Morgunblaðið - 01.03.1985, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 01.03.1985, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. MARS 1985 17 Handíðaskólann. Upp úr því varð Sverrir þjóðkunnur maður. Hann hóf að sýna 18 ára gamall með öðrum listamönnum, en tuttugu og tveggja ára gamall hélt hann sína fyrstu einkasýningu í Lista- mannaskálanum, alls 109 málverk og teikningar. Sverrir hikaði aldr- ei við að fara eigin leiðir í list- sköpuninni, hann þótti undrabarn í myndlistinni, hann þótti stund- um of snjall handverksmaður og menn náðu ekki alltaf hugmynd- um hans í fyrstu, en tíminn hefur skerpt myndina af einstæðum listamanni sem fallinn er frá svo ótímabært. Sverrir var góður sögumaður þar sem saman fóru miklar gáfur og gamansemi í ríkum mæli. Hann hafði gaman af að gera grín að sjálfum sér eins og öðrum í léttum dúr, en beittu spjótunum beindi hann að þeim sem honum þótti hreykja sér. Þó talaði hann aldrei íllt orð um aðra, gat verið beittur en gerði gott úr, jafnvel því sem að ósekju var á hann hallað af illum tungum. Hann var forvitinn og gluggaði í margt, valdi síðan úr það sem honum þótti bitastætt. Sjaldan var honum brugðið svo eftir væri tekið en ég minnist þess að einu sinni sagði hann að sér hefði brugðið verulega. Það var þegar hann í leiðangri hafði heim- sótt vændishús í Hamborg. „Þegar ég kom út aftur og áttaði mig á því að ég hafði ekki gert það eina sem ég hefði átt að gera í húsinu, þá brá mér snarlega." Tónlistin var hluti af lífi Sverris og hann var listagóður píanóleik- ari, blúsaði og dixaði og hann gat auðveldlega sett sig í stellingar Scott Joplin við píanóið. Þegar maður minnist þessa kemur ósjálfrátt í hugann sérstætt sam- spil Sverris og félaga hans Guðna Hermansen í Vestmannaeyjum. Þeir ólust upp saman, þeir gátu gert hvað sem þeim datt í hug svo eftir var tekið, málað, teiknað, smíðað, leikið á hljóðfæri og þeir fóru saman í Handíðaskólann. Síðan skildu leiðir en upp úr 1960 þá detta þeir niður á skyldan stíl í málverkinu, án þess að vita hvor af vinnubrögðum annars. Þeir hófu nýtt tímabil á sömu línu, en héldu sinu striki eins og alltaf áð- ur. Að ganga með Sverri var ævin- týri, þar sem aðrir sáu urð, sá hann lífið og tilveruna í réttu ljósi, smáatriðin spruttu fram í myndefni, uppsprettu hugmynda, og pensillinn varð hans verkfæri. Ég held að það eigi það sama við um Sverri og hann sagði um Kjar- val. Þeir þurrkuðu ekki svo úr pensli að það yrði ekki sérstætt. Enda hreifst Kjarval af Sverri og hann var einn af fáum málurum sem ég heyrði hann tala um með djúpri virðingu. Það var gagn- kvæmt hjá Sverri. Með þakklæti minnist ég þess að um margra ára skeið var ég þess aðnjótandi að fylgjast með hverri mynd Sverris verða til, fylgdist með ótrúlegri þolinmæði lista- mannsins að skapa verk sín. Hann sá veröldina skarpari augum en flestir og verk hans voru í sam- ræmi við það, hann upphóf litina í þjöppun málverksins. Hans bestu ár í málverkinu voru á Hulduhól- um, þá truflaði heilsuleysi hann minnst um nokkurt skeið, en hann nýtti ávallt vel góðu stundirnar og þá lék pensillinn eða blýanturinn við hvern hans fingur. Það voru oft brattar umræðurnar á nóttum heima hjá Sverri og Steinunni þar sem jafnvel lóðin var gerð að lista- verki. Þar eru meira að segja tjarnir og þar skautaði Sverrir þegar svell lagðist yfir, en hann var listhlaupari á skautum þótt 'fáir vissu, byrjaði í Herjólfsdal og á Vilpu í Eyjum. Undarleg er tilveran. Þegar Sverrir var aðeins 47 ára gamall var gerð um hann af einkafram- takinu ein viðamesta bók sem gerð hefur verið um listamann hér á landi, samtalsbók Sverris og Matthíasar Johannessen skálds sem þeir Páll Vígkonarson og Gunnar Þorleifsson gáfu