Morgunblaðið - 01.03.1985, Síða 22

Morgunblaðið - 01.03.1985, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. MARS 1985 Japan — eftir Önnu Bj. Sveinsdóttur Jóhönnu Björns- dóttur og Sigurð Björnsson Jafnvel þótt Japan sé yfirfullt af fólki og þar séu vandfundnir mannlausir blettir, þá kom það ekki að sök því allt þetta fólk var með eindæmum hjálpsamt, gest- risið og kurteist. Ekki spillti það heldur fyrir að flestir Japanir, sérstaklega skólakrakkarnir, eru mjög hrifnir af útlendingum. Það var sama hvaða merkisstaði í Jap- an við skoðuðum, hof, garða eða minnismerki, alls staðar voru fleiri rútur af krökkum á skóla- ferðalögum. Þau vildu öll tala við okkur og taka af okkur myndir þannig að líkast til prýðum við nú allmörg japönsk fjölskyldualbúm. Stundum báðu þau jafnvel um eiginhandaráritun eins og við værum eitthvert merkisfólk en ekki ferðalangar frá ísiandi. Snyrtimennska Japana var til fyrirmyndar, hvergi var rusl að sjá og fólk virtist alltaf klætt í sín fínustu föt. Virðing þeirra fyrir eignum annarra var líka einstök og sem dæmi um það má nefna að um allar borgir og bæi voru fag- urlitir almenningssímar í not- hæfu ástandi, nokkuð sem við höf- um ekki kynnst á heimaslóðum. Ókubo-hús í Japan dvöldum við frá miðj- um október fram í miðjan nóv- ember. Gististaður okkar í Tokyo var lítið hótel, ókubo-hús, sem stóð við svo þrönga götu að á mörkunum var að bíll kæmist þar um. Það fyrsta sem við sáum þeg- ar við komum að hóteldyrunum var fat fullt af vatni sem í var þvottastykki. Ofan við fatið var skilti sem á stóð: „Bannað að fara inn á sandölum. Farið úr þeim og þvoið ykkur um fæturna”. Við bönkuðum á dyrnar og þurftum ekki að bíða lengi þar til þær voru opnaðar af pínulitlum og mjóum karli. Hann hneigði sig og beygði áður en hann hleypti okkur inn. Þar var okkur boðið uppá heitt te og smákökur sem við gerðum góð skil meðan við skrifuðum f gesta- bókina. Þessu næst sýndi litli karlinn okkur svefnstaðina, strákarnir fengu kojur í átta mánna herbergi, kojur sem voru svo stuttar að tærnar stóðu útúr. Við stelpurnar höfðum hins vegar aðeins kost á tveggja manna her- bergi. Það var svo sannarlega öðruvísi en öll önnur hótelher- bergi sem við höfðum áður gist. Veggirnir voru úr sérstökum pappa og á gólfinu voru bastmott- ur sem naumlega rúmuðu tvær dýnur er settar voru fram á kvöldin. 1 herberinu var opnanleg- ur gluggi og út um hann sást í bakhliðar næstu húsa sem voru svo nálægar að hægt var að teygja sig í þær. Inni var allt tandur- hreint, enda var þrifið daglega frá klukkan tíu til fimm og urðu hót- elgestir að vera úti á þeim tíma. Fyrsta kvöldið sagði litli karl- inn okkur að allir yrðu að fara í bað fyrir svefninn og aðskilin baðherbergi væru fyrir stráka og stelpur. Við reiknuðum með að okkar biðu sturtur eða baðker en annað kom í ljós. Þegar við kom- um inn sátu tvær stelpur á pfnu- litlum plastkollum fyrir framan vatnskrana sem voru nokkra sentimetra frá gólfi, þær þvoðu sér hátt og lágt og skoluðu með því að svetta yfir sig vatni úr litl- um fötum. Eftir þvottinn tóku þær hlera af baðkerinu eða baö- pottinum og stigu ofan i heitt vatnið. Þegar við litum í kringum okkur í herberginu sáum við fyrirmæli þess efnis að allir ættu að þvo sér áður en farið væri í baðið og að bannað væri að skipta um vatn eftir notkun heldur mætti aðeins fylla upp með heitu vatni. Nú vissum við hvernig jap- önsk baðferð fór fram og gátum hafist handa. Eftir baðið var einungis eftir að fara á salernið fyrir svefninn. Áð- ur en gengiö var inn var farið f sérstaka salernisskó og allt það gert sem gera þurfti á hækjum sér í velpússaða postulínsskál sem var niðri við gólf. Varla var búið að Ijúka sér af þegar heyrðist tónlist í fjarska. Þar var kominn litli karlinn. Hann gekk um húsið með spiladós og sönglaði aftur og aftur: „Athugið, athugið, nú verða allir að fara að sofa. Ljós verða slökkt eftir nokkrar mínútur.