Morgunblaðið - 08.02.1985, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1985
13
Morgunbladið/ Jli.
Hið nýja verksmiðjuhús Henson hf hefur þotið upp með miklum hraða.
Starfsemi hefst í húsinu um næst mánaðamót.
Akranes:
Verksmiðjuhús Hen-
son hf. þýtur upp
Akrancsi, 6. febrúar.
HIÐ nýja verksmiðjuhúsnæði
Henson hf. á Akranesi er nú senn
fullgert og hefur smíði þess gengið
með eindæmum vel.
Húsið er um 800 fermetrar að
stærð og verður mjög glæsilegt í
alla staði. Framkvæmdir hófust í
október sl. og reiknað er með að
verksmiðjan hefji starfsemi um
mánaðamótin febrúar-mars. Alls
er gert ráð fyrir að um 50 manns
geti unnið þar þegar best lætur.
Vænta margir sér góðs af starf-
semi þessa fyrirtækis og að sögn
hefur mikil eftirspurn verið eftir
störfum þar.
J.G.
Mikil kohnunnaveiði við Færeyjar:
33,50 krónur fást fyrir
kíló af kolmunnafarsi
MIKIL kolmunnaveiði er nú við
Færeyjar og að sögn færeyska
blaðsins Dimmalætting, er kol-
munninn nú stærri og betri til
vinnslu en nokkru sinni fyrr.
Nótaskipið Gullfinnur hafði um
síðustu mánaðamót fengið um
2.000 lestir, en búizt er við því, að
hann nái alls um 4.000 lestum.
Kolmunninn hefur meðal ann-
ars verið unninn í fars hjá
Bakkfrosti á Glyvrum. Alls
vinna um 80 manns á vöktum
allan sólarhringinn við kol-
munnavinnsluna og hefur vinn-
an verið nær linnulaus síðan
veiðarnar hófust. Farsið er selt
Pálssonar prýddar hans vandaða
handbragði.
Samsetning þessa hráefnis ber
því síðan vitni hversu vel Erlend-
ur Sveinsson, höfundur handrits
og stjórnandi myndarinnar, hefur
undirbúið verkið. Hér ræður
hippsumhappsaðferðin ekki. ólíkt
mörgum heimildamyndum, sem
unnar eru í flýti, er Lífið er salt-
fiskur ekki byggð upp á burðarási
viðtala. Hún reiðir sig á sviðsetn-
ingar, sem flestar eru eðlilegar og
vel heppnaðar og hugvitsamlega
samskeytingu fjölbreytilegs
myndefnis, óháða tímaröð og
rúmi. Og á tjaldinu er fólk í fyrir-
rúmi, ekki vélar eða vara. Hljóð-
rásin er kapítuli út af fyrir sig;
Fyrir utan þulartexta, sem ævin-
lega er lífrænn og skýr, en hefði
stöku sinnum þolað styttingu, er
veitt inn á hljóðrásina tilvitnun-
um í þjóðmálaumræðu og ritaðar
heimildir, jafnt sem dægurlögum
og viðeigandi stemmningsmúsík,
auk umhverfishljóða. Þetta mynd-
ar ákaflega velvirka heild, sem
einatt skilar eftirminnilegum
skeiðum. Ég nefni sem dæmi
hnýsilega innsýn í hin flóknu sam-
ningamál fiskseljenda okkar á er-
lendri grund og snjalla tengingu
hvunndagsmynda úr islenskri
fiskvinnslu við fréttamyndir úr
heimsviðburðum eins og stríðinu í
Nígeríu.
Með þessum vinnubrögðum
verður efni, sem í orði virðist
þurrt og leiðinlegt, spennandi og
safaríkt á borði. Þannig er salt-
fiskur. Og þannig er kvikmynda-
gerð þegar menn vanda sig.
til brezka fyrirtækisins Ross í
Grimsby og er það unnið þar í
fiskstauta. Brúttóverð fyrir
hvert kíló af farsi er um 33,50
íslenzkar krónur, en skilaverð
til Bakkafrosts er um 28 krónur
fyrir hvert kíló. Verð til sjó-
manna er 4,70 krónur.
