Morgunblaðið - 01.03.1985, Síða 6

Morgunblaðið - 01.03.1985, Síða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. MARS 1985 ÚTVARP / S JÓN VARP Andvara- leysi Það er oft næsta átakanlegt að sjá hversu andvaralausir og andlausir menn verða í stórum ríkisstofnunum. Þá á ég ekki við hinar tiltölulega smáu ríkisstofn- anir lands vors heldur miklu fremur við ríkisstofnanir nálægra velferðarríkja eins og til dæmis frænda vorra á Norðurlöndunum. Eða hvar annars staðar gæti orðið til önnur eins sjónvarpsmynd og var hér sýnd frá norska sjónvarp- inu fyrir nokkru og lýsti tveimur auðnuleysingjum á klettaskeri — en þá mynd sæmdi ég í háðung- arskyni „Norrænum Óskarsverð- launum". Enn betra dæmi er kannski danska barnamyndin Kári fimm ára er leysti af hólmi hinn frá- bæra evrópska teiknimyndaflokk Sú kemur tíð. Þessi Nordvision- mynd af Kára litla stoð í næstum hálftíma á þriðjudaginn var. Þar var því lýst er mamma hans Kára hringir í systur hans úr vinnunni og biður þess að þau systkinin færi pabba sínum nesti í vinnuna. Systirin vekur Kára og fer síðan mestur hluti filmunnar í að sýna hann önnum kafinn við að smyrja fimm brauðsneiðar handa pabb- anum. Það er ef til vill rangt að telja þessa mynd frænda vorra Dana mjög ófrumlega því í raun- inni má finna frumiegt atriði í myndinni. Hér er átt við ofaná- leggið er Kára tókst á endanum að klína ofan á brauðsneiðarnar fimm. Þar var nefnilega ekki um að ræða spægipylsu eða danska herragarðsskinku, heldur súkku- laðiflögur. Textinn Það hefði nú kannski verið hægt að hafa pínulítið gaman af þessari mynd um hann Kára litla, ef hinir íslensku starfsbræður hinna dönsku snillinga hefðu ekki sýnt af sér það andvaraleysi að setja einvörðungu ritaðan texta með myndinni. Hvernig stendur á því að engum datt í hug innan hinnar tiltölulega fáliðuðu ríkisstofnunar sem sjónvarpið okkar er að inná mynd sem þessa ætti að lesa text- ann? Er máski ætlunin að kenna börnum dönsku í krafti myndar þar sem leikendur muldra oní bringu sér á næsta óskiljanlegu Kaupinhafnarskrolli? Ég tek und- ir það með Birni S. Stefánssyni er lagði það til hér í blaðinu fyrir skömmu að íslenskt tal verði sett inná barnamyndir á myndböndum og í sjónvarpi. Slíkt eflir ekki að- eins málkennd barnanna heldur opnar þeim leið að víðara mynd- sviði, ef svo má segja. Framkvæmdin Mér finnst þessi tillaga dr. Björns frá 19. þessa mánaðar raunar næsta sjálfsögð en ekki finnst mér skipta minna máli að þar takist vel til um framkvæmd- ina. Framsögn þeirra, er lesa inná myndsnældur og kvikmyndir, verður í senn að vera skýr og leikræn og lifandi — í samræmi við efnið hverju sinni. Tel ég per- sónulega að Guðna Kolbeinssyni hafi tekist hvað best upp á þessu sviði í þáttaröðinni Sú kemur tíð. En Björn S. Stefánsson vill ganga lengra í þessu efni. Hann vill nefnilega einnig setja íslenskt tal við fullorðinsmyndir í sjónvarpi. Gætuð þið hugsað ykkur lesendur góðir gamalkunnar raddir íslenskra leikara hljóma í stað Richards Burton eða Sir Johns Gielgud? Slíkt er óhugsandi og hvaða ís- lensk leikkona vill taka til máls í stað Bette Davis? Ég vænti svars. Nú, og ekki má gleyma því að sumir heyra alls ekki mælt mál í sjónvarpi. Ólafur M. Jóhannsson Hér sést hvar hleypt er milljón volta straumi á bfl nokkurn án þess að bflstjór- ann eða bflinn saki. Sama gerist t.d. þegar flugvél verður fyrir eld- ingu, þar sem straumurinn fylg- ir aðeins yflr- borðinu. Á SVEITA- LÍNUNNI — þáttur frá RÚVAK mmm I kvöid ki. 23.15 Válynd veður Wm I kvöld kl. 21.45 45 verður sýnd