Morgunblaðið - 16.02.1985, Síða 42

Morgunblaðið - 16.02.1985, Síða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 1985 ANDRÉS INDRIÐASON HJÁ SJÓNVARPINU LÆTUR AF STÖRFUM EFTIR 20 ÁR: „Við fengum í okkur einhverja bakteríu“ Það er í sjálfu sér algengt að menn skipti um starf, en hinsvegar finnst okkur stundum eins og tiltökumál þegar menn hverfa af vett- vangi sem þeir áttu þátt í að móta og eru eins og grónir við í hugum margra. Einn þeirra sem nú hyggst breyta til er Andrés Indriðason hjá Sjón- varpinu sem brátt hverfur frá þessum „Unglingi" sem hann átti þátt í að styðja fyrstu skrefin. Blm. innti Andrés eftir umskiptunum: „Ég hætti í maí hjá Sjónvarpinu. Ég er búinn að vera í 20 ár í haust þ.e.a.s. var í hópi þeirra fyrstu er hófu störf hérna og mér finnst orðin þörf á því að breyta til og mig langar til að sinna því sem hugurinn kallar á núna. — Nú ert þú nýkominn úr átta mánaða starfs- leyfi og í því skrifaðir þú m.a. útvarpsleikritið „Greta Garbo fær hlutverk" sem frumsýnt verð- ur innan tíðar og gafst út bókina „Töff týpa á föstu“. — Ertu með eitthvað fleira í pokahorninu? „Núna um páskana er von á barnasögu eftir mig, „Elsku barn“, og við Brian Pilkington erum að vinna að myndum í hana núna, þ.e. hann teiknar hana. Þessi barnasaga fjallar um sjö ára stúlku sem er oft ein heima á meðan foreldrarnir eru í vinnu og þá er margt að gerjast í huga hennar og m.a. býr hún sér til vininn Tobba trúð, sem getur allt, og þau eiga margar góðar stundir saman.“ — Er ekki líka verið að frumsýna leikritið „Aldr- ei er friður" eftir þig um þessar mundir úti á landi? „Jú, ég er einmitt að fylgjast með því þessa dagana. Það er leikfélag Öngulsstaðahrepps og Ungmennafélagið Árroðinn sem eru með það fyrir norðan í Eyjafirðinum og síðan Ungmenna- félag Stafholtstungna sem setur það upp í Borg- arfirðinum. Reyndar sá ég það hjá þeim í Borg- arfirðinum um daginn og mér líkaði það bara afskaplega vel. — Hvað aöhefstu hjá Sjónvarpinu um þessar mundir? — Ég er að vinna með Ásu Ragnarsdóttur og Þorsteini Marelssyni umsjónarmönnum Stundar- innar að þeim þáttum og fyrsti þátturinn verður sýndur um næstu helgi, sem er öskudagsskemmt- un í sjónvarpssal. Þessir þættir sem ég vinn fyrir Stundina okkar verða mín síðustu verk hjá Sjón- varpinu. — Var ekki einhver bók að koma út frá þér í þýskri þýðingu? „Reyndar. Hinn 5. febrúar sl. kom út hjá Benz- iker Verlag í Sviss bókin mín sem heitir á ís- lensku „Polli er ekkert blávatn". Það var Jón Laxdal sem þýddi hana og ég var einmitt rétt í þessu að fá hana í hendurnar á þýsku. Það er spennandi að sjá hvað verður um þessa útgáfu, því forlagið mun hafa þessa bók og fleiri, sem þeir hyggjast gefa út eftir mig, á bókasýningu og sá möguleiki er þá fyrir hendi að þær verði einnig þýddar á fleiri tungumál. Þetta eru því spenn- andi tímar núna. — Er ekki erfítt að hætta eftir 20 ár hjá Sjónvarp- inu, Andrés? „Að vissu leyti, jú, því að starf dagskrárgerð- armannsins hefur upp á að bjóða fjölbreytilegt líf og á margan hátt mjög skemmtilegt. Það er gaman að hafa fengið að lifa og