Morgunblaðið - 08.02.1985, Side 42

Morgunblaðið - 08.02.1985, Side 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1985 f n ég qa-t i/Ktliá um eittaf þessum;e^ sex bmerkcilegar' og LitLar rósir." ... að svifa eins og vor- vindurinn TM Rag. U.S. Pat 0(1 —il rlghts resarvtd c1984 Los Angeles Times Syndcale Haftu ekki áhyggjur af uppþvott- inum. Maðurinn hennar Gunnu ætlar að bjarga málinu! Hættu þessu. Þetta er ekkert fynd- ið hjá þér. Bréfritari telur að nær væri að bæta kjör íslenskra hjúkrunarfræðinga heldur en að leita á náðir starfssystra þeirra á hinum Norðurlöndunum. Fáránleg lausn að ráða erlenda hjúkrunarfræðinga Hjúkrunarfræðingur skrifar: Ég vil taka undir með hjúkrun- arfræðingum sem skrifuðu í Vel- vakanda 30. janúar sl. um kjör okkar og hvað gert hefur verið til að bæta þau. Laun hjúkrunarfræðinga hér á landi hafa alltaf verið til hábor- innar skammar. Svo dæmi sé nefnt eru launin í Danmörku nærri helmingi hærri en hér svo ekki sé miðað við aðrar stéttir í landinu með hliðstæða menntun. Hjúkrunarfræðingar flýja úr starfi vegna mikils vinnuálags, sem skapast þegar ekki fæst næg- ur vinnukraftur á deildirnar, sem er jú afleiðing slæmra kjara. En hvað er gert til úrbóta? Jú, það er auglýst eftir hjúkrun- arfræðingum frá hinum Norður- löndunum, þær eru keyptar hingað til starfa, þ.e. ferðakostn- aður og uppihald hérlendis er greitt fyrir erlenda hjúkrunar- fræðinga, þegar þeir íslensku gef- ast upp á laununum. Þessi idíótíska lausn á vanda- málunum þykir mér alveg dæmi- gerð fyrir úrræðasnauða íslenska ráðamenn. Þessir hringdu . . . Myndasögurnar haföar saman Magga hringdi: Mig langar til að spyrja for- ráðamenn Morgunblaðsins að því hvort ekki sé hægt að hafa allar myndasögurnar saman í einu blaði eins og það var einu sinni. Svar Morgunblaðsins: Myndasögur Moggans voru prentaðar í sérstöku blaði þar til á sl. sumri, vegna þess að prentvél- in, sem Morgunblaðið notaði þá, gat ekki prentað nægilega stórt blað til þess að þær gætu verið í blaðinu sjálfu. Nú er Morgunblað- ið búið að fá prentvél, sem gerir okkur kleift að prenta litmynda- sögurnar daglega i biaðinu sjálfu. Það er gert vegna þess að það er hagkvæmara, þ.á m. fyrir fólkið, sem ber Morgunblaðið út til kaup- enda. Þess vegna getum við því miður ekki orðið við beiðni Möggu um að prenta litmyndasögurnar í sérstöku blaði eins og áður var gert. Hins vegar reynum við að hafa litmyndasögurnar og svart- hvítu myndasögurnar sitt hvoru megin á sömu blaðsiðu flesta daga vikunnar, þannig að þeir, sem vilja safna þeim saman, geti klippt eina síðu út úr blaðinu og geymt myndasögurnar þannig. Kort og bekki fyrir borgarbúa Maður hringdi: Mikið er það undarlegt að ekki skuli fást hér heildarkort af Reykjavík eins og tíðkast alls staðar erlendis í borgum. Ekki að- eins ferðalangar þyrftu á slíku korti að halda hér heldur kemur það oft fyrir að borgarbúar verða áttavilltir í borginni og þá væri oft gott að hafa slíkt kort. Að vísu er til eitt i líkingu við þetta sem fylgir símaskránni en það nægir engan veginn. Á því sjást ekki átt- irnar og letrið er svo smátt að helst þyrfti maður smásjá til að geta lesið á það. Þá er annað sem vekur furðu mína hér í borg. Það er skortur á bekkjum á almannafæri til að hvila lúin bein á. Þar sem ég geng að jafnaði, um Kleppsholtið, Vog- ana o.fl. er ekki einn einasti bekk- ur, svo eina ráðið er að hvila sig á veggjarbroti eða húströppum. Langholtsvegurinn t.d. er nokkuð langur og ganga strætisvagnar eftir honum endilöngum. En ekki er einn einasti bekkur við biðskýl- in. Skyldi það nú vera svo mikið mál fyrir borgina að koma upp nokkrum bekkjum hér og hvar til þess að lúnir borgarar geti hvílt sig á göngu? Biblían skrifuð á íslensku? Guörún Jóhannsdóttir hringdi: Mig langar til að gera smá athugasemd við grein sem birtist í Velvakanda á þriðjudag undir fyrirsögninni „Námsefni skólans byggt á Heilagri ritningu". Við lestur greinarinnar hnaut ég um tvennt sem ég skal nú gera hér grein fyrir. Á einum stað seg- ir: „Vil ég leggja áherslu á að efni Biblíubréfaskólans er í einu og öllu byggt á Heilagri ritningu og engan veginn á mannasetningum." Því langar mig að spyrja forráða- menn Bibilíubréfaskóians hvort að Biblían hafi í upphafi verið gef- in út á íslensku og er Biblíubréfa- skólinn þá með frumútgáfuna í höndunum? Á öðrum stað segir: „Þannig getur hver og einn verið viss um að hann er að rannsaka Orð Guðs hreint og ómengað." Því spyr ég: Skrifaði Jesús biblíuna í eigin persónu og þá á íslensku? Rangt aö taka lagið út af listanum 7786-9784 skrifar: Ég hlustaði á vinsældalista rás- ar 2 sunnudaginn 3. febrúar og

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.