Morgunblaðið - 01.03.1985, Qupperneq 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. MARS1985
Það má til sanns vegar færa, að jafnt fegurðarhugtakið sem siðgæðið tekur breytingum í tímans rás. Frá vinstri til hægri: Venus frá Willendorff, ca. 30.000 ár fyrir Krists burð.
Frjósemisgyðjan Istar, súmersk þokkadís frá því um 2000 fyrir Krists burð. Venus Genetrix, frá 5. öld fyrir Krists burð. Fæðing Venusar, eftir Sandro Botticelli, frá því á 15. öld. Sextákn
nútímans úr teiknimyndaseríu eftir Vargas og Barbarella, á 20. öld.
*
Bragi Asgeirsson:
óskipulegt fyrirbæri. Sýningar-
salir eiga i harðri baráttu fyrir
tilvist sinni og myndlistar-
fræðsla í skólum er lítil og ein-
strengingsleg.
Á fáum árum hefur ásókn í
skammvinna afþreyingu aukist
óheyrilega, — giimmermenning-
in er í sókn á alla vegu og var-
anlegir hlutir hafa rýrnað í
verði, um leið og forgengilegt dót
hækkar úr öllu valdi.
Um leið og sjóðir annarra
listgreina auka við sig og marg-
faldast, rýrnar framlag til
myndlistarmanna, og þeir eru
jafnvel sviknir um framlag úr
listskreytingasjóði, sem þó telst
ekki mikill að vöxtum.
Þetta og margt fleira eru
hvati þess að hefja þessi skrif
mín og ég nefni þau „Sjón-
menntavettvang" til þess að geta
fjallað um víðara svið en einung-
is myndlist, sem þó verður fyrst
og fremst á oddinum. Ég er ekki
að vekja upp deilur heldur rök-
ræðu, og jafnframt segi ég sem
fyrr ýmsar fréttir frá list-
heiminum, — óviðkomandi öllu
dægurþrasi.
— Læt ég þetta nægja sem
inngang en tek fyrir stöðu ís-
lenzkrar myndlistar í víðara
samhengi í næsta pistli.
Sjónmenntayettvangur
Alla tíð frá því að sá, er hér
ritar, hóf að rita listrýni fyrir
réttum 19 árum, hefur hann
annað slagið brugðið fyrir sig al-
mennu spjalli í syrpuformi og
nefnt myndlistarvettvang. I
samþjöppuðu máli hefur þar
verið fjallað um ýmislegt er
fréttnæmt taldist af innlendum
sem erlendum myndlistarvett-
vangi. Nú hyggst ég fara aftur af
stað með almennt spjall, en í
öðru formi, og taka þá fyrir af-
markaðri svið hverju sinni.
Það er svo margt, sem fram
þarf að koma af vettvangi
myndlistarinnar, þar sem að
þessari listgrein steðja nú mörg
vandamál, sem þurfa umfjöllun-
ar við. Það er af hinu dapurlega
að verða að viðurkenna, að það
fréttnæmasta af innlendum
myndlistarvettvangi er logn-
molla og skortur á opinni og ein-
arðlegri umfjöllun um vandamál
líðandi stundar. Engir iðkendur
annarra listgreina eru eins þög-
ulir og værukærir um sín mál á
opinberum vettvangi og þó eru
þeir margir vel pennafærir. En
þetta á vísast sínar gildu ástæð-
ur, sem ég læt öðrum um að geta
sér til.
Líkja má íslenzku myndlist-
arsviði við kafbátahernað, því að
fátt eitt kemst á yfirborðið fyrr
en það er afstaðið — mikilvægar
ákvarðanir eru teknar á bak við
tjöidin og farið leynt með, eins
og engum komi þær við og varða
þær margar þó hag allrar sam-
eiginlegrar islenzkrar myndlist-
ar og veg hennar innan lands og
utan.
Hér svífur sem sagt lognmoll-
an yfir vötnum og kafbátahern-
aðurinn er svo algjör, að jafnvel
sjónpípurnar gára ekki yfirborð-
ið! Ákvarðanir eru sem sé teknar
án þess að fjallað sé um þær
opinberlega, hvað þá að upp rísi
hresslegar deilur.
Margt óhreint þrífst í skjóli
þessa, sem illkleift er að hamla á
móti, — rangar og misvísandi
upplýsingar eru gefnar um ís-
lenzka myndlist á erlendum
vettvangi, en engir mótmæla
nema þá helst undirritaður í
myndlistarpistlum sínum. Oft er
þá sem myndlistarmennirnir
sjálfir vilji ekki að um mál
þeirra sé fjallað líkt og þeir séu
angi einhverrar leynireglu.