hrærast í því öll þessi ár en fyrstu árin eru þó eftirminnilegust. Við Tage Ammendrup vorum lengi framan af einu dagskrárgerðarmennirnir í lista- og skemmtideild og fóðruðum stúdíóið á efni til upp- töku dag eftir dag. Þegar ég lít til baka skil ég i raun ekki hvernig þetta var hægt, en við höfðum óskaplega gaman af starfi okkar báðir. Það var eins og við fengjum I okkur einhverja bakteríu um leið og við byrjuðum hjá Sjónvarpinu. Það verður ekki auðvelt að hrista hana af sér er ég hætti núna í vor. Það er aldrei að vita nema ég verði eitthvað viðloðandi Sjónvarpið sem lausráðinn starfsmað- ur og hef a.m.k. áhuga á þvi. Ég hefði ekkert á móti því að líta upp úr skrifunum af og til og taka léttar rispur sem lausamaður í þáttagerð, bæði til að viðhalda bakteríunni og hlaða batteri- in fyrir næstu rispu við skrifborðið." Andrés Indriðason og Brian Pilkington að vinna að myndum í bók Andrésar er kemur væntanlega út um pásk- ana, „Elsku barn“. Morgunblaðið/ÓI.K.M. John Taylor reynir sjálfur John Taylor, að margra áliti „sætasti" meðlimur hljómsveitarinnar Duran Duran, vinnur að út- gáfu sólóplötu um þessar mundir og þykir það tíð- indum sæta, þvi fáar hljómsveitir eiga öðrum eins vinsældum að fagna beggja vegna Atlantshafs og einmitt Duran Duran. Taylor, sem er bassaleikari sveitarinnar, hefur fengið meðal annarra Andy Taylor félaga sinn úr Duran Duran sér til fulltingis, en Andy er gítarleikari. John gefur skýrar og grein- argóðar ástæður fyrir því hvers vegna það heillaði hann að gefa út sólóplötu: „Það mun færa Duran Duran aukinn sannfæringarkraft ef einstaklingarn- ir innan sveitarinnar reynast geta gert hluti upp á eigin spýtur. Auk þess hef ég lengi gengið með það í maganum að takast á við það sem Duran Duran ætluðu að gera í upphafi, en aldrei varð neitt úr að þrykkja á plast blöndu af þungarokki og funktónlist. Útkoman gæti orðið forvitnileg." líf sitt í fangelsinu... Bandaríski leikarinn Stacy Keach hefur að undanförnu alið aldur sinn í bresku fangelsi, enda var hann gómaður á breskri grund með kókaín í fórum sinum. Keach brotnaði saman og játaði syndir sínar allar, kvaðst þess reiðubúinn að svara fyrir gerðir sínar, en vinir hans og vandamenn segja nú, að fangelsisdvölin hafi gert þennan áður örugga og sterka persónuleika að visnuðu laufi. Það er ekki einungis fangelsisdvölin sem slík sem hefur leikið hann svo grátt, heldur lífhræðslan, Keach er nefnilega fjarri því að vera vinsæll meðal samfanga sinna. Það sanna I dæminu er, að þeir hata hann og bíða færis að berja hann sundur og saman. Keach gerði þá reginskyssu í byrjun að klaga hótanir samfanga sinna til fangelsisyfirvalda. Það fór ógurlega í taugarnar á föngunum sem gerðust svo aðgangs- harðir, að Keach óskaði þrálátlega eftir því að fá heldur að dúsa í einangrun heldur en {hópi samfanga sinna. Útkoman út úr þessu er sú, að Keach er annar og breyttur maður, ekki eins kokhraustur og sjálfsöruggur og áður og hans nánustu bíða í milli vonar og ótta að finna hvernig Keach stenst raunina...

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.