Morgunblaðið - 08.02.1985, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1985
3
Morgunblaðid/ólafur K. Magnússon
Ólafur Laufdal veitingamaðiir:
Sækir um lóð undir ráð-
stefnu- og skemmtanahöll
sem taka á 2500 manns
Nýbyggingin við Hótel Sögu er nú uppsteypt og gnæfir yfir gamla Melavöll-
inn.
Verðlagsstofnun:
Minni hækkun
olíu en dollars
ÚTSÖLUVERÐ íslensku olíufélaganna á bensíni, gasolíu og svartolíu hefur
lækkað meira en heimsmarkaðsverö á síðastliðnum fjórum árum. Ennfremur
hefur hækkun á olíuvörum orðið minni en hækkun á gengi Bandaríkjadollars
á sama tímabili.
Samkvæmt útreikningi Verð-
lagsstofnunar hefur gengi Banda-
rikjadollars hækkað um 571% frá
árslokum 1980, en á þessu tímabili
hefur útsöluverð á bensíni hérlend-
is hækkað um 349%, gasolíuverð
um 355% og útsöluverð á svartolíu
um 508%, en þessar hækkanir eru
eins og sjá má talsvert minni en
hækkun dollars. Skýringuna er
meðal annars að finna í lækkun
olíuverðs á heimsmarkaði, en sam-
kvæmt útreikningum Verðlags-
stofnunar er lækkunin innanlands
meiri en sem nemur lækkun á inn-
kaupsverði. Lækkun bensíns á
heimsmarkaði nam um 28% en
lækkunin innanlands um liðlega
33%. Hið sama er að segja af gas-
olíu og svartolíu. Verðmunur á gas-
olíu og svartolíu hefur minnkað á
þessu tímabili og er skýringuna
meðal annars að finna í því, að á
heimsmarkaði hefur svartolíuverð
nánast staðið í stað síðan 1980, en
gasolía hefur lækkað um 27,6%.
Skýringar á þessari hlutfallslegu
lækkun útsöluverðs olíufélaganna
eru, að sögn talsmanna olíufélag-
anna, meðal annars þær, að álagn-
ing hafi lækkað á tímabilinu enda
Vinsælda-
listi
rásar 2
TÍU vinsælustu lög hlustenda
rásar 2 í þessari viku eru sem hér
segir:
1. ( 5) I Want to Know What Love is/
Foreigner
2. ( 1) Everything She Wants/
Wham!
3. ( 3) Búgalú/
Stuðmenn og Ragnhildur Gísladóttir
4. ( 2) Sex Crime/
Eurythmics
5. (-) The Moment of Truth/
Survivor
6. ( 8) Easy Lover/
Philip Baley og Phil Collins
7. ( 4) Húsiðogég/
Grafík
8. (12) We Belong/
Pat Benatar
9. ( 9) Heartbeat/
Wham!
10. (11) Forever Young/
Alphaville
Tölur innan sviga tákna sæt-
in sem lögin voru í á vinsælda-
lista síðustu viku.
hafi verið dregið úr innlendum
kostnaði við rekstur olíufélaganna.
Þrátt fyrir þessar tölur er olíuverð
hérlendis mun hærra en í ná-
grannalöndum okkar, og hefur ver-
ið talað um allt að 30% til 40%
lægra olíuverð i erlendum höfnum
en hér fæst.
ÓLAFUR Laufdal veitingamaður
hefur ritað borgarráði bréf og
óskað eftir 7—8.000 fermetra lóð á
mótum Suðurlandsbrautar og
Holtavegar undir ráðstefnu-,
skemmtana- og fjölskylduhöll, eins
og segir í bréfinu. Borgarráð hefur
vísað umsókninni til skipulags-
nefndar til umsagnar.
Ólafur sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær, að enn sem
komið væri lægju aðeins fyrir
frumhugmyndir að húsinu. Hann
hefði hug á að reisa hús sem tæki
2.300—2.500 manns, þar af 1.500 í
sæti. Aðalsalurinn yrði með stóru
sviði og þar yrði hátt til lofts.
Þarna ætti að skapast möguleiki
á að halda dansleiki og stórar
samkomur, t.d. alþjóðlega fegurð-
Ólafur Laufdal
arkeppni, svo sem „Ungfrú Evr-
ópa“, tónleika og aðra stóra list-
viðburði. Ennfremur yrði mögu-
legt að halda í húsinu stóra fundi,
ráðstefnur og hafa þar vörusýn-
ingar. Loks væri hugmyndin að
hafa í húsinu vísi að skemmti-
garði fyrir alla fjölskylduna með
leiktækjum og öllu tilheyrandi,
sem opinn yrði alla daga vikunn-
Ólafur hefur starfað við veit-
ingamennsku í 25 ár og rekur nú
tvo stóra skemmtistaði í Reykja-
vík, Hollywood og Broadway.
„Það er enginn vafi á því að hús
af þessu tagi vantar í Reykjavík.
Ég tel, að ég búi yfir þeirri þekk-
ingu og reynslu sem er nauðsyn-
leg til að reisa og reka svona
hús,“ sagði Ólafur Laufdal.
Aukatónleikar
Slenczynska
Píanótónleikar Ruth Slenczynska
á Kjarvalsstöðum sl. mánudags-
kvöld vöktu mikla hrifningu við-
staddra. Því hefur verið ákveðið að
hún haldi aðra tónleika í Reykjavík.
Tónleikarnir verða haldnir í Austur-
bæjarbíói laugardaginn 9. febrúar
kl. 14:00.
Á efnisskránni verða 24 etýður
op. 10 og 25 eftir Chopin, Nocturne
eftir Aaron Copland og Carnaval
eftir Schumann.
(Úr fréttatilkynningu.)
.
Hefur þú undanfarið tekið eftir þessum glæsilega bíl á götunum?
Pað bættust 346 nýir Ford Escort bílar við bílaflota íslendinga
á síðastliðnu ári. Petta er ekki óeðlileg þróun, því landsmenn hafa ávallt
verið fljótir að finna út hvar mest fæst fyrir peningana.
Nú bjóðum við 1985 árgerðina af Ford Escort og sem fyrr er
verð og búnaður í sérflokki.
Verð frá kr. 328.000L»
Förd Escort mest seldi bíll heims undanfarin 3 ár.
Söludeildin er opin: mánud. - föstud. 9-18 laugard. 13-17
SVEINN EGILSSON HF.
Skeifunni 17. Sími 685100.