Morgunblaðið - 16.02.1985, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 1985
5
ACosta del Sol finna allir eitthvaö viö sitt hæfi.
Þessvegna leitar fólk þangaö aftur og aftur og
endurnýjar drauminn um sól, fegurð, hvíld, skemmtun
og lífsnautn meö ótal tilbrigöum. Þú teygar af þessum
lífsnægtabrunni um leið og þú nýtur geisla suörænnar
sólar viö fagurblátt Miðjarðarhafiö, sem á máli sagn-
fræöinga er kallaö „Vagga vestrænnar menningar“.
Á Costa del Sol býöur ÚTSÝN fjölbreytt úrval glæsi-
legra gististaöa — hér er „draumaland sælkerans",
Tívolíiö er skemmtigaröur, sem vart á sinn líka í Evr-
ópu, og í fyrra bættist viö vatns-íþróttastaöurinn AQUA
AQUA PARK, sá stærsti í álfunni, sem strax varö
óhemjuvinsæll hjá farþegum.
Helstu gístistaðir:
jin
iURÐARSAMKEPPNI
>ÝNAR
adway á morgun kl. 13 T'-
n feröakynning i 12 deiidum —
;ýning - skemmtiatriöi. Ókeypis aö-
ir og feröahappdrætti.
Feröaskrifstofan
Austurstræti 17, sími 26611.
Akureyri:
Ráöhústorgi 3, sími 25000.
La Nogalera
verö frá kr. 22.840
Santa Clara
verð frá kr. 27.030
verö frá kr. 24. 100
El Rem0 jy QA
verö frá kr. Z í .4oU
og nýi gististaöurinn Júpíter
verö frá kr. 22.030
Páskaferðin fer fullskipuð é
hverju ári og selst fljótt upp.
— PANTIÐ MEÐAN
PLÁSS ER —
Nýja tollalagafriimvarpið:
Hæstu tollar lækka
úr 80 í 40 prósent
- sagði Geir H. Haarde, aðstoðarmað-
ur fjármálaráðherra, á aðalfundi stór-
kaupmanna
AÐALFUNDUR Félags íslenskra
stórkaupmanna var haldinn sl.
Hmmtudag að Hótel Sögu. Gestur
fundarins var Geir H. Haarde, aó-
stoðarmaður fjármálaráðherra, og
ílutti hann erindi á fundinum og
svaraði fyrirspurnum. I frétt frá FÍS
segir að í máli hans hafi meðal ann-
ars komið fram að væntanlegt er
frumvarp til tollalaga, þar sem sam-
einaðir verða þrír eldri lagabálkar. í
frumvarpinu verður kveðið á um
lægri en jafnari tolla en nú eru, og
verða hæstu tollar 40% í stað 80%
nú.
Geir greindi frá ýmsu, sem
frumvarpið gerir ráð fyrir, til ein-
földunar og hagræðingar á toll-
meðferð, svo og þeim fjáröflunar-
ieiðum sem fyrirhugaðar eru til
þess að vega upp á móti þessum
breytingum. Þá gerði hann grein
fyrir áhrifum virðisaukaskatts á
starfsemi heildverslana.
Torfi Tómasson, formaður FÍS,
flutti ræðu og fjallaði m.a. um ár-
angur af frjálsri verðmyndun, sem
spáð var á síðasta aðalfundi að
myndi leiða til lækkandi verðlags.
Þessi spá hefur ræst, sagði Torfi,
því hækkanir voru áberandi
minnstar á sl. ári á þeim innfluttu
vörum, þar sem samkeppni ríkti
við frjálsa verðmyndun. Hann
sagði okkur lifa á tímum örra
breytinga og benti margt til þess
að þróun yrði hraðari í innflutn-
ingi en nokkru sinni fyrr. Kæmi
þar margt til, svo sem ný tækni,
breytt viðhorf í viðskipta- og fjár-
málum og betri skilningur á hlut-
verki þessarar starfsgreinar.
Torfi Tómasson var endurkjör-
inn formaður Félags íslenskra
stórkaupmanna til næstu tveggja
ára. Með honum í stjórn eru: Bragi
Jónsson, Elín Egilsdóttir, Ey-
steinn Árnason, Haraldur Harald-
son, ólafur H. ólafsson og Páll
Bragason.
Nokkrar ályktanir voru sam-
þykktar á fundinum, m.a. um
frjálsa verðmyndun, skattamál,
tollamál, kjaramál, peningamál og
skipulagsmál. f ályktuninni um
frjálsa verðmyndun er fagnað
þeim skrefum, sem stigin hafa
verið til aukins frjálsræðis í versl-
un og viðskiptum sem leitt hafi til
harðnandi samkeppni og lægra
vöruverðs. „Reynslan hefur enn
einu sinni sýnt að ótti við aukið
frjálsræði í viðskiptum hefur
jafnan verið ástæðulaus og að af-
nám hafta og skömmtunar hefur
orðið til góðs fyrir almenning í
landinu", segir í ályktuninni. Þá er
hvatt til áframhaldandi starfa á
þessari braut.
í tillögu um skipulagsmál heild-
Þorlákshöfn:
Vinna hafin á
ný í Meitlinum
l>orlákNhófn, 14. febrúar.
VINNA hófst í frystihúsi Meitilsins
á nýjan leik í gær eftir nærri tveggja
mánaða stöðvun. Meðan vinna í hús-
inu lá niðri voru báðir togarar fyrir-
tækisins sendir í klössun til Akur-
eyrar.
Gagngerar breytingar voru
einnig gerðar á vinnslusal: öllum
vélum og tækjum var rutt út úr
salnum og hann flísalagður í hólf
og gólf, færibönd voru endurnýjuð
og tölvubúnaði frá Pólnum hf. á
ísafirði komið fyrir.
Atvinnuástand í Þorlákshöfn
hefur verið með allra versta móti
undanfarið vegna breytinganna og
ekki hefur bætt úr skák, að afla-
brögð á þessum árstíma hafa ekki
verið jafn léleg svo lengi sem elstu
menn muna. — JHS.
3. apríl — 12 dagar (aöelns 4 vinnudagar)
verslunar er skorað á borgaryfir-
völd að láta gera úttekt á þörfum
heildverslunar fyrir landsvæði til
starfsemi sinnar áður en meira
landi verður ráðstafað í grennt við
Sundahöfn. Fundurinn fól stórn
FlS að gera könnun á því meðal
félagsmanna, hvort tímabært sé
að reisa nýja heildsölumiðstöð á
hafnarsvæðinu.
Frá aðalfundi Félags íslenskra stórkaupmanna á fimmtudag.
Með Útsýn
beint í sólina og vorið
við
Miðjarðarhafið
PÁSKAFERÐ