Morgunblaðið - 08.02.1985, Side 5

Morgunblaðið - 08.02.1985, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1985 5 Fargjaldastrfð f Evrópuflugi: Annafargjöldin munu auka tekjur Arnarflugs — segir Magnús Oddsson markaðsstjóri hjá Arnarflugi „VIÐ ERUM algjörlega á öndverðum meið við þá Flugfélagsmenn að þessi nýju annafargjöld verði til að rýra tekjur flugfélaganna,“ sagði Magnús Oddsson, markaðsstjóri hjá Arnarflugi, er Morgunblaðið hafði samband við hann vegna ummæla Sigfúsar Erlingssonar, framkvæmdastjóra hjá Flugleið- um, f frétt Mbl. um ný fargjöld Flugleiða til Luxemborgar, en þar segir m.a. að Flugleiðir séu nú að gera nánari könnun á áhrifum þessara nýju fargjalda. I frétt Morgunblaðsins er m.a. haft eftir Sigfúsi Erlingssyni, að erfitt sé að skilja þetta „fargjalda- útspil Arnarflugs" og ennfremur að þetta muni verða til að rýra tekjur flugfélaganna. Magnús Oddsson hjá Arnarflugi sagði hins vegar að ein af ástæðunum fyrir að Arnarflug fór út í þessi annafargjöld, sem gefa 38% afslátt á flugi til Amst- erdam, hafi einmitt verið sú, að tal- ið var að þau myndu auka tekjur fyrirtækisins. „Það má raunar spyrja þá Flugleiðamenn á móti, hvers vegna þeir hafi nú sjálfir far- ið út í þessi fargjöld, ef þeir telja að þau muni rýra tekjurnar," sagði Magnús. „Okkar skýring er ósköp einföld. Eftir að hafa kannað þetta rækilega lá fyrir sú vitneskja að mikil aukning hefur orðið á farþeg- um sem þurfa að ferðast í við- skiptaerindum í stuttar ferðir til Evrópu. Þessir farþegar hafa mikið fært sig yfir á hin ýmsu lægri far- gjöld sem í gildi eru svo sem „Pex“, „Apex“ „IT“ og fleiri, en þau eru öll háð þeim skilmálum að viðkomandi þarf að dvelja úti yfir helgi lág- mark, og menn hafa jafnvel verið að teygja sína dvöl ytra lengur en þeir þurftu og greiða þá erlendum hótelum meira sem því nemur. Okkar skoðun er því sú, að þessir aðilar séu tilbúnir að greiða flugfé- laginu örlítið fleiri krónur í staðinn fyrir að greiða þær til er- lendra hótelhringa. Þetta er grund- völlurinn fyrir því að við ákváðum að fara út í þessi annafargjöld," sagði Magnús ennfremur. Varðandi ummæli Sigfúsar Erl- ingssonar um undirboð í þessu sam- bandi sagði Magnús m.a.: „Flugleið- ir hafa tekið upp svokölluð „hopp- fargjöld" og „Apex“ innanlands. Við erum sannfærðir um að þetta myndi rýra tekjur okkar, og því elt- um við það ekki. Það er því ekki rétt sem Sigfús segir að ef annar aðilinn undirbjóði muni hinn svara. Ef Flugleiðir hafa áhyggjur af þessu hefði kannski verið eðlilegra fyrir þá að byrja á að hækka fargjöld til Luxemborgar, hliðstætt þeim far- gjöldum sem eru í gildi til Evrópu. Sem dæmi má nefna að svokölluð „Pex-fargjöld“ til Luxemborgar eru 24% lægri en „Pex“ til Amsterdam þótt flugleiðin sé lengri. Við höfum ekki elt það. Aðalatriðið í þessu er hins vegar, að okkar skoðun er sú, að þessi annafargjöld okkar muni verða til að auka tekjur fyrirtækis- ins en ekki öfugt," sagði Magnús Oddsson, markaðsstjóri hjá Arnar- flugi. MorgunblaJiS/ RAX Valtýr Pétursson listmálari Ég hafði þörf fyr- ir að breyta til — segir Valtýr Pétursson listmálari VALTÝR Pétursson listmálari opnar sýningu á málverkum sínum í Gall- eríi, Vesturgötu 17, laugardaginn 9. febrúar kl. 14.00. Sýningin nefnist „Frá liðnum árum“ og eru á henni 30 olíumál- verk og 3 vatnslitamyndir, sem málaðar eru á árunum 1977-1984. Lítið ber á abstraktmyndum á sýningunni og var Valtýr spurður hvort hann væri hættur við að mála abstrakt. „Það eru nú örfáar abstrakt- myndir á sýningunni og hinar eru undir miklum áhrifum. Þær hefðu ekki orðið til nema ég væri búinn að mála abstrakt í um 20 ár. En ég hafði þörf fyrir að breyta til. Á þessari sýningu eru að mestu nýjar myndir, sem ekki hafa sést áður. Ég sýni í Þrastar- lundi á hverju sumri og hafa reyndar nokkrar verið sýndar þar, en ég hef endurunnið þær síðan.“ — Kemur það oft fyrir að þú endurvinnir myndirnar? „Já. Ég vinn myndirnar á með- an þær eru í vinnustofunni. Hérna er ein mynd, sem ég kalla Mosa og er i svolitlu uppáhaldi hjá mér. Hún gleymdist f vinnu- stofunni hjá mér og var því lengi í vinnslu. Sama er að segja um aðra mynd, Vetur, ég var mjög lengi að vinna hana.“ — Hér eru margar myndir úr Vesturbænum. Er hann í miklu uppáhaldi hjá þér? „Já. Ég er með vinnustofu hér á Vesturgötunni og ég hef gaman af að mála útsýnið, bæði úr norð- ur- og suðurglugganum. Svo hef- ur slippurinn og höfnin líka mik- ið aðdráttarafl, eins og myndirn- ar bera með sér.“ — Höfða vatnslitirnir minna til þín en olían? „Meirihluti mynda minna er unninn í olíu og ég hef alltaf verið hrifinn af henni. En ég hef vatnslitina með. Gallinn við að vinna með vatnsliti er sá að ég þarf að mála svo mikið ef ég ætla að senda eitthvað frá mér sem ég get staðið við. En ég er ánægður með þessar þrjár myndir á sýn- ingunni, sérstaklega eina.“ — Að hverju vinnur þú um þessar mundir? „Ég fékk starfslaun frá borg- inni og er nú að vinna að stórri sýningu sem haldin verður að Kjarvalsstöðum eftir rúmt ár,“ sagði Valtýr Pétursson. Sýning Valtýs stendur til 3. mars nk. og er hún opin frá 9—17 á vikum dögum og kl. 14—18 um helgar. Garbo Áöur Nú Kuldajakkar (vatt) 3.290 1.690 Samfestingar 2.500 1.500 Stakir jakkar fínni 4.290 1.980 í Samfestingar 2.290 1.500 Stakir jakkar fínni 4.850 2.290 j Gallabuxur 2190 500 Gallasamfestingar 2.780 500 Gallajakkar 1.990 500 Karnabær Áöur Nú i; Kápur 8.580 4.900 Stretch-buxur 1.290 790 J Kápur 8.050 4.900 Sokkabuxur 430 190 f Belti 190 100 Belti 290-400 130 í Belti 750 250 D-kakhibuxur 1.390 790 Belti 480 250 H-kakhibuxur 1.290-1390 790 í Hrásilkidragtir 4.900 1.500 D-peysur 1.290—1.390 690 Stretch-buxur 1.390 695 Köflóttar d-buxur 1.690 890 | Pils 1.990 980 Skyrtur stórar 1.290 490 Buxur 2.450 1.225 H-peysur 1.390-1.590 490 Buxur 2.670 1.350 T-bolir 270 90 { Hattar 1.190 650 Stórir jakkar 2.950 1.490 l Dragtir 7.900 3.900 Kakhi-dragtir 2.950 1.490 1 Utijakkar (ull) 6.780 3.500 Samfestingar 2.690 1.490 í Stakir jakkar 3.600 1.990 Pils 1.790 890 Stakir jakkar 5.300 2.900 ! Klútar, slæður 360 150 Bonanza Áöur Nú Bonaparte Áöur Nú Kuldajakkar (vatt) 3.290 1.690 Jakkaföt í úrvali 7.980 3.980 D-kakhi-buxur 1.390 790 t Skyrtur 790 490 H-kakhi-buxur 1.290-1.390 790 Rúskinnsjakkar 4.590 2.790 H-peysur 1.390-1590 690 Stakir buxur fínni 1.980 1.190 Samfestingar 2.690 1.490 Aðeins nokkrir dagar í viðbót

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.