út, en í bókinni eru nokkuð á annað hundrað litmyndir og svart/hvítar myndir af verkum Sverris. Bókin er góður Sverrir, skemmtileg, fróðleg, fögur og sérstæð. Þar kemur fram meðal annars aðdáun Sverris á hollenska meistaranum Vermeer sem málaði aðeins 43 myndir um ævina svo vitað sé en þar er um að ræða einn af dýrustu steinunum í kórónu myndlistar- innar. Það var ýmislegt líkt með Vermeer og Sverri, afburða verk- lagni, óendanlegt næmi fyrir birtu og meðferð lita. Sverrir sagði stundum að það væri skammar- legt að hafa málað fleiri myndir en Vermeer, menn ættu ekki að leyfa sér slíkt. í bókinni um Sverri sem titrar af hrífandi samspili listmálarans yrkir Matthías um Vermeer í orðastað Sverris: „Ég kynntist þér aðeins af afspurn, í myndum sem umrótið skolaði á veggi safna: í lífinu einungis nafn meðal nafna í návist minni einn af þeim tindum sem gnæfa úr flatneskju feigðar og hrafna. Þú ávarpar mig frá old sem er gengin, úr ðruggu skjóli málverka þinna og ég sem er samtíma Astrix og Tinna fæ óljósan grun um fegursta strenginn. Ég horfi á þig ungan eitt andartak finna þá ölvuðu gleði sem hríslast i blóði, en siðar með stafinn og visnaðan vanga og vinstra fót bæklaðan, þjáning að ganga, þú situr við trönurnar, hugsar í hljóði og hreyfir pensil og teiknar á stranga. Ég veit raunar ekki hvað varð um þig, góði, en vefur þíns lífs er spunninn úr þáttum sem enginn þekkir og aðeins i myndum er svolítið brot af vef sem við vindum úr von og ótta og því sem við máttum loks upplifa saman í örfáum myndum." Síðustu árin voru Sverri erfið, það seig sifellt á ógæfuhliðina, en hann naut mikils styrks frá sam- býliskonu sinni, Guðrúnu Sverr- isdóttur og í hléum milli storma urðu listaverkin til, lífsbaráttan frá degi til dags. Eitt af þjóðskáld- um landsins í myndlistinni er horfið úr augsýn, mikill listamað- ur sem var fyrst og fremst maður, samkvæmur sjálfum sér og svo tryggur vinur vina sinna að aldrei bar skugga á. Það var alltaf gott að hitta Sverri og eiga með honum dýrmætar stundir, en það var í sjálfu sér nóg að hugsa til hans, þá leið manni vel. Vinarþel var hans aðalsmerki. Einu sinni að næturlagi hringdi Sverrir í mig og sagði að það væri kominn smyrill inn í vinnustofuna hjá sér með mikinn usla. Stuttu seinna hafði okkur tekist að ná smyrlinum sem hafði komist inn um opinn glugga í vinnustofunni, mikið særður á brjósti, líklega hafði hann flogið á gaddavír. Með réttri meðferð tókst okkur að lækna smyrilinn á nokkrum dto- um og hann tók flugið á ný. Eg gleymi aidrei glampanum í augum Sverris þegar fuglinn hlaut frelsið á ný. Nú nýtur Sverrir þessa frels- is. Megi eilífðin gefa honum birtu og það svigrúm sem hann þarfn- ast. Megi góður Guð styrkja vini og vandamenn sem eftir lifa. Megi listaverk Sverris styrkja lands- menn í trú á hinn íslenska tón, hinn íslenska hátind. Árni Johnsen Vinur minn Sverrir Haraldsson listmálari hefur skipt um tilveru- svið; það kom mér ekki á óvart að öllu leyti, þegar mér var tilkynnt lát hans. Hann var búinn að berj- ast harðri baráttu við veikindi um langa tíð. Mér er minnisstætt þegar við hófum nám í Handíða- og mynd- listaskóla íslands ásamt öðrum góðum félögum, sem nú eru gildir málarar í samfélagi okkar. Sverrir var mjög bráðþroska nemandi og sennilega þeim hæfileikum búinn að mega teljast undrabarn. Þegar eftir nám haslaði Sverrir sér völl sem málari; alitaf var natnin söm og jöfn og aldrei var slakað á kröfunni um góð vinnu- brögð. Fljótlega varð hann mik- ilsvirtur málari og í fyllsta máta persónulegur. Tillegg hans til ís- lenzkrar myndlistar er því mik- ilsvert. í málverki sínu kom hann víða við. Mikið starf liggur eftir hann þar, svo og í teikningum í ýmsum stíltegundum, en