Morgunblaðið - 08.02.1985, Side 24
24
25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1985
MORGUNBLAÐID, FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1985
fHwgtu Otgefandi itMftMfe hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen.
Fróttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöaistræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, simi 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 330 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 25 kr. eintakiö.
Varðhundahald
á öllum sviðum
Almenningur er þessa dag-
ana að huga að skatt-
skýrslunni sem ber að skila á
sunnudagskvöldið. Á sama
tíma hefur fjármálaráðu-
neytið, yfirstjórn skattamála,
efnt til auglýsingaherferðar
þar sem segir meðal annars:
„Skattsvikarinn er innbrots-
þjófnum engu betri, en fórnar-
lömbin margfalt fleiri — hver
einasti heiðarlegur framtelj-
andi.“ Og í sömu herferð er
samneysla hafin á stall og leit-
ast við að sannfæra menn um
að telja rétt fram og með góðri
samvisku.
Vonandi verða góðar heimt-
ur hjá ríkissjóði. Deilurnar um
tvær þjóðir á íslandi snúast
ekki einungis um tekjuskipt-
inguna heldur mismunandi að-
stöðu borgararanna gagnvart
skattyfirvöldum.
Morgunblaðið vill á hinn
bóginn vara Albert Guð-
mundsson, fjármálaráðherra,
eindregið við efni auglýsing-
anna sem sendar eru út í hans
nafni. Blaðið telur að unnt sé
með mun áhrifameiri hætti en
þeim að þjófkenna fólk og
syngja ríkishítinni lof og dýrð
að laða íslendinga til öflugs
sameiginlegs átaks í fjármál-
um. Fyrir stjórnmálamennina
er brýnast að sjá til þess að vel
sé farið með þá fjármuni sem
teknir eru með skattheimtu. Á
því hefur oftar en einu sinni
orðið alvarlegur misbrestur. Þá
er ekki síður mikilvægt að með
sanngirni sé staðið að skatt-
heimtu, skattareglur séu rétt-
látar og svíðingsháttur ein-
kenni ekki framgöngu skattyf-
irvalda.
Varðhundahald hins opin-
bera kerfis hefur því miður
ekki minnkað hin síðari mis-
seri. Hefðu menn þó haldið að
Albert Guðmundsson, fjár-
málaráðherra, myndi beita sér
fyrir auknu frjálsræði á sem
flestum sviðum og dregið yrði
úr afskiptasemi kerfisins. Lítið
dæmi um ofríkishátt og varð-
hundahald er sú regla sem upp
var tekin þegar Tollpóststofan
flutti í nýtt húsnæði við Ár-
múlann í Reykjavík að hætta
að dreifa bókum til hverfis-
pósthúsa en krefjast þess af
mönnum að þeir gengju fyrir
tollheimtumennina í Ármúlan-
um, gerðu grein fyrir sér og
verðmæti bókar, biðu tímunum
saman eftir afgreiðslu, greiddu
skattinn og fengju náðarsam-
legast að taka við hinni erlendu
bók.
Um söluskatt á bókum geta
menn haft sínar skoðanir. Þeir
sem kaupa bækur sjálfir og
milliliðalaust myndu vafalaust
möglunarlaust borga eitthvert
opinbert bókajöfnunargjald í
ríkishítina, ef þeir gætu með
því losnað undan þeirri áþján
að þurfa að komast í snertingu
við kerfið, svipleysi þess og
stirðbusahátt. Undan þessu lít-
ilvæga atriði hefur áður verið
kvartað hér á þessum stað.
Auðvitað hefur kerfið ekki séð
neina ástæðu til að koma til
móts við þær kvartanir á þann
veg að máli skipti fyrir borgar-
ana. Hvernig væri að fjármála-
ráðherrann eyddi svo sem
fimm mínútum til að kynna sér
þetta mál og púa síðan á kerf-
ið?
