Morgunblaðið - 08.02.1985, Side 18
18
MORGUNBLAÐID, FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1985
Kerfisbundin leit að
brjóstkrabbameini hjá konum
með röntgenmyndatöku
- eftir Guðrúnu
Agnarsdóttur
Þingmenn Kvennalista hafa á
þessu þingi flutt svohljóðandi
þingsályktunartillögu:
„Alþingi ályktar að skora á heil-
brigðisráðherra að tryggja að kom-
ið verði á kerfisbundinni leit að
brjóstakrabbamcini hjá konum
með brjóstamyndatöku (mammo-
grafi).
Hópskoóun þessi verði hafin eins
fljótt og unnt er.“
Brjóstakrabbamein er langal-
gengasti illkynja sjúkdómur meðal
kvenna hér á landi eins og víða er-
lendis og tíðni sjúkdómsins eykst
stöðugt. Á Islandi greinast nú um
70—90 konur á hverju ári með
þennan sjúkdóm, en búast má við
því að 13. hver kona fái hann á
lífsleið sinni. Nýgengi sjúkdómsins
(fjöldi nýrra tilfella á hverju ári)
hefur aukist úr 36,8 af hverjum 100
þús. konum á árunum 1951—1955
upp í 58,2 af hverjum 100 þúsund
konum á árunum 197661980, eða
um nær 60%. Dánartíðni hefur
hins vegar staðið nokkurn veginn í
stað síðustu ár, en það deyja um 25
konur á ári úr þessum sjúkdómi.
Sjúkdómsgreining á
byrjunarstigi
Til þess að bætt tækni síðustu
áratuga við skurðaðgerðir, geisla-
meðferð og lyfjameðferð megi nýt-
ast tii fullnustu og auka batahorfur
sjúklinga verður að finna æxlið
meðan það er enn lítið um sig og
hefur ekki náð að breiðast út um
líkamann. Þetta meginatriði gildir
um allar tegundir krabbameina.
Skoðun með þreifingu hefur verið
mikið notuð, bæði við hópskoðun og
eins við sjálfsskoðun, en þessi að-
ferð er bæði óörugg og ófull-
nægjandi til að finna mjög lítil
æxli.
Kostir röntgen-
myndatöku
Margt bendir til þess að skipuieg
leit þar sem teknar eru röntgen-
myndir af brjóstum lækki dánar-
tíðni af völdum brjóstakrabba-
meina meðal kvenna. I rannsókn á
stórum hópi kvenna í New York,
þar sem notuð var bæði þreifing og
röntgenmyndataka, varð um 38%
lækkun á dánartíðni fyrstu 5 árin. {
nýrri rannsókn f HoIIandi, þar sem
báðum aðferðum er beitt, kemur
fram enn meiri lækkun á dánar-
tíðni eftir 7 ár eða um 50%. í rann-
sóknum, sem nú standa yfir bæði í
Hollandi og Svíþjóð, þar sem ein-
göngu er notuð brjóstamyndataka,
greinast meira en helmingi fleiri
krabbamein en finnast myndu við
fyrstu hópskoðun með þreifingu
einni saman og jafnmikið og
greinst liefði á þremur árum án
hópskoðunar.
Með skipulegri leit þar sem beitt
er brjóstamyndatöku hjá ein-
kennalausum konum finnast um
60—70% af æxlum á fyrsta stigi,
þ.e. minni en 2 sm í þvermái og án
meinvarpa, en við venjulega lækn-
isleit finnast meinvörp í 70% til-
fella. Álitið er að meðal kvenna,
sem finnast með brjóstakrabba-
mein á 1. stigi, lifi meira en 90%
lengur en 10 ár. Meðal kvenna, sem
finnast með sjúkdóminn á 2.-3.
stigi er dánartíðnin eftir 5 ár
50—60%. Framangreindar niður-
stöður benda eindregið til þess að
draga megi mjög úr meðferðar- og
sjúkrahúskostnaði m.þ.a. finna
brjóstakrabbamein þegar á 1. stigi.
Jafnframt því sem greiningar-
næmi og öryggi röntgenmyndatöku
af brjóstum hefur vaxið á undan-
förnum árum hefur hætta vegna
geislunar minnkað þannig að rann-
sókn þessi má nú teljast hættulaus
og hún er nánast óþægindalaus.
