Morgunblaðið - 01.03.1985, Síða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. MARS 1985
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. MARS 1985
33
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aöstoöarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift-
argjald 330 kr. á mánuði innanlands. i lausasölu 25 kr. eintakiö.
Ræktun
mannsins
Augljóst er af víðtækri
þjónustu sem sprottið
hefur upp hér á landi hin síðari
ár, að einstaklingar leggja
meiri rækt við sjálfa sig en áð-
ur. Hvers kyns skólastarf utan
hins hefðbundna skólakerfis
hefur skotið rótum. Margskon-
ar félög hafa verið stofnuð til
að veita sköpunargleði manna
útrás. Mikil gróska hefur
hlaupið í fyrirtæki sem gefa
mönnum kost á að þjálfa lík-
ama sinn og styrkja. Verulegt
átak hefur verið gert til að
bjarga einstaklingum út úr
áfengisbölinu og á ári æskunn-
ar verður lagt kapp á að vara
við ógninni sem stafar af fíkni-
efnum.
Þróun í þessa átt er síður en
svo einkennandi fyrir ísland.
Hvarvetna þar sem þjóðir eru
jafn vel efnaðar og við hefur
hið sama gerst. Það er ekki
eins auðvelt og oft áður að
glepja menn með alls kyns
gylliboðum um að unnt sé að
stytta sér leið og komast hjá
því að rækta sjálfan sig. Á dög-
unum vakti það heimsathygli
þegar vinstrisinnaður mennta-
málráðherra Frakka sagði, að
framvegis yrði lögð á það
áhersla í frönskum grunnskól-
um að kenna nemendum að
lesa, skrifa og reikna. Með
þessari yfirlýsingu var ráð-
herrann að breyta um stefnu
frá því að hægrisinnaðir,
franskir stjórnmálamenn létu
undan kröfum vinstrisinnaðra
„skólafræðinga" um nýja
stefnu í skólamálum; stefnu
sem hefur leitt það af sér, að
grunnmenntun Frakka hefur
hrakað.
Fyrir vellíðan og velmegun
einstaklinga skiptir mestu að
þjóðfélagsgerðin sé þannig, að
þeir hafi frelsi til orðs og æðis.
Ofstjórn og ofskipulag veitir
einstaklingnum enga vernd
þegar til lengdar lætur, sviptir
hann sjálfskaparviðleitni og
gerir hann háðan ríkisvaldi
sem jafnt og þétt sækist eftir
meiri áhrifum og völdum.
Sagan sýnir, að á valdi
stjórnmálamanna og stjórn-
valda eru engar einfaldar
lausnir til að skapa borgurun-
um áhyggju- og átakalaust líf.
Þar vegnar borgurunum best
þar sem þeir fá að vera i sem
mestum friði fyrir afskiptum
stjórnmálamanna og opinberra
aðila. Með hliðsjón af þessu er
það öfugþróun í íslenskum
stjórnmálum, að nú skuli fólk
kveða sér hljóðs, meðal annars
á síðum Morgunblaðsins, sem
telur unnt að auka hamingju
einstaklinga einfaldlega með
flokkspólitískum lausnum.
Síðan 1917 hefur markvisst
verið að því stefnt í Sovétríkj-
unum að skapa hinn nýja,
hamingjusama, sósíalíska
mann. Þessi stefna beið skip-
brot strax og hún var kynnt
eins og aðrar stjórnmálastefn-
ur sem ætla að breyta mannin-
um og manniegu eðli. Sá flokk-
ur hér á landi sem kennir sig
við manninn er eitt af þeim
fyrirbrigðum sem fylgja mis-
heppnaðri mannræktarstefnu.
Að gera ræktun mannsins að
pólitísku trúaratriði stangast á
við þá einstaklingshyggju sem
fram kemur í áhuga fólks á
þeirri starfsemi og þjónustu
sem í upphafi var lýst.
Greiða atkvæði
með fótunum
jr
Iofstjórnarríkjum kommún-
ismans hafa þegnarnir eng-
an rétt til að láta í Ijós álit sitt
á stjórnvöldum í lýðræðisleg-
um og frjálsum kosningum.
Vilji menn mótmæla gjörðum
stjórnvalda verða þeir að gera
það með öðrum hætti en að
setja kross á atkvæðaseðil.
