Morgunblaðið - 16.02.1985, Side 38

Morgunblaðið - 16.02.1985, Side 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 1985 Minning: Bjarni Eyjólfsson frá Vestmannaeyjum Fæddur 2. nóvember 1904 Dáinn 30. janúar 1985 I dag verður til moldar borinn frá Landakirkju í Vestmannaeyj- um Bjarni Eyjólfsson, fyrrverandi yfirverkstjóri hjá Vestmannaeyja- bæ. Bjarni var Stokkseyringur, fæddur í Skipagerði 2. nóvember 1904 og var því á 81. aldursári er hann lést. Hann var einn þriggja barna hjónanna Guðnýjar Guð- mundsdóttur og Eyjólfs Bjarna- sonar formanns. Móður sína missti Bjarni aðeins tveggja ára en faðir hans kvæntist að nýju, Þuríði Grímsdóttur, og eignuðust þau átta börn. í uppvexti sínum sætti Bjarni sömu kjörum og önnur börn í sjáv- arþorpum á þessum tíma og lagði fram krafta sína um leið og þeir höfðu náð nokkrum styrk, til þess að létta undir með fjölskyldunni. Gamlir Stokkseyringar segja að þá þegar hafi Bjarni skorið sig úr fyrir fríðleik og atgervi. Bjarni hóf sjómennsku á unga aldri, var í sjóbúð í Þorlákshöfn og víðar, en fór svo til Vestamanna- eyja eins og margir Stokkseyr- ingar og fluttist þangað um tví- tugt. Hann hafði líka dvalist sem unglingur í Eyjum um nokkurt skeið i góðu atlæti hjá Sigurði í Nýborg og síðar Guðrúnu á Sveinsstöðum. Hann gekk að eiga konu sína, 5. desember 1925, Guðrúnu Guð- jónsdóttur, Stokkseyring, þá bú- setta hjá foreldrum sínum í Sæ- túni í Eyjum. Bjarni hélt áfram sjómennsku í Eyjum, átti part í bát og var formaður um tíma, en varð að hætta vegna veikinda og var á Reykjahæli um tíma. Má nærri geta hvernig jafniðjusöm- um manni og honum hefur þótt sú vist. A þessum tíma smíðaði Bjarni marga gripi, m.a. úr járni því að hann var mjög hagur í höndum. Þegar nokkur bati fékkst réðst Bjarni til hafnarsjóðs og var starfsmaður Vestmannaeyjabæjar upp frá því. Framan af var Bjarni bílstjóri en gerðist síðar verkstjóri og loks yfirverkstjóri hjá bænum. Kom í hans hlut að stjórna hinum miklu framkvæmdum sem bærinn stóð fyrir á 7. áratugnum, m.a. malbikun og dreifikerfi Vatnsveit- unnar, svo að eitthvað sé nefnt. Bjarni gegndi yfirverkstjórastarf- inu fram yfir eldgosið en lét þó af störfum og tók við umsjónarstarfi við byggingu Safnahússins og lauk starfsævi sinni sem húsvörður þar. Verkstjórn hentaði Bjarna vel því að hann átti gott með að um- gangast fólk og stjórna fólki, jafnt ungu sem gömlu. Enda naut hann mikils trausts yfirmanna sinna, bæjarstjóra og verkfræðinga og hlaut lof þeirra og hrós fyrir störf sín. Kynni okkar Bjarna hófust er ég kom til starfa i Safnahúsinu 1978. Dagleg samskipti okkar leiddu til traustrar vináttum sem seint mun fyrnast. Byggingu Safnahússins var þá að mestu lok- ið og gerðist Bjarni smám saman eins konar aðstoðarbókavörður með aðsetri í geymslunni sem hann hafði komið upp og gert að glæsilegum sal. Þar undi Bjarni sér vel, einkum þegar hann gat gefið sér tíma — frá snatti fyrir bókavörðinn og stjani undir hann — til að líta í skruddurnar sem hann var að koma upp úr rykugum kössunum. Heimili þeirra Bjarna og Guð- rúnar var með einstökum og sjaldséðum