Morgunblaðið - 01.03.1985, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. MARS 1985
21
Sendibréf til þjóðfélagsins
— eftirÖnnu
Snorradóttur
Kaera Þjóðfélag.
Lcngi hefi ég ætiað að skrifa þér
bréfkorn bæði til þess að þakka þér
fyrir hve gott þú varst mér, þegar
ég var barn og eins til þess að
ympra á nokkrum atriðum, sem ég
hefi verið að velta fyrir mér í sam-
bandi við börnin þín og framtíð
landsins okkar allra.
Já, aldrei fæ ég þakkað þér eins
og vert er, að þú skyldir ekki skipa
mér í skóla, þegar ég var smábarn
og heldur ekki inn á einhverjar
stofnanir. Lesturinn lærði ég af
eldri bræðrum og sjálfri mér og las
bækur og tímarit af því að það var
gaman og enginn sagði mér að gera
það. Reikning kenndi mamma mér
með eldhússtörfunum og sama er
að segja um skriftina svo að ekki sé
minnst á öll kvæðin, sem ég var
látin fara með í eldhúsinu. Orði til
orðs var þessu skilað án þess að
skiija mikið en það gerði ekkert til.
Síðar kom skilningurinn og þá var
þetta allt tiltækt. Maður lærði orð
og nöfn og svo hrynjandi ljóðs, sem
er mikilvægt fyrir barn. En það
skrýtnasta af þessu öllu var, að við
krakkarnir kunnum bara töluvert í
dönsku þótt við hefðum enga
kennsiu, en það voru keyptar bæk-
ur og biöð og myndasögurnar í
Familie Journal kenndu mér þá
dönsku sem dugði mér þar til ég
kom í menntaskóla.
Innflutningsmál
Já, það væri gaman að minnast á
innfiutningsmáiin. Þú varst svo
ágætt á þessu skeiði sögunnar, að
skriffinnskan var ekki komin í al-
gleyming og ekki allt njörvað niður
í skrifstofum höfuðborgarinnar eða
ráðuneytum, heidur gat fólk staðið
fyrir slíku sjálft ef það hafði tíma
og átti einhverja aura og auðvitað
sniðu menn sér stakk eftir vexti.
Hún móðir mín, blessunin, pantaði
sér til að mynda kaffistell frá Par-
ís. Raunar kom aldrei nema syk-
urkerið úr þessu kaffistelii, en það
var fallegt og prýddi stofuna heima
allan minn uppvöxt. Það var ein-
hver ljómi yfir þessu keri, sem
komið var sunnan frá Signu eitt sér
sem fulltrúi heils stells. Ég man
líka eftir lömpum með perlukögri á
skerminum aiveg sams konar og
lampinn á skrifborði prófessors
Higgins í kvikmyndinni My Fair
Lady. Kassarnir komu með skipum,
sem við fylgdum eftir með augun-
um sitjandi í fjörunni og fannst ei-
lífðartími líða meðan þau skriðu
inn Önundarfjörðinn, inn fyrir
odda og að bryggju. Það var mikið
ævintýri að sjá kassana hífða upp á
bryggjuna og enn þá meira gaman,
þegar kassi var kominn heim í hús
og byrjað var að eltast við nagla og
járnbönd með kúbeini og hamri. Þá
titraði hjartað í brjósti lítils barns
af tiihiökkun. Þetta voru dýrlegir
tímar og gaman að fá að vera þátt-
takandi í þessu fjölbreytta lífi. Það
voru leikæfingar og söngæfingar
með pabba og mömmu, grímuböll,
snjóhús og skíði úr tunnustörfum,
klndur föður míns í næsta húsi og
kýrin sem gaf okkur spenvolga
mjólkina, einu farartæki fjölskyld-
unnar góður reiðhestur og lítil
skekta og stundum farið að vitja
um grásleppunet með pabba sínum
eða heyja í Hvamminum þar sem
ég var alveg hárviss um að byggi
álfkona. Mér fannst ég hafa séð
hana, háa og spengilega í bláum
kyrtli, en höfuðbúnaðurinn var
ekki íslenskur heldur beint út úr
Familie Journal. Hét hún ekki Ma-
dam X eða eitthvað ámóta þessi
dularfulla fígúra? Þetta dásemdar
líf, sem þú gafst mér í litlu sjávar-
plássi, leið undir lok þegar ég var
10 ára.
Breyttir tímar
En svo tóku krakkarnir þínir upp
á því að verða fulltiða fólk sem
vildi breyta öllu. Það er svo sem
ekki nema sjálfsagt að reyna að
laga ýmiskonar misrétti og vit-
leysu, sem mönnum hafði yfirsést,
í öllum látunum, ýmislegt sem við
máttum ekki missa. Sumt kom
hægt og bítandi yfir okkur, annað í
heljarstökkum og heijarstökk eru
ekki nema fyrir fimleikafólk, því að
hætt er við að hinir beinbrjóti sig.
Það fór líka svo að margir brotn-
uðu og meiddu sig illilega. Ég hefi
alltaf vorkennt þér svolítið þessi
Anna Snorradóttir
„Þótt þú sért ágætt og
mér þyki vænt um þig,
eiga margir bágt og þú
ættir ad hlusta vel eftir
hjartslætti gamla fólks-
ins.“
óhemju læti í krökkunum þínum,
því að það er ekkert gamanmál að
eiga óþekk börn, en ég get huggað
þig með því, að sumir strákarnir
sem voru hvað ódælastir í ung-
dæmi minu, urðu ágætir þegnar
þínir, þegar þeir komust til vits og
ára og það er höfuðmálið, að menn
komist til vits og ára. Sumir kom-
ast bara til ára en aldrei vits og
þess vegna er nú ástandið eins og
það er.