Flestir velja þann kost að
greiða atkvæði með fótunum.
Þeir flýja einfaldlega land.
Reynslan frá Víetnam, Afgh-
anistan, Kúbu, Nicaragua, Pól-
landi o.fl., o.fl., segir allt sem
segja þarf þessu til staðfest-
ingar.
Nú hafa öfgafullir marxistar
og kommúnistar haldið bresk-
um námamönnum í verkfalli í
tæpt ár. Deilan hefur snúist
um það, hvort stjórn kola-
námufélagsins geti lokað
óarðbærum námum. Náma-
mennirnir hafa smátt og smátt
áttað sig á því, að forystumenn
þeirra höfðu það ekki eitt að
leiðarljósi að tryggja hag um-
bjóðenda sinna heldur vildu
þeir koma höggi á bresku ríkis-
stjórnina, helst banahöggi.
Námumenn hafa ekki getað
látið vilja sinn í ljós í almennri
atkvæðagreiðslu. Þeir hafa
hins vegar greitt atkvæði með
fótunum og gengið til starfa
sinna þrátt fyrir áskoranir
verkalýðsrekenda um annað.
Síðustu tölur sýna, að meiri-
hluti í félagi námamanna hefur
nú hafnað stefnu Arthur
Scargill og félaga með því að
hefja störf þrátt fyrir yfirlýst
verkfall. Þetta eru söguleg
þáttaskil í breskri verkalýðs-
baráttu sem eiga eftir að hafa
áhrif út fyrir Bretlandsstrend-
ur.
Frjáls samkeppni á
kostnað þjóðarbúsins?
Eru kaupskipaútgerðir á „villigötum“?
eftir Einar
Hermannsson
í kjölfar mikilla rekstrarörðug-
leika Hafskips hf. á síðasta ári,
sem sagðir eru hafa orsakast að
hluta af „óvæginni" samkeppni
annarra innlendra útgerða í áætl-
unarsiglingum. Þá velta margir
fyrir sér hvort ekki séu umtals-
verðir annmarkar á skipulagi
þessarar atvinnugreinar. Þeir
þættir sem gefa slíkum vangavelt-
um byr undir báða vængi eru t.d.
sú staðreynd að í allflestum viðko-
muhöfnum þessara útgerða á
meginlandinu, Bretlandi og á
Norðurlöndunum eru 2 eða 3 ís-
lensk skip í hverri viku, jafnvel
samdægurs, að „slást" um tiltölu-
lega takmarkað vörumagn. Skipin
eru lítil, samanborið við erlend
skip sem anna slíkum flutningum.
Margir telja því að núverandi
skipulag komi í veg fyrir að hægt
sé að nýta sér hina augljósu „hag-
kvæmni stærðarinnar", þ.e.a.s. að
anna þessum siglingum með allt
að því tveimur þriðju færri en
stærri og hagkvæmari skipum, og
kosti þetta ástand þjóðarbúið
stórfé í nafni „frjálsrar sam-
keppni". Til að forðast allan mis-
skilning, þá er hér einungis fjallað
um útgerðir í áætlunarsiglingum,
þ.e.a.s. með fastar reglubundnar
viðkomur svokallaðra línuskipa.
Þessi rekstur er enn sem komið er
að mestu verndaður frá erlendri
samkeppni, þar sem hann krefst
sérstakrar aðstöðu og dýrra vöru-
geymslna hérlendis.
Annar þáttur sem hvetur við-
skiptavini útgerðanna til umhugs-
unar, eru sífelldar yfirlýsingar
erlendra flytjenda og flutninga-
miðla um að flutningstaxtar séu
óheyrilega háir hérlendis í sam-
anburði við slíka taxta á milli
annarra landa. Þótt innlendu út-
gerðirnar hafi oft sýnt fram á háa
kostnaðarliði í siglingum til fs-
lands, s.s. dýrar vörugeymslur, lé-
lega nýtingu skipa og gáma vegna
þess að hinar hefðbundnu útflutn-
ingsvörur okkar eru ekki hentugar
til flutninga i áætlunarskipum
(einingaskipum), háan fjármagns-
kostnað, verðbólgu o.s.frv., þá
virðist samt vanta upp á að fulln-
aðarskýring á hinum háu töxtum
sé fyrir hendi, nema það skyldi
vera óhagkvæmni þeirra smærri
skipa sem við notum og marg-
feldni í stjórnun, tækjabúnaði, að-
stöðu o.s.frv.