í *”* sjónvarpi bresk heimildarmynd sem nefn- ist Válynd veður. Þýðandi er Jón 0. Edwald. Að sögn Jóns er í mynd- inni fjallað á fræðilegan hátt um veðurofsa. Sagt verður frá hvassviðrum og sýndar skemmdir sem orðið hafa af völdum þeirra. Þá verða tekin fyrir öldugangur og flóð bæði sjávarflóð og vatns- flóð vegna úrkomu. Loks verður fjallað um eldingar og þrumuveður. I myndinni er tilrauna- maður látinn ganga í gegnum ýmsar raunir til að sýna hvernig maðurinn stenst hinar ýmsu ham- farir. Fyrst er hann látinn fara inn í vindgöng eins og notuð eru til að reyna flugvélar í, og vindkraft- urinn er smátt og smátt aukinn uns maðurinn fýk- ur um koll. I annarri til- raun er hann látinn inn í rennu og hleypt á hann vatni þar til straumurinn tekur hann með sér. í þriðju tilrauninni eru færðar sönnur fyrir því að sé maður inni í málmhylki og hleypt á það straumi fer straumurinn eftir yf- irborðinu. Tilraunamað- urinn er settur inn í bíl og hleypt á hann milljón volta straumi nokkrum sinnum. Hvorki manninn né bílinn sakaði. f mynd- inni kemur fram að far- þegaflugvélar verði a.m.k. einu sinni á ári fyrir eld- ingu en hún veldur engu tjóni þar sem hún hleypur utan á vélinni og heldur áfram. 15 er þátturinn Á “ sveitalínunni frá RÚVAK á dagskrá. Umsjónarmaður er að venju Hilda Torfadóttir. i í kvöld ræðir Hilda fyrst við Kristlaugu Pálsdóttur sem býr að mestu leyti ein á af- skekktum bæ sem nefnist Engidalur og er í Bárð- ardal. Kristlaug á tvo syni, annar er búsettur í Reykjavík en hinn í heimavistarskóla úti á landi. Eiginmaður hennar er sjómaður og því er Kristlaug lengst af ein á bænum. Þar hugsar hún um kindurnar sínar 40 og sinnir jafnframt heimil- isstörfunum. Kristlaug fluttist að Engidal fyrir mörgum ár- um til að annast aldraða foreldra sína. Þegar faðir hennar lést og móðir hennar fluttist brott afréð Kristlaug að búa áfram í Engidal. Hún spjallar nú við Hildu um hitt og þetta og segir frá lífinu við þessar óvenjulegu aðstæð- ur. Þá ræðir Hilda við Tryggva Harðarson í Svartárkoti í Bárðardal. Hann ætlar að segja frá mjög erfiðum göngum sem hann fór í fyrir um 20 árum. Loks leggur Hilda þrjár gátur i bundnu máli fyrir hlustendur en gáturnar eru eftir gamlan mann frá Öxnarfirði. Rétt svör verða síðan gerð heyrin kunn í næsta þætti að viku liðinni. Frumskógur stórborgarinnar — bandarísk mynd frá 1950 ■i Föstudags- 15 myndin er — bandarísk frá árinu 1950 og nefnist Frumskógur stórborgar- innar (Asphalt Jungle). Doc Riedenschneider er roskinn glæpamaður. Hann er ekki fyrr laus úr fangelsi en hann fer að leggja á ráðin um helj- armikið skartgriparán. Að bakhjarli hefur hann sóðalegan lögfræð- ing í fjárkröggum eftir afdrifaríkt og kostnaðar- samt ástarsamband með hjákonu sinni Angelu. Ránið heppnast og allt virðist ætla að ganga að óskum. En lögreg' *n er á næsta leiti og vill skiljan- lega óð og uppvæg hafa hendur í hári ræningj- anna. Leikstjóri er John Hus- ton en með aðalhlutverk fara Sterling Heyden, Sam Jaffe, Laouis Calh- ern og síðast en ekki síst Marilyn Monroe, kyn- táknið fræga, en sem kunnugt er eru menn ekki á eitt sáttir um leikhæfi- leika hennar. ÚTVARP v FÖSTUDAGUR 1. mars 7.00 Veöurfregnir. Fréttir. Bæn. A virkum degi. 7.25 Leikfimi. 7.55 Daglegt mál. Endurt. páttur Siguröar G. Tómas- sonar frá kvöldinu áður. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð: — Sigurbjörn Sveinsson talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Plpuhattur galdrakarlsins" eftir Tove Jansson Ragnheiður Gyða Jónsdóttir les þýðingu Steinunnar Briem (12). 