myndarbrag. Þau bjuggu síðustu árin á Túngötu 18, á jarðhæð hjá dóttur og tengda- syni, því að þau misstu hús sitt, að Austurvegi 16, sem Bjarni byggði, í eldgosinu eins og fleiri. Þar týnd- t Sonur okkar og bróöir, SIGURÐUR BJÖRNSSON, sem lést af slysförum i Malasiu 10. þessa mánaöar veröur jarö- sunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 18. febrúar kl. 15.00. Björn L. Sigurösson, Sigríöur Jóhannsdóttir, María Björnsdóttir, Jóhanna Björnsdóttir, Guöbjörg H. Björnsdóttir. t Hjartkær faöir okkar og bróöir, BÁRÐUR GUOMUNDSSON, lést aöfaranótt 14. febrúar i Landspitalanum. Guömundur Báröarson, Margrét Bárðardóttir, Jóhanna Báröardóttir, Katrin Guómundsdóttir, Guóbjörg Guómundsdóttir. t Faöir minn, INGÓLFUR JÓNSSON, Hátúni 4, Reykjavík, lést á öldrunarlækningadeild Landspitalans, Hátúni 10B, þann 13. febrúar. Fyrir hönd vandamanna. Stefán Már Ingólfsson. t Móöir okkar, GUDLAUG KVARAN, er látin. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 19. febrúar kl. 15.00. Börn hinnar látnu. ist margt af búslóð þeirra, t.d. bækur, því að Bjarna var meira umhugað um að bjarga eigum nágranna sinna undan hraunflóð- inu en sínum eigin. Auðvitað réð Guðrún heimil- isbragnum en Bjarni var auðtam- inn i þeim efnum. Hjónaband þeirra Bjarna og Guðrúnar var bæði langvinnt og gott, stóð í tæp 60 ár. Þau eignuðust tvö börn, Bjarna, matsvein, sem kvæntur er Önnu Kristjánsdóttur (búsett i Reykjavík) og Guðnýju, sem g'ft er Leifi Ársælssyni útgerðar- manni. Ennfremur átti Bjarni stjúpdóttur, Elínu Loftsdóttur, sem gift er Gísla Engilbertssyni framkvæmdastjóra. Bjarni Eyjólfsson var óvenju- lega myndarlegur maður, þéttur á velli, fríður og hýr, glettinn, og mikill reglumaður á alla grein. Hann var með afbrigðum bóngóð- ur eins og þeir munu vitna um sem til hans þurftu að sækja; þannig nutu t.d. fornleifarannsóknir í Herjólfsdal sérstakrar fyrir- greiðslu þegar Bjarni hafði af þeim að segja. Guðrún kona hans lést 16. ágúst 1983, snögglega, þótt hún hefði átt við langvarandi veikindi að stríða. Frá þeim tíma var Bjarni ekki samur maður, og skyldi engan undra sem til þekkti. Að leiðarlokum skal Bjarna Eyjólfssyni þökkuð mikil tryggð og vinátta en þó einkum það mikla starf sem hann lagði fram — af inngróinni alúð — við söfnin í Vestmannaeyjum. Farsælli ævi er lokið. Helgi Bernódusson Þann 30. janúar lést í Sjúkra- húsi Vestmannaeyja afi okkar, Bjarni Eyjólfsson, eftir stutta sjúkrahúsvist. Okkur, dótturbörn hans, langar að minnast hans og þakka með ör- fáum orðum. Hann fæddist 2. nóv- ember 1904 í Skipagerði á Stokks- eyri. Foreldrar hans voru Guðný Guðmundsdóttir og Eyjólfur Bjarnason, var hann yngstur þriggja barna þeirra. Afi missti móður sína þegar hann var aðeins tveggja ára gamall. Faðir hans kvæntist aftur Þuríði Grímsdótt- ur og ólst afi upp hjá þeim ásamt 8 hálfsystkinum sínum. Hann fluttist hingað til Vestmannaeyja um tvítugt. Hann kvæntist ömmu okkar, Guðrúnu Guðjónsdóttur, 5. desember 1925, hún lést 16. ágúst 1983 og var það mikill missir fyrir hann því þau voru svo samhent. Þau eignuðust 2 börn, Bjarna, sem kvæntur