Morgunblaðið - 16.02.1985, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 1985
25
, , AP/Símamynd.
SIÐASTA SKAKIN
Stórmeistararnir að tafli í síóustu skákinni í þessari lotu. Garri Kasparov,
áskorandinn, er vinstra megin og Anatoly Karpov hægra megin við borðið.
AP/Símamynd.
Kasparov rís úr sæti sínu til að auð-
sýna óánægju sína með frestun ein-
vígis þeirra Karpovs.
vel og svara þeirri spurningu.“
Það var púað á Campomanes þeg-
ar hann svaraði og sagði, að hann
hefði gjarnan viljað geta talað við
keppendurna en það hefði bara verið
þannig, að hann hefði ekki getað
náð í þá. „Nú erum við hins vegar
allir samankomnir og það er gott.
Nú skulum við setjast niður og ræða
málin.“
Má Kasparov ekki sigra?
Kasporov hrópaði nú yfir salinn
og biturleikinn leyndi sér ekki.
„Það er bara verið að koma í veg
fyrir, að ég geti unnið í einvíginu.
Heimsmeistaranum líður illa. Hann
er hér, en hann er ekki vel fyrir
kallaður. Nú hef ég tækifæri til að
sigra en þá á að koma í veg fyrir
það. Ég vil tefla áframo og sleppa
öllum frestunum. Með hverri töfl
færist Karpov nær sigri,“ sagði
Kasparov.
„Ég treysti ekki forsetanum“
Karpov lagði nú til, að blaða-
mannafundinum yrði frestað og efnt
til sérstaks fundar með Campoman-
es og keppendunum og öðrum við-
komandl. Fulltrúi sovéska utanrik-
isráðuneytisins var þá fljótur að
lýsa því yfir, að fundinum væri lokið
en þegar þeir keppendurnir gengu
út af sviðinu sagði Kasparov við ná-
læga fréttamenn: „fundur með for-
seta FIDE er ekki til neins. Ég
treysti ekki forsetanum."
Að fundinum loknum kom Camp-
omanes aftur fram á sviðið og til-
kynnti, að Karpov hefði fallist á að
hætta einvíginu og aðKasparov
„ætlaði að hlýða".
„Já, auðvitað verð ég að hlýða,“
sagði Kasparov við fréttamenn á
eftir og vék siðan máli sínu að yfir-
lýsingu Karpovs. „Ég veit ekki hvort
hann meinti það þegar hann sagðist
vilja halda áfrm að tefla. Blaða-
mannafundurinn minnir mig sterk-
lega á vel undirbúna leikæfingu þar
sem allir kunna sína rullu.“
Voru veikindin sett á svið?
Kasparov hefur staðfest, að eftir
að hann vann aðra skákina 30. janú-
ar hafði verið farið fram á það við
hann, að einvíginu yröi hætt og það
síðan ítrekað þegar hann vann þá
þriðju. Eftir heimildum meðal
skákmanna í Moskvu er haft, að
Campomanes hafi hitt Kasparov að
máli sl. fimmtudag og haft þá með-
ferðis bréf frá sovéska skáksam-
bandinu þar sem veikindum Karp-
ovs var lýst.
Þegar Campomanes skýrði frá
því, að einvíginu hefði verið hætt,
sagði hann ástæðuna vera, að ein-
vígið hefði tekið svo mikinn toll „af
líkamlegu og andlegu þreki kepp-
endanna beggja“. Þegar hann var
spurður hvort það þýddi, að Karpov
gæti ekki teflt áfram, sagði hann
flestum til mikillar furðu, að hann
hefði hitt Karpov 25 mínútum fyrir
fundinn og „Karpov var þá hinn
hressasti og bað mig um, að einvígið
fengi að halda áfram“.
„Ég hef margsinnis sagt, að ég
vilji halda einvíginu áfram og ég er
við hestaheilsu," sagði Kasparov í
dag við fréttamenn, „en þeir hafa
verið að reyna að telja mér trú um,
að svo væri ekki og borið við alls
kyns tylliástæðum öðrum til að fá
mig til að hætta.
Skákheimurinn má ekki sætta
sig við þessi úrslit“
Campomanes sagði, að einvígið
myndi hefjast aftur 1. september og
báðir keppendur byrja jafnir, með
engan vinning úr einvíginu, sem nú
hefur verið hætt. Hann sagði ekkert
um tilhögun þess að öðru leyti og
kvað hana mundu rædda á þingi
FIDE í ágúst. Reglur FIDE kveða á
um, að ef heimsmeistari tapar titl-
inum í einvígi getur hann farið fram
á annað innan sex mánaða. Kasp-
arov er sagður andvígur því að
Karpov hafi þann rétt í haust því að
það sé þá seinna einvígið, en sagt er
að Karpov leggi áherslu á að hafa
þessi réttindi áfram.
ANNAFARGJALD Arnar-
flugs gerir þér kleift að fara
I stutta ferð tll útlanda í
mlðrl viku fyrir 38% lægra
verð en hingað til og þú þarft
ekki að dveljast erlendis yfir helgi
til að ná þessum sparnaði. Þú
getur því varið helginni heima
með Qölskyldunni, í stað þess
að dveljast í hótelherbergi er-
lendis einungis til þess að geta
ferðast á lægra fargjaldi. Fjöl-
skyldan verður örugglega
ánægð með þessa breytingu.
Á undanförnum árum hafa
komið á markaðinn ýmis sérfar-
gjöld - græn, rauð, PEX, APEX
- mun lægri en almenna far-
gjaldið. Farþegar eru að vonum
ánægðir með þessa þróun. En
fargjöldunum fylgir sú kvöð, að
farþegarnir verða að dvejjast er-
lendis yfir helgi. Þeir, sem hafa
þurft að fara í stuttar ferðir til
útlanda, gjarnan í viðskiptaer-
indum, hafa því annaðhvort
orðið að greiða hæsta fargjaldið
eða orðið að dvejjast erlendis
yfir helgi til að ná lágu sérfar-
gjaldi. ANNAFARGJALD Arn-
arflugs - 20.435 krónur til
Amsterdam - breytir þessu
dæmi.
Þurfirðu að fara í stutta ferð
erlendis, er ávinningur þinn
margvíslegur Melra en 12.500
ARNARFLUG
Lágmúla 7 Sími 84477
króna lækkun fargjalds, mið-
að við almennt fargjald, eng-
inn oþarfur dvalarkostnaður
erlendis yfir helgl, betri nýt-
ing vinnudaga og síðast en
ekki sfst - þú getur verið
heima hjá fjölskyldunni um
helgina. Það eru því fleiri en
þú sem eru ánægðir með nýja
ANNAFARGJALDIÐ.