Álit mammo-
grafiunefndar
Árið 1981 fól heilbrigðismála-
ráðherra landlækni að kalla saman
vinnuhóp sérfræðinga, sem fékk
það hlutverk annars vegar að gera
áætlun um hvernig haga bæri alls-
herjarleit að brjóstakrabbameini
með brjóstamyndatöku fyrir
ákveðna aldurshópa kvenna hér á
landi og hins vegar gera áætlun um
þann kostnaö, sem þessu mundi
Verða samfara. Þessi vinnuhópur
var kallaður mammografiunefndin.
I apríl 1984 var haldinn á íslandi
alþjóðlegur fundur um gildi hóp-
skoðunar til að greina brjósta-
krabbamein á Þ-umstigi. Fundur-
inn var haldinn á vegum landlækn-
isembættisins, Krabbameinsfélags
Islands, Alþjóðaheilbrigðismála-
stofnunarinnar I Genf og Alþjóða-
krabbameinsstofnunarinnar í Lyon
í Frakklandi. Á grundvelli þeirra
niðurstaðna, sem fengust á fundin-
um, hefur mammografiunefndin
sent frá sér eftirfarandi álit:
„1. Ráðlegt er að hefja nú þegar
undirbúning að kerfisbundinni leit
að brjóstakrabbameini á íslandi.
Lagt er til, að öllum konum á aldr-
inum 40—69 ára verði boðin skoðun
á tveggja ára fresti. Auk þess er
lagt til að allar konur 35 ára verið
skoðaðar einu sinni til þess að fá
viðmiðunarmynd til samanburðar
við seinni rannsóknir.
2. Við teljum eðlilegt, að þessi
rannsókn, þ.e. brjóstamyndataka,
tengist leghálskrabbameinsleit
Krabbameinsfélags fslands og
verði því framkvæmd af félaginu.
3. Áætlaður kostnaður á ári við
skoöun um 15.000 kvenna með
brjóstmyndatöku er 7—8 milljónir
kr.“
Húsnæði til að framkvæma
þessa rannsókn er fyrir hendi 1
hinu nýja húsi Krabbameinsfélags-
ins, sem þjóðin gaf, í Skógarhlíð 8,
og myndi leitin eflast smám saman
eftir því sem aðstaöa byggðist upp.
Nú þegar hafa Krabbameinsfélag-
inu borist að gjöf 2 tæki til mynd-
atöku, annað frá Rauða krossi Is-
lands, hitt frá ónafngreindum að-
ila. Ennfremur hefur Flugfreyjufé-
lag tslands gefið rausnarlega fjár-
upphæð til tækjakaupa fyrir þetta
verkefni, einkum til að leitin geti
náð til allra landshluta.
Island, fyrirmyndarland
Eðlilegt og sjálfsagt er að reka
þessa leitarstarfsemi í tengslum
við þá leit að leghálskrabbameini,
sem þegar fer fram á vegum
- eftir Rafn
Sigurðsson
Tilefni þessa bréfs er allrætin
grein, sem birtist í dagblaðinu Nú-
tíminn þ. 31. jan. 1985, undir nLes-
endur hafa orðið“ og nefnist ,Um-
hirðuleysi á stofnunum".
Þar sem þessi grein er svo til
beint stíluð á Dvalarheimili aldr-
aðra sjómanna, Hrafnistu, Reykja-
vík, vil ég gera þessar athugasemd-
ir.
Vandamál þeirra öldruðu Islend-
inga, sem vilja og þurfa að komast
í það skjól og öryggi, sem dvalar-
og hjúkrunarheimili veita, er öllum
ljóst, sem vilja vita að skortur á
þessum plássum er mikill, og þegar
svo er, þá er auðvelt og fljótlegt að
búa til gróusögur og jafnvel kasta í
það fólk sem að umönnun þeirra
Krabbameinsfélagsins. Er í því
sambandi vert að minnast á hinn
mikla og góða árangur, sem orðið
hefur hér á landi í leit að leg-
hálskrabbameini og greiningu þess
á frumstigi. Hefur hann leitt til
þess að Alþjóðaheilbrigðismála-
stofnunin valdi ísland sem fyrir-
myndarland fyrir aðrar þjóðir til
eftirbreytni á þessu sviði. Er það
ekki síst að þakka ötulu starfi
brautryðjenda eins og Guðmundar
heitins Jóhannessonar læknis, en
mig langar að vitna til skrifa hans
á árinu 1981 í tímaritið Heilbrigð-
ismál:
„Ég tel að taka eigi upp brjósta-
skoðanir með mammógrafíu á öll-
um konum 35 ára og eldri annað
hvert ár. Yrði byrjað á Reykjavík-
ursvæðinu og konur á landsbyggð-
inni rannsakaðar á sama hátt sam-
tímis og leghálsleit væri fram-
kvæmd. Það er ánægjulegt til þess
að vita að heilbrigðisyfirvöld hafa
sýnt þessu máli áhuga. Fljótlega
verður skipuð nefnd til að gera til-
lögur um skipulega leit að brjósta-
krabbameini með röntgen-
myndatökum. Með það í huga hve
margar konur deyja úr brjósta-
krabbameini er ljóst að allt verður
að gera sem unnt er til að flýta
greiningu meinsins og auka þannig
lífslikurnar."
