Morgunblaðið - 01.03.1985, Page 1

Morgunblaðið - 01.03.1985, Page 1
80SIÐUR B STOFNAÐ 1913 50. tbl. 72. árg. FÖSTUDAGUR 1. MARS 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins Breska námudeilan: Framhald ræðst á sunnudaginn London, 28. febrúar. AP. FRAMKV/EMDASTJÓRN samtaka námumanna ákvað í lok sjö stunda fund- ar í kvöld að efna til ráðstefnu á sunnudag um framhald -erkfalls námu- manna. Fulltrúar allra náma verða viðstaddir og m.a. rætt um hvort verkfalli skuli hætt í áföngum. Arthur Scargill leiðtogi námumanna sagði fyrir fundinn að sigur væri enn mögulegur ef fleiri námumenn sneru ekki til vinnu. Deilur spruttu upp í kvöld vegna ummæla Elísabetar drottningar, sem lét í ljós vonbrigði vegna verk- fallsins í heimsókn til Lundúna- blaðsins The Times í dag í tilefni 200 ára afmælis blaðsins. Blaða- maður Times kvaðst í samtali við BBC draga þá ályktun að drottning- in væri þeirrar skoðunar að Scargill ætti öðrum fremur sök á því hvern- ig komið væri. Scargill reiddist fregnunum og Dollar olli halla á viðskiptum WjLshington. 28. febrúar. AP. Viðskiptahalli Bandaríkja- manna í janúarmánuði nam 10,3 milljörðum dollara þrátt fyrir met í útflutningi bandarískrar fram- leiðslu. Hallinn í janúar er 28% meiri en í desember, en þá var hallinn á utanríkisviðskiptunum 8 milljarðar dollara. Helzta ástæð- an fyrir þessari þróun er batnandi staða dollars, sem farið hefur hækkandi í verði allt frá árslok- um 1980. Féll hann í gær, en styrktist á ný í dag. Útflutningur Bandaríkja- manna í janúar nam 19,4 millj- örðum dollara, miðað við 19,2 milljarða í júlí í fyrra, sem var metmánuður, og 18 milljarða í desember. Aukningin í janúar var mest í vélabúnaði, skrif- stofutækjum og fólksbílum. Innflutningur nam hins vegar 29,7 milljörðum dollara. Mestur var hallinn á janúar- viðskiptum við Japani, eða 3,7 milljarðar dollara, sem er 31% aukning miðað við desember, hallinn gagnvart ríkjum Vest- ur-Evrópu nam 2 milljörðum og 1,1 milljarði gagnvart bæði Kanada og Formósu. Sjá nánar „Dollar hækkaði" á bls. 28. skellti skuldinni á kolafélagið og ríkisstjórnina, sem hann sagði áforma að skera námumenn við trog. Talsmaður konungsfjölskyld- unnar gaf út þá yfirlýsingu að drottningin tæki ekki afstöðu í deilumálum. Ritstjóri Times harm- aði og að einkaviðræður drottn- ingarinnar við starfsfólk blaðsins skyldu valda slíkum úlfaþyt. Margrét Thatcher forsætisráð- herra hvatti námumenn í þingræðu til að taka málin í sínar hendur og endurreisa iðnað, sem leiðtogar þeirra væru nær búnir að leggja í rúst. Brezka kolafélagið segir 1.018 námumenn hafa hætt verkfalli í dag og því séu 95.000, eða 51 % allra námumanna, ekki lengur í verkfalli. Sjá leiðara, „Greiða atkvæði með fótunum", á bls. 32. Verkfallsmenn snúa til vinnu í vikunni. Á sunnudag ákveða fulltrúar námumanna hvert framhald deilunnar verður. Játning Treholts: Lét sovéska njósnara fá norsk trúnaðarmál Ósló, 28. Febrú*r. Frá Elisibelu JónasdóUur, fréltarilura Mbl. VIÐ réttarhöldin í dag viðurkenndi Arne Treholt í fyrsta skipti, að hann hefði afhent sovésku leyniþjónust- unni, KGB, norsk trúnaðarskjöl. Hef- ur Treholt nú lokið varnarræðu sinni en það vakti mikla athygli viðstaddra við réttarhöldin í dag, að Treholt virt- ist brugðið, hann var taugaóstyrkur og heimsmannslegt fasið, sem ein- kenndi hann fyrstu dagana, á bak og burt. Norska sjónvarpið sagði í kvöld, að Treholt væri í raun búinn að játa, aikeins væri eftir að meta skaðann, sem hann hefði valdið þjóð sinni. Arne Treholt viðurkenndi við réttarhöldin í dag, að hann hefði afhent Sovétmanninum Gennady Titov trúnaðarskjöl, sem fjölluðu um fyrirlestur, sem Dagfinn Steenseth, sendiherra Noregs í Moskvu, hélt við háskóla hersins um mat á innan- og utanríkismál- um í Sovétríkjunum. Gerðist þetta í maí 1983 á veitingahúsi í Hels- inki. Hann viðurkenndi einnig, að hann hefði vitað, að Titov var starfsmaður KGB þegar Gunnvör Galtung Haavik var handtekin árið 1977. I framhaldi af því kvaðst hann hafa gengið út frá því sem vísu, að Vladimir Zjizjin ynni einn- ig fyrir KGB. 8 lögreglumenn féllu í árás IRA Newry, Neróur-írlandi, 28. febrúar. AP. HRYÐJIIVERKAMENN írska lýðveldishersins, IRA, drápu a.m.k. átta lög- regluþjóna og einn óbreyttan borgara í sprengjuárás á víggirta lögreglustöð í Newry á landamærum írska lýðveldisins í kvöld. Tveggja lögregluþjóna er saknað og er óttast að þeir séu látnir í rústum stöðvarinnar. Tveir lögregluþjónar til viðbótar særðust lífshættulega er sex mjög öflugar sprengikúlur sprungu í stöðinni. Þrjár þeirra hæfðu mat- stofu lögreglustöðvarinnar í kaffi- tíma kvöldvaktarinnar. Áttu þeir, sem þar voru, ekki undankomu auðið. Sprengjunum var skotið úr um 250 metra fjarlægð frá stöðinni. Sprengjuvörpurnar voru á stolnum vörubíl og reyndust fjarstýrðar. Að sögn lögreglumanns þykir krafta- verk að ekki fórust fleiri, því sprengjurnar hæfðu beint í mark, m.a. varðturn stöðvarinnar. Mörg hús í nágrenninu löskuðust og sex lögreglubílar gjöreyðilögðust. Alls slösuðust 30 manns, þar af tveir lífshættulega. , Hin útlægu hryðjuverkasamtök, IRA, lýstu ábyrgð á hendur sér. „Þetta var meiri háttar og þraut- skipulögð aðgerð, sem sýnir að við getum látið til skarar skríða hvar sem er og hvenær sem okkur sýn- ist,“ sagði í tilkynningu IRA. Hingað til hafa heimasmíðuð stór- skotavopn IRA reynst ónákvæm, en nákvæmni sprengjuvörpunnar í kvöld veldur yfirmönnum örygg- ismála á N-Irlandi kvíða. Treholt átti enga fundi með KGB á árunum 1977 og ’78. Ástæðan fyrir því var handtaka Gunnvarar Galtung Haavik, sem m.a. olli því, að Titov varð að fara frá Noregi. Makarov, sovéskur sendiráðs- starfsmaður, heimsótti Treholt síð- an árið 1979 og hvatti hann til að fara að hafa samband að nýju. í framhaldi af því fór hann til fund- ar í Helsinki við Titov 27. janúar það sama ár. Á þessum fundi var hann síðan kynntur fyrir Zjizjin, sem eins og Treholt var á förum til New York. Treholt skýrði síðan frá því, að hann hefði að vorlagi árið 1981 í fyrsta skipti afhent Zjizjin trúnað- arskjöl eða afrit af skeytum, sem merkt voru sem trúnaðarmál. Þetta voru skeyti, sem hann kvaðst hafa talið tiltölulega meinlaus. Treholt viðurkenndi svo síðar í réttarhöldunum í dag, að hann hefði einu sinni afhent Zjizjin skjal, sem merkt var „algert trún- aðarmál" og hann hafði aðgang að stöðu sinnar vegna. Var innihald skjalsins eða skýrslunnar samtal, sem Knud Frydenlund, þáverandi utanríkisráðherra, átti við banda- ríska sendiherrann Marshall Schu- man, sem sá um samskipti austurs og vesturs í ríkisstjórn Carters. Arne Treholt játaði einnig, að hann hefði fengið 40.000 dollara frá írösku leyniþjónustunni fyrir „ráð- gefandi aðstoð", sem hann sagði hafa verið úttekt hans sjálfs á Persaflóastríðinu, byggða á ýmsum skjölum, og athugun á hugsanleg- um vopnakaupum fraka á Norður- löndum. Eftir játningar Treholts í dag var komist svo að orði í fréttaskýr- ingu norska sjónvarpsins, að mál- inu væri í raun lokið að hluta og nú væri aðeins eftir að meta hve mikið tjón Arne Treholt hefði unnið þjóð sinni. Sjá frásagnir af réttarhöldunum yfir Arne Treholt á bls. 29.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.