Varðhundahaldi ríkisins eru
engin takmörk sett af ríkinu
sjálfu. Til að sporna við því
verða borgararnir sjálfir að
grípa til sinna ráða. Sann-
gjarnar skattareglur, góð fjár-
málastjórn ríkisins og vin-
samleg afstaða almennings til
hins opinbera kerfis eru bestu
úrræðin gegn skattsvikum —
engin auglýsingaherferð breyt-
ir því viðhorfi.
Skrifaöu
flugvöll
Af og til verða umræður um
Reykjavíkurflugvöll og
framtíð hans. Afstaða til þess
máls ræðst af mörgu. Hér og
nú verður hvorki rætt um völl-
inn né framtíð hans. En í Dag-
blaðinu-Vísi í gær lýsir Albert
Guðmundsson, fjármálaráð-
herra, því allt í einu yfir, að
það eigi að fara með flugvöll-
inn burt úr Reykjavík og til
Keflavíkur. Og fjármálaráð-
herra segir: „Fjárhagslegir
hagsmunir verða að víkja fyrir
meiri hagsmunum."
Eins og kunnugt er hafa ís-
lendingar einir ekki bolmagn
til að smíða nýja flugstöð á
Keflavíkurflugvelli, þeir hafa
ekki heldur bolmagn til þess að
smíða einir nýjan, fullkomin
varaflugvöll utan höfuðborgar-
svæðisins. Er það rétti tíminn
nú fyrir fjármálaráðherra að
lýsa því yfir, að fjárhagslegir
hagsmunir verði að víkja og
Reykjavíkurflugvöllur líka?
Gæfa stjórnmálamanna
ræðst mjög af því að þeir hafi
rétt pólitískt tímaskyn. Albert
Guðmundsson hefur ekki skort
það í baráttu sinni til stjórn-
málaframa. Hitt má efast um
að hann hafi nægilega glöggt
tímaskyn sem fjármálaráðh-
erra. Ástæðulaust er að fram-
tíð Reykjavíkurflugvallar taki
hug fjármálaráðherra allan nú
um stundir.
Fr elsunar guð fr æðin
í rómönsku Ameríku
— eftir Torfa Úiafsson
Eitt þeirra orða, sem hafa tekið
sér bólfestu í tungu okkar síðast-
liðin ár, er „frelsunarguðfræði".
Er það þýðing heitisins „liberation
theology" sem komst fyrir alvöru
á kreik nokkru eftir lok II Vatík-
anþingsins (1962—65) og þó sér-
staklega eftir fund biskupa róm-
önsku Ameríku í Medellín í Kól-
umbíu 1986. Á þeim fundi urðu
biskuparnir sammála um að al-
menn mannréttindi væru svo fót-
um troðin i þeim heimshluta, auði
svo hróplega misskipt og vald-
níðslu beitt í svo ríkum mæli að
það byði heim uppreisn og blóðs-
úthellingum ef ekki yrði ráðin ein-
hver bót á þessum hörmungum.
Þessi sannleikur hafði að visu um
langan aldur hlasað við öllum sem
vildu sjá hann, en þar sem neyð og
örbirgð er landlæg, vaxa menn
upp við ástandið án þess að veita
því sérstaka athygli. „Þetta hefur
bara alltaf verið svona," segja
menn.
