mikil stórsfld við Lófóten að bátarnir þurfa ekki að kasta nót heldur háfa hana beint úr sjónum. Binda sjómenn miklar vonir við að síldin haldi sig á þessum slóðum áfram og verði veiðan- leg. Eiga þeir von á góðri vertíð eftir mörg mögur síldarár. Vandinn er nú sá að auka þarf stórum vinnsluafköst í landi. Hafa veiðarnar við Norður-Noreg þurft að takm- arkast við 15.000 hektólítra það sem af er. Hægt hefði verið að veiða miklu meira magn, en af- köst vinnslunnar eru ekki meiri vegna takmarkaðs fryst- irýmis og einnig hefur orðið að takmarka veiðarnar þar sem ekki hefur verið gengið frá sölusamningum við Evrópu- bandalagið. Af þessum sökum hefur að- eins 20 minni nótabátum verið heimilaðar síldveiðar. Frá því síldveiðarnar hófust 1. janúar sl. hafa 90% aflans farið í frystingu og salt. Slmamynd/AP. Reagan Bandaríkjaforseti flutti stefnuræóu sína á miðvikudagskvöld í öldungadeild- innL Að baki honum á myndinni er George Bush varaforseti. Ræða Reagans misjafnar viðtökur fær Washington, 7.febrúar. AP. DEMÓKRATAR segja um stefnuræðu Ronalds Reagan forseta að hann hafi falið harðan veruleika fjárlagahallans með orðaflúri, en repúblikanar fögn- uðu ræðunni og töldu hana móta stefnu forsetans næstu fjögur ár. Christopher Dodd, öldunga- deildarmaður demókrata, sagði að mótsetningar hefðu verið í ræð- unni. Forsetinn hefði lofað að bæta kjör aldraðra og þeirra, sem lakast væru settir, en vildi draga enn meir úr útgjöldum til félags- mála. Annar öldungadeildarmaður demókrata, Jeff Bingman, sagði að fögur mynd, sem forsetinn hefði dregið upp af efnahagsástandinu, væri í mótsögn við margar tillögur hans. Leiðtogi demókrata í öldunga- deildinni, Robert C. Byrd, sagði að orðskrúð forsetans og fjárlagatil- lögur hans stönguðust á. „Reagan talaði um sanngirni og hagvöxt, en mikið skortir á sanngirni í fjár- lögum hans og þar eru möguleikar á hagvexti að miklu leyti snið- gengnir," sagði hann. Repúblikanar hældu hins vegar Reagan á hvert reipi fyrir ræðuna, þeirra á meðal William Arm- strong öldungadeildarmaður, sem sagði að forsetinn hefði haldið ágæta ræðu þar sem hann hefði gefið réttan tón og markað stjórn- arstefnuna næsta kjörtímabil. Strom Thurmond, aldursforseti repúblikana í öldungadeildinni, sagði að augljóst væri að forsetinn ætlaði að beita sér eins ötullega og áður fyrir því sem hann tryði á. Robert Dole, leiðtogi repúblik- ana í öldungadeildinni, sagði að minnihluti hófsamra manna i flokknum væri óánægður með sumt í stefnuræðunni. Mark Hat- field, öldungadeildarmaður, sagði að flestir repúblikanar virtu ein- lægni forsetans og sannfæringu hans. ERLENT Suður-Kórea: Leiðtogi stjórnarand- stöðunnar snýr heim Washington, 6. febrúar. AP. Kim Dae Jung, leiðtogi stjórnarandstæðinga í Suður-Kóreu, kom til Japans í dag á leið sinnj til Kóreu eftir að hafa dvalizt í útlegð í Bandarfkjunum sl. tvö ár. Á fundi með fréttamönnum á hóteli við Narita- flugvöll hvatti Kim stjórn Kóreu til viðræðna við stjórnarandstæðinga, og varaði við „alvarlegum afleiðingum’* ef meintar pólitískar ofsóknir héldu áfram. »Ég vona að heimkoma mín leiði ekki til félagslegrar ring- ulreiðar, heldur jafnvægis," sagði Kim. Kvaðst hann mundu beita sér fyrir lýðræðislegum endurbótum og styðja baráttu nýstofnaðs stjórnarandstöðu- flokks vegna þingkosninga næst- komandi þriðjudag, 12. febrúar. Við brottförina frá National Airport í Washington, þar sem um 200 Kóreumenn kvðddu hann og hylltu, lét hann svo ummælt, að tímabært væri orðið að stjórnvöld í Seoul veittu honum á ný pólitísk réttindi, sem hann var sviptur fyrir fimm árum. I för með Kim, sem er 59 ára að aldri, er 37 manna hópur, þ.á m. margir kunnir Banda- ríkjamenn, m.a. tveir þingmenn, fyrrum aðstoðarutanríkisráð- herra og nokkrir kaupsýslu- menn. Þessir menn binda vonir við að samfylgd þeirra með Kim komi í veg fyrir að reynt verði að gera honum mein við komuna til Suður-Kóreu, og hafa þá f huga örlög Benigno Aquino, leiðtoga stjórnarandstæðinga á Filipps- eyjum, sem myrtur var á flug- vellinum í Manila í ágúst 1983 er hann sneri heim úr útlegð frá Bandaríkiunum. Kim sagði á flugvellinum I Washington að ef til vill myndi stjórn Suður-Kóreu láta flytja sig í stofufangelsi, en því yrði þá mótmælt kröftuglega. Kvaðst hann búast við því að allt að 50 þúsund samherjar sínir mundu verða á flugvellinum I Seoul er hann kæmi þangað á fimmtu- dagskvöld, sem er föstudags- morgunn að staðartfma. Kim var handtekinn árið 1980, sakaður um að æsa til uppreisn- ar gegn stjórnvöldum, en þær sakargiftir segir hann rangar og undir það hefur Bandarikja- stjórn tekið. Hann var dæmdur til dauða, en síðan var refsing- unni breytt í 20 ára fangelsi. Hann fékk að fara í læknismeð- ferð til Bandarfkjanna 1982 og kaus að dvelja þar áfram sem útlagi. Þegar hann snýr nú heim á hann formlega eftir 17% ár af refsivistinni. Suður-Kóreu- stjórn hefur hins vegar lýst því yfir að hann verði ekki fluttur í fangelsi við heimkomuna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.