Morgunblaðið - 01.03.1985, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 01.03.1985, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. MARS 1985 SVERRIR HARALDSSON LISTMÁLARI Afburða hugsun og handverk Sverris Haraldssonar listmálara skópu hann sem einn af hátindum myndlistarinnar, þar fór hann sína persónulegu og sérstæðu leið. Bæði lærðir og leikir sáu skjótt að þar fór snillingur sem stækkaði umhverfi sitt með verkum sínum, skilaði menningunni áleiðis. Það var sérstætt að kynnast þessum snillingi, þessu undrabarni lista- gyðjunnar, eignast vináttu hans og verða vitni að lítillæti hans og varfærni, en þar er ef til vill grundvöllurinn að stærð mynda hans sem listaverka, öll smáatrið- in, nostrið, eins og veröld með vini sínum. Það hefur brugðið birtu á degi við fráfall Sverris Haralds- sonar og það er biturt að missa hann svo ungan fyrir Klettsnefið mikla, missa af þeim hugmyndum og listaverkum sem bjuggu í hon- um í tonnatali eins og stundum var sagt á Bæjarbryggjunni heima í Eyjum. Það er ekki undarlegt hve Vest- manneyingurinn Sverrir Haralds- son hélt mikilli tryggð við heima- byggð sína sem fylgdi honum úr grasi og mótaði hann. Hvort tveggja í senn eru Vestmanna- eyjar höggmynd og málverk, en það sem sameinar þetta tvennt í eina heild er iðandi líf um fles og bringi, berg, bæ og bláan sæ. Sverrir sagði stundum þegar hann hafði málað eina myndina enn af konu að það versta væri að það væri sama hvað myndin væri góð, konan yrði alltaf náttúrulaus. Gamansemi var einn af hans stóru kostum og það blikaði af henni jafnvel þegar heilsa hans var verst. Fyrst teiknaði Sverrir Eyj- arnar og málaði eins og hið al- menna auga sér þær, síðan form- bylti hann þeim, færði til fjöll og hús, lét hið sífellda birtuspil milli hafs, himins og hamranna leika sér eins og kálfa á vori og það varð líf og fjör í þessum nýju Eyjum Sverris ekki síður en þeim gömlu. Þannig glæddi hann sínu lífi allt sem hann tók sér fyrir hendur. Hvergi hef ég kynnst öðru eins birtuspili og í Vestmannaeyjum. Færeyjar koma næst en birtan af Eyjafjallajökli ræður úrslitum um röðina og móbergið með sínum óendanlegu formum eins og högg- mynd eilífðarinnar. í þessu um- hverfi var háskóii listamannsins Sverris Haraldssonar og við sem þekkjum þessar eyjar í smáatrið- um höfum sannreynt þetta því oft og iðulega er hægt að finna hluta af Eyjunum hvort sem um er að ræða myndir Sverris úr Svína- hrauni, Sogamýrinni, frá Þing- völlum, Heklu eða af moldarbörð- unum sem eru einstæðar myndir Sverris. Ég sagði stundum við Sverri að það væri einkennilegt að hann og annar listamaður úr Eyj- um, Högna Sigurðardóttir, (sem nú starfar sem arkitekt í -París) skildu í öllum sínum verkum vera að fást við Eyjarnar, færa formin úr þeim í myndirnar og hús. Hann hafði gaman af þessu og fannst það heimilislegt, var sáttur við sinn túnfót. Sverrir fæddist í Vestmanna- eyjum 18. mars 1930. Foreldrar hans voru Anna Kristjánsdóttir og Haraldur Bjarnason, en hann ólst upp hjá ömmu sinni og afa á Svalbarða, Bjarna Jónssyni og Önnu Tómasdóttur. Þegar hann var 17 ára fór hann til náms í myndlistinni til Reykjavíkur og flutti þá til foreldra sinna sem bjuggu þar. Hans örugga heima- höfn til lengdar í lífinu voru Vest- mannaeyjar, veröld afa og ömmu, en hann sótti út á hafið þar sem veðrabrigðin slípuðu hann og meitluðu í sífelldri leit að full- komnara handverki, háleitari hugsun. Sverrir varð strax maður margra átta. Hann tók fullnað- arpróf upp á 9,70 í Barnaskóla Vestmannaeyja, það hæsta sem þá þekktist á landinu, en hann var ekki aðeins upp á bókina, hann var einnig bestur í leikfimi, fljótastur að hlaupa og gaf ekkert eftir í slagsmálum peyjanna í Eyjum í hefðbundnu hversdagslífi. Eftir barnaskólann lauk hann Iðnskól- anum á tveimur árum, fjögurra ára námi, smiðaði, teiknaði, mál- aöi og síðan tók hann kúrsinn á Eins og fiskimennim- ir í guðspjöllunum Morgunblaðið birtir hér tvo fyrstu kafla bókarinnar um Sverri Haraldsson eftir Matthías Johannes- sen. Kaflarnir eru: Eins og fiskimennirnir í guðspjöllunum og „Hví ekki eitthvað stórt?