Margir eiga bágt
Þótt þú sért ágætt og mér þyki
vænt um þig, eiga margir bágt og
þú ættir að hlusta vel eftir hjart-
slætti gamla fólksins. Og þú ættir
líka að horfa í augun á ungu kon-
unni, sem er tætt í sundur í marga
parta á mörgum vinnustöðum af
því að hún er að reyna að hjálpa
honum Jóni sinum með saltið í
grautinn og þak yfir höfuðið. Og
svo ættirðu að líta svolítið til með
unglingunum, sem eru svo ráðvillt-
ir og allslausir þrátt fyrir diskótek-
in, myndböndin og annað drasl. Já,
það eiga margir bágt, líka karl-
mennirnir sem komnir eru af létt-
asta skeiði og alltaf er verið að
skamma og kenna um ailar ófar-
irnar. Kannski endar þetta á því,
að nokkrar góðhjartaðar gamlar
konur stofna karlavinafélag? Ég
veit það ekki, kæra þjóðfélag, en
mér finnst margt svo ruglað og
öðruvísi en það á að vera. Kannski
hefir þú lent á kennderíi og ert ekki
búið að jafna þig? Þú fyrirgefur, að
mér skuli detta þetta í hug, en ef
þetta er rétt hjá mér, ættirðu að
drekka mikið af appelsínusafa með
þrúgusykri, svo að þú jafnir þig
sem fyrst.
Skóla-pólitík
Hvers vegna ertu að heimta það,
að allir fari í skóla og jafn vel áður
en þeir eru talandi? Er ekki hægt
að hafa þetta eins og í gamla daga
þegar ég var barn? Nei, ég veit svo
sem vel, að það er ekki hægt að
snúa hjólinu til baka, það þarf allt-
af að snúa því áfram, því að annars
fer allt í strand. En ætli það sé
nokkuð, sem fer jafn illa með lítil
börn eins og að vera í skóla hjá
leiðinlegum kennara sem er stöð-
ugt svekktur af blankheitum? Ég
held að þú ættir að borga kennur-
unum hundrað þúsund á mánuði,
og þá á ég við barnakennarana. Lít-
il börn eru svo fádæma varnarlaus,
en þegar þau stækka geta þau sleg-
ist og bitið frá sér. Menntaskóla-
og háskólakennurum þarftu ekki
að borga ýkja hátt kaup, því að
krakkarnir þar spjara sig. Þú mátt
alveg bóka það, að ef grunnurinn er
ekki góður hrynur húsið. Og fyrst
við á annað borð erum að basla
með skóla fyrir lítil börn, verður þú
að sjá til þess, að bestu og gáfuð-
ustu menn þjóðarinnar veljist til
þessara starfa. Það gerir ekkert til
með framhaldsnámið, það hefst
einhvern veginn, ef ekki er þegar
búið að eyðileggja alla námslöngun
og frumkvæði. Þú mátt ekki vera
reitt mér, kæra þjóðfélag, en ég er
gömul í hettunni, hef séð margt og
lesið býsnin öll um uppeldis- og
skólamál. Annars þarf ekkert að
lesa sér til um þetta, það er svo
borðleggjandi, að barnakennslan
skiptir langmestu máli.
Hjálp til sjúkra
Þetta er nú víst að vera full langt
hjá mér, en mig langar að nefna
eitt í lokin, en það er, hve vel þú
gerir við margan sjúklinginn, sem
þarf á hjálp að halda. Þetta er
miklu betra allt saman en þegar ég
var ung. Ég veit að þú ert skammað
einhver ósköp fyrir að greiða ekki
nóg, en ég man vel eftir því, að ég
varð að borga allt sjálf, þegar ég
þurfti að dvelja langdvölum á er-
lendu sjúkrahúsi og hjá læknum,
þegar ég var ung. Við hjónin voru í
tíu ár að greiða sjúkrakostnað, en
við vorum ekkert að auglýsa þetta
af því að við vorum svo glöð yfir því
að mér batnaði og fékk brúklega
heilsu aftur. Einhvern veginn datt
mér aldrei í hug að biðja þig að
borga þetta fyrir mig. Það var lík-
lega bara af heimsku. En gamla
fólkinu þínu, sem hefir lokið sínum
starfsdegi oft fyrir litla þóknun,
máttu ekki gleyma. Ég veit að þú
reynir að standa þig í þeim efnum
og gerir margt vel, en betur má ef
duga skal, það máttu bóka.
Ég bið þig forláts á þessu til-
skrifi. Það er vel meint þótt ekki
tækist betur til en raun ber vitni.
Ég bið kærlega að heilsa öllum
krökkunum þínum bæði ASl, VSÍ,
BSRB, KSÍ, SfS, BÚR, ÍSÍ, RARIK
og svo öllum hinum.
Þín einlæg,
Anna Snorradóttir
P.S.
Það hafa margir áhyggjur út af
heilsu þinni og sérstaklega þessari
krónísku bólgu, verðbólgunni. Var
farið að lagast, þegar eitt barna
þinna tók til að óþekktast á sl.
hausti • og þá versnaði þér aftur.
Þetta var mér sagt. Er ég spyr:
Hvar eru nú læknavísindin að geta
ekki ráðið bót á þessu? Mér hefir
alltaf reynst ullin vel við mínum
bólgum og svo heitu pottarnir í
sundlaugunum, en það er ekki víst
að þetta eigi við þínar bólgur. En
hefirðu reynt grasate? Best er að
blanda saman rjúpnalaufi, blóð-
bergi, vallhumli og ljónslöpp. Ég
óska þér gleðilegs árs og góðs bata.
Sama