Morgunblaðið - 16.02.1985, Side 4
4
MORGUNBLADIÐ, LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 1985
Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins:
Bjóðum stcttasamvinnu
og skattalækkunarleið
„Ruglið í félagsmálaráðherra verður að hætta,“ sagði Birgir ísl. Gunnarsson um húsnæðismálin
„Á NÆSTU vikurn og mánuAum mun stjórnmálabaráttan snúast um
tvær stefnur: StéttastríA og skattahækkunarleid Alþýðubandalagsins
og stéttasamvinnu og skattalækkunarleið SjálfstæAisflokksins,“
sagAi Þorsteinn Fálsson, formaAur SjálfstæAisflokksins, í ræAu á
almennum stjórnmálafundi sjálfstæAisfélaganna í Reykjavík sem
haldinn var í Valhöll á fimmtudagskvöldiA.
Frummælendur á fundinum kvæmdastjórnar flokksins. Það
voru þrír: Þorsteinn Pálsson, Frið-
rik Sophusson, varaformaður
Sjálfstæðisflokksins, og Birgir Isl.
Gunnarsson, formaður fram-
kom fram í máli þeirra allra, að
nú væri brýnt að ná sáttum og
samkomulagi milli ríkisvaldsins
og aðila vinnumarkaðarins um ár-
angursríka efnahagsstefnu sem
treysti undirstöður atvinnulífsins
og veitti varanlegar og raunhæfar
kjarabætur.
Húsnæðismálin
Bæði Þorsteinn Pálsson og Birg-
ir fsl. Gunnarsson lýstu óánægju
sinni með það hvernig ríkisstjórn-
in hefði staðið að húsnæðismálun-
um. Þorsteinn lagði á það höfuð-
Morgunblaðið/Bjarni
Frá fundi sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík á fimmtudagskvöldið: Friðrik Sophusson, Birgir ísl. Gunnarsson, Þor-
steinn Pálsson og Drífa Hilmarsdóttir, fundarritari.
áherslu, að ekki mætti hvika frá
sjálfseignastefnu Sjálfstæðis-
flokksins í húsnæðismálunum, það
kostaði jafn mikið að smíða íbúð
hvort heldur það væri gert af
leigusamtökum eða einstaklingi.
Miklu nær væri að styðja einstakl-
inginn og skapa þar með eign hjá
honum. Birgir ísl. Gunnarsson
sagði að húsnæðismálin hefðu ver-
ið í molum eftir stjórn Svavars
Gestssonar, formanns Alþýðu-
bandalagsins, á þeim. Og hann
sagði um meðferð Alexanders
Stefánssonar á þessum mála-
flokki: „Ruglið í félagsmálaráð-
herra Framsóknarflokksins er
orðið óþolandi. Krafan er að
stefna Sjálfstæðisflokksins nái
frarn."
Ákvöröun um kosningar
ótímabær
Þorsteinn Pálsson sagði að þótt
ríkisstjórnin hefði sætt andbyr
síðustu mánuði þá væru engin þau
mál á döfinni á milli stjórnar-
flokkanna, sem gæfu tilefni til að
ætla, að til stórárekstra kæmi
milli þeirra. Miðað við aðstæður
væri ekki óeðlilegt að menn veltu
því fyrir sér, hvort til kosninga
kynni að koma á næstunni. Hins
vegar taldi Þorsteinn ekki ástæðu
til að taka ákvarðanir um það á
þessu stigi. Fyrir ríkisstjórninni
lægi að vinna að framkvæmd
þeirra mála sem flokkarnir hefðu
samið um sín á milli. Sjálfstæð-
Fyrsta íslenzka ferðakaupstefnan
- á vegum Útsýnar í Broadway á morgun
MORGUNBLAÐINU hefur borizt
eftirfarandi fréttatilkynning frá
ferðaskrifstofunni Útsýn:
„Á 30 ára starfsafmæli sinu
hefur ferðaskrifstofan Útsýn
gefið út vandað rit, litprentað, í
stóru broti um ferðaþjónustu al-
mennt, um starfsemi Fríklúbbs-
ins, sem stofnaður var fyrir
rúmu ári og telur nú á 7. þúsund
félagsmenn, og jafnframt lýs-
ingu á dvalarstöðum og gisti-
stöðum Útsýnarfarþegar, bæði í
sólarlöndum, Mið-Evrópu og í
Englandi, en Útsýn býður ferðir
og þjónustu um víða veröld, t.d.
er Heimsreisa Útsýnar í ár alla
leið til Ástralíu, Nýja Sjálands
og Fiji-eyja með viðdvöl í
Bangkok á útleið og Balí á heim-
leið.
