Morgunblaðið - 08.02.1985, Side 31

Morgunblaðið - 08.02.1985, Side 31
MORGUNBLAÐID, FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR lð85 31 Minning: Sigurgeir Kristjáns- son verslunarmaður Kæddur 22. júlí 1912 Díinn 30. janúar 1985 Minning um góðan pabba og afa styrkir okkur í þeirri djúpu sorg sem hrjáir hjörtu okkar. Það er stór eyða komin sem enginn getur fyllt uppí. Það var alltaf gott að koma til pabba og mömmu og afa og ömmu. Ávallt gaf pabbi minn og afi okkar sér tíma til að tala við okkur, hjálpa, leiðbeina og veita okkur hlýju. Minning um góðan mann og vin okkar allra. „Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.“ (V. Briem.) Sigrún Sigurgeirsdóttir, Arnar og Sigurgeir. Við andlát og útför Sigurgeirs Kristjánssonar, Mýrargötu 10, Reykjavík, leitar hugur minn aft- ur til allra þeirra áratuga, sem kynni okkar stóðu í störfum, vörn og sókn, fyrir Alþýðuflokkinn í Reykjavík. Ekki man ég hvenær þau hófust en líklegast þykir mér að það hafi gerzt í kosningastarfi á sjötta áratugnum. Þau kynni tókust þó ekki í neinni skyndingu því að hann var ekki maður þeirr- ar gerðar. Að stofna til kynna við hann var eins og að sjá fallegt blóm opnast, hægt og sígandi; en eftir að kynnin höfðu tekizt voru þau fáum lík vegna þess hvern mann hann hafði að geyma. Og þess vegna verða þau eftirminni- leg. Sigurgeir heitinn var starfs- maður Slippfélagsins í Reykjavík um áratugaskeið. Þegar ég kynnt- ist honum var hann verzlunar- maður í verzlun félagsins og þar starfaði hann allt til æviloka. Ég veit, að hann var í miklum metum hjá starfsfélögum sínum og fyrir- tæki, á langri ævi gegndi hann ýmsum trúnaðarstörfum fyrir fé- laga sína og hélt á þeim af einurð og festu, þannig, að varla mun betur hafa til tekizt. Hann var mikill félagshyggjumaður og gerð- ist því ungur liðsmaður jafnað- arstefnunnar og Alþýðuflokksins. Alla tíð var hann einn af okkar traustustu liðsmönnum og sleit aldrei trúnaði við málstað okkar og hreyfingu þótt foringjar færu á tvist og bast og vildu fá sem flesta í slagtogið. Sigurgeir var fastari fyrir en svo, þótt honum væri vita- skuld brugðið þegar slík ótíðindi gerðust. Sigurgeir heitinn sótti fast fundi okkar félaga. Hann var „af gömlu kynslóðinni", sem kallað er, og taldi jafn sjálfsagt og eðlilegt að mæta á fund í alþýðuflokksfé- laginu sínu eins og að mæta á fund í verkalýðsfélaginu. Þetta viðhorf var almennt ráðandi fram að sundrungartímanum f alþýðu- samtökunum. Hann setti ætíð sér- stakan svip á fundina okkar. Á yngri árum var hann í hærra lagi, vel vaxinn og bar sig vel. Allt hans fas einkenndist af sérstakri prúð- mennsku og snyrtimennsku, svo að af bar. Hann klæddist vita- skuld ekki ríkmannlega en samt skar klæðaburður hans sig úr, svo vel sem hann fór honum og hve vel hann bar hann. Venjulega tók hann sér sæti á einhverjum aft- asta bekknum og hlustaði síðan með athygli á allt það.sem fram fór. Hann lagði venjulega lítið til mála, en það var hlustað þegar hann lét eitthvað frá sér fara, því að allir báru virðingu fyrir hon- um, höfðu á honum mikið traust og vissu að honum gekk aðeins gott eitt til. En þótt hann væri ekki einn þeirra, sem héldu stóru ræðurnar, kom vel fram í einka- samtölum greind hans, þekking og íhygli. Á umliðnum árum og áratugum bar það stöku sinnum við, að tveir elskulegir félagar hringdu til mín á síðkvöldum til að ræða um stjórnmál og flokksmál. Af og til hringdi Jóhanna Egilsdóttir, full áhuga með sínar raunsæju og skynsamlegu skoðanir, þótt sam- tímis væri grunnt á kátínunni og lífsgleðinni, hvað sem aldrinum leið. Sigurgeir hringdi líka af og til, baðst afsökunar á ónæðinu (rétt eins og ástæða væri til þess) en fékkst aldrei til að spjalla mjög lengi í senn. Hann var eins og Jó- hanna með sínar heilbrigðu, raunsæju og hleypidómalausu skoðanir. Fyrir mér eru þau full- trúar þeirrar alþýðu, sem unnu stóru sigrana forðum: komu á al- mannatryggingum, stofnuðu bæj- arútgerðirnar, komu verkamanna- bústöðunum á iaggirnar, fengu vökulögin sett, orlofslögin, launa- jafnréttislögin, o.s.frv., o.s.frv. Þetta var fólkið, sem vann sigrana með látlausu striti, eins og Jón heitinn Baldvinsson orðaði það, áður en þeir andstæðingar okkar komu til sögunnar, sem töldu að sigrarnir ynnust með hávaðanum einum saman. Sá misskilningur hefur orðið dýrkeyptur íslenzkri alþýðu. Fyrir nokkrum árum tók Sigur- geir heitinn upp þann sið, að senda flokksþingum Alþýðu- flokksins sérstakar baráttukveðj- ur frá „bakvarðasveitum alþýðu- flokksins". Það gat hann gert með réttu. Hann var einn þeirra sem fylgdu fast eftir þegar sótt var fram og jafnframt í hópi þeirra, sem snerust til varnar þegar að var sótt. Við vinir hans og félagar minnumst hans með sérstakri virðingu og þökk. Við vottum eftirlifandi eigin- konu hans, frú Pernillu M. Olsen og fjölskyldu þeirra hjóna, ein- læga samúð okkar í sorg hennar. Við munum jafnan minnast hans þegar við heyrum góðs manns get- ið. Sigurður E. Guðmundsson { dag kl. 13.30 verður borinn til hinstu hvíldar frá Fossvogskirkju Sigurgeir Kristjánsson, verzlunar- maður. Sigurgeir fæddist í Reykjavík þann 22. júlí 1912 og var því á 73. aldursári er hann lést í Borgar- spítalanum þann 30. janúar sl. Foreldrar hans voru hjónin Kristján Olafsson, sjómaður og kona hans, Þuríður Kristjánsdótt- ir. Þau hjónin áttu 5 börn og var Sigurgeir þeirra yngstur. Systkini Sigurgeirs voru í aldursröð: Elst var Sigríður, þá Ólafía, Sveinn og Magnús. Öll eru þau systkinin nú látin og er Sigurgeir sá síðasti, sem kveður þetta jarðlíf. Sigurgeir hóf störf hjá Slippfé- laginu i Reykjavík hf., árið 1930, þá 18 ára gamall, og vann hjá því félagi óslitið til dauðadags, eða alls í 54 ár. Þessi óvenjulega langi starfsferill hjá einu og sama fyrir- tækinu lýsir vel tryggð Sigurgeirs og hug til félagsins. Hann vann við verzlun félagsins og var ein- staklega lipur verslunarmaður og vel látinn af viðskiptavinum þess, enda vildi hann hvers manns vanda leysa. Á sínum yngri árum var Sigur- geir góður íþróttamaður. Var það fyrst og fremst knattspyrnan sem átti hug hans. Var hann ágætur knattspyrnumaður og lék með meistaraflokki Fram í nokkur ár. Sigurgeir lét þjóðmál til sín taka, fylgdi jafnaðarstefnunni að mál- um og var einlægur stuðnings- maður Alþýðuflokksins. Hann sótti fundi vel, tók virkan þátt í umræðum um hin ýmsu mál og vann þar mikið og gott starf. Sig- urgeir var góður félagsmálamaö- ur. Hann var formaður Starfs- mannafélags Slippfélagsins i mörg ár, og sýndi því félagi ávallt mikla ræktarsemi. Þau ár sem Sigurgeir var formaður félagsins var mikil gróska í starfsemi þess. Nú að leiðarlokum eru Sigur- geiri færðar þakkir og kveðjur Slippfélagsins sem naut starfa hans í öll þessi ár. Ég sendi eftir- lifandi eiginkonu hans, Pernillu M. Olsen, börnum hans, tengda- börnum, barnabörnum og öðrum vandamönnum innilegar samúð- arkveðjur. Blessuð sé minning Sigurgeirs Kristjánssonar. Þórarinn Sveinsson Minning: Kristjana Kjeld Fædd 17. júlí 1944 Dáin 15. september 1984 Mörgum fnnst haustið fegurst allra árstíða, fyrir aðra er það merki hins gagnstæða. Þeir hinir síðari sjá fölnað gras og gulnuð laufblöð er falla til jarðar. Það minnir þá á að líf okkar manna svipar svo mjög til náttúrunnar allrar og þeir fyllast vonleysi og óvissu um hiða ótrygga mannlíf. Haustið er þannig fyrir mörgum tími hins dauðvona og gróður- snauða í umhverfi okkar. Haustið og veturinn barst líka í tal á milli fjögurra barna og þrjú þeirra tóku undir þá skoðun. Én eitt þeira svaraöi á móti og sagði að haust- tíminn og veturinn væri því frem- ur tákn hins gagnstæða því það minnti sig á að öll náttúran þyrfti á hvíld að halda áður en kæmi að upphafi nýs lífs og vaxtar. Ung kona er látin. Hún átti sjálf langa haustdaga. Við hefðum kos- ið að dagar hins fölnaða grass og fallvalta lífs hefðu ekki komist að Jarðarfarar- skreytingar Kistuskreytingar, krans- ar, krossar. Græna höndin Gróðrastöö við Hagkaup, símí 82895. í hennar lífi, en það er ekki okkar að ákveða stað eða stund, þegar dauðinn og þjáningin eru annars- vegar. Haust náttúrunnar hefur sitt hlutverk eins og barnið komst að raun um. Við eigum erfitt með að sjá nokkurn tilgang i því er ung kona fellur frá i blóma lífsins. Vissu- lega var aðdragandi að fráfalli hennar. Það langa haust teygði sig yfir átta ár, þótt inn á milli væru bjartir dagar. Það reyndi á þrek hennar í ríkum mæli, hver greinin í hennar meiði lét undan, skipti litum og fölnaði og ekkert lát var á þeirri þungu byrði sem hún axl- aði. Hetjulegri baráttu hennar er nú lokið, en hún háði aðra baráttu hið innra með sér er hún spurði eftir Guði. Það gagntók huga hennar allt frá byrjun. Hún bað um svar við sínu stríði, vissulega lausn líka, þótt hún gerði sér grein fyrir að þetta gæti farið á tvo vegu. Hvers vegna ég? Er ekki nóg kom- ið ef Guð er að prófa mig eða sýna mér eitthvað sérstakt? Hún efað- ist ekki um tilveru Guðs og hún lagði allt sitt traust á bænina, bað mikið sjálf, las og þakkaði fyrir- bænir annarra. Hún vildi sem minnst tala um daginn og veginn, nema þá um það sem skiptir máli í þessu lífi, eins og börnin sin, fjöl- skyldur okkar. Hún sagði oft við mig hversu sér fyndist líf margra vera innantómt, hismi utan um eitthvað sem fáir vissu hvað væri. Hún beindi svo mjög hreinskiln- um orðum sínum að okkur sem lif- um og hrærumst í hégóma, erum svo upptekin, sívinnandi, en hug- um lítt að því sem höndin vinnur eða hugurinn fyllist af. Er ekki auður hjartans meiri en eign- anna? Vissulega. Eru ekki börnin okkar meira virði en svo margt annað sem við sækjumst eftir með ærnum tilkostnaði, glæsihús og U \ góðar stöður á kostnað vanrækslu og afskiptaleysis í þeirra garð? Jú, það fann hún. Fjölskyldan hennar öll og góðir vinir voru hugaðarefni hennar alla tíð. Hvar er Guð í þjáningum mín- um? Þetta er ein stærsta spurning í þessu lífi og mikilvæg af því að hún felur í sér aðra og meiri. Er einhver tilgangur með þessu öllu eða ekki? Erum við í heimi tilvilj- ana einna, hins varanlega vetrar, eða er góð hönd Guðs að baki og er vor framundan? Hverju áttum við að svara henni er hún spurði og leiddi okkur umsvifalaust með raunir sínar og sjúkan líkama, beint að djúpi lífsgátunnar? Var hún ef til vill miklu nær svarinu en við af því að hún spurði? Sá sem aldrei spyr hann fer heldur ekki markvisst að leita. Var hún, umvafin heimi baráttu og trúar ekki einfaldlega nær Guði en við sem afgreiðum svo krefjandi mál mannlegs lífs eins og þjáninguna, sorgina, vonina, Guð, oft með hálf- velgju eða jafnvel afskiptaleysi. Kristjana var fædd 17. júlí á Ljósvöllum í Innri-Njarðvík. í litlu kirkjunni þar var hún skírð, fermd og gift. Og þar var hún til moldar borin 22. setember síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Jóna Guðrún Finnbogadóttir úr Innri-Njarðvík og Jens Sófus Kjeld frá Færeyjum. Hann dó fyrir fjórum árum. Kristjana var yngst 6 systkina. Hin eru: Syst- urnar María, Hanna og Kristbjörg og bræðurnir Matthías og Finn- bogi. Kristjana fór unglingur í Flensborgarskóla en útskrifaðist gagnfræðingur frá Núpi í Dýra- firði, þar sem hún var einn vetur. Um sumartíma vann hún í Dan- mörku og Færeyjum hjá frænd- fóiki sínu, vann hún um tíma. Þann 28. apríl 1%2 giftist hún eft- irlifandi manni sínum Jóni Bene- diktssyni úr Keflavík, syni hjón- anna Benedikts Jónssonar og Margrétar Agnesar Helgadóttur. Þau hófu buskap í húsi tengdafor- eldranna í Keflavík, þar til þau fluttu í eigið hús að Heiðarbrún 5, rétt fyrir jólin 1965. Þau eignuðust þrjú börn: Elstur er Benedikt. Unnusta hans er Inga Rebekka Árnadóttir. Þau eru við nám i Sví- þjóð. I miðið er Jóna Guðrún og yngst er Margrét Agnes. Þær eru báðar í framhaldsskólum. Krist- jana vann i nokkur ár við skrif- stofustörf hjá Hraðfrystihúsi Keflavíkur og síðar hjá Bruna- bótafélagi íslands og naut hún þar einstakrar velvildar i veikindum sínum. Sjúkdómur hennar og veikindi voru eðlilega mikið áfall er þau uppgötvuðust. Hún var undir handleiðslu færustu lækna bæði heima og í London. Þar gekkst hún undir erfiða aðgerð i desem- ber 1983 er lofaði góðu. Hún kom heim, en henni versnaði og utan fór hún á nýjan leik og þar andað- ist hún á Harley Street Clinic, 15. september síðastliðinn. Hún var umvafin ástúð eigin- manns og barna, móður, systkina, tengdaforeldra, frændfólks og fjölda vina. En það var þó fyrst og fremst Kristjana sjálf sem veitti öðrum af sínu lífi og einstakri lífs- gleði. Hún gaf börnum sínum óendanlega mikið af sjálfri sér, kenndi þeim bænir og vers og gaf þeim dýrmætan auð sem þau búa að alla æfi. Hún var glæsileg kona, viljasterk og ákveðm og feikndug- leg alla tíð. Kristjana bar veikindi sín með sérstakri stillingu og allir sem komu að sjúkrabeði hennar urðu þess strax áskynja. Veikindi henn- ar voru mikill lífsins skóli, ekki síst fyrir eiginmann og börn. Við fórum öll ríkari frá henni og fátt hefur auðgað mig í mínu starfi sem lífsreynsla hennar. Þær stundir er við ræddum saman, utan sjúkrahúss sem innan, eru mér trúarnesti út í lífið, og líf hennar er mér lifandi saga Jobs- bókar á okkar tíð. Eftirfarandi Davíðssálmur var Kristjönu mjög hugleikinn. DroUi» rr mino hirtir, mig mun rkkert brentn. Á grænum gmndum Imtur hanu mig hrílnst, leMir mig aö rötnum þnr nem ég má nmöia njóu. Hun hresuir nál miua, leiöir mig um rétla vegu fyrir aakir nafns aina. Jafnrel þótl ég fari um dimman dai, óttaat ég ekkert illt þri aö þú ert hjá mér, aproti þinn og atafur hugga mig. I*ú býr mér borö frammi frrir fjéudum miaum, þú amyr höfuö mitl meö olfu. bikar minn er barmafullur. Já giefa og náö fylgja mér alla sfidaga miaa, og i húai Drottiaa hr ég langa mfL Enginn tók frá Kristjönu von- ina. Sú von og sú trú hefur nú borið hana inn til hins eilífa lífs þar sem kærleikur Guðs breytir öllu í dýrð. Hann gefur styrk og sigur til eilifs lífs. I Guðs föður faðmi hvílir hún nú fyrir miskunn og kærleika Guðs til okkar í Jesú Kristi. Honum sé eilíf þökk og dýrð. Guð blessi eiginmann, son og dætur og alla fjölskyldu hennar um ókomin ár. Guð blessi minn- inguna um Kristjönu Kjeld. Þorvaldur Karl Helgason Leiðrétting í MINNINGARGREIN um Sigfríð K. Þormar hér í Mbl. þriðjudaginn 5. þ.m. misritaðist nafn hennar í fyrirsögn og á nokkrum öðrum stöðum í greininni sjálfri. Hún kallaði sig aldrei annað en Sigfríð. Þá misritaðist nafn eiginkonu Þórs P. Þormar, sonar Sigfríðar. Hún heitir Gróa Ingimundardóttir hjúkrunarkona.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.