Orðatiltækið „frjáls samkeppni"
hefur óspart verið notað við upp-
byggingu útgerða, s.s. Hafskip hf.
og í öðrum útgáfum, s.s. „vinnum
saman" við uppbyggingu Skipa-
deildar SfS. Þriðji aðilinn hf. Eim-
skipafélag fslands, hefur ekki am-
ast við þessum orðatiltækjum, að
mati margra vegna þess að með
tilkomu nýrra aðila hefur einok-
unarstimplinum verið að nokkru
létt af Eimskip. Þessi einokun-
arstimpill var óspart notaður áður
fyrr, þegar útgerðin var næstum
allsráðandi í áætlunarsiglingum.
Einnig er það mat margra, að
hagsmunum Eimskips sé ekki best
borgið með því að gína yfir öllu,
smáu sem stóru. Spurningin er
hins vegar sú, hvort þessi orðatilt-
æki séu ekki farin að fjarlægjast
upphaflega meiningu, ef afleið-
ingarnar eru dýrari flutningar
fyrir viðskiptavini og verri af-
koma útgerðanna?
Nú er því þannig háttað utan
íslands, að yfirgnæfandi hluti
áætlunarsiglinga eru stundaðar
undir fyrirkomulagi sem nefnist
„shipping conferences", eða „sam-
siglingar“/„samsiglingakerfi“ eins
og það hefur verið nefnt á ís-
lensku. Slíkt fyrirkomulag felst í
að útgerðir í áætlunarsiglingum á
ákveðinni siglingaleið koma sér
saman um bindandi flutninga-
taxta, afslætti, viðkomutíðni,
þjónustuliði o.s.frv. Við fyrstu sýn
virðist hér um einokunar- eða
„hringmyndunar“-kerfi að ræða
og eru efalaust tilhneigingar í þá
áttina, ef ekki er rétt haldið á
spöðunum. í því sambandi má þó
benda á, að hin stranga löggjöf í
Bandaríkjunum um einokun og
hringamyndun undanskilur
„shipping conferences" sem nauð-
synlegar til að tryggja í siglingum
æskilega viðkomutíðni, stöðugt
verðlag og þjónustu til viðskipta-
vina, sem allt séu undirstöður
frjálsrar milliríkjaverslunar. Út-
gerðir í áætlunarsiglingum taka á
sig umtalsverðar kvaðir með því
að tryggja fastar og reglubundnar
viðkomur í höfnum, án tillits til
vörumagns hverju sinni. Einnig
eru skip til áætlunarsiglinga sér-
hæfð og dýr í rekstri (hraðskreið)
og hafa takmarkað hagkvæmt
notagildi til annarra siglinga og
því fjárfesting í áætlunarskipum
mjög viðkvæm fyrir utanaðkom-
andi samkeppni. Útgerðir í áætl-
unarsiglingum lærðu snemma af
biturri reynslu, að þær yrðu að
verja sig gegn utanaðkomandi
samkeppni aðila sem voru tilbúnir
að undirbjóða flutninga í höfnum
þar sem nóg var af vörum, en ekki
tilbúnir til að sinna öðrum höfn-
um né neinum skuldbindingum
um viðkomutíðni. Einnig komu til
„blóðug" verðstríð á milli áætlun-
arútgerðanna sjálfra á hinum
ýmsu siglingaleiðum, sem leiddu
af sér reglubundin gjaldþrot út-
gerða og meðfylgjandi röskun á
siglingum. Það skipulag sem áætl-
unarútgerðirnar kusu sér, er það
sem kallað er „shipping conferenc-
es“ í dag og má nefna að yfir 300
slíkar „shipping conferences" eru í
Evrópu, að ekki sé minnst á allan
heiminn. Hafa stjórnvöld alls
staðar í hinum frjálsa heimi við-
urkennt nauðsyn slíkra „samsigl-
ingakerfa“. í gegnum árin hafa
þróast alþjóðlegar bindandi regl-
ugerðir um starfsemi slíkra „sam-
siglingakerfa". í þessum regl-
ugerðum er reynt að tryggja hags-
muni flytjanda gegn einokunart-
ilhneigingum. Má þar t.d. nefna að
skipaeigendum er skylt að til-
kynna allar hækkanir á töxtum
með minnst 90 daga og iðulega 150
daga fyrirvara, áður en þær koma
til framkvæmda. Einnig er út-
gerðum skylt að leggja fram til
samtaka flytjenda (Shippers
Councils, gæti t.d. verið Verzlun-
arráð hérlendis) rökstuddar skýr-
ingar fyrir hækkunum. I mörgum
tilfellum eru ákvæði um, að ef
ekki semst milli útgerða og flytj-
enda um hækkanir, þá er málinu
skotið til óháðs kjaradóms og
ákvörðun hans bindandi.
