Morgunblaðið - 08.02.1985, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 08.02.1985, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1985 19 Heiðursborgari Reykjavíkur: Kristján Sveinsson læknir 85 ára í dag er heiðursborgari Reykjavíkur, Kristján Sveinsson læknir 85 ára, en það var hinn 20. febrúar 1975, sem Borgar- stjóm Reykjavíkur sæmdi Kristján þessari virðingarstöðu fyrir langt og frábært starf í þágu borgarbúa. Það fer ekki framhjá neinum, sem hefur kynnst Kristjáni Sveinssyni lækni, að hann er sérstakur mannkostamaður, sem hefur látið samborgara sína og samtíð njóta góðs af þessum miklu hæfileikum, enda hefur hann um rúmlega 50 ára skeið gegnt læknisstörfum hér í borg af sinni alkunnu kostgæfni og kunnáttu. Hafa þúsundir sjúkl- inga hans getað borið þess vitni og oftast án þess að hugsað sé náið um hvort gjald kæmi fyrir. Þeir eru margir bæði yngri og eldri, sem hafa notið góðs af læknisþjónustu hans. Augn- sjúkdómar hafa verið sérstak- lega tíðir hér á landi og því var ómetanlegt að svo snemma skyldu koma hingað heim frá framhaldsnámi mjög hæfir augnlæknar með Kristján Sveinsson í broddi fylkingar, sem snéru vörn í sókn gegn þess- um sjúkdómum, sem svo oft ullu blindu. Eins og lesa má í minningabók Kristjáns, hefur hann víða kom- ið og látið gott af sér leiða. Margar voru þær augnlækninga- ferðir, sem hann fór út á land til að sinna þeim sem erfitt áttu með að komast til Reykjavíkur. Víðfrægt er, hve mannglöggur Kristján er, þekkir hann með nafni ótrúlegan fjölda sjúklinga og kann sjúkrasögu þeirra. Þá hafa áhrif hans á sviði kennslu í augnsjúkdómum í læknadeild verið mikil, en hann kenndi öllum læknastúdentum um 20 ára skeið. Var þar ekki aðeins um frábæra kennslu á vandasamri grein læknisfræði að ræða, heldur er ekki síður mikilvægt, að slíkur kennari hef- ur mikil persónuleg áhrif á verð- andi lækna og kennir þeim jafn- framt, hvernig koma á fram við sjúklinga og gera þeim mest gagn, en það hafa fáir gert eins vel og Kristján Sveinsson á sinni löngu starfsævi. En langur vinnudagur og oft strangur hefur ekki dregið Kristján niður, heldur er það svo, að fáir eru glaðari á manna- mótum og nýtur sín þá vel hin glettna frásagnargáfa hans, þar sem öllum er lagt gott til, á glað- væran hátt, án þess að særa nokkurn. Það er mikil gæfa að fá að starfa langa og farsæla ævi að verkefni, sem tekur hug manns allan og sjá slíkan árangur af starfi sínu. Kristján hefur verið slíkur gæfumaður. Ég veit að Reykvíkingar og aðrir lands- menn óska Kristjáni til ham- ingju í dag og þakka honum frábær störf á liðnum árum. Lifðu heill. Páll Gíslason Landsbyggðar kirkjur: Messur á HVAMMSTANGAKIRKJA: Barna- guðsþjónusta á sunnudaginn kl. 11. Sr. Guðni Þór Ólafsson. MELSTAÐAKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 14. Sr. Guðni Þór Ólafsson. fjármagn fæst til þessara mála. Loftræsting var ekki með í upp- hafi, nema lítillega á klósettum, en það er með loftræstinguna eins og geislahitann, þar er verið að bæta úr. Greinarhöfundur segir orðrétt: „Það fer þá líka svo, að þeim hólpna, sem