þessi og önnur verk hans eru nú í einka- eign víða um landið. Þegar Sverrir heimsótti mig síð- ast, var hann reyndar að kveðja mig. Ekki hvarflaði þó að mér, að ég ætti ekki eftir að sjá hann aftur í þessu lífi. Að leiðarlokum kveð ég gáfaðan og góðan meistara, sem ég veit að heldur áfram að þróast á nýjum leiðum. Ég votta aðstandendum öllum samúð mína og sérstaklega aldr- aðri móður Sverris, Önnu Krist- jánsdóttur. Eiríkur Smith „Hví ekki eitt- hvað stórt“? Ég lifði og hrærðist í bátum og þekkti þá jafnvel á hljóðinu. Ég kynntist dálítið sjómönnunum, sem bjuggu heima hjá afa og ömmu, en hafði enga sérstaka löngun til að verða sjómaður sjálf- ur, þó að ég fengi stundum að fara í róður og mér liði hvergi betur en á sjó. Nú langar mig mest til að verða skipstjóri, en ég er kominn á þann aldur, að það er um seinan. Haraldur faðir minn sagði mér, eftir að ég var orðinn fullorðinn, að hann hefði séð eftir því alla ævi að hafa ekki orðið formaður á báti, en hann var látinn ganga menntaveginn og varð stúdent óvenju ungur. Hann var mikill námsmaður. Hann var eitt ár við lögfræðinám i Háskólanum, en heillaðist svo af þeirri pólitísku bylgju, sem þá gekk yfir undir nafninu kommúnismi, að hann hætti námi og helgaði sig stjórn- málum. Hann var t.a.m. í fyrstu sendinefndinni, sem fór frá ís- landi til Ráðstjornarríkjanna, og var þar, þegar ég fæddist. En ég minnist þess ekki, að hann hafi talað um annað við mig en rússn- esk þjóðlög og söng Donkósakk- anna, sem ég hef alla tíð heillazt af. Faðir minn stundaði síðar alls konar vinnu, þýddi bækur í tóm- stundum sínum, t.a.m. Daglauna- menn eftir Hans Kirk, fyrra bindi kom út, en ég á óprentað handrit síðara bindis. Hann skrifaði ým- Kyrralífsmynd, 1944. islegt fleira, en hélt þvi ekki á loft. Síðast starfaði hann á Skattstof- unni í Reykjavík, en lézt jafn gam- all og ég er nú, 47 ára að aldri. Hann hafði alla eiginleika afa og við vorum góðir vinir, enda þótt ég kynntist föður mínum á allt annan hátt en föðurforeldrum mínum. Áður en hann dó, var hann löngu búinn að draga sig út úr pólitísku vafstri. Þau voru samhent í stjórnmálabaráttunni, Anna móð- ir mín og hann. Hún lifir enn. Þau fluttust til Reykjavíkur rétt fyrir síðari heimsstyrjöld og bjuggu á Bragagötu. Ég var þá 8 eða 9 ára og varð eftir hjá afa og ömmu í Eyjum, en fluttist til foreldra minna eftir stríð, þegar ég þurfti að fara til Reykjavíkur í skóla, þá var ég víst 16 eða 17 ára. Heimili foreldra minna í Reykjavík var eins og veitingahús og opið lista- og menntamönnum, sem drógust að þeim, hvar í stjórnmálum sem þeir stóðu. Móð- ir min hafði líka kostgangara og rak þá starfsemi af miklum mynd- arskap, enda forkur dugleg. Bjarni afi var sjálfstæðismaður og því ekki að undra, þótt ég sé nú orðið pólitískt viðrini. Þegar ég fór úr barnaskóla, varð ég fyrir þeirri ógæfu að taka hæsta fullnaðarpróf, sem þá þekktist á landinu og fékk meðal- einkunnina 9,70. Ég var jafnvel beztur í leikfimi. Þú ert hvort eð er búinn að komast að þvi, að ég var fljótastur að hlaupa og sterkastur af strákunum í Éyjum, en ég vona bara, að þú skrifir mig ekki eins og nýjan Gunnar á Hlíð- arenda inn í bókmenntirnar, það er nóg að hafa einn. En þú sérð af þessu, að ég var enginn kúristi, heldur þurfti ég lítið að hafa fyrir námi og lék mér eins og aðrir drengir, framdi jafnvel stundum strákapör. Hitt er svo annað mál, að það kom sér vel fyrir mig, hvað ég var fljótur að hlaupa, því að við áttum að bjóða upp stúlkum, þeg- ar ég lenti löngu síðar í dansskóla Rigmor Hanson, en þær voru færri en við strákarnir, svo að maður þurfti að hafa sig allan við til að krækja sér í pils. Þetta tókst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.