Hérlendis höfum við síðustu ár-
in búið við nokkurs konar samsigl-
ingakerfi í „öfugri meiningu", þ.e.
a.s. að stykkjaflutningar eru háðir
verðlagsákvæðum. Hækkanir á
töxtum koma i kjölfar „rökstu-
ddra“ hækkunarbeiðna útgerð-
anna til verðlagsyfirvalda. Þetta
fyrirkomulag hefur margoft sýnt
sig meingallað, ekki síst í kjölfar
slikra „rökstuddra" hækkunarb-
eiðna, þegar útgerðirnar hafa síð-
an keppst um að bjóða mismun-
andi háa afslætti frá þessum ný-
umbeðnu og „bráðnauðsynlegu"
töxtum. Slík verðstríð, en eitt
þeirra er nú í hámarki, eru þau
sömu og knúðu áætlunarútgerðir
erlendis til myndunar „samsigl-
Einar Hermannsson
„Önnur áleitnari spurn-
ing er, hvort ekki megi
tryggja betri grundvöll
áætlunarútgeröa og
hagsmuni viðskiptavina
þeirra, ásamt umtals-
verðum ávinningi fyrir
þjóðarbúið með því að
koma á „samsiglinga-
kerfi“ milli allra þriggja
núverandi innlendra
áætlunarútgerða á
helstu siglingaleiðum til
meginlandsins, Bret-
lands, Norðurlandanna
og Bandaríkjanna.“
ingakerfa". Núverandi erfiðleikar
Hafskip hf. eru glöggt dæmi um
afleiðingar slíkra verðstríða og
var t.d. Bifröst hf. annað dæmi
fyrir nokkrum árum. Spurningin
er sú, hvort með núverandi skipu-
lagi komi ekki óhjákvæmilega upp
slíkir erfiðleikar einstakra út-
gerða nokkuð reglubundið og
hvaða útgerð verði næst fyrir slík-
um skakkaföllum? Önnur áleitn-
ari spurning er, hvort ekxi megi
tryggja betri grundvöll áætlunar-
útgerða og hagsmuni viðskipta-
vina þeirra, ásamt umtalsverðum
ávinningi fyrir þjóðarbúið með því
að koma á „samsiglingakerfi"
milli allra þriggja núverandi inn-
lendra áætlunarútgerða á helstu
siglingaleiðum til
meginlandsins, Bretlands, Norð-
urlandanna og Bandaríkjanna? í
kjölfar slíks samsiglingakerfis má
síðan nýta hina augljósu „hag-
kvæmni stærðarinnar".
Áætlunarútgerðir, jafnvel um-
fram aðra kaupskipaútgerð, eru
þjónustufyrirtæki og eru því
skuldbundnar til að sinna þörfum
viðskiptavina sinna á sem hag-
kvæmastan hátt. Þegar hugað er
að þörfum viðskiptavina áætlun-
arútgerða, þá eru hagkvæmir
flutningstaxtar efst á blaði. En
hagkvæmir flutningstaxtar eru
ekki einungis þeir lægstu, heldur
þeir sem sameina refelubundnar
siglingar, stöðugt verðlag, ásamt
sem lægstu flutningsgjaldi. Á ís-
landi, sem umfram flest önnur
lönd byggir afkomu sína á milli-
ríkjaviðskiptum, er flestum ljóst
hversu áríðandi það er að sjóflutn-
ingar séu sem hagkvæmastir til að
vega upp á móti landfræðilegri
einangrun í samkeppni okkar við
aðrar þjóðir um sölu á framleiðs-
luvörum okkar. Slíkt á ekki síður
við í aðflutningum til að halda
niðri vöruverði í landinu og skapa
sem hagkvæmust hráefniskaup til
framleiðslu. Þetta á ekki síst við
sjávarútveginn og iðnaðinn, þar
sem fjárfestingu í framleiðslut-
ækjum er stefnt í hættu með
skyndilegum hækkunum á flutn-
ingstöxtum sem gera framleiðsl-
una ósamkeppnisfæra.