“ Við fórum inní herbergi íklæddar jap- önskum sloppum, „kimonóum", lögðum höfuðið á hrískoddana, breiddum yfir okkur fagurrauðar ábreiðurnar og gerðum eins og fyrir okkur var lagt. Sumo-glíma í Tokyo var margt að skoða og eitt af þvi sem vakti áhuga okkar var sumo-glíma. Sumo er nafn á gamalli japanskri glímu þar sem keppendur eru allir atvinnumenn. Þeir eru aldir á sérstöku fæði sem gerir þá stóra og feita. Keppri er haldin sex sinnum á ári í mismun- andi borgum, en þar sem engin var í Tokyo á þessum tíma gátum Gullna höllin í Kyoto um gluggana. Fyrir innan sáum við þessa miklu menn, hálfnakta, f upphitun, vinstri fótur upp til hliðar, slá á læri, niður, hægri fót- ur upp til hliðar, slá á læri, niður. Þetta endurtóku þeir að minnsta kosti hundrað sinnum. Fljótlega tóku þeir eftir gluggagægjunum og þjálfarinn bauð okkur inn fyrir. Við fengum sæti á rauðum púðum við hlið hans og þáðum heitt te. Þegar kapparnir voru orðnir vel heitir hófst glfman. í byrjun komu keppendur sér fyrir hvor á móti öðrum á hring- laga sviði sem var 4,6 metrar í þvermál. Þeir beygðu sig í hnján- um, studdu annarri hendi i gólfið og ruku síðan saman. Á meðan hvöttu hinir þá óspart með því að rymja hástöfum. Glíman byggist á þvf að koma mótherjanum út fyrir hringinn eða láta einhvern líkamspart hans annan en fætur snerta gólfið. Eftir að hafa horft á íþróttina um tíma og haft gaman af, kvödd- um við og héldum leiðar okkar. Gestrisni Eftir vikudvöl í Tokyo var hald- ið til Osaka. Lestarferðir eru mjög dýrar í Japan og ákváðum við því að fara þangað á puttan- um. Ferðalagið gekk mjög vel. Við kynntumst mörgu góðu fólki á leiðinni sem lagði jafnvel hundrað kílómetra krók á leið sfna f okkar þágu. Sfðasti bfllinn skilaði okkur á aðaljárnbrautarstöðina í Osaka. Nú var næsta skref að finna gisti- stað því komið var fram á kvöld. Ekki þurftum við að leysa þann vanda sjálf. Til okkar kom vel klæddur maður á fimmtugsaldri, Sadao að nafni, og sagðist vita um ódýrt hótel í nágrenninu og bauðst til að fylgja okkur. Á leið- inni vildi hann endilega bjóða okkur upp á bjór á næstu krá. Þegar þangað var komið fannst Sadao ómögulegt annað en við brögðuðum á grillsteiktum kjúkl- ingabitum, sem við að sjálfsögðu þáðum. Sadao virtist maður skyndilegra hugdettna því nú fannst honum tilvalið að við drif- um farangurinn upp á hótel og skelltum okkur síðan á nætur- klúbb að hlusta á filippeyska söngkonu. Þetta var mjög fínn staður og einungis opinn sérstökum klúbb- meðlimum sem tilkynntu komu sína f útskorinn síma viö inn- göngudyrnar. Allar dyr voru opnar Sadao og gestum hans og var þjónustan við okkur frábær. Mest allan tímann stóð þjónn við borðið okkar og fyllti glösin strax og lækka tók i þeim. Einnig var okkur borinn matur eins og við gátum f okkur látið. Alltaf borgaði Sadao og vildi alls ekki að við tækjum þátt f kostnaðinum þar sem við værum gestir hans. Þegar við kvöddum Sadao eftir viðburðaríkt og skemmtilegt kvöld vissum við að við myndum ekki sjá hann aftur. Að hugsa sér hvað bláókunnug- ir menn geta verið gjafmildir og gestrisnir án þess að ætlast til nokkurs í staðinn. Singapore 6. febrúar 1984 Anna Bj. Sveinsdóttir Jóhanna Björnsdóttir Sigurður Björnsson við því miður ekki séð kappana keppa, þrátt fyrir mikinn áhuga. Okkur var hins vegar bent á að hægt væri að heimsækja eina af æfingastöðvunum og sjá hvernig þjálfun þeirra færi fram. Með aðstoð hjálpsamra Japana tók ekki langa stund að finna stöðina þar sem bestu sumo- glímukapparnir í Tokyo æfa. Við kunnum ekki við að vaða inn til þeirra og létum okkur því nægja að standa fyrir utan og horfa inn Tókýó að næturlagi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.