Morgunblaðið - 08.02.1985, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1985
27
Ný mynd í Nýja bíói
NÝJA BÍÓ hefur frumsýnt bandarísku kvikmyndina „Bachelor Party"
med Tom Hanks, Adrian Zmed, William Tepper og Tawny Kitaen í
aðalhlutverkum. Leikstjóri er Neal Israel.
Maður einn ákveður að ganga í það heilaga og vinir hans ákveða
að halda honum veglega veizlu. Þeir reyna að freista brúðgumans
með „lausakonum af léttustu gerð, glaum og gleði," eins og segir í
kynningu kvikmyndahússins.
Aðalfundur Kvenstúdentafélagsins
og Félags íslenskra háskólakvenna
Kvenstúdentafélagið og Félag ís-
len.skra háskólakvenna heldur aðal-
fund í Hallargarðinum, Húsi versl-
unarinnar, laugardaginn 9. febrúar
kl. 11:30.
Auk aðalfundarstarfa verður á
fundinum slegið á léttari strengi
og munu þær Henríetta og Rósa-
munda segja frá Parísarferðum.
Kvenstúdentafélagið starfar
einungis innanlands, en Félag ís-
lenskra háskólakvenna er aðili að
Alþjóðasambandi háskólakvenna.
Félögin hafa milligöngu um er-
lendar styrkveitingar, bæði frá
Alþjóðasambandi háskólakvenna
og samtökum bandarískra há-
skólakvenna. Félögin hafa einnig
styrkt eina eða tvær konur á
hverju ári í námi. Þegar styrkir
hafa verið auglýstir berast fjöl-
margar umsóknir, sem ekki er
hægt að sinna. Félögin ráðgera því
ýmsar leiðir til fjáröflunar í því
skyni að veita íslenskum konum
aðstoð til að mennta sig.
Rétt til þátttöku í Félagi ís-
lenskra háskólakvenna eiga kon-
ur, sem lokið hafa tveggja ára há-
skólanámi.
(flr rréttatilk)>iiningii.)
Ljósmyndarinn, Loftur Atli
Ljósmyndasýning á Mokka
Á Mokka-kaffi við Skólavörðustíg stendur yfir Ijósmyndasýning
Lofts Atla. Þetta er 3ja einkasýning hans en auk þess hefur hann tekið
þátt í nokkrum samsýningum.
Á sýningunni eru 3 svart/hvítar myndir og 11 litmyndir og eru
þær allar til sölu. Sýningin er opin til 25. febrúar á opnunartíma
kaffihússins. (Fréttatilkynning.)
Afengishækkunin:
Algeng whiskítegund hækk-
ar úr 790 í 890 krónur
HÆKKUNIN á áfengi á þriðjudag-
inn nam að meðaltali 15%.
Flaska af Geisweiler Reserve
rauðvíni kostar nú 420 kr. en kost-
aði áður 380 kr. Chateaneu-Du-
Pape kostar nú 420, en kostaði áð-
ur 340. Beaujolais Cruse hækkar
úr 220 í 260.
White Bordeaux hvítvín hefur
hækkað úr 180 kr. í 210 kr., Lieb-
fraumilch Anhauser hækkaði ein-
na minnst, eða úr 150 í 170 kr. og
Paul Masson, einn og hálfur lítri
hækkaði úr 380 í 470 kr.
Johnny Walker, Red Label,
hækkar úr 790 kr. í 890 kr. og 12
ára gamalt Ballantine’s viskí kost-
aði áður 940 kr. en 1030 nú. Hækk-
un á gini er einnig um og yfir 100
krónur á flösku. T.d. kostaði Gord-
on’s London Dry 710 kr. fyrir
hækkun, en kostar nú 810 kr. Svip-
aða sögu er að segja um romm.
Flaska af Bacardi kostaði 810 kr.
fyrir hækkun en er nú á 920 krón-
ur. Vodka hækkar yfirleitt um 100
til 110 kr. hver flaska. Wyborowa
hækkar úr 670 kr. í 780 kr. og
Smirnoff úr 710 kr. í 820.
Tíkallaflóa-
markaðurinn
hjá FEF í
síðasta sinn
laugardag
Á LAUGARDAG 9. febrúar verður
Tíkallaflóamarkaður Félags ein-
stæðra foreldra frá kl. 14—17 í
Skeljanesi 6, í þriðja og síðasta
skipti að sinni.
Þarna er hægt að fá fatnað
hvort sem er á árshátíðina, grímu-
ballið eða við heimaverkin, segir í
tilkynningu frá FEF. Allur ágóði
rennur í Húsbyggingarsjóð félags-
ins, en starfssvið þess nýja sjóðs
verður kynnt á næstunni.
Félögum er um þessar mundir
einnig send tilkynning um hvað er
um að vera í félagsstarfi i febrú-
armánuði og er hvatt til góðrar
þátttöku. Upplýsingar um það eru
einnig gefnar á skrifstofunni í
Traðarkotssundi.
Indverskt kvöld
INDVERSKT kvöld verður á
föstudags- og laugardagskvöld í
veitingastaðnum „Keisaranum frá
Kína“, sem er á horni Laugavegar
og Klapparstígs. Þar mun ind-
versk-portúgalska söngkonan
Leongine Martin syngja nokkur
lög, sem hún hefur samið sjálf, en
einnig mun hún matreiða ind-
verskan mat.
Kántrý-rokkkóngur norðursins,
„Johnny King“.
„Johnny King“
í Skiphóli
Kántrý-rokkkóngur norðurs-
ins, „Johnny King“, kemur fram
í Skiphóli og kynnir lög af ný-
útkominni plötu sinni, „Kántrý
rokk“, föstudags og laugar-
dagskvöld, 8. og 9. febrúar.
(Fréttatilkynning.)
Sýnir í Alþýðubankanum á Akureyri
Á vegum Menningarsamtaka Norðlendinga stendur nú yfir kynning á verk-
um eftir Samúel Jóhannsson í Alþýðubankanum á Akureyri. Samúel hefur
tekið þátt í samsýningum m.a. á Kjarvalsstöðum og í Norræna húsinu. Hann
hefur einnig haldið eina einkasýningu á Akureyri 1983.
hekla hf. hefur opnað nýja
bílasölu að Brautarholti 33
fyrir
NOTAÐA BÍLA
undir nafninu:
BÍLASALAN BJALLAN
- Mjög rúmgóöur sýningarsalur -
- Aðgengilegt útisvæöi -
- Reyndir sölumenn -
Notaleg aðstaða fyrir viðskiptavini
Tökum allar gerdír
notadra bíla í
umboðssölu.
Úrval skiptibíla frá
HEKLU HF.
VERIÐ VELKOMIN I NYJA
„BJÖLLU" SALINN
%
BÍLAST ÆDI
[___________
Bíia-
saiao
0j/kLLAN
1
Hekla hf. J
1
LAUGAVEGUR
BRAUTARHOLTI 33 - SÍMI: 621240
fHlHEKIAHF
170 172 Simt 21240