“. Heimaey, þar er ég fæddur og uppalinn. Mér er sagt ég hafi farið í fyrstu fjallgönguna á Helgafell í Vest- mannaeyjum innan við eins árs aldur. Bjarni Jónsson, föðurafi minn, bar mig. Þetta hefur verið fagran og snjólausan vetrardag skömmu eftir áramót 1931. Síðan bar hann mig alltaf, þar til ég gat bjargað mér á eigin spýtur. Við afi fórum hvern einasta sunnudag, sem færi gafst, í göngu- ferðir, oftast í fjallgöngur — eða þangað til ég var þrettán ára og varð skáti. Þá fór ég í gönguferðir með félögum mínum í skátahreyf- ingunni og við afi hættum að fara þessar sunnudagsferðir að stað- aldri. Þessum sunnudagsgöngum okk- ar afa lauk ávallt rétt fyrir há- degi, og þá fórum við í baðhúsið, en það er ekki svo að skilja, að við höfum ekki baðað okkur oftar en einu sinni f viku, heldur var ekkert bað heima og okkur þótti hress- andi að skola af okkur eftir göngu- ferðirnar. Síðan fórum við heim í sunnudagssteikina. Hún er mér einkennilega minnisstæð, liklega vegna þess að ég hef verið orðinn mjög svangur, þó að ég hafi alltaf verið svo lítill matmaður, að ég hef sjaldnast borðað nema af illri nauðsyn. Afi átti sex kýr, þegar þær voru flestar. Og auðvitað var ég kúreki, þó að ég hafi aldrei átt neitt sameiginlegt með þessum sí- skjótandi kúrekum bandarískra kvikmynda, enda gátu Vest- mannaeyjar án þeirra verið í bernsku minni. Kýrnar voru aðeins úti á sumr- Móðir Sverris, Anna Kristjánsdóttir. in, að sjálfsögðu, og enda þótt mér þætti vænt um þær, var ég oft óþolinmóður yfir því, hvað þær voru latar og siluðust hægt í haga, sífellt grípandi niður í ómerkilega grastoppa á vegarkantinum vit- andi þó, að þeirra beið grænn og kafloðinn hagi. Sérstaklega þótti mér þær bágrækar, þegar ég eign- aðist reiðhjól. Það var fyrr en al- mennt gerðist í Eyjum. Þegar ég rak kýrnar í haga á morgnana, var allt á fótinn, en því skemmtilegra að hjóla heim á ofsahraða. Á kvöldin sótti ég kýrnar, en þá var ekki eins gaman að hjóla heim. Ég gæti ímyndað mér það hafi verið 3—4 km í kúahagann, en hann var undir Helgafelli og var kallað fyrir sunnan Fell. Eldfell kom upp í gosinu 1973 á þessum vegi, þar sem ég rak kýrnar, og stendur rétt norðan við hagana. Ef ég þyrfti nú að reka kýrnar sömu leið og fyrr, yrði ég að fara þvert yfir Eldfell, en haginn og tún afa míns sluppu við hraun, því að það rann allt til norðurs. Mér er til efs, að nokkur hafi átt fegurri æsku en ég. Afi átti engan sinn líka og hann sá til þess, að llaraldur Bjarnason, faðir Sverris. engan skugga bar á uppvaxtarár mín. Ég var alinn upp hjá afa mínum og ömmu. Þau voru eins og fiski- mennirnir í guðspjöllunum, þau áttu vissa fullkomnun og heiðar- leika. Afi prédikaði ekki og hann var ekki krossfestur, en hann gaf ekki eftir neinum spámanni, sem ég hef haft spurnir af, hvorki í orðum né æði. Hann var bóndi og útgerðarmaður í hjáverkum og framkvæmdastjóri fyrir tveimur stórum fyrirtækjum, en peningar voru honum ekki freisting, því síð- ur svartur galdur. Hann var samvizkusamur með afbrigðum, honum féll aldrei verk úr hendi og sjötugur hljóp hann á Helgafell. Hann dó 1962, mig minnir 82ja ára gamall. Minn eini „komplex" er að hafa ekki verið jafn góður og afi minn átti skilið. Ég á honum þá skuld að gjalda. Afi var hógvær og menntaður í sínu rúmgóða hjarta, þótt hann væri ekki skólagenginn. Segir ekki einhvers staðar, að þeir, sem eru hógværir, munu landið erfa. Afi og amma voru trúuð á íslenzka vísu, en fóru vel með trú sína. Sverrir á fyrstu sýningu sinni í Reykjavík 1952 í Listamannaskálanum en þar sýndi hann þá 109 verk.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.