Þá hefur Dimmalætting það
eftir Svend Age Ellefsen, út-
gerðarmanni Giljaness, sem er
einn stærsti verksmiðjutogari í
Norður-Evrópu, að hagkvæmara
sé fyrir útgerð skipsins að
stunda kolmunnaveiðar um
þessar mundir en rækjuveiðar.
Giljanes er nú á leið frá Sval-
barða með um 400 lestir af
frystri rækju. Skipið getur unn-
ið 50 lestir af rækju á sólarhring
og verið á sjó í 110 daga sam-
fleytt án þess að þurfa að leita
til hafnar, enda getur það borið
900.000 lítra af olíu. Við rækju-
vinnsluna vinna um 30 manns
um borð en 60 við kolmunna-
vinnsluna. Reiknað er með að
kolmunninn verði flakaður um
borð og seldur til Bretlands, en
þar fást að minnsta kosti 33,50
krónur fyrir kílóið.
spurt og svarad
I Lesendaþjonusta MORGUNBLAÐSINSI
SKATTAMÁL
Hér fara á eftir spurningar, sem lesendur Morgun-
blaðsins hafa beint til þáttarins Spurt og svarað um
skattamál og svörin við þeim. Þjónusta þessi er í því
fólgin að lesendur geta hringt í síma Morgunblaðsins,
10100, milli klukkan 10 og 12 virka daga og borið upp
spurningar sínar um skattamál. Mbl. leitar síðan svara
hjá starfsmönnum embættis ríkisskattstjóra og birtast
þau í þessum þætti að nokkrum dögum liðnum.
Lækkun skattstofns
vegna náms barna
Inga Helgadóttir, Sörlaskjóli 84,
spyr:
. Hver er námsfrádráttur for-
eldra vegna kostnaðar við fram-
haldsnám barns og hverju breyt-
ir það ef barnið hefur um 40 þús-
und króna árstekjur?
Svan
Foreldrar geta fengið lækkun
á tekjuskattsstofni vegna náms
barna þeirra sem eru 16 ára eða
eldri. Ráðstöfunarfé nemandans
(tekjur, lán og styrkir) hafa
áhrif á upphæð lækkunarinnar.
Fylla skal út eyðublaðið „Um-
sókn B skv. 4. tl. 66. gr. R3.06" og
láta fylgja framtali foreldra.
Leigutekjur og
leigugjöld
Óskar Einarsson, Laugarnesvegi
39, spyr hvort tillit sé tekið til
þess, ef húseigandi, sem leigir út
eign sína, leigir aðra íbúð fyrir
nánast sömu upphæð. Spyr hann
hvernig farið skuli að í tilfelli
sem þessu, hvernig húsaleigu-
tekjur skuli taldar fram og svo
húsaleigugreiðslur.
Svar:
Sá sem leigir húsnæði skal
gera rekstraryfirlit yfir leigu-
tekjur og er heimilt að telja til
gjalda beinan kostnað við öflun
þessara leigutekna, þó ekki
vaxtagjöld eða fyrningar. Hrein-
ar tekjur af leigunni skal færa í
reit 72 á 4. bls. framtalsins.
Ef gjaldandi leigir sér íbúð til
eigin nota er honum heimilt að
færa til frádráttar í reit 70
helming greiddrar húsaleigu
vegna tekjuársins.
Útsvarsafsláttur
lífeyrisþega
Jón Þórarinsson, Háaleitisbraut
52, spyr hvort lífeyrisþegar njóti
einhvers afsláttar frá útsvari.