Eins og áður var minnst á, eru
innlendar áætlunarútgerðir varð-
ar gegn erlendri samkeppni í
gegnum sérreglur og fyrirkomulag
hérlendis. Á hinn bóginn getur
slíkt ástand breyst á mjög
skömmum tíma t.d. með breyttri
tollameðferð innflutnings, sam-.
eiginlegri gámahöfn o.s.frv. Ef
heldur fram sem horfir má búast
við að íslensku áætlunarútgerð-
irnar verði verr í stakk búnar til
að takast á við slíka erlenda sam-
keppni, ef ekki kemur til frekari
samvinna, og óbreytt flutnings-
gjöld bjóða slíkri erlendri sam-
keppni heim.
Þótt auðvelt sé að sýna fram á
talnalegan ávinning sem nemur
hundruðum milljóna króna með
því að nýta „hagkvæmni stærðar-
innar" í íslenskum áætlunarsigl-
ingum, þá er ekki öll sagan sögð
með því samsiglingakerfi, sem
virðist vera lykillinn að því að
hægt sé að nýta sér „hagkvæmni
stærðarinnar". Það býður heim
spurningum um hvort slíkt fyrir-
komulag hefði ekki letjandi áhrif
á útgerðirnar í að fylgjast með
þróun í siglingum, auka hag-
kvæmni í rekstri, o.s.frv. Samsigl-
ingakerfi dregur einnig úr tryggð
viðskiptavina við útgerðirnar og
sviptir viðskiptavininn valkostum.
Þótt í þessari grein sé lögð meiri
áhersla á kosti „shipping confer-
ences" en núverandi fyrirkomu-
lags, þá er það fyrst og fremst til :
að kynna hugmyndina, sem ekki
hefur verið til umræðu hérlendis.
Tilgangur greinarinnar er því ekki
að leggja endanlegt mat á hag-
kvæmni „shipping conferences",
heldur að vekja upp umræðu um
hvort breytt fyrirkomulag á ís-
lenskum áætlunarsiglingum sé
æskilegt og hvernig mögulega
væri hægt að nálgast þann ávinn-
ing sem „hagkvæmni stærðarinn-
ar“ býður upp á í þessari atvinnu-
grein.
Einar Hermannsson er skiparerk-
frædingur og rekur eigin
rerkfræóistofu.
Alið á ranghugmyndum
um starfsemi Alþingis
eftir Þorstein
Magnússon
Áhugi Islendinga á stjórnmál-
um er, eins og við öll vitum, veru-
legur og er yfirleitt mestur þegar
kosið er til Alþingis. Þrátt fyrir
þennan áhuga er það nú svo, að
almenn þekking á störfum þessar-
ar stofnunar virðist vera frekar
lítil, enda ekki mikið verið gert af
því að fræða fólk um starfsemi
þingsins. Fræðsla af þessu tagi í
grunn- og framhaldsskólum
landsins er t.d. mjög af skornum
skammti.
Fræðsla um
ræðulengd
Vegna þessarar takmörkuðu
fræðslu um störf Alþingis er lík-
legt að vitneskja fólks um það sem
fram fer á Alþingi mótist að miklu
leyti af umfjöllun dagblaða og
annarra fjölmiðla um stofnunina.