Að sögn starfsfólks Útsýnar
hefur ekkert lát verið á fyrir-
spurnum og pöntunum, síðan
áætlunin kom út um síðustu
helgi, og hafa pantanir numið
sem ávarar einum flugvélar-
farmi á dag.
Til að auðvelda fólki að kynn-
ast ferðunum og almennri ferða-
þjónustu nánar, boðar Útsýn
nýjung í kynningar- og mark-
aðsstarfsemi með ferðakaup-
stefnu í Broadway nk. sunnudag,
17. febrúar. Þar verður komið
upp ferðasýningu, bæði á sviði
hússins og um allan hinn stóra
sal, og skiptist sýningin i 12
deildir, sem hver hefur sitt nafn.
Auk Útsýnar taka bæði Flugleið-
ir hf. og Arnarflug hf. þátt í
kaupstefnunni. Húsið verður
opnað kl. 13.30 og er aðgangur
ókeypis ásamt happdrættismiða
og ferðavinningar þrír, sólar-
landaferð og flugfarseðlar.
Starfsfólk við ferðaþjónustu
verður um 30 manns við ráðgjöf,
upplýsingar og pantanir, bæði
sölufulltrúar og fararstjórar,
sem gagnþekkja hina ýmsu
ferðamannastaði. I gangi verður
ný ferðakynningarmynd á 8
sjónvarpsskermum, og geta gest-
ir fengið sér sæti við borð og
pantað veitingar, meðan þeir
fylgjast með sýningunni, sem
tekur 45 mínútur, en síðan geng-
ið milli sýningardeilda, fengið
bæklinga, ráðgjöf og upplýs-
ingar. Kl. 15.00 verður hlé á
kaupstefnunni í 20 mínútur með-
an ungt fimleikafólk úr íþrótta-
félaginu Bjarkirnar leika listir
sínar á sviðinu, og sjálfur Ómar
Ragnarsson mun bregða á leik
með börnum og fullorðnum.
Eins og mörg undanfarin ár
verður Útsýn með umfangs-
mesta leiguflugið frá íslandi.
Munu Flugleiðir annast leigu-
flug fyrir Utsýn til Portúgal og
Spánar, en Arnarflug til Ítalíu,
þar sem farþegar dveljast sumir
12. árið í röð, eða í Bibione, sem
var nýjung Útsýnar í fyrra, sem
seldist gjörsamlega upp. Nú hef-
ur Útsýn yfir enn vandaðri íbúð-
um að ráða í gististaðnum Val-
bella í Bibione. Útsýn býður aft-
ur Grikklandsferðir í sumar, og
verður dvalist í Porto Carras á
Sithonia-skaganum, alveg á
strönd Eyjahafsins. Hefur sá
staður vakið mikla athygli síð-
ustu árin vegna fegurðar og
ómengaðrar náttúru, samfara
því að bjóða nýjustu gistiaðstöð-
una í Grikklandi í stil við það
sem bezt gerist í Suðurlöndum.
Önnur nýjung Útsýnar í ár er
enska Rivieran, en þar er mild-
ast og sólríkast á Bretlands-
eyjum og minnir bærinn Tor-
quay meira á meginlandið eða
Suður-Evrópu. Margar skemmti-
legar akstursleiðir eru um Suð-
ur-England og hægt að enda
ferðina í heimsborginni London.
Fáir staðir í Mið-Evrópu þykja
jafnast á við Mosel-dalinn í
Þýzkalandi. Þangað tók Útsýn
upp ferðir í fyrra, og urðu þær
svo vinsælar, að aukið verður við
í ár, en þá er flogið til Luxem-
borgar. Aðstaðan á Mosel
Hotelpark þykir með því bezta
sem gerist, enda hafa gestir yfir
nýtízkuíbúðum að ráða, en geta
jafnframt notið fullkominnar
hótelþjónustu og farið í ferðir
um nágrennið og til landanna í
grennd. Útsýn hefur rekið um-
fangsmikla þjónustu við þá sem
leita í málaskóla erlendis i lengri
eða skemmri tíma og verður það
einnig kynnt á ferðakaupstefn-
unni.
24 Útsýnarierb Iryggir þér mesl fyrir ferðasjódinn! 25
Úr sumaráætlun Útsýnar.
ismenn vildu láta koma í ljós,
hvort framsóknarmenn væru til
þess búnir að standa við hin um-
sömdu atriði, þegar á reyndi í
framkvæmd. Þá væri eðlilegt að
sjá hvort unnt yrði að ná viðun-
andi niðurstöðu í kjaramálunum
með samvinnu ríkisvaldsins og að-
ila vinnumarkaðarins. Þessi tvö
atriði myndu ráða úrslitum um
framtíð ríkisstjórnarinnar og því
væri ekki tímabært nú að ræða
um kosningar.
Stétt með stétt
Þorsteinn Pálsson sagði að kjör-
orð landsfundar sjálfstæðismanna
nú i apríl yrði hið sama og sjálf-
stæðismenn hefðu sett fram í upp-
hafi: Stétt með stétt. Sjálfstæð-
ismenn vildu stuðla að friði og víð-
tæku samstarfi í þjóðfélaginu öll-
um borgurum landsins til heilla.
Hann sagði, að innan Alþýðu-
bandalagsins hefðu þeir aðilar
hins vegar náð undirtökunum sem
vildu stéttastríð, Fylkingar-félög-
um hefði verið sýndur mikill
trúnaður innan flokksins og þeir
vildu beita verkalýðshreyfingunni
fyrir sig í valdabaráttu. Væri svo
komið innan Alþýðubandalagsins
að hinir pólitísku forystumenn
væru komnir í andstöðu við for-
ystumenn verkalýðshreyfingar-
innar innan flokksins. Alþýðu-
bandalagið hefði að þessu leyti
færst aftur um rúm fimmtíu ár og
ráðamenn þar vildu nú stéttastríð
eins og Kommúnistaflokkur ís-
lands forðum daga. I máli Þor-
steins kom fram, að hann hafði
litla trú á því að sú pólitíska
flugeldasýning sem Alþýðuflokk-
urinn hefði efnt til gerði þann
flokk hæfari til að takast á við
stjórn landsmála.
Birgir Isl. Gunnarsson ræddi
um þrjú meginviðfangsefni: Stór-
iðjumálin, landbúnaðarmálin og
útvarpsmálið. Hann sagði, að
sjálfstæðismenn hefðu sett fram
skýra stefnu í landbúnaðarmálum
og nú reyndi á vilja framsóknar til
samstarfs um þau.
Friðrík Sophusson skýrði frá
störfum nefndar sem falið var að
gera tillögur um breytingar á
sjóðakerfinu. Lýsti hann tillögum
nefnarinnar sem miða að því að
sameina sjóði og opna fjárfest-
ingasjóðakerfið, lánastarfsemi
verði flutt til viðskiptabanka,
Framkvæmdastofnun verði lögð
niður en eftir standi Byggðastofn-
un með hluta af verkefnum Fram-
kvæmdastofnunar, liðkað verði
fyrir sölu á ríkisfyrirtækjum og
stofnað eignarhaldsfyrirtæki til
að hafa umsýslu á því sviði og
stofnað verði hlutafélag, þróun-
arfyrirtæki, með meirihlutaeign
einstaklinga.
Jónas Bjarnason, formaður
Varðar, setti fundinn en Sigríður
Ragna Sigurðardóttir var fundar-
stjóri og Drífa Hilmarsdóttir
fundarritari.
Nefnd semur
reglur um með-
ferð og sölu
skuldabréfa
V ióskiptaráðherra, Matthías Á.
Mathiesen, skipaði í dag fimm menn
í nefnd til þess að semja reglur um
meðferð og sölu skuldabréfa.
Nefndinni er falið að athuga hvort
rétt sé að binda starfsemi verðbréfa-
miðlara við sérsUkt sUrfsleyfi, svo
og hvort ástæða sé til að herða á
eftirliti með þessum viðskiptum,
m.a. með kröfum um nafnskráningu
skuldabréfa og upplýsingaskyldu
verðbréfa miðlara gagnvart almenn
ingi og stjórnvöldum. Þá er nefnd-
inni falið að athuga skatulega með-
ferð skuldabréfa og koma með til-
lögur til úrbóU í því efni.
Formaður nefndarinnar er Sig-
urgeir Jónsson, aðstoðarbanka-
stjóri í Seðlabankanum, en aðrir
nefndarmenn eru Árni Kolbeins-
son, skrifstofustjóri í fjármála-
ráðuneytinu, Eyjólfur Konráð
Jónsson, alþingismaður, Gestur
Jónsson, hrl., og Markús
Sigurbjörnsson, lögfræðingur.