Svan
Við álagningu útsvars er
skattstofninn lækkaður um fjár-
hæð ellilífeyris og örorkulífeyris
sem Tryggingastofnunin greiðir,
þ.m.t. tekjutrygging. Enn frem-
ur er skattstofninn lækkaður hjá
þeim sem hafa skerta tekju-
tryggingu um fjárhæð sem svar-
ar til þeirrar skerðingar.
Stofnun atvinnu-
rekstrar
Oddgeir Ottesen í Hveragerði
stofnaði kanínubú í útihúsi í
þéttbýli í fyrra. Engar afurðir
voru seldar á árinu. Spyr hann
hvort hann geti sett fóðurkostn-
að og annan kostnað á skýrsluna
sem gjöld, og einnig hvort hann
geti talið fasteignaskatta og
fasteignatryggingu, rafmagn og
hita, fyrningar og aðkeypta
vinnu. Ef svo er, í hvaða reit
skýrslunnar ber að færa þessi
atriði?
Svar: Fyrirspyrjandi telst hafa
stofnað til atvinnurekstrar og
ber að láta fylgja framtali sínu
rekstrarreikning og efnahags-
reikning. Á framtalið færast að-
eins niðurstöðutölur í reiti 01, 62
eða dálk S1 eftir því sem við á,
og reiknuð laun í reit 24.
Skattar af hluta
úr bújörð
Lilja Þorbjarnardóttir, Birki-
hvammi 9, Kópavogi, á hluta úr
bújörð, sem ekki er búið á, og er
hluti hennar metinn á rúmar 40
þúsund krónur. Skiptingu jarð-
arinnar er ekki að fullu lokið
vegna ósættis í þeim efnum og
spyr viðkomandi hvort eignar-
hlutinn sé skattskyldur, hvort
telja eigi hann fram þar sem
skiptum er ekki að fullu lokið, og
hvar færa beri eignina á
skattskýrsluna.
Svar: Ef hér er um að ræða
skiptingu á eign dánarbús og
skiptum er ekki lokið í árslok ber
dánarbúinu að telja eignir þess
(og tekjur) fram og greiða af
þeim álagða skatta.
Fasteignagjöld ekki
frádráttarbær
Ólína Pálsdóttir í Völvufelli
spyr hvort telja beri fasteigna-
gjöld fram og iðgjald af innbús-
tryggingu og hvort þessi gjöld
komi til frádráttar.
Svar: Nei. Ef íbúð er hins veg-
ar leigð út má draga fasteigna-
gjöldin frá leigutekjum.
Ráðskonukaup ekki
frádráttarbært
Þorgils Arason hefur slitið
samvistum við konu sína og spyr
hvort hann hljóti frádrátt greiði
hann konunni svokallað ráðs-
konukaup og þá hvar telja eigi
slíkt fram á skattseðli (skatt-
framtali?).
Svar: Nei.
Sala á uppgerðri
bifreið
Ásmundur Guðmundsson, Kárs-
nesbraut 119, spyr hvort maður,
sem kaupir klesstan bíl, gerir
hann upp og selur hærra verði
en hann var keyptur á, geti talið
fram eigin vinnu og varahluti til
lækkunar á söluhagnaði?
Svar: Beinan kostnað, s.s. kaup
á varahlutum, skal bæta við
kostnaðarverð bílsins en ekki
eigin vinnu nema litið sé svo á að
um atvinnurekstur sé að ræða. 1
því tilfelli færist eigin vinna til
tekna í reit 24 á framtali.
Flugleiðir fljúga þrjár sérstakar fraktferðir í febrúar
frá New York til Keflavíkur. Flogið er frá New York
þriðjudagana 12., 19. og 26. febrúar með Boeing
727 flugvél.
Hafðu samband við sölumenn okkar og fáðu allar
nánari upplýsingar.
ÞETTA ER GREIÐ LEIÐ FYRIR ALLA ÞÁ SEM
ANNAST INNFLUTNING FRÁ AMERÍKU
FLUGLEIDIR
FLUGFRAKT
simi:27800