Minnist ég þess, er ég ritaði
um árið grein um „Hvíta bók um
Kjarvalsstaðadeilurnar" og fé-
lagsmál myndlistarmanna, og
fékk bágt fyrir og illt umtal.
Getur þó enginn, er læsi þessar
greinar i dag, mótmælt því, að ég
hafði ýmislegt til míns máls og
hafi orðið um margt forspár um
framtíðina. 1 slíkri aðstöðu verð-
ur lastmælgin að gullhömrum og
ekkert til að kippa sér upp við. —
Listapólitík, eins og við nefnum
þetta, og er einnig iðulega lituð
flokkapólitík, er víðar leiðinleg á
Norðurlöndum, en óhætt mun að
fullyrða að hvergi er lognmollan
jafn alger í opinberri umræðu
sem hérlendis — einkum hvað
snertir hagsmunabaráttu mynd-
listarmanna, en hér höfum við
dregist mjög aftur úr öðrum list-
greinum og það að miklum verð-
leikum fyrir andvaraleysi, sér-
hagsmunaáráttu og linkuhátt.
Deilur hafa sums staðar verið
svo harðar og illskeyttar meðal
frænda vorra, að það er lítt til
fyrirmyndar nema fyrir það, hve
miklu lengra þeir hafa náð í
réttindabaráttu sinni. Ég nefni
það hér, að hin þekkta listakona
Inger Sitter, er lengi hefur stað-
ið framarlega í norskri listapóli-
tík, er flúin til Parísarborgar og
sest þar að. Sagði upp prófess-
orstöðu við Listaháskólann í
Osló, seldi hús og vinnustofu og
hélt á brott, örþreytt og vonsvik-
in. Hressilegar og gagnlegar
deilur hafa og blossað upp vegna
reksturs ríkislistasafnsins í
Osló. Harðar deilur hafa geisað í
Danmörku, Noregi og Svíþjóð
um fjárveitingar og rekstur
listasafna, — menningarpólitík
almennt og vald listafélaga svo
og skilgreiningu á hugtökunum
klám og erótík í myndlist.
1 sumar sem leið voru hinir
glæsilegu sýningarsalir Charl-
ottenborg í Kaupmannahöfn lok-
aðir vegna heiftarlegra deilna
framkvæmdavaldsins, og var
það ærið verkefni menningar-
málaráðherra Dana að sætta
deiluaðilana og vakti mikla at-
hygli. — En opinberar deilur eru
þrátt fyrir allt af hinu góða og
koma iðulega í veg fyrir fram-
kvæmd margs konar ósvinnu er
viðgengst í skjóli þagnarmúrsins
og baktjaldamakksins. Vegur ís-
lenzkrar myndlistar er rýr um
þessar mundir — aðsókn hefur
minnkað á listsýningar almennt,
og sala listaverka er furðulegt og
Höggmy nda sýning
Myndlist
Valtýr Pétursson
ÁÐ Kjarvalsstöðum stendur
nú yfir sýning á höggmyndum
eftir ungan Borgfirðing, Pál
Guðmundsson frá Húsafelli.
Hann er hér á ferð með sína
fyrstu sýningu þessarar tegund-
ar, en áður hefur hann sýnt mál-
verk og vatnslitamyndir. Þetta
eru höggmyndir í orðsins fyllstu
merkingu, því að Páll hefur not-
fært sér afar sérkennilegt og fal-
legt grjót, sem hann hefur í gili
einu við Húsafell og var notað
hér áður fyrr til legsteinagerðar
af heimamönnum og Magnús
heitinn Árnason komst einnig í
kynni við þetta rauða og bláa
grjót.
Páll Guðmundsson er ungur
hæfileikamaður, sem hér kemur
fram með nokkra nýjung í ís-
lenzkri list. Það eru ekki margir
meðal okkar í dag, sem leggja sig
í það erfiði að höggva hugmynd-
ir sínar í grjót og harðar stein-
tegundir. Páll lætur sig ekki
muna um að ná í efnivið sinn um
kílómetra leið áður en hann get-
ur komið því á bifreið. Ég nefni
þetta atriði hér til að sýna hver
eljumaður er hér á ferð og hver
vinna liggur að baki þeirra
verka, sem nú eru sýnt á austur-
gangi Kjarvalsstaða.
