Morgunblaðið - 08.02.1985, Side 23

Morgunblaðið - 08.02.1985, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. FEBROAR 1985 23 DeUa Bandaríkjanna og Nýja Sjálands: Þingmannaför frestað Baráttan aukin gegn súru regni Kanada: Montreal, Kanada, 6. febrúar. AP. Umhverfismálaráðherra Kanadastjórnar greindi í gær frá samkomulagi, sem nádst hefur með sjö austurfylkjum landsins um að sameinast í baráttunni gegn súru regni með því að takmarka þann brennisteinstvísýring, sem berst út í andrúms- loftið. Suzanne Blais-Grenier, um- hverfismálaráðherra, sagði, að fylkin sjö og alríkisstjórnin hefðu ákveðið að veita meira fé til mengunarvarna og væri að því stefnt að árið 1994 félli 40 pundum minna af brennisteins- tvísýringi á hvern hektara en nú. Sameiginleg nefnd Banda- ríkjamanna og Kanadamanna hefur einnig lagt það sama til. Á blaðamannafundi um þetta mál var Suzanne spurð í þaula og kom í ljós að ýmislegt er enn á huldu um framkvæmdina. Bar hún á móti því, að samþykktin væri gerð í því skyni að fá Brian Mulroney, forsætisráðherra Kanada, vopn í hendur á fyrir- huguðum fundi hans með Reag- an í Quebec 17. mars nk. Súrt regn hefur valdið skaða í austurfylkjum Kanada, en þess verður lítt vart í Saskatchewan og þar fyrir vestan. WellinfOon, Nýjo Sjálandi, 7. febrúnr. AP. BANDARÍSKI sjóherinn hefur af- lýst heimsókn sex þingmanna frá Nýja Sjálandi, sem fyrirhugað var að ræddu um varnarmál við Willi- Argentína: 776 prósent verðbólga Bnenoo Aires, 7. febrnnr. AP. HÆKKUN framfsrslukostnað- ar í Argentínu í janúarmánuði nam 25,1 prósenti og er verð- bólgan í landinu á sl. tólf mán- uðum því orðin 776,3 prósent. Hefur verðbólga aldrei verið meiri í landinu. 1 samráði við Alþjóðagjald- eyrissjóðinn hefur ríkisstjórn Argentínu sett sér það mark- mið, að koma verðbólgunni niður í 300 prósent í septem- ber. Það er krafa gjaldeyris- sjóðsins og annarra lánar- drottna Argentínumanna er- lendis, að útgjöld ríkisins verði skorin niður, dregið úr innflutningi og gripið til frek- ari samdráttaraðgerða til að koma í veg fyrir áframhald- andi verðbólguvöxt í landinu og til að gera þeim kleift að greiða erlendar skuldir sínar, sem nema nú 48,4 milljörðum Bandaríkjadala. am Crowe aðmírál, yfirmann Kyrrahafsflota Bandaríkjanna, og samstarfsmenn hans í Honolulu í þessum mánuði. Fullvíst er talið að þessi ákvörðun standi í sambandi við neitun stjórnvalda á Nýja Sjá- landi að leyfa bandarískum tundurspilli að koma í höfn þar meðan ekki fæst upplýst hvort kjarnorkuvopn séu innanborðs. „Þetta á að sýna gremju Bandaríkjamanna, en frá póli- tísku sjónarmiði er þetta af- skaplega barnalegt," sagði Geoff Braybrooke, einn þingmann- anna, sem boðið hafði verið til viðræðnanna í Honolulu, er starfsmaður bandariska sendi- ráðsins í Wellington, höfuðborg Nýja Sjálands, færði honum tíð- indin. Atti að granda forseta Chad og ráðunegti hans Mynd þessi var tekin eftir fund öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna á miðvikudag, þegar Gouara Lassou, utanríkisráðherra Chad, sýndi viðstöddum tösku, sem sprengju hafði verið komið fyrir f. Kvað hann tösku þessa hafa verið notaða í septembermánuði er forseta Chad og ráðuneyti hans var sýnt banatilræði. Sakaði Lassou Kha- dafy, leiðtoga Líbýu, um að hafa staðið að tilræðinu. JAMES BOND 007 B|fl HMB JAMES BOND MYNDIN ÞU LIFIfí ADEINS TVISVAfí (YOU ONLY LIVE TWICE) SIAI COIIERY Ný stjórn í Uruguay Montevideo, 5. febrúar. AP. JULIO Sanguinetti, nýkjörinn for- seti Uruguay, tilkynnti í dag að hann hefði valið tíu ráðherra í ráðuneyti sitt, þar á meðal utanríkisráðherr- ann Enrique Iglegas, hagfreðing, sem hefur stutt Þjóðarflokk lands- ins, sem er talinn ögn til vinstri við miðju. Forystumaður þess flokks er Wilson Ferreira Aldunate. Aldun- ate var aðalkeppinautur Sanguin- etti við forsetakosningarnar þann 25. nóvember sl. Sanguinetti hafði heitið því að hafa samstarf við aðra flokka þegar hann myndaði ríkisstjórn sína, en Þjóðarflokkur- inn neitaði aö ganga til samstarfs. Iglegas tjáði forsetanum, að hann myndi taka við embætti utanrík- isráðherra en hann myndi ekki líta á sig sem fulltrúa neins flokks. Ymsir lýðræðissinnar binda vonir við þessa nýju ríkis- stjórn að sögn AP. Sanguinetti verður settur formlega inn í emb- ætti í byrjun mars og lýkur þá tólf ára einræðistímabili herforingja- stjórna í landinu. JAMiS anti “TWICE"is the oniy way totive! James Bond 007 er engum líkur. James Bond í hörðum átökum viö Spectre- glæpahringinn í Japan. Ein vinsælasta James Bond-myndin. Aöalhlutverk: Sean Connery, Akiko Wakabayashi, Donald Pleasence, Tetsuro Tamba. Framleiðendur: Albert R. Broccoli, Harry Saltzman. Byggð á sögu eftir lan Flemming. Leikstjóri: Lewis Gilbert. Sýnd kl. 5, 7.05, 9.10 og 11.15. JAMES BOND 007“ JAMES BOND 007

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.