Fornir hnútar leystir
Jóhannes XXIII páfi kvaddi
saman II Vatíkanþingið 1962 til
þess að „opna alla glugga og
hleypa inn hreinu lofti," eins og
hann orðaði það. Og loftstraumur-
inn varð svo mikill að sumum
þótti nóg um. Allt var tekið til
endurmats. Það hrikti í gömlum
stoðum og hinir íhaldssamari
menn óttuðust að kirkjan væri að
liðast sundur. Ottaviani kardínáli
sagðist t.d. vona að hann fengi að
„deyja í kirkju sem enn væri kaþ-
ólsk“. Það sem í raun og veru gerð-
ist var það að þróun, sem annars
hefði orðið smám saman á hálfri
fimmtu öld, átti sér nú stað á fá-
einum árum. Þegar mest fór að
gefa á bátinn á siðaskiptatíman-
um, var allt bundið fast sem bund-
ið varð á fleyi Péturs, svo að því
skolaði ekki fyrir borð, en nú var
allt í einu farið að leysa hina
fornu hnúta og þá tóku menn að
óttast, fannst sem hinn ramm-
byggði veggur, sem þeir höfðu
alltaf getað stutt sig við, væri tek-
inn að riða geigvænlega.
Ekki var þó svo að skilja að ný
grundvallaratriði kæmu til sög-
unnar á Vatíkanþinginu. ÖU þau
atriði, sem þar voru rædd, höfðu
ævinlega verið til í kirkjunni, t.d.
trúfrelsi, samviskufrelsi, réttur
hvers manns til óskerðanlegs lífs
og viðurværis, jafnrétti manna
o.s.frv. Það sem breyttist var því
fyrst og fremst að ný áhersia var
lögð á það sem áður hafði að
nokkru leyti legið í skugga; rykið
var dustað af gömlum sannindum.
En því gat fylgt sú áhætta að þau
atriði, sem legið höfðu rykfallin
um langan aldur yrðu nú gerð að
höfuðatriðum, þótt þeim hefði
aldrei verið ætlað það.
Slík atriði voru t.d. frelsið og
jafnréttið, þ.e. hin félagslega hlið
kristninnar. Bæði þessi atriði eru
góð og lofsverð og þættir í kenn-
ingu Krists um kærleikann, en
kenningin snýst ekki fyrst og
fremst um þau. Kristin kenning er
sú að Guð hafi skapað heiminn,
mennina hafi borið svo háskalega
af réttri leið að Guð hafi sent
þeim son sinn til að leiða þá á
rétta braut, með þeim algera
kærleika sem dregur ekkert und-
an, gefur sjálfan sig, framselur sig
jafnvel til þjáninga og dauða fyrir
mennina, rís síðan upp frá dauð-
um og er með mönnunum, í boðun
sinni og sakramentum, allt til
enda veraldar. Og allt þetta gerir
Guð af kærleika til mannanna og
sýnir þeim með því, hvernig þeir
eigi að lifa lífi sínu, í kærleika til
allra manna, jafnvel reiðubúnir til
að þjást og deyja fyrir bræður sí-
na og systur. En þessari kenningu,
umfram allt kenningunni um
kærleikann, hefur mönnum tekist
furðanlega vel að gleyma í rás al-
danna. Og þess vegna er heimur-
inn eins og hann er.
Fólkið og kærleikurinn
Það sem skeð hefur í rómönsku
Ameríku er að biskupar, prestar
og aðrir kristnir menn hafa loks
ekki getað lengur orða bundist um
hversu „eftirbreytendur Krists"
Torfi Ólafsson
hafa gersamlega stungið kærleiks-
boðorði meistara síns undir stól.
Fólkið, börn Guðs sem Kristur lif-
ir áfram í, hefur verið „notað“ sem
vinnudýr, því hefur verið þrælað
út fyrir smánarlaun og fleygt til
hliðar, þegar ekki var þörf fyrir
það lengur, án þess að þvi væru
gefnir neinir möguleikar á því að
framfleyta sjálfum sér og fjöl-
skyldum sínum. Þetta fólk er al-
snautt og lítt menntað og ef það
hefur hreyft andmælum, hefur
svipan dunið á holdi þess, og þeirri
svipu stjórna menn sem kalla sig
kristna, játa í orði kveðnu kær-
leiksboðorðið!