Þess skal getið hér, að takmörk-
uð hópskoðun með brjóstarönt-
genmyndum hefur verið fram-
kvæmd á röntgendeild Landspítal-
ans síðan 1973. U.þ.b. 2.000 konur
hafa verið sendar þangað á hverju
ári, margar eftir að skoðun hjá
Leitarstöð Krabbameinsfélagsins
hefur leitt í ljós grunsamlegar
breytingar. Þetta er þó aðeins Iftið
brot af þeim fjölda, sem skoðaður
yrði I almennri hópskoðun með
rön tgen my ndatöku.
Heilsuvernd eða
viðgerðarþjónusta
f febrúar 1984 undirritaði heil-
brigðismálaráðherra fyrir íslands
hönd samning um forvamarverk-
efni á vegum Alþjóðaheilbrigðis-
málastofnunarinnar í Kaupmanna-
höfn. Þarna er um að ræða sam-
vinnuverkefni tíu Evrópuþjóða um
forvarnir gegn ýmsum sjúkdómum,
m.a. krabbameinum. Það er tím-
anna tákn því að heilsuvernd nú-
tímans og framtíðarinnar stefnir
sífellt meira frá því aö vera dýr
viðgerðarþjónusta í þá átt, að koma
I veg fyrir sjúkdóma með fræðslu
og fyrirbyggjandi aðgerðum eða að
öðrum kosti að greina þá og með-
höndla á byrjunarstigi.
öldruðu hefur unnið með stakri
samviskusemi og tilfinningum.
Það hefur komið fram í auknum
mæli, þegar ættingjar og félags-
ráðgjafar hafa samband við mig
vegna umsókna á Hrafnistu, að síð-
ast I samtalinu er klykkt út með
því að viökomandi gamalmenni,
hvort heldur það kemur utan úr bæ
eða af sjúkrahusi, eigi ekki að gefa
Hrafnistu eitt eða annað til þess aö
fá pláss og heyrist mér þetta helst
koma frá starfsfólki sjúkrahúsa,
þar sem mér sýnast þessi mál vera
erfiðust.
Mér er ekki kunnugt um, á mín-
um tólf ára starfsferli sem for-
stjóri Hrafnistu, að vistmaður,
karl eða kona, hafi gefið peninga
eða fasteignir í rekstur Hrafnistu.
Hinsvegar, sem betur fer, hafa
margir hjálpast að við að taka á
árinni við uppbyggingu þessara
fyrirtækja Sjómannadagsins, sem
Guðrún Agnarsdóttir
„Það orkar ekki tvímæl-
is, að m.þ.a. greina
snemma krabbamein í
brjósti kvenna er unnt
að bjóða þeim upp á
vægari, mannúðlegri og
árangursríkari meðferð.
Róttækar og lýtandi
skurðaðgerðir geta haft
djúpstæð sálræn áhrif,
auk eðlilegs ótta við
sjúkdóminn og dauð-
ann. Það hefur því ekki
einungis áhrif á lífslíkur
ef sjúkdómurinn upp-
götvast seint, heldur
beinlínis á gæði og gleði
þess lífs, sem konan á
fyrir höndum.“
í þeim rekstarkostnaði, sem fyrr
var nefndur, var innifalinn stofn-
kostnaður með afskrift tækja, sem
dreifist á 5 ára tímabil. Einhver
hluti stofnkostnaðar hverfur nú
vegna höfðinglegra gjafa á tækj-
um. Raunhæfur kostnaður viö
hverja skoðun er áætlaöur um
700—800 kr. Það er vert að geta
þess hér, aö áætlaður kostnaður á
ári við slíka hópskoðun mun jafn-
gilda þeim kostnaði, sem bundinn
er við að reka u.þ.b. 5 sjúkrarúm á
ári.
Rafn Sigurðsson
ég tel vera stórvirki og vantar þar
fleiri með góðar árar.