Fjölmiðlarnir hafa því verulega í
hendi sér hvers konar mynd al-
menningur fær af Alþingi. Frá-
sagnir fjölmiðla af Alþingi eru
skiljanlega að miklu leyti bundnar
við það sem fréttnæmast er hverju
sinni af þessum vettvangi og lítil
tök á því að gera fólki grein fyrir
því hvernig Alþingi og þeir er þar
vinna haga sínum störfum. Það er
því auðvitað virðingarvert þegar
dagblað eins og DV gerir tilraun
til að upplýsa lesendur sína svolít-
ið um það hvernig stofnunin starf-
ar og hvað þingmenn hafa fyrir
stafni. Þegar út í slíka fræðslu er
farið verður þó að gæta þess að
setja efnið ekki þannig fram að
það geti valdið misskilningi hjá
lesendum, eins og þvi miður hefur
hent DV. Blaðið hefur tvívegis birt
uppsláttarfréttir um ræðulengd
þingmanna á Alþingi, nú síðast
þann 28. janúar sl. í frásögn
blaðsins í janúar er greint frá því
hvað þingmenn hafa talað lengi og
hversu oft frá þingbyrjun í októ-
ber 1984 og fram að jólafríi í des-
ember sama ár. í frásögninni
kemur fram hverjir töluðu lengst
og oftast sem og hverjir töluðu
skemmst og sjaldn-
ast. Jafnframt er athugað að
nokkru hvernig þetta skiptist eftir
þingflokkum, kjördæmum og kyn-
ferði þingmanna. Fljótt á litið
virðist þetta vera ósköp saklaust
gaman og lesendur DV geta
skemmt sér við að bera saman
„frammistöðu" sinna manna og
andstæðinganna. En hvað skyldi
sitja eftir í huga lesandans að
lestri loknum? Hvaða ályktun er
sennilegt að hann dragi um störf
þingmanna af þessum upplýsing-
um DV? Ekki er ólíklegt að eink-
um sitji tvennt eftir í huga lesand-
ans að lestri loknum.
Aherslan á
þingsalinn
1) í fyrsta lagi er mjög líklegt
að það sem eftir sitji sé sú hug-
mynd að mikilvægustu störf þing-
manna fari fram í þingsal. Öll
framsetning frásagnarinnar býð-
ur upp á það að lesandi, sem ekki
þekkir til starfa Alþingis, komist
að þeirra niðurstöðu að sú um-
ræða sem á sér stað í þingsal sé
þungamiðja þess starfs sem fram
fer á Alþingi. Ennfremur að störf
þingmanna á Alþingi snúist fyrst
og fremst um að tala og hlýða á
ræður í þingsölum. Blaðið gengur
jafnvel svo langt að það leyfir sér
að staðhæfa að vinnutími þing-
manna hafi á haustþinginu verið
tæpir 44 dagar og virðist þá telja
saman þá daga sem fundir voru í
þingsölum (deildum og sameinuðu
þingi) þ.e. frá mánudegi til
fimmtudags, eins og það séu einu
dagarnir sem þingmenn starfi. í
þessu sambandi er rétt að hafa í
huga að það kemur ósjaldan fyrir
að fundir eru í þingflokkum og
nefndum Alþingis á föstudögum
auk þess sem þingmenn eru yfir-
leitt bundnir að einhverju leyti við
fundi og störf er tengjast þing-
mennsku þeirra jafnt um heigar
sem aðra daga.
1 frásögn DV er engin tilraun
gerð til þess að útskýra fyrir les-
endum að þingsalurinn er aðeins
einn starfsvettvangur þingmanna
af mörgum innan veggja Alþingis,
og síst sá mikilvægasti. Ekkert er
á það minnst að það sem gerist í
þingsal segir því mjög takmarkað
um störf Alþingis og að ekki er
hægt að meta stofnunina einungis
út frá því sem þar gerist. I reynd
fer aðeins hluti af starfsemi Al-
þingis fram í þingsölum og segja
má að lítið af hinni eiginlegu
vinnu þingmanna eigi sér þar stað.
Hin raunverulega vinna innan
veggja Alþingis fer fram á öðrum
stöðum og þá einkum á þing-
flokksfundum, nefndafundum og
skrifstofum þingmanna.
Ræðulengd og
dugnadur
2) í öðru lagi er ekki ólíklegt að
lesendur fái það á tilfinninguna að
það sé eitthvað „jákvætt" við að
tala sem oftast og lengst, og þá að
þeir þingmenn sem oftast stíga i
ræðustól og tala lengst séu jafn-
framt duglