Morgunblaðið - 01.03.1985, Qupperneq 4
?4
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. MARS 1985
Þrjú fyrirtæki í Þorlákshöfn
vilja kaupa Bjarna Herjólfsson
— Togarinn má ekki fara frá Suðurlandi, segir Eggert Haukdal
RÍKISSTJÓRNINNI barst í gær
bréf frá þrernur útgerðarfyrirtækj-
um í l'orlákshöfn, þar sem leitað
er stuðnings hennar við að togar-
inn Bjarni Herjólfsson verði áfram
gerður út frá Suðurlandi. Bréf
þetta undirrita Hafsteinn Asgcirs-
son fyrir hönd Elliða hf., Hallgrím-
ur Sigurðsson fyrir hönd Suðurvar-
ar hf. og Einar Sigurðsson fyrir
Auðbjörgu hf. I'essir aðilar hafa
gert Landsbankanum tilboð í tog-
arann, og átt í viðræðum við bank-
ann, en eins og fram kom í Morg-
unblaðinu í gær, hefur bankinn
ákveðið að taka upp samninga við
Útgerðarfélag Akureyringa um
sölu togarans til Akureyrar.
Eggert Haukdal, einn af þing-
mönnum Sjálfstæðisflokksins í
Suðurlandskjördæmi, sagði í
viðtali við Morgunblaðið í gær,
að tilboð Þorlákshafnarmanna
til Landsbankans væri sambæri-
legt við önnur tilboð. Þingmað-
urinn sagði, að mikill þrýstingur
væri heima í héraði að halda
togaranum þar. Eðlilegt væri, að
togarinn færi í burtu af svæðinu,
ef enginn fengist til að eiga hann
og reka. En þegar fyrir liggur, að
dugnaðarmenn heima fyrir, sem
i v;
Eggert Haukdal
halda uppi myndarlegum
rekstri, vilja eignast skipið og
gera það út, horfir málið öðru
vísi við, sagði Eggert Haukdal.
Togaranum fylgir mikill kvóti,
sem færi annað og hér er um
30—40 störf að ræða, sagði þing-
maðurinn ennfremur. „Þessi
starfsmannafjöldi slagar upp í
stóra verksmiðju á okkar vísu.
Öll héruð leggja áherzlu á að
halda togurum hjá sér. Það eru
ekki gerðir út margir togarar frá
sjávarplássum í Suðurlandskjör-
dæmi, en fjórðungur vinnandi
fólks þar starfar þó við útgerð og
fiskvinnslu. Það dugar ekki að
vakna upp við vondan draum
þegar allt er á burt.“ Eggert
Haukdal sagði, að ríkisstjórnin
hefði gert sérstaka samþykkt
hinn 11. desember sl., þar sem
því væri beint til stjórnar Fisk-
veiðasjóðs m.a., að útgerðaraðil-
um í viðkomandi byggðarlögum
verði að höfðu samráði við sjáv-
arútvegsráðuneytið gefinn kost-
ur á að semja um kaup á slíkum
skipum með ákveðnum kjörum
enda bjóði aðrir aðilar ekki
betra heildarverð eða greiðslu-
kjör. Þá sagði Eggert Haukdal,
að ríkisstjórnin hefði í febrúar-
mánuði sl. samþykkt, að ákveðnu
fjármagni yrði m.a. varið til þess
að framkvæma þessa samþykkt
frá 11. des. sl.
Eggert Haukdal kvaðst að lok-
um treysta því, að ríkisstjórnin
tryggði að togarinn Bjarni Herj-
ólfsson yrði áfram gerður út frá
Þorlákshöfn.
Áskonin 668 nemenda Menntaskólans í Reykjavík var afhent menntamála-
ráðuneytinu í dag. Sólrún Jensdóttir, skrifstofustjóri, tók við plagginu úr
hendi Tómasar Guðbjartssonar, inspector scholae, en ásamt þeim eru á
myndinni skólastjórnarfulltrúarnir Hlynur Grímsson og Páll Matthíasson.
Nemendur hvetja
stjórnvöld til
að leysa deiluna
— nemendur Vélskólans mótmæla aðgeröum kennara
í DAG afhentu forsvarsmenn nem-
enda við Menntaskólann í Reykja-
vík menntamálaráðuneytinu áskor-
un 668 nemenda við skóiann, en þaö
Ráðuneytisstjóri f dómsmálaráðuneytinu um mál lögreglukonunnar:
Gert upp við konuna í
samræmi við samninga
„VIÐ áttum viðræður við Landssamband lögreglumanna, sem tók upp málið
fyrir hennar hönd og við leiðréttum þennan launaflokkamun strax. Það var á
misskliningi byggt að lækka hana í launaflokkum og stóð aldrei til að gera
það,“ sagði Þorsteinn Geirsson, ráðuneytisstjóri í dómsmálaráðuneytinu, í
samtali við Mbl. í tilefni af frétt blaðsins af málshöfðun jafnréttisráðs vegna
launa lögreglukonu í barneignarfríi.
„Hún fékk síðan vaktaálag
greitt, gæsluvaktaálag og síma-
peninga. Það, sem eftir stendur og
ágreiningur getur verið um, er yf-
irvinnugreiðslur. í reglugerðinni
um veikindaforföll rikisstarfs-
manna er ekki gert ráð fyrir þvi
að meðaltal yfirvinnu sé greitt
nema í veikindum og aðalreglan
um þetta í kjarasamningum er sú,
að ekki er greitt fyrir aðra yfir-
vinnu en unnin er, ef fólk er í
vinnu.
Það er hins vegar rétt að með
því að fara úr lögreglumanns-
starfinu í sektarinnheimtu,
minnkaði yfirvinnan verulega og
að því leyti má segja að hún hafi
haft rýrari Iaun, þar sem ekki var
um jafn mikla aukavinnu að ræða,
en hún þurfti heldur ekki að hafa
fyrir því að vinna hana.
í frétt Mbl. segir síðan: „Sam-
kvæmt kjarasamningum bar
henni meðaltal vaktaálags og
aukavinnu i barnsburðarleyfi síð-
ustu sex mánuði fyrir orlof sitt.“
Þetta er ekki rétt og stendur
hvergi í kjarasamningum og hlýt-
ur að vera á einhverjum misskiln-
ingi byggt.
Við höfum talið okkur ganga
eins langt og okkur er framast
heimilt að gera, með því að greiða
gæsluvaktaálag og símapen-
ingana. Hins vegar töldum við að í
reglugerðum eða í kjarasamning-
um væru ekki heimildir til að
greiða aukavinnuna. Við sögðum
hins vegar að við myndum taka
það mál upp við fjármálaráðherra
hvort að ástæða væri til að breyta
reglugerðinni vegna þessa máls og
jafnframt kom fram hjá okkur,
eins og fram hefur komið í fjöl-
miðlum, að þegar lögreglukonur
hafa þurft að skipta um starf
vegna þungunar, þá er reynt að fá
þeim störf sem henta, þannig að
þær missi sem minnst i launum.
Til dæmis fara þær inná fjar-
skiptavaktir lögreglunnar í
Reykjavík, en um þann möguleika
er ekki að ræða í Kópavogi," sagði
Þorsteinn Geirsson.
Morgunblaðið hafði einnig sam-
band við Ásgeir Pétursson, bæj-
arfógeta í Kópavogi, vegna þessa
máls, en honum er einnig stefnt
ásamt fjármála- og dómsmála-
ráðherra. Ásgeir svaraði því til, að
þarna væri fyrst og fremst um
kjaramál að ræða og stjórn þeirra
væri alfarið í höndum launadeild-
ar fjármálaráðuneytis og léti
hann hana um þá hlið málsins.
Hins vegar benti Ásgeir á að verk-
stjórn lögreglunnar í Kópavogi
væri í hans höndum og hefði hann
á sinni tíð lagt svo fyrir að lög-
reglukonur sem væntu sín væru
ekki látnar vinna störf sem gætu
haft hættu í för með sér fyrir þær
eða fóstrið. Þetta takmarkaði þau
störf sem lögreglukonur, sem
þannig væri ástatt fyrir, gætu
unnið og þannig tekjumöguleika
þeirra. „Ég lagði hins vegar til 1
ágúst síðastliðnum, að ráðuneytið
reyndi að finna leið til þess að kjör
lögreglukvenna yrðu alls staðar
hin sömu,“ sagði Ásgeir Pétursson
bæjarfógeti í Kópavogi.
mun vera um 83% allra nemenda
MR. í áskoruninni eru stjórnvöld
hvött til að leysa kennaradeiluna
sem fyrst og á sem farsælastan hátt,
þar sem hagsmunir nemenda skól-
ans séu í húfl. Nemendur Vélskóla
íslands hafa hins vegar sent Hinu
íslenska kennarafélagi bréf, ásamt
undirskriftalistum, þar sem segir, að
kennarar hafl ekki stuðning nem-
endanna í aðgerðum sínum, sem
miði að því að nota nemendur sem
pólitískt þvingunarafl. Námi þeirra
sé því vísvitandi stefnt í hættu.
Fjölmörg nemendafélög hafa
tekið afstöðu til aðgerða kennara.
Nemendur við Fjölbrautaskóla
Sauðárkróks lýstu yfir fullum
stuðningi við kennara og hvetja til
skjótrar lausnar deilunnar, því
mælirinn sé fullur eftir að skóla-
hald féll niður í verkfalli BSRB í
haust. Nemendur öldungadeildar
Fjölbrautaskólans í Breiðholti
hvetja báða deiluaðila til að flýta
fyrir samningum, svo vinnufriður
í skólunum megi haldast aö sinni.
Áuk nemendafélaga hafa aðrir
aðilar látið sig málið nokkru
skipta. Þannig hefur samstarfs-
nefnd framhaldsskólanna á Norð-
urlandi sent frá sér ályktun þar
sem segir, að vandi íslendinga í
efnahags- og atvinnumálum verði
ekki leystur nema með betri þekk-
ingu og menntun á öllum sviðum.
Slíkt verði ekki nema með betri
skólum, en til þess þurfi hæfa
kennara. Þeir fáist hins vegar ekki
til frambúðar nema gegn sann-
gjörnum launum. Samstarfs-
nefndin skorar því á stjórnvöld að
bæta úr ófremdarástandi því, sem
nú ríkir í kjaramálum kennara.
Tarkowskí kemur til íslands
Tarkowskinefnd hefur verið
stofnuó á íslandi í því skyni að fá
hinn heimsþekkta kvikmyndajöfur
Andrei Tarkowski hingað til lands
málstað hans til stuðnings. Hefur
verið ákveðið að hann komi hingað
föstudaginn 15. mars nk. ásamt
konu sinni.
Tarkowski er — eins og flestir
vita — af ýmsum álitinn vera
besti kvikmyndaleikstjóri heims
um þessar mundir. Hann fór til
Ítalíu til að gera kvikmynd
(Nostalgia) fyrir þrem árum og
hefur ekki snúið til heimalands
síns upp frá því. Hefur hann síð-
an átt í baráttu við stjórnvöld í
Sovétríkjunum vegna þess að
börn hans þrjú hafa ekki enn
fengið leyfi til að yfirgefa landið.
Nefndin hefur komið því til
leiðar að eintök af öllum kvik-
myndum hans, sjö að töiu, hafa
fengist til sýningar á sérstakri
Andrei Tarkowski
kvikmyndahátíð í tilefni af
heimsókn hans. Hefst hátíðin
laugardaginn 9. mars og stendur
í viku. Verða allar myndirnar,
sjö talsins, sýndar á sérstökum
kvöldsýningum í Háskólabíói.
Sömu vikuna verða þær einnig
sýndar í Regnboganum bæði síð-
degis og á kvöldin. Er óhætt að
fullyrða að íslenskum kvik-
myndaáhugamönnum mun tæp-
lega gefast annað tækifæri til
þess að kynnast þessum fágæta
fjársjóði kvikmyndalistarinnar.
Andrei Tarkowski fæddist ár-
ið 1932 I litlu þorpi á bökkum
Volgu. Stundaði hann fyrst nám
í tónlist, síðan myndlist og loks í
jarðfræði (í Síberíu). Það var svo
árið 1954 sem hann hóf nám í
kvikmyndagerð við Kvikmynda-
stofnunina í Moskvu. Nam hann
þar alls í fjögur ár undir hand-
leiðslu hins fræga kvikmynda-
leikstjóra Mikhael Romm.
Lokaprófmynd Tarkowskis
IJr mynd Tarkowskis: Andrej Rubljow.
var fyrst sýnd árið 1960. Fyrsta
verk hans eftir að skólanum lauk
var Æska ívans (1962), en hún
fékk Gullljónið á kvikmyndahá-
tíðinni í Feneyjum. Aðrar mynd-
ir hans hafa verið Andrej Rub-
Ijow (1966-1969), Solaris (1972),
Spegillinn (1974), Stalker (1979)
og loks síðasta mynd hans, Nost-
algia (1979), sem hann gerði á
Italíu. Allar þessar myndir
verða sýndar á kvikmynda-
hátíðinni dagana 9. til 15. mars.
(FrétUtilkynning)