er Önnu Kristjánsdóttur, eiga þau 4 börn, og Guðnýju, sem gift er Leifi Ársælssyni og eiga þau 3 börn. Eina dóttur átti amma áður, Elínu Loftsdóttur, sem afi ól upp eins og sína eigin dóttur. Elín er gift Gísla Engilbertssyni og eiga þau 2 börn. Langafabörnin eru nú orðin 15 og voru þau sól- argeisiarnir hans. Árið 1945 fluttu afi og amma í sitt eigið hús að Austurvegi 16. Húsið þeirra fór undir hraun í náttúruhamförunum árið 1973, þá misstu þau mikið. í tvö ár bjuggu þau í Reykjavík eftir gos, en fluttu aftur heim 1975, þá á neðri hæð í húsi foreldra okkar, Túngötu 18. Afi var bæjarstarfsmaður í tæp 50 ár, fyrst hjá hafnarsjóði en lengst af sem verkstjóri við gatna- gerð, en síðustu árin sem húsvörð- ur í Safnahúsi bæjarins, hann hætti störfum hjá bænum sumar- ið 1983. Söknuðurinn er mikill hjá okkur öllum, en við höfum þá trú að nú sé hann loksins búinn að hitta hana ömmu aftur. „Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt.“ (V.Br.) Minning: Inyibjöry Guðmunds- dóttir, Tunyu Fædd 28. júlí 1897 Dáin 5. febrúar 1985 í dag fylgjum við ömmu til graf- ar og kveðjum hana í hinsta sinn. Nú eins og ætíð fylgir dauðanum sár söknuður og tregi. Þó vitum við vel að hún hefur orðið hvíld- inni fegin, eftir langt og strangt ævistarf. Minningar sækja á hugann frá þeim tíma sem við ólumst upp í næsta nágrenni við ömmu, en hún fluttist í Tungu á Vatnsnesi árið 1950 og við systkinin erum fædd og uppalin á Ásbjarnarstöðum næsta bæ við Tungu. Fyrir u.þ.b. 30 árum var það ailt að því hátíð fyrir litla krakka að fara í heimsókn til ömmu, oft var víst beðið um að fá að skreppa, oftar en leyfi voru veitt. Því tald- ist það til merkisatburðar er eitt sinn sem oftar lítið systkini var að bætast í hópinn, að tveimur eldri var óvænt gefið fararleyfi til ömmu í Tungu. En eftir því sem árin liðu fjölgaði ferðunum og gjarnan var leiðin stytt með því að fara yfir ána. Amma tók alltaf á móti okkur með sömu hlýjunni, stakk oftast nær einhverju góð- gæti í munnana, athugaði hvort hendurnar væru kaldar og þyrftu vettlinga. Og þó við færum að heiman um lengri eða skemmri tíma þá vorum við tæpast fyllilega komin heim á ný, nema að skjót- ast og heilsa henni ömmu. I þessum fáu kveðjuorðum okk- ar getum við í raun fátt eitt sagt frá æviárum ömmu áður en hún flutti í Tungu. Spurning er hvort við sem erum fædd eftir 1940 get- um skilið lífsbaráttu fólks á þeim árum sem amma ólst upp á og reyndar langt fram á hennar búskaparár. Eitt er þó víst að hún hefur allt- af verið traust og sterk, ekki bara líkamlega heldur einnig andlega. Það hlýtur að hafa kostað bæði ákveðni og áræðni þegar hún sem unglingur, afréð að verða eftir hér á Islandi þegar foreldrar hennar og systkini — nema einn bróðir — fluttu til Ameríku. Ung að árum stofnaði amma sitt eigið heimili, með afa — Sig- urði Jónssyni — hann lést það ungur að ekkert okkar man eftir honum. Þau eignuðust 4 börn sem eru: Sigrún f. 26. apríl 1917, gift Guðjóni Jósefssyni, eiga 6 börn, Guðmundur f. 22. júní 1918, giftur Ragnhildi E. Levy, eiga 2 börn, Steinunn f. 6. febrúar 1923, dáin 5. jan. 