Jafnframt því alhliða endur-
mati, sem fór fram innan kaþ-
ólsku kirkjunnar á Vatíkanþing-
inu og eftir það, fóru biskupar,
prestar, klausturfólk og leikmenn
að virða fyrir sér það sem alltaf
hafði blasað við þeim en þeir
höfðu ekki tekið eftir eða ekki kos-
ið að taka eftir, einmitt af því að
það hafði alltaf verið fyrir augun-
um á þeim.
Nú fór það að tíðkast í síaukn-
um mæli að stofnað væri til
svonefndra „grasrótarhópa". Það
voru smáhópar manna sem stjórn-
að var af prestum, systrum eða
hæfum leikmönnum og miðuðu að
því að kenna fólkinu og gera það
hæfara til að bjarga sér og heimta
rétt sinn sem frjálsar manneskj-
ur. Stefnt var að því að fólkið tæki
sjálft frumkvæðið en sækti ekki
allt til annarra. Valda- og auð-
stéttum líkaði þetta stórilla því að
gróði þeirra byggðist á ódýru
vinnuafli.
Hinum íhaldssamari armi
kirkjunnar leist ekki allskostar á
þessa þróun. Yfirgnæfandi meiri-
hluti manna í rómönsku Ameríku
er rómversk-kaþólskur, en presta-
fæð er þar mikil svo að sumstaðar
verður einn prestur að þjóna um
það bil 10.000 manns. Af því leiðir
að trúarleg uppfræðsla fólksins er
víða í lágmarki. Því fylgir sú
hætta að ef því er boðin girnileg
hugmyndafræði, sem lofar betra
lífi og lausn frá skorti og kúgun,
er þetta fólk ekki nógu vel að sér
til að halda fast við trú sina og
verja hana og getur því auðveld-
lega glatað henni.
Vatikanið gagnrýnir
Vatíkanið hefur gagnrýnt frels-
unarguðfræðina og bent réttilega
á að kirkjan sé annað og meira en
félagsleg endurbóta- eða bylt-
ingarhreyfing. Félagslegi þáttur-
inn sé aðeins einn þáttur hins
margþætta boðskapar kirkjunnar
og ekki megi draga hann út úr
heildinni og gera hann að höfuð-
atriði. Kirkjustjórninni er full-
ljóst við hvaða hörmungar at-
vinnuleysingjar og annað um-
komulaust fólk á við að búa í róm-
önsku Ameríku, eins og raunar
víðar, enda hefur Jóhannes Páll II
páfi oft deilt hart á misskiptingu
auðsins og bent handhöfum hans á
að þeim sé skylt sem kristnum
mönnum að deila auði sínum með
þeim sem líða skort, enda eru
jarðneskar eignir ekki annað en
lán frá Guði, sem sumir hafa
skammtað sér nokkuð ríflega af.
Þá hefur kirkjustjórnin varað
við því að nálgast marxismann um
of. Að vísu sé hægt og ekki rangt
að beita þjóðfélagslegri skilgrein-
ingu marxismans við könnun þjóð-
félagsástandsins í löndum á borð
við rómönsku Ameríku, en kirkjan
getur með engu móti fallist á að
marxiskum aðferðum sé beitt við
lausn vandamálanna, þ.e. uppreisn
öreiga gegn auðvaldi í því skyni að
koma á kommúnisma. Kommún-
isminn byggist, eins og kunnugt
er, á díalektiskri efnishyggju
(árekstri tveggja andstæðna sem
útrýma hver annarri svo að loks
verður til þriðja atriðið — öreigar
og auðvald berjast og á rústum
þeirra skapast hið stéttlausa þjóð-
félag). Efnishyggjan hafnar Guði
og þar með er hún kirkjunni óað-
gengileg og andstæð. Við þurfum
ekki annað en skyggnast um í
kommúnistalöndunum til að sjá,
hversu ósættanleg öfl kommún-
isminn og kristindómurinn eru.
