Morgunblaðið - 16.02.1985, Page 50

Morgunblaðið - 16.02.1985, Page 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 1985 ást er... ... aðfara með honum í hljómleikaferð. TM Rn. U.S. Pat. Ott —a* rtghts rescrved •1984 tos Angetes Times Syndicate Heyrðu: Við látum sem við sjáum hana ekki, þá verður hún svo glöð! HÖGNI HREKKVISI KC6SAR Eeu f>RlRTAi</ , B’iNA, EN pö pAfírTFÚMEÍiKl. " Rósuhús þar sem Birgittubaer stóð áður og nú er Brattagata 5. Myndin er máluð af Guðmundi Þorsteinssyni 1958 og birtist í bókinni Oddur frá Rósuhúsi. Af Birgittubæ og Rósuhúsi Páll Líndal lögfræðingur kom að máli við Velvakanda. í framhaldi af fyrirspurn í Vel- vakanda sl. miðvikudag um það hvar Birgittubær hafi staðið lang- ar mig til að koma eftirfarandi á framfæri. Birgittubær stóð þar sem nú er Brattagata 5 í Reykjavík. Sig- mundur Jónsson snikkari og kona hans, Birgitta Halldórsdóttir, byggðu húsið upp úr 1820 og var það síðar nefnt eftir Birgittu, Birgittubær. Um 1840 keypti Gísli Jónsson snikkari húsið ásamt konu sinni, Rósu Grímsdóttur. Létu þau rífa húsið og byggja nýtt timburhús sem síðar var nefnt Rósuhús eftir konu Gísla. Var Rósa þessi mikill kvenskörungur og var gatan oft kölluð Rósustígur eftir hennL Séra Oddur V. Gislason var son- ur þeirra. Mun hann þekktur vera fyrir að hafa framið eitt síðasta brúðarrán sem um getur á íslandi. Séra Oddur var um skeið bæjar- fulltrúi í Reykjavík en var kunn- astur fyrir áhuga á slysavörnum. Hann fluttist síðar til Ameríku. Mun hann eiga ýmislegt af skyld- fólki sem nú er uppi hér heima. Mér er ekki kunnugt um Sig- mund og Birgittu úr öðrum heim- ildum, en í kirkjubók segir að þau hjónin hafi búið i Brúnsbæ í Reykjavík árið 1823 ásamt tveim- ur börnum sínum, Lárusi 4ra ára og Jóhönnu 2ja ára. Þá vil ég benda á að fyrir skömmu kom út bók séra Gunnars Benediktssonar sem nefnist „Oddur frá Rósuhúsi" og í henni er að finna frekari upplýsingar um íbúa Birgittubæjar/Rósuhúss. Pétur Pétursson kom að máli við Velvakanda: Birgittubær er nefndur í ýmsum heimildum. Má þar nefna úttekt sem Árbæjarsafn gaf út fyrir rúmum áratug og fjallaði um Grjótaþorp. Þá er nýútkomin bók- in Oddur frá Rósuhúsi eftir séra Gunnar Benediktsson. Þar birtist myndin hér að ofan af Rósuhúsi og er hún þar merkt S.Þ. Hið rétta mun vera að Guðmundur Þor- steinsson húsamálari hafi málað mynd þessa enda sést að hann merkir hana G.Þ. Guðmundur málaði myndir hin síðari ár og var þessi máluð árið 1958. Rósuhús var rifið skömmu eftir að Guðmundur málaði myndina. Margt óþarfara en kirkjuorgel Kristín Jónsdóttir skrifar: Upp á síðkastið hafa áleitnir bréfritarar gert harða hríð að fjársöfnun til kaupa á voldugu orgeli í Hallgrímskirkju. Eg spyr: Er nokkuð óeðlilegt við það að stærsta kirkja landsins eignist orgel við hæfi? Orgel, sem býður höndum snillinga að fylla hið stóra kirkjuhús guðdómlegum tónum. 7. febrúar sl. skrifar móðir nokkur Velvakanda eitt bréfið enn og tekur þar undir með fyrri bréfritara að nær væri að byggja athvarf fyrir unga fíkniefnaneyt- endur fyrir þá peninga, sem safn- ast hafa og munu safnast síðar í þennan orgelsjóð, en að kaupa orgelið í kirkjuna. Ekki mæli ég gegn því að slíkt athvarf veröi siofnað. En mynáu þeir, sem vantar viljann til að hætta og snúa til betra lífs, tolla lengi þar? Því verr, það batnar engum nema hann vilji sjálfur, það eru viljinn og sjálfsvirðingin, sem brotna fyrst. Athvarf hlýtur alltaf að gera þá kröfu til vist- manna að ekki sé þar verið í „rugl- inu“, þess vegna tolla þeir ekki heldur heima í athvarfinu sínu þar. Þeir fá ekki þar það eina sem þeir þrá. Eftir því sem ég veit best, finn- ast a.m.k. tveir staðir núna i Reykjavík, þar sem heimilislaust útigangsfólk getur fengið skammtímagistingu og mat, og það eru vissulega margar hendur á lofti til hjálpar þeim sem eru reiðubúnir að hefja endurreisn- arstarf á sjálfum sér. Ef einhver veit hvernig á að skipuleggja og reka endurhæf- ingarstöð fyrir unga fíkniefna- neytendur án þess að vistmönnum finnist þeir frelsinu skertir, væri fróðlegt að heyra um það. Hér er ruglað saman tveim óskyldum málum. Þeir, sem gefa í orgelsjóð, gera það af bvi beir vilia að kirkjan eignist fullkomið orgel. Þótt þeir hafi gefið I orgelsjóð er engan veginn útilokað að þeir sömu gefendur tækju þátt í söfnun fyrir athvarf handa vesalingum. Það eru margir gjafmildir og af- lögufærir þótt þeir sæki kirkju og gefi gaum andlegum verðmætum og göfugri list. Það er eðlilegt viðhorf hjá fólki, sem býr við lítil efni, að gera greinarmun á þörfum og óþörfum hlutum þegar gerð eru innkaup. Þá verða auðvitað lífsnauðsynj- ar í fyrirrúmi og fólk lætur vera að kaupa óþarfa. Ef við færum þessi sparsemis- kaup yfir á þjóðina getur valdið nokkrum heilabrotum hvað skal teljast undir óþarfa, það er líklega margur óþarfinn, sem keyptur er fyrir almannafé. Ef við eigum að telja orgelið óþarft af því að vel mætti notast við annað minna, getum við þá ekki líka sagt við ungan organleik- ara, sem kemur með próf úr tón- listarskóla hér og spilar bara vel: — Nú er nóg komið, farðu nú að vinna og leggðu stóran part af laununum þínum í athvarf fyrir fíkniefnaneytendur. — En sá ungi músfkant hefur annað i hyggju. Hann vill utan til að eyða 5—6 árum í framhaldsnám og koma til baka sem snillingur. Gott og vel, hann fær námslán, við viljum fá snilling, sem getur spilað á stóra orgelið. Hvað þá með sinfóníu- hljómsveitina, — hún er dýr í rekstri, það mætti spara mikið með bví að leegia hana niður. En við tímum ekki að sjá af henni, hún er ein af undirstöðum ís- lenskrar nútímamenningar. Við eigum þjóðleikhús, það þarf að gefa með því, ekki viljum við missa það. Við viljum líka að Listasafn íslands fái að kaupa fá- ein listaverk á ári svo safnið vaxi og auðgist, þó fátækur listunnandi verði að flokka listaverkakaup undir óþarfa heima hjá sér.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.