þarna fékk inni, endist sjaldan líf og heilsa." — Þessi setn- ing er svo alvarleg, að ég vil beina því til æðstu manna heilbrigðis- mála að láta kanna réttmæti þess- ara orða af hlutlausum aðila og í beinu framhaldi af því, láta reyna fyrir dómstólum réttmæti slikra fullyrðinga. Vissulega kemur mér það á óvart, þar sem meðalaldur hefur hækkað á þessu heimili und- anfarin ár. Á fimm hjúkrunardeildum sem eru á Hrafnistu Reykjavík er með- alaldur eftirfarandi: 1978 á hjúkrunard. 83 ár á vistd. 81 ár. 1980 á hjúkrunard. 84 ár á vistd. 81 ár. 1982 á hjúkrunard. 84 ár á vistd. 82 ár. 1983 á hjúkrunard. 85 ár á vistd. 8214 ár. 1984 á hjúkrunard. 85,75 ár á vistd. 83 ár. Spurningar um fótsnyrtingu og læknisþjónustu getur hann kynnt sér sjálfur og er það vart svara- vert. Ef það er tilefni til blaða- skrifa að neglur eru ekki klipptar á fólki hjá okkur, þá eru vanda- málin ekki stór. Hér starfar, að sjálfsögðu, fótsnyrtikona, sem sunnudag SEYÐISFJARÐARKIRKJA: Á morgun, laugardag, kirkjuskóli kl. 11. Messað á sunnudaginn kl. 14. Organisti Sigurbjörg Helgadóttir. Sr. Magnús Björnsson. snyrtir fætur og hendur fólks, fólki aö kostnaðarlausu, auk þess sem baðkonur annast slíkt. Við skulum hafa í huga ákvörð- un og vilja einstaklingsins sjálfs hér á Hrafnistu, hann segir sjálf- ur til um sínar neglur og verða þær jafnvel ekki klipptar nema í samráði við hann, ekki eftir skip- un gesta. Hér fær einstaklingur- inn að halda sínum eiginleikum og að sjálfsögðu er það hans ákvörð- un sem ræður. Ég þekki þær ágætu manneskjur persónulega. Læknisþjónustan er að lands- lögum og eftir samningum við Læknafélag íslands, þar er best að mér lærðari menn svari. Ég tel að það fólk sem hér vinn- ur við aðhlynningu eigi betra skil- ið en dylgjur og aðdróttanir af ónafngreindum aðila, sem senni- lega hefur ekki inn á Hrafnistu komið og felur sig undir öðru nafni. Það er víst orðið í tísku að finna að og slá því upp á prenti, helst í einhverjum æsifréttastíl. Allt of fáir gefa sér tíma til að skoða sjálfir málin, en það bauð ég Jóni Daníelssyni, blaðamanni Nútimans, sem sér um þessa les- endasíðu, ásamt „Hrafnistugesti". Kafn Sigurdsson er forstjóri Hratn- istu. Beskytteren við Ægisgarð Danska varöskipið Beskytteren liggur við Ægisgarð í Reykjavíkurhöfn. Skipið er notað tíl gæslusUrfa við Grsnland og kom hér við. Beekytteren kom á miðvikndag og fér aftur mestkomandi mánudag. •'■'•■ •••' - •-% SUMIR VERSLA DÝRT AÐRIR VERSLA . HJÁ OKKUR > Kynnum 1 dag í Mjóddinni: Columbia kaffi. Vorrúllur. og Tilbúna Avaxtagrauta. KYNNINGARVERÐ Kynnum í Austurstræti: 5^ Mastró súpur ^ VERÐ SEM ÞOLA SAMANBURÐ. Lambalifur ^Q.OO Kjúklingar 5 stk. J ýg .00 Nautahakk 1. fl.J^ .00 1 kg. Egg 99 Spar tekex 17 .00 pr.pk. Blandaðir ávextir ^Q.OO ^ 1/1 dós Fransman franskar CQ.00 lV2kg. 700gr. Appelsínur 39.OO Rauð Deiidus Epli 48 ss Silkience Shampó 250 ml. iTA Silkience Hárnæring l) JS pr.ig. Opið til kl. 19 í Starmýri og Austurstræti, en til kl. 21 í Mjóddinni VÍÐIR STARMÝRI 2 AUSTURSTRÆT117 MJÓDDINNI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.