Morgunblaðið - 16.02.1985, Síða 1
56 SÍÐUR OG LESBÓK
STOFNAÐ 1913
39. tbl. 72. árg.
LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 1985
Prentsmiðja Morgunblaðsins
AP/Símamynd.
Frá blaðamannafundinum í Moskvu í g*r. Garri Kasparov er í ræðustóli, en næstur Ijósmyndaranum er heimsmeistarinn Anatoly Karpov. Við hlið Karpovs
situr ('ampomanes, forseti Alþjóðaskáksambandsins.
Kasparov á blaðamannafundi um frestun heimsmeistaraeinvígis í skák:
Verið að koma í veg
fyrir að ég gæti unnið
Moskvu, 15. febrúar. AP.
Garri Kasparov, áskorandinn í heimsmeistaraeinvíginu í
skák, sagði að frestun einvígisins væri einungis til að koma í
veg fyrir að hann gæti unnið í einvíginu.
("ampomancs, forseti Alþjóðaskáksambandsins, sagði á há-
vaðasömum blaðamannafundi í Moskvu að einvíginu hefði
veriö hætt og nýtt hæfist 1. september nk. Hafa margir á orði
að þetta mál allt sé mesta hneyksli skáksögunnar.
Brezka námadeilan:
Er lausn
í augsýn?
London, 15. febriinr. AP.
LEIÐTOGAR kolanámamanna fund-
uðu í dag með leiðtogum brezku
verkalýðssamtakanna (TUC) þar sem
fjallað var um nýja „uppskrift" að við-
ræðum, er leitt g*ti til þess að endi
yrði bundinn á kolaverkfallið.
Fulltrúar TUC og brezka kolafé-
lagsins (NCB) náðu samkomulagi
um nýjan viðræðugrundvöll eftir
fjóra leynifundi. Þar er gert ráð
fyrir tafarlausum samningaviðræð-
um sem snúast skuli fyrst og fremst
um ágreiningsefni deiluaðila, fyrir-
hugaða lokun óarðbærra náma.
Þar með félli ríkisstjórnin frá
þeirri kröfu sinni að samtök náma-
manna gæfu skriflega staðfestingu
áður en til nokkurra samn-
ingaviðræðna kæmi um að þau við-
urkenndu rétt kolafélagsins til að
loka óarðbærum námum.
Kolafélagið skýrði frá því í dag
að 2.092 námamenn hefðu snúið
baki við verkfallinu í vikunni og því
væru 85.500 námamenn að störfum,
eða 46% allra námamanna.
Walesa á
yfir höfði
sér ákæru
Varsjá, 15. febrúar. AP.
LECH Walesa leiótoga Samstöðu
hefur verið boðaður til saksóknara
Gdansk-borgar til yfirheyrslna og á
hann yfir höfði sér að verða ák*rður
fyrir að *sa til óspekta, að sögn að-
stoðarmanns Walesa.
Einkennisklæddir lögreglumenn
afhentu Walesa stefnuna á heimili
hans. Þar er honum gefið að sök
að hafa brotið eina grein hegn-
ingarlaganna með þátttöku í
leynifundi Samstöðuleiðtoga, sem
lögreglan leysti upp í fyrradag.
PAP-fréttastofan sagði að „þar
hefði átt að undirbúa uppþot", en
Walesa segir að fjallað hafi verið
um óskir Samstöðuleiðtoga um 15
mínútna mótmælaverkfall 28.
febrúar nk. vegna fyrirhugaðra
verðhækkana stjórnarinnar á
matvælum í næsta mánuði.
Walesa var sleppt strax, en aðr-
ir fundarmenn færðir til yfir-
heyrslu. Hafa sjö þeirra verið
ákærðir fyrir brot á hegningarlög-
gjöfinni. Hafa þrír þeirra, Adam
Michnik, Bogdan Lis og Wladysl-
aw Frasyniuk, verið fangelsaðir til
bráðabirgða.
Verði Walesa og félagar hans
sekir fundnir eiga þeir yfir höfði
sér allt að þriggja ára fangelsi.
Campomanes sagði á blaða-
mannafundinum að nýtt einvígi
hæfist næsta haust þótt ekki væri
búið að fá samþykki keppendanna.
