Morgunblaðið - 01.03.1985, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 01.03.1985, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. MARS 1985 19 dögum og þeir, sem fengust við nýjungar í iistum og bókmennt- um, urðu fljótlega hver öðrum kunnugir, enda kaffihúsalíf þá með meiri blóma en nú er og Reykjavík að því leyti að meiri menningarbrag. Það leið því ekki á löngu áður en ég hafði kynnst þessum unga snillingi. Hann var ljós yfirlitum, hæggerður í fasi, en dálítið glettinn, og ég varð þess fljótt áskynja að hann var unn- andi sígildrar tónlistar og hafði sjálfur eitthvað lært á hljóðfæri. Hann bjó hjá foreldrum sínum inni í Sogamýri og það var píanó í herberginu hans og mig minnir endilega að það hafi verið nótna- hefti með völsum eftir Chopin á píanóinu, að minnsta kosti eitt- hvað sígilt sem hann kvaðst ekki getað leikið, og í staðinn bað hann mig að kenna sér að hamra á ein- faldan hátt St. Louis Blues, því þá var ég atvinnumaður í dansmúsík sem þá var að hálfum hluta gamli djassinn, fullur af fjöri, gleði og trega, sumt runnið upp úr sáimum negranna í Ameríku, og Sverrir skynjaði hið besta í þessum nýju verðmætum tónanna, en það voru ekki almenn dægurlög þeirra tíma sem hann sóttist eftir, heldur blúsinn með sínum öriagaþunga og heillandi tóni. Og ég kenndi honum eftir bestu getu það litla sem hann bað um og var fljótur að tileinka sér af næmi sínu, endiann hafði ekki tíma til að fara í mikið tóniistarnám, því ekki mátti van- rækja myndlistina sem hann hafði helgað krafta sína. Hann kærði sig ekki um sína ögnina af hverju i listinni. Hann lagði líf sitt í myndlistina. Nú er hann farinn yfir móðuna miklu iangt fyrir aldur fram. Ég minnist þess að hann var aldrei heilsuhraustur, ekki heldur þegar hann var ungur, og þó er með ólík- indum hve miklu hann kom í verk, en hann var óþreytandi í mynd- listinni og ég veit að stundum, þegar hann þurfti að vera á sjúkrahúsi, þótti honum verst, ef hann gat ekki þann tíma haldið áfram að vinna að myndlist á ein- hvern hátt. Því miður hitti ég hann sjaldan eftir að hann fluttist með konu sinni, Steinunni Mar- teinsdóttur, upp að Hulduhólum, og aldrei varð úr því að ég kæmi þar í heimsókn. Ég sá hann síðast á stórri yfirlitssýningu á verkum hans, en hann var þar umkringdur af fólki, svo mér gafst lítið tæki- færi til að spjalla við hann. Svona höfðu tímarnir breyst. Það var ekki eins auðvelt að hittast og spjalla saman og áður fyrr. Á fyrrnefndri yfirlitssýningu gat ég séð allan feril listamanns- ins og rifjað upp gamla daga. Þarna voru myndir hans frá ýms- um tímabilum og það fór að líkum, að mér þótti vænst um þær mynd- ir sem voru frá því tímabili, þegar við kynntumst og hann var snill- ingurinn ungi, því það vakti minn- ingar um nýjar hræringar í ís- lenskri menningu. Þær myndir sem voru frá fyrstu einkasýningu hans, þeirri sem hann hélt korn- ungur 1952, voru óhlutbundnar að mestu, en ekki í þeirri hreinu geómetríu sem nokkru seinna varð efst á baugi og nær allsráðandi hérlendis, þar sem einungis giltu óblandaðir litir. Sverrir blandaði liti sína og myndir hans voru fagr- ar og stílhreinar og mátti oft merkja í þeim landslag eða um- hverfi, þrátt fyrir stílfærsiuna, allt háð mýkt og boglínum. Um þetta sá ég nú dæmi á yfirlitssýn- ingu hans og minntist þess sem var. Sverrir fór fljótt til útlanda eft- ir fyrstu sigra sína hér heima á íslandi og víkkaði sjónhring sinn með því að skoða myndir erlendra meistara og kynna sér hvað helst var að gerast í myndlistinni. Hann var um skeið í París, en fór einnig í ferðalag til Spánar og ef til vill víðar, en seinna dvaldist hann í Þýskalandi, gerðist svo kennari við Myndlista- og handíðaskólann í Reykjavík eftir heimkomuna og stundaði málaralistina jafnframt og raunar einskorðaði hann sig ekki við málverkið, því hann gerði margar fallegar trémyndir og fleira skemmtilegt. Áður fyrr hafði hann einnig kennt í Hand- íðaskólanum, þá nýútskrifaður, þegar hann hóf kennslu sína þar. Og ég held áfram að skoða sýn- inguna. Þarna er hreina geómetrían með hreinu litunum, það tímabil sem ég vissi að hann gat aldrei sætt sig við, þegar það varð að stefnu hér á íslandi, að svona skyldi málað, það væri hinn eini rétti tónn í myndlistinni, hér heima eins og úti í hinum stóra heimi. Þá voru þeir nokkrir sem illa gátu þoiað þessa stefnu, en reyndu þó að tileinka sér hana, því erfitt er að einangrast í litlu sam- félagi eins og hér á landi. Meðal milijónaþjóðanna myndast auð- veldar smáhópar sem geta haldið saman. Sverrir vildi auðvitað fylgjast með sínum tíma, en honum þótti ekki fullnægjandi að máia sjálf- stæð málverk í þessari nýju stefnu, gerði það þó að nokkru marki, en kom nú fram með þá kenningu að myndlistin ætti ekki að vera til aö horfa á hana upp á vegg, heldur ætti hún að vera nytjalist (að minnsta kosti jafn- framt) og til sýnis í öllu sem fólk hefði fyrir augum og 'snerti á hversdagslega, svo sem vöruum- búðunum í verslununum. Og þann- ig gat hann einmitt notfært sér þessa nýju stefnu sem öll tók mið af reglustikunni og teiknihorninu, og nú lífgaði hann veggi með sterkum litum sem þessari stefnu tilheyrðu og skreytti smjörumbúð- ir, því nú urðu þær eins góður vettvangur fyrir listina og hver annar. Á yfirlitssýningu hans voru nokkrar myndir í sterkum litum (gulum, svörtum, rauðum) og minntu á þessa tíma. Og ég held áfram að skoða. Já, þama kom það, skyndilega venti hann sínu kvæði í kross, náði sér í áhald eins og það sem notað var til að sprauta málningu á bíla, trúi ég, og notaði það til að sprauta málningu á léreft sín. Hvaðan hafði hann það? Var það gert ein- hverstaðar annarstaðar í heimin- um? Ég veit það ekki. En þegar hann hélt sýningu á þessum nýju myndum sínum sem voru í svo greinilegri andstöðu við ríkjandi stefnu, urðu sumir listamenn al- varlega hneykslaðir. Við þetta ein- angraðist hann meira og meira frá öðrum listamönnum, en hann beygði sig aldrei undir sjónarmið þeirra, heldur hélt sínu striki, að vísu ekki með því að gera spraut- una og hörpusilkið að endanlegu takmarki í listinni, það hafði ein- ungis hjáipað honum að brjótast út úr flatarmálsstefnunni sem hann hafði tileinkað sér gegn skapgerð sinni, og nú kúventi hann enn og tók að mála lands- lagsmyndir, svo segja mátti að hann væri eiginlega kominn í hring og aftur til bernskunnar, þegar keppikeflið hafði verið að líkja eftir fyrirmyndum úr náttúr- unni. En þessar landslagsmyndir voru, þegar til kom, ekki beinar eftirlíkingar, heldur ærið súrreal- ískar flestar, oft nafnlaust lands- lag sem ekki laðaði að sér, heldur hrinti frá sér og vakti hugmyndir og spurningar eins og: Hví þetta eyðilega iandslag? Hví þessi and- stæða við lífskraftinn í gróandi náttúru? Við þeim spurningum fékk ég ekkert svar á yfirlitssýn- ingu hans fyrir tólf árum og þeim verður ekki heldur svarað nú. Hann sem ég hafði kynnst, þegar hann var að stíga fyrstu skrefin á listabrautinni, hann var vissulega einfari meðal listamanna þessarar þjóðar, fór sínar leiðir í trássi við annarra kenningar, og fyrir bragðið er starfsferill hans sér- stakur og merkilegur kafli í ís- lenskri listasögu. Ég minnist góðra stunda fyrri ára, þegar Sverrir Haraldsson, ungur að árum, teiknaði bókar- kápu á fyrstu bók mína sama árið og hann hélt fyrstu einkasýningu sína. Hann gerði það af einskær- um áhuga og vinsemd og lagði mikla alúð við teikninguna sem var í svo mörgum litum að útgef- andi vildi ekki nota hana, þegar til kom, en hitt var lakara að hún týndist hjá útgefandanum, og mundi nú þykja fróðlegt sýnis- horn, ef í leitirnar kæmi, því hún var ein fyrsta tilraun hans í bók- arkápugerð, en seinna átti hann eftir að skreyta ýmsar bækur sem kunnugt er. Sverrir teiknaði einn- ig kápu á næstu bók mína, þó fyrri káputeikningin hefði ekki verið notuð og ekkert gjald komið þar fyrir margra daga erfiði. Seinni teikningin var notuð, þó ekkert gjald kæmi fyrir hana heldur, þar mig, hafði ekki fyrir sið að yrða af fyrra bragði á fermingarbörnin sín úti á götu, og ég var því furðu lostinn, þegar hann stöðvaði mig og tók mig tali á Kirkjuveginum, ég var þess fullviss, að nú væri heimsendir í nánd. Hann spurði mig, hvað ég ætlaði að verða. Ég vissi það ekki, en fór að tala um, að mig langaði kannski til að læra smíði eða mála myndir. Þá horfði hann á mig eins og naut á nývirki og sagði: „Ja-á, en þetta er ekki nógu stórt fyrir þig, því ekki eitthvað stærra eins og arkitekt- úr?“ Ég áttaði mig ekki á því fyrr en tveimur dögum síðar, að ég hafði verið að tala við atvinnu- góðmenni — og kannski hefur hann líka sagt, þó ég muni það ekki nákvæmlega: „En hví ekki eitthvað stórt eins og — ja, að verða prestur?" Hvað sem því líð- ur, áttaði ég mig á því, að hús eru sjálfsögðu stærri en málverk, þó að þau þurfi ekki endilega að vera merkilegri. En þetta var erfitt próf og ég stóðst það ekki. En af þessu sérðu, hvað barna- skólapróf eru lítil hjálp á örlaga- stundu. Eftir á finnst mér ég hafi verið skotinn aftan frá — og örið er ekki fullgróið, ekki enn. Hefðir þú sagt 12 ára, að þú vildir verða rithöfundur eða ritstjóri stærsta blaðs landsins? Nei, þetta samtal var mér engin opinberun um al- vizku eða óskeikulleika presta. Félagar mínir fóru allir í gagn- fræðaskólann í Eyjum og þá lágu leiðir okkar ekki lengur saman. Eg var einn á báti. En ég hafði alltaf nóg fyrir stafni, málaði, smíðaði, lærði og las allar bækur afa míns, t.a.m. allar fornbókmenntir Is- lendinga og minnist þess sérstak- lega, þegar ég las Flateyjarbók í þremur stórum bindum. Stundum sat ég við gluggann, sem vissi að gagnfræðaskólanum, og horfði á félaga mína í frímínútunum. Þá fann ég um stund til einmana- kenndar, en sökkti mér niður í meiri vinnu. Afi sá fyrir öllu. Ég var farinn að læra tungumál í einkatímum, s.s. frönsku, ensku og þýzku, og hafði gaman af. Afi kunni tungu- mál og þýddi að gamni sínu ljóð, smásögur og ritgerðir úr þýzku og ensku og gaf mér, t.a.m. ljóð og sögur eftir Byron og Poe. Þessi áhugi á bókmenntum liggur í blóð- inu, en ég hef ekki erft þessa rit- hneigð, þó að góðar bókmenntir séu mér yndi. Tolstoj er einn mesti uppáhaldshöfundur minn. En þess má geta, að Bjarni afi og faðir ólafs Jóhanns Sigurðs- sonar voru albræður. Ég var barn- ungur, en allt að því dýrlingur, eins og þú hefur gefið í skyn. Dýrl- ingar eiga ekki að standa í neinu jarðnesku veseni. Ég veit ekki, hvað presturinn hefði sagt, ef hann hefði rennt grun í, af hverju ég bað til guðs þrjú kvöld í röð af fullkominni alvöru — í fyrsta og síðasta skipti. Þótt ungur væri, fór mér að þykja vænt um stúlku ofan af landi, sem tók ástfóstri við mig, þó hún væri nokkru eldri, en samt vart af barnsaldri frekar en ég. Þrjá sólarhringa óttaðist hún, að hún væri ófrísk af mínum völdum, og þegar ég var háttaður á kvöld- in, reyndi ég að koma skilaboðum til guðs um að hann rétti okkur hjálparhönd í angist okkar og kvíða. Að þremur sólarhringum liðnum gátum við tekið gleði okkar aftur, en í gleðivímunni er ég ekki viss um, að ég hafi munað eftir að þakka guði fyrir okkur. Eitthvað grunaði Bjarna afa, en hann gaf aldrei neitt í skyn, því að það var andstætt lífsstíl hans og ömmu að taka sér nærri náttúru- lega hluti. Samvizka mín hefur sagt mér, að hann vissi um þessa veraldlegu reynslu. Hún fór heim með Esjunni einn góðan veðurdag og án þess um það væri rætt og kom það mér algjör- lega á óvart. Strandferðaskipið lá úti á höfn og við afi fylgdum henni um borð. Við fórum með 12 tonna báti út í skipið og það var þungur sjór og okkur var þungt fyrir brjósti. Þegar ég kom heim aftur, fór ég út að stinga upp kálgarðinn. Ég hamaðist, eins og ég gat. Það var súld þennan dag og drungalegt veður, þannig var mér einnig inn- anbrjósts. Hún fór heim, en ég setti kúrs- inn á Handíðaskólann. í tímaritinu Nú! finnurðu dag- skrá yfir allt það bitastæðasta í menningarlífi Reykjavíkur og nágrennis: Tónlist, list- sýningar, bókmenntakynn- ingar, leiklist, kvikmyndir, bridge, skák, íþróttir o,fl. I Nú! ereinnig ítarlegt yfirlit um veitinga- og skemmti- staði, vídeóleigur, líkamsrækt og sólbaðsstofur. Einnig stutt viðtöl og frásagnir. Nú! er dreift í helstu verslanir, veitingahús, hótel og bið- stofur. NÚ ER ÓKEYPIS!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.