Fyrir nær tveim áratugum var
afnumin sú regla sem batt her-
bergisgjöf viðkomandi, að eiga for-
gang að vistun. Áttu þar hlut að
útgerðarfélög, sveitarfélög og ætt-
ir. Að sjálfsögðu taka slík samtök
við gjöfum, en aldrei skilyrtum. Því
eru jafn margir fátækir og um-
komulausir á Hrafnistu og raun
ber vitni.
Hvað eiga konur skilið?
Það orkar ekki tvímælis, að
m.þ.a. greina snemma krabbamein
í brjósti kvenna er unnt að bjóða
þeim upp á vægari, mannúðlegri og
árangursríkari meðferð. Róttækar
og lýtandi skurðaðgerðir geta haft
djúpstæð sálræn áhrif, auk eðhlegs
ótta við sjúkdóminn og dauðann.
Það hefur því ekki einungis áhrif á
lífslíkur ef sjúkdómurinn uppgötv-
ast seint, heldur beinlínis á gæði og
gleði þess lífs, sem konan á fyrir
höndum.
Þar sem brjóstakrabbamein veg-
ur þungt sem dánarorsök kvenna
allt að 55 ára aldri, og veldur dauða
um 25 íslenskra kvenna árlega, er
hér um augljóst og mikilvægt rétt-
indamál kvenna að ræða, að draga
úr dánartíðni af völdum þessa
sjúkdóms, einkum að fækka ótíma-
bærum dauðsföllum.
Þessi orð féllu nýlega af mönnum
karlmanns, sem er læknir:
„Ef það væru karlmenn, sem
hefðu svo skæöan sjúkdóm sem
þennan og það væri vitað um rann-
sóknaraðferð, sem myndi auka
lífslíkur og vellíðan þeirra, þá væru
stjórnvöld löngu búin að koma
þeirri rannsókn á.“
Þessu vil ég ekki trúa né heldur
dettur mér í hug að nokkur maður
vilji tefja þetta brýna og verðuga
verkefni. Við verðum að leita allra
leiða til að fjármagna það.
Heimildir:
„Mass screening for breast
cancer", Skýrsla um niðurstöð-
ur alþjóðlegs fundar í Reykja-
vík I apríl 1984. Sigurður
Björnsson, Hrafn Tulinius,
Ásmundur Brekkan.
„Brjóstakrabbamein á Islandi",
upplýsingar frá Jónasi Ragn-
arssyni, Krabbameinsfélagi Is-
lands.
„Nauðsynlegt að auka leit að
brjóstakrabbameini", Guð-
mundur Jóhannesson. Frétta-
bréf um Heilbrigðismál 1981, 3,
4.
„Periodic mass screening for
breast cancer', Sigurður
Björnsson. Nordisk Medicin
1984,99, 215—216.
„Á að nota brjóstaröntgen-
myndun til hópskoðanna?" Við-
tal við Baldur F. Sigfússon
lækni, Heilbrigðismál 1983, 2,
11-15.
„Þriðji hver íslendingur fær
einhvern tíma krabbamein",
Snorri G. Ingimarsson, Jónas
Ragnarsson, Helgi Sigvaldason,
Hrafn Tulinius, Heilbrigðismál
1983, 2,15.
„Með röntgenmyndum má
lækka dánartíðni úr brjósta-
krabbameini um allt að 70%,
ólafur ólafsson landlæknir,
Mbl. 20. des. 1984.
Guðrún Agnarsdóttir er læknir og
alþingismaður fyrir Samtök um
Kvennalista.
„Ég tel að það fólk sem
hér vinnur að aðhlynn-
ingu eigi betra skilið en
dylgjur og aðdróttanir
af ónafngreindum að-
ila...“
Að sjálfsögðu skal ég taka undir
ýmis málefni, sem betur mega fara
og standa að lagfæringum við
okkar annars stóra heimili, en hér
dveljast nú um 380 manns. Síðan
árið 1973 hefur vistplássum fækkaö
um 80 og fyrirhuguð er enn meiri
fækkun. Þessi fækkun plássa hefur
eingöngu orðið til bættrar þjónustu
við vistfólk. Ég vona að almenning-
ur skilji að árið 1957, eða fyrir tæp-
um þrem áratugum þegar Hrafn-
ista var opnuð, voru mörg hús
byggð með svokölluðum geislahita,
en svo var einnig með Hrafnistu. 1
dag er þessi upphitun húsa ekki
talin holl fólki, þar sem erfitt er að
stýra þessum hita, sérstaklega i
umhleypingatíð. f dag er rúmlega
hálfnað að skipta um þetta hita-
kerfi á Hrafnistu og verður vænt-
anlega lokið eftir tvö ár, ef nægt
Aðbúnaður
á Hrafnistu