Var hann tvísaga um heilsufar
heimsmeistarans á fundinum.
IKarpov var ekki á fundinum til að
byrja með en stormaði skyndilega
í salinn og upp á svið, þreif hljóð-
nemann úr hendi Campomanes og
mótmælti því hástöfum að einvíg-
inu skyldi hætt.
Kasparov tók til máls á eftir
Karpov og hrópaði fremur en tal-
aði til Campomanes og krafðist
skýringa á frestuninni. Biturleik-
inn leyndi sér ekki er Kasparov
hrópaði yfir fundarsalinn: „Það er
bara verið að koma í veg fyrir að
ég geti unnið í einvíginu. Heims-
meistaranum líður illa. Hann er
hér, en hann er ekki vel fyrir kall-
aður. Nú hef ég tækifæri til að
sigra en þá á að koma í veg fyrir
það. Ég vil tefla áfram og sleppa
öllum frestunum. Með hverri töf
færist Karpov nær sigri.“
Kasparov lýsti blaðamanna-
fundinum sem vel undirbúinni
leiksýningu þar sem allir hefðu
kunnað sína rullu. Hefur hann
staðfest, að eftir aðra sigurskák
sína, 30. janúar, hafi verið farið
fram á það við hann að einvíginu
yrði hætt, og það síðan ítrekað er
hann vann þá þriðju.
Þegar Campomanes skýrði frá
því, að einvíginu hefði verið hætt,
sagði hann ástæðuna vera, að ein-
vígið hefði tekið svo mikinn toll af
líkamlegu og andlegu þreki kepp-
endanna beggja Þegar hann var
spurður hvort það þýddi. að Karp-
ov gæti ekki teflt áfram, sagði
hann flestuni til mikillar furðu, að
hann hefði hiti Karpov 25 mínút-
um fyrir fundinn og hefði Karpov
þa verið hinn hressasti og beðið
um að einvígið fengi að halda
áfram.
Sji nánar „Skákheimurinn má
ekki sælta sig við þessi úrslit" og
„Campomanes dregur taum Karp-
ovs“ á bls. 24 og 25.
Grænland:
Þorskkvótinn
skorinn niður
í 25.000 tonn
t.rjrnlandi. 15. febniar. f’ri NiLs Jör(en
Bruun, frétUritara Mbl.
GRÆNLENSKA heimastjórnin hef-
ur ákveðið, hversu mikið megi veiða
af þorski í grænlenskri fiskveiðilög-
sögu á þessu ári. Verða þorskveiðar
mjög dregnar saman.
Leyfilegur heildarafli verður
aðeins 25.000 tonn vegna hins
geigvænlega samdráttar i þorsk-
veiðunum í fyrra.
Þetta hefur í för með sér, að
ekki verður unnt að úthluta Evr-
ópubandalaginu neinum þorsk-
kvóta. f fiskveiðisamningnum við
bandalagið segir. að aðeins það
sem Grænlendingar geti ekki veitt
sjálfir, komi til úthlutunar handa
EB þo þannig ao fyrstu 50.000
tonnin komi ávallt i hlut. Græn-
lendinga.
Grænlendingar
eignast eigin fána
GrKnlandi, 15. febrúar. Krá Nils Jörgen Kmun.
GR/ENLAND f*r nú sinn eigin
fána samkv*mt ákvörðun gr*n-
lenska landsþingsins.
Hingao til hefur danska fán-
anuni verið flaggað i Grænlandi,
en langt, er síðan sú ósk kom
fram, aö landiö fengi eigin fána.
á sama hátt og annað danskt.
frétUriUra Mbl.
heimastjórnarland, Færeyjar.
Við atkvæðagreiðslu í lands-
þinginu greiddu 14 þingmenn at-
kvæði með tillögu um rauðan og
hvítan fána : stað hins danska
Tillaga uni fána. seni vær' eins
og hinn danski. nema með græn-
um lit i staö hins hvíta, fékk 11
atkvæði.
Grænlenski fáninn verður
þannig, að hann skiptist lárétt í
miðju, rauður að ofan. hvítur
neðra. Aðeins tii vinstri við lóð-
rétta miðju verður hringur, hvit-
ur i rauða helminguum. en rauð-
ur í hvíta heimingnum.