Megnið af þessum verkum er
mannamyndir og nokkrar eru af
dýrum. Páll heggur hrjúft í
steininn og nær við það full-
komnu samspili efnis og fyrir-
myndar. Hann gæðir efnið þeim
plastísku tilfinningum, sem eru
aðalsmerki höggmyndarinnar á
öllum tímum. Samt er Páll mjög
nútímalegur í þessum verkum og
er meir í takt við tíma og fúm en
margur annar. Hér er nokkuð
sterkt til orða tekið þegar þess
er gætt, að fyrsta sýning ungs
manns á í hlut. En ég tel ekki
ofsagt, því að þessi verk eru
sannarlea mikill fengur fyrir
samtíðina og lofa afar góðu um
framtíð þessa unga manns. Það
kæmi mér ekki á óvart, þótt
listasöfnin í landinu litu þessi
verk hýru auga og vonandi kann
almenningur að meta þessa
merkilegu frumraun Páls Guð-
mundssonar. Hann er manna
ákafastur við listsköpun, hvort
heldur um er að ræða málverk
eða höggmynd.
Þetta er afar vönduð sýning
hjá Páli og erfitt að gera upp á
milli þessara verka. Páli hefur
tekizt að láta upprunalegt form
steinsins ráða um formspil
verksins og nær samt fram því,
sem hann óskar eftir í það og
það skiptið. Páll er afar einlæg-
ur í myndsköpun sinni og hæfi-
leikar hans leyna sér hvergi.
Þetta er með ánægjulegustu sýn-
ingum, sem haldnar hafa verið
að undanförnu, en eins og allir
muna, sem með fylgjast, er ekki
langt síðan ágætur myndhöggv-
ari kom fram, Helgi Gíslason, og
Kristjana Samper er einnig með
sýningu. Um hana verður fjallað
á öðrum stað. Allar þessar sýn-
ingar eru eins og nýtt líf í ís-
lenzkum skúlptúr, og vonandi er
þetta aðeins byrjunin.
Forsætisráðherra:
„Alvarlegt ef öll
fjölgunin fer í
opinbera þjónustu"
Þurfum að efla þær greinar sem bera björg í bú
„EF ÞAKNA er tekin með þenslan í bönkum og heilbrigðiskerfinu þá er
ég ekki undrandi á þessu. Eg tel að þenslan í bönkunum hafi verið alltof
mikil og að þar þurfi að leita meiri hagkvæmni, eins og verið er að gera.
Heilbrigðiskerfíð undrar mig ekki, því heilbrigðisþjónusta hefur aukist og
kröfur til hennar hafa farið mjög vaxandi," sagði Steingrímur Hermanns-
son forsætisráðherra, er hann var spurður álits á frétt í Mbl. sl. þriðjudag
um aukningu mannafía í opinberri þjónustu og bankakerfínu.
Þar kemur m.a. fram, að mann-
afli í opinberri stjórnsýslu og
þjónustu hefur aukist um 232,2%
á 20 ára tímabili og mannafli í
bönkum um 217,2% á sama tíma
og á sama tímabili hefur hann
dregist saman í landbúnaðarstörf-
um um 34,4%.
Forsætisráðherra sagði enn-
fremur: „Við verjum núna líklega
um eða yfir 10% af þjóðarfram-
leiðslunni til heilbrigðismála og
erum þó á eftir öðrum þjóðum,
eins og Svíþjóð og Bandaríkjun-
um. Ég tel hins vegar að ekki hafi
fjölgað í stjórnarráðinu nema
™.jög lítið. Það er auðvitað mjög
alvarlegt ef öll fjölgunin fer í
þetta, því við þurfum að efla þær
greinar sem bera björg í bú.“
Steingrímur sagði að lokum:
„Hins vegar er þetta alls staðar
þróunin. í Bandaríkjunum er því
spáð að eftir tvo áratugi verði
fjöldi þeirra sem vinna að svoköll-
uðum framleiðslugreinum ekki
orðinn nema helmingurinn af því
sem nú er, og jafnvel minni, hitt
fari í þjónustu. Ég held því að
þetta sé ekki séríslenzkt fyrirbæri.
Hins vegar eru ýmsar háþróaðar
greinar á eftir. Þær þurfa að koma
inn og það er verið að vinna að
því.“
^Aug'ýsinga-
siminn er22480