Tilraunir ýmissa marxista til að
koma á viðræðum og jafnvel sam-
komulagi við kirkjuna, minna mig
á kvikmynd sem sýnd var fyrir
alllöngu og sagði frá manni sem
hafði gert þrjár tilraunir til að
ráða konu sína af dögum. Þegar
hann reynir í fjórða sinn og konan
grunar hann um græsku, segir
hann: „Why don’t you trust me,
Nellie?"
Þáttur presta
Enn hefur Vatíkaninu ekki get-
ist að því að prestar taki beinan
þátt í stjórnmálabaráttu. Það hef-
ur þó skeð og nægir að benda á
prestana fjóra sem sitja í ríkis-
stjórn Nicaragua. Prestar hafa
meira að segja tekið þátt í beinum
vopnaviðskiptum og fallið (t.d.
Camillo Torres, 1966).
Prestvígslan er heilög vígsla i
kirkjunni og að taka á móti henni
er ekki sambærilegt við að ráða
sig t.d. í vegavinnu. Presturinn
hefur á hendi helga þjónustu í
þágu fólksins og þá þjónustu hefur
hann heitið að inna af hendi til
dauðadags. Hann getur því ekki
hlaupist á brott frá þjónustu sinni
og ráðið sig til veraldlegs starfs
nema fá áður lausn frá prestþjón-
ustu. Geri hann það engu að síður,
á kirkjan ekki annars úrkosta en
svipta hann leyfi til prestþjón-
ustu. Hinsvegar getur presturinn,
jafnframt þjónustu sinni, unnið
margvísleg afrek í þágu hinna
kúguðu og má nefna sem dæmi um
slika menn Dom Helder Camara
erkibiskup í Brasilíu, og Oscar
Romero erkibiskup í E1 Salvador
sem handbendi ríkisvaldsins,
dauðasveitirnar alræmdu, myrtu
fyrir altarinu þar sem hann var að
syngja messu árið 1980. Góðir og
heiðarlegir prestar, sem þora að
segja sannleikann, eru alltaf illa
séðir í einræðis- og ofbeldisríkj-
um. Nasistar drápu þá marga og
kommúnistar hafa ýmist brytjað
þá niður í sínum löndum eða
hneppt þá í fangelsi eða þrælkun-
arvinnu. Er skemmst að minnast
séra Popieluszko sem myrtur var í
Póllandi á sl. ári, af sjálfri „lög-
reglunni".
Það er ekki af fylgispekt við
íhaldsöfl sem kirkjan varar við
öfgum í frelsunarguðfræðinni.
Kirkjan er ekki bundin neinni
pólitík en hún hlýtur að hafna
þeim stefnum sem vilja hana
feiga.
Löng og ströng barátta
Hugsunin bak við frelsunarguð-
fræðina er góð; samúð með hinum
kúguðu og vilji ti að leysa vanda
þeirra. Það verður bara að stjórna
þessari viðleitni til úrbóta þannig
að hún leiði fólkið ekki úr öskunni
í eldinn. Enginn getur borið Jó-
hannesi Páli páfa það á brýn að
hann sé að vara við einhverju sem
hann þekki ekki. Hann óx upp og
starfaði í kommúnistalandi og
hann vill ekki þurfa að horfa á
bræður sína og systur í kirkjunni
leiða yfir sig kommúnisma fyrir
vanþekkingu og einfeldni, jafnvel
þótt fólki standi til boða að losna í
staðinn við núverandi kvalara
sína. Hinsvegar verður kirkjan að
standa ótrauð við hlið fólksins i
frelsisbaráttu þess. Ef hún kysi
sér stöðu með þeim sem á svipunni
halda nú, væri hún þar með að
reka fólkið í fangið á kommúnism-
anum, því til þess er engin von að
þetta umkomulausa fólk sætti sig
öllu lengur við sín aumu lífskjör.
Róm var ekki byggð á einum
degi og frelsi og réttlæti verður
ekki heldur komið á í einni svipan.