9J0 Leikfimi. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. 9.45 Þing- fréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). 10.45 „Það er svo margt að minnast á“ Torfi Jónsson sér um þátt- inn. 11.15 Morguntónleikar. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veöur- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar 14.00 „Blessuö skepnan" eftir James Herriot Bryndls Vlglundsdóttir les þýðingu slna (17). 14.30 A léttu nótunum Tónlist úr ýmsum áttum. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 1620 Slödegistónleikar: Tónlist eftir Georg Friedrich Hándel a. Konsert fyrir tvær lútur og strengjasveit. Julian Bream leikur með Monteverdi- hljómsveitinni; John Eliot Gardiner stjórnar. b. Fiðlukonsert I B-dúr. Yehudi Menuhin leikur með og stjórnar Hátlðarhljómsveit sinni. c. Konsert I B-dúr. Maurice André leikur á trompet meö Kammersveitinni I Heilbronn. Jörg Faerber stjórnar. d. Konsert nr. 3 I F-dúr. Enska kammersveitin leikur; Karl Richter stjórnar. 17.10 Slödegisútvarp Tilkynningar 18^45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.50 Daglegt mál. Valdimar Gunnarsson flytur þáttinn. 20.00 Lög unga fólksins. Þóra Björg Thoroddsen kynnir. 20.40 Kvöldvaka a. Frá safnamönnum Mjöll Snæsdóttir segir frá. b. Mannahvört og morðgrun- ur Olfar K. Þorsteinsson les annan þátt. c. Kórsöngur Karlakórinn Vlsir syngur. Stjórnandi: Geirharöur Val- týsson. d. Slðasta sjóferö Emmu Arni Helgason les sjóferða- þátt eftir Agúst Lárusson. Umsjón: Helga Agústsdóttir. 21.30 Kvöldtónleikar „Silete Vente“, kantata fyrir sópran, óbó og strengjasveil eftir Georg Friedrich Hándel. Halina Lukomska syngur SJÓNVARP 19.15 A döfinni Umsjónarmaður Karl Sig- tryggsson. Kynnir Birna Hrólfsdóttir. 19.25 Krakkarnir I hverfinu 11. Kalrln heldur jafnvæg- inu. Kanadfskur myndaflokkur I þrettán þáttum, um atvik I llfi nokkurra borgarbarna. Þýðandi Kristrún Þórðar- dóttir. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veöur. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Kastljós FÖSTUDAGUR 1. mars Þáttur um innlend málefni. Umsjónarmaður Helgi E. Helgason. 21.15 Skonrokk Umsjónarmenn Haraldur Þorsteinsson og Tómas Bjarnason. 21.45 Válynd veður Bresk heimildamynd um veöurofsa: flóö, fellibylji og þrumuveður og hvernig maöurinn stenst sllkar ham- farir. Þýöandi Jón O. Edwald. 22.45 Frumskógur stórborgar- innar (Asphalt Jungle) s/h. Bandarlsk biómynd frá 1950. Leikstjóri John Huslon. Aðalhlutverk: Sterling Hayd- en, Sam Jaffe, Louis Cal- hern og Marilyn Monroe. Roskinn glæpamaöur er ekki fyrr laus úr fangelsi en hann byrjar að vinna aö miklu skartgriparáni og hefur lög- fræöing I fjárkröggum að bakhjarli. Þýðandi Baldur Hólmgeirs- son. 00.20 Fréttir (dagskrárlok. með „Collegium aureum“- kammersveitinni. 22.00 Lestur Passlusálma (23). 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgúndagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Ur blöndukútnum Sverrir Páll Erlendsson. (RUVAK). 23.15 A sveitalfnunni Umsjón: Hilda Torfadóttir. (RÚVAK). 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. Næturútvarp frá rás 2 tll kl. 3.00. 10.00—12.00 Morgunþáttur Stjórnendur: Páll Þorsteins- son og Sigurður Sverrisson. 14.00—16.00 Pósthólfiö Stjórnandi: Valdls Gunnars- dóltir. 16.00—18.00 Léttir sprettir Stjórnandi: Jón Ólafsson. 23.15—03.00 Næturvaktin Stjórnendur: Vignir Sveins- son og Þorgeir Astvaldsson. (Rásirnar samtengdar að lokinni dagskrá rásar 1.)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.