1947 ógift og barnlaus og Jón Gestur f. 5. jan. 1928 ógiftur, bóndi í Tungu. Lífskjör ömmu voru erfið og stöðug barátta fyrir daglegu brauði. Mikil og erfið veikindi urðu til þess að hún missti bæði mann og dóttur með tæplega 2ja ára millibili. En amma bugaðist ekki, enda sterkur þáttur í skap- gerð hennar að gefast ekki upp. Amma var róleg og stillt í fasi og framkomu, ákaflega dugleg til allra verka og sívinnandi meðan þróttur og geta leyfðu og því kom af sjálfu sér að henni fannst ekk- ert sjálfsagðara og eðlilegra en að „Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt.“ (Sveinbjörn Egilsson) Guðrún Birna, Leifur, Elín og fjölskyldur. Þar bíður vin, þar bíður fljóð. þar bíða líka börnin góð, Og aldrei fyrr á ævileið, slík gleði að leiðarlokum beið. Er afi kominn til ömmu? spurði eitt af afabörnunum, þegar því voru færðar þær fréttir að afi í Vestmannaeyjum hefði nú fengið friðinn og væri lagður af stað yfir landamærin, sem aðskilja lifendur frá hinum látnu. Og svo mikið er víst að ef til er líf að loknu þessu, þá eru þau nú saman afi og amma, því svo náið var samband þeirra hérna meg- inn. Það varð stutt á milli þeirra enda höfðu þau oftlega talað um það, að þau gætu hvorugt án hins verið. Okkur barnabörnum þeirra hér á fastalandinu eru það góðar minningar að líta til baka þegar við vorum í Vestmannaeyjum, hjá afa og ömmu, þegar þau bjuggu á Austurvegi 16, í húsi sem þau sjálf höfðu reist sér af miklum mynd- arskap. Því var það þeim mikið áfall, þegar þau misstu húsið und- ir hraun í Eyjagosinu 1973. En fjölskyldan var samheldin og sam- heldnin jókst þegar eitthvað bját- aði á. Eftir stutta dvöl hér á fasta- landinu fluttu afi og amma aftur til Eyja þar sem þau bjuggu bæði til sinnar hinstu stundar hjá dótt- ur og tengdasyni. Það var í ágústmánuði 1983 sem amma Guðný fór í sitt síðasta ferðalag og síðan þá hefur afi ver- ið að ferðbúast, eins og hann sjálf- ur hefur orðað það. Nú hefur hann hinsvegar tekist ferðina á hendur, ferðina sem við öll verðum að fara um síðir. Megi góður guð gefa að við verð- um öll jafnvel ferðbúin og afi okkar og amma voru. Barnabörnin á fastaland- inu, Silla, Gunna, Bjarni og Anna María. fólk héldi sig fast að vinnu. Sem áður sagði fluttist amma í Tungu árið 1950, ásamt Jóni syni sínum, og bjuggu þau þar saman til þess tíma að heilsa hennar leyfði ekki meir. Með þeim mæð- ginum var mikil einlægni og eng- inn hefði getað annast móður sina betur en Jón gerði, enda hafði hún óbilandi traust og trú á honum. Sl. 3 ár hefur amma dvalið í sjúkra- húsinu á Hvammstanga og færum við starfsfólki og læknum þar ein- lægar þakkir fyrir umhyggju og hjálp henni til handa. Við systkinin — og fjölskyldan öll — þökkum ömmu alla ástúð og elskusemi gegnum árin, fyrir sam- verustundirnar sem nú eru orðnar að minningum og geymast með okkur. Það er alltaf svo margs að minnast og sakna þegar staðið er við vegamót lífs og dauða, en trú okkar er sú, að þegar við deyjum, mætum við á himnum þeim sem við elskum. Guð blessi elsku ömmu okkar. Dótturbörn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.