Bylting leysir engan vanda, hún
flytur svipuna aðeins í hendur
annarra harðstjóra og hörmung-
arnar halda áfram, f nokkurn veg-
inn sama farvegi. Um það ber sag-
an óbrigðult vitni. Baráttan fyrir
frelsi og mannréttindum verður
vafalaust löng og ströng, en hana
verður að heyja af viti og fram-
sýni, fremur en tilfinningahita.
Og ofbeldi verða kristnir menn að
útiloka, því að ofbeldi leiðir aðeins
til nýs ofbeldis. Gleymum ekki
vísdómsorðunum í Síraksbók: „Sá
er ætlar að gjöra gott með ofbeldi,
líkist geldingi er leggst hjá
meyju.“
Torfí Ólafsson er formaður félags
kaþólskra lcikmanna.
Akranes:
Stærsta skip sem komið
hefur í skipalyftuna
AkraneNÍ, 7. febrúar.
MIKIL vinna hefur verið í skipa
smíðastöð Þorgcirs & Ellerts hf. á
Akranesi í vetur og mun meiri en
búist var við.
Mest hefur verið um viðgerðar-
vinnu að ræða og eins vélaskipti í
skipum. Nú eru tvö skip í véla-
skiptum, skuttogararnir Skipa-
skagi frá Akranesi og Ásbjörn frá
Reykjavík, en hann mun vera
stærsta skip, sem tekið hefur verið
upp í skipalyftunni á Akranesi. Að
sögn forráðamanna fyrirtækisins
eru menn bjartsýnir á að næg
verkefni verði hjá fyrirtækinu á
næstu mánuðum, þó harla lítið
verði um nýsmíðaverkefni.
— JG
Gunnþórunn Gunnlaugsdóttir tekur sæti á Alþingi:
„Held ég sé fyrsta
konan á þingi fyrir
Austurlandskjördæmi“
Gunnþórunn Gunnlaugsdóttir frá
Seyðisfirði, 2. varaþingmaður
Sjálfstæðisflokksins í Austur-
landskjördæmi, tók sl. mánudag
sæti í fyrsta skipti á Alþingi, og kem-
ur hún nú inn á þing fyrir Sverri
Hermannsson.
„Ég held þetta sé í fysta sinn
sem kona kemur inn á þing fyrir
Austurlandskjördæmi," sagði
Gunnþórunn í stuttu spjalli við
blm. Mbl. Aðspurð um hvað vekti
helst athygli hennar, þessa fyrstu
daga hennar á þingi, sagði Gunn-
þórunn: „Þetta eru nú ekki nema
þrír dagar sem ég hef verið hér,
svo ég læt vera að nefna einstök
mál. Þó er alveg ljóst að það eru
ráðstafanir í efnahagsmálum sem
brýnastar eru nú, og vonandi tekst
að afgreiða þær frá þingflokki
Sjálfstæðisflokksins síðdegis í
dag. Annars hefur það verið mikil
og lærdómsrík reynsla að fá að
setjast á þing og mér hefur verið
afskaplega vel tekið. Reyndar leið
mér fyrsta daginn eins og ég væri
sest á skólabekk á ný, en vonandi
lærist þetta áður en langt um líð-
ur.“
— eftir Valgerði
Bjarnadóttur
Um síðastliðna helgi hélt
Bandalag jafnaðarmanna annan
landsfund sinn. Samkoma þessi
varð þess valdandi að um helgina
og eftir hana varð nokkur umræða
i fjölmiðlum um bandalagið, hins
vegar ekki sem skyldi um stefnu-
mál þess. Sú leynd sem fjölmiðlar
gjarnan bregða á stefnumál BJ er
hins vegar ekki forsvarsmönnum
BJ að kenna, heldur gæzlumönn-
um núverandi ástands í stjórn-
málum og stjórnmálaumræðu sem
ekki telja sér í hag, að mönnum sé
stefna og um leið sérstaða BJ of
ljós.
I annað skipti á tveim mánuðum
er yfirskrift ritstjórnargreinar
þessa virðulega blaðs: „Bandalag
jafnaðarmanna". f hvorugt skiptið
hefur virðulegur (að slæmri venju
blaðsins nafnlaus) höfundur rit-
stjórnargreinarinnar fjallað um
stefnu BJ heldur verið með al-
mennt röfl kerfiskarlsins um að
BJ verði að kveða upp úr um hvar
í fjósi fjórflokkanna BJ vilji vera.
Það virðist rétt að upplýsa leið-
arahöfunda Morgunblaðsins og
aðra áhugamenn um stjórnmál,
sem hafa jafn víðan sjóndeild-
arhring og þeir, um að BJ vill ekki
vera í fjósi.
Bandalag jafnaðarmanna var
stofnað fyrir tveim árum af áhug-
afólki um stjórnmál, sem andsvar
við fjórflokkunum. Undanfarna
áratugi hafa fjórflokkarnir ekki
einungis skipt með sér völdum,
heldur einnig fjármunum og fjöl-
miðlum þessa lands, svo eitthvað
sé nefnt. Ég held, að það þurfi ekki
yfirlýsta stuðningsmenn BJ til að
sjá, að siðasta áratuginn að
minnsta kosti hefur starf þessara
stjórnmálaflokka ekki skilað þjóð-
inni fram á við. Fjórflokkarnir
hafa ekki breytzt vitundarögn á
þeim tveim árum, sem liðin eru
síðan BJ var stofnað. Þess vegna
er BJ ennþá til og mun verða enn
um sinn.
Stjórnmálaályktun
BJ samþykkti á landsfundi eft-
irfarandi stjórnmálaályktun:
Nýtt afi — Nýjar leiðir
Á Islandi býr þjóð í vanda. Ræt-
ur hans má rekja til fáranlegrar
miðstýringar fjármagns og heilla
atvinnugreina, kjördæmapots og
sérhagsmunavörzlu stjórnmála-
manna.
Á þessar rætur verður höggvið
með eftirtöldum hætti:
1. í kosningum til Alþingis verði
landið eitt kjördæmi og vægi
atkvæða jafnt. Stofnað verði til
öflugra heimastjórna í héruð-
um. Ríkisstjórn verði kjörin
beinni kosningu.
2. Fámennisvald í verkalýðs-
hreyfingu og samtökum at-
vinnurekenda verði brotið á
bak aftur með samningum á
vinnustöðum. Fámennisvald í
viðskiptalífinu svo sem hjá SÍS
verði afnumið með auðhringa-
löggjöf.
Með fullri virðingu fyrir stjórn-
málayfirlýsingum yfirleitt, þá er
þetta ein sú róttækasta og gagn-
orðasta, sem ég hef augum litið.
Tólf línur
Þeir sem hafa atvinnu af að
flytja Islendingum fréttir höfðu
m.a. þetta að segja. Fréttamanni
útvarpsins fannst merkilegast að
samþykktin var einungis 12 línur.
Blaðamanni Morgunblaðsins
fannst merkilegast að málfrelsi
var ekki afnumið á fundi og menn
skiptust á skoðunum m.a. um,
hvort fámennisvald og völd fárra
manna væri eitt og hið sama. Að
gefnu tilefni ætla ég að reyna að
skýra fyrir þessum ágætu
mönnum inntak stjórnmálaálykt-
unarinnar.
í kosningum til Alþingis
verði landið eitt kjördæmi
og vægi atkvæða jafnt.
Þessi setning felur í sér að óþol-
Valgerður Bjarnadóttir
andi mismunun þegnanna verði
afnumin. Búseta ylli því ekki leng-
ur að Vestfirðingur hafi margfalt
meiri áhrif en Reyknesingur á
samsetningu löggjafarsamkund-
unnar. Þeir ágætu menn (konur
eru líka menn), sem sitja fyrr-
greinda virðulega samkundu,
hefðu frekar heill allrar þjóðar-
innar en einstakra byggðarlaga í
huga í störfum sínum. I einu vet-
„Undanfarna áratugi
hafa fjórflokkarnir ekki
einungis skipt með sér
völdum, heldur einnig
fjármunum og fjölmiðl-
um þessa lands, svo
eitthvað sé nefnt. Ég
held, að það þurfi ekki
yfirlýsta stuðningsmenn
BJ til að sjá, að síðasta
áratuginn að minnsta
kosti hefur starf þessara
stjórnmálaflokka ekki
skilað þjóðinni fram á
við. Fjórflokkarnir hafa
ekki breytzt vitundar-
ögn á þeim tveim árum,
sem liðin eru síðan BJ
var stofnað. Þess vegna
er BJ ennþá til og mun
verða enn um sinn.“
fangi mundi þetta því valda gjör-
breyttri fjárfestingastefnu hjá
okkar ágætu þjóð, svo eitthvað sé
nefnt.
Stofnað veröi til öflugra
heimastjórna í héruðum
Verði þetta að veruleika, yrði
miðstjórnarvald það, sem nú er í
Reykjavík, sem ríkir og drottnar,
fært út í heimabyggðirnar. Þessu
fylgdu auðvitað breytingar á
skattheimtu á þann veg að skatt-
heimta heimabyggðar yrði meiri,
en ríkisins minni, og þar með
færðust völd frá ríkisstjórninni til
heimabyggðanna. I einu orði:
valddreifing.
Kíkisstjórn verði kjörin
beinni kosningu
Næðist þetta fram yrði tíma-
skeið samsteypustjórna eins og
þær eru í dag á enda runnið. Menn
yrðu fyrir kosningar að taka af-
stöðu, segja hvað þeir ætla sér eft-
ir kosningar, gætu ekki skotið sér
á bak við samninga og þannig
svikið allt, sem þeir höfðu lofað og
haldið áfram gamla sullumbull-
inu.
Fámennisvald í verka-
lýöshreyfingu og samtökum
atvinnurekenda verði brot-
ið á bak aftur með samning-
um á vinnustöðum
Verði þetta að veruleika hverfa
60 eða 70 manna nefndirnar, sem
sitja við samningaborð og semja
um kaup og kjör. I staðinn veldu
vinnufélagar þá, sem þeir treysta
bezt af félögum sínum í samninga-
nefnd til að semja við atvinnu-
rekandann. Launabilið mundi
minnka. Fyrirtæki semdi við alla
starfsmenn sína í einu aðeins einn
hópur gæti stöðvað rekstur fyrir-
tækis. Sú staðreynd, að þegar öllu
er á botninn hvolft fara hagsmun-
ir starfsfólks og eigenda fyrirtæk-
is saman, yrði mönnum Ijósari en
áður.
Fámennisvald í viðskiptalíf-
inu s.s. SÍS verði afnumið
með auðhringalöggjöf
BJ hefur ekkert á móti sam-
vinnuhreyfingu, þegar hún hins
vegar teygir sig eins og krabbi um
allt viðskiptalífið þannig að þjóð-
lífið allt fær slagsíðu, þá ber að
sporna gegn áhrifum hennar. Hið
sama er að segja um önnur rekstr-
arform. Tengsl fyrirtækja mega
ekki verða þannig að samkeppni
þeirra verði heft af annarlegum
ástæðum.
Svo mikið um stefnu Bandalags
jafnaðarmanna, ef eitthvað annað
stjórnmálaafl í landinu er tilbúið
að skrifa undir öll þessi stefnu-
mál, þá er BJ ofaukið, fyrr ekki.
Valgerður Bjarnadóttir er rara-
formaður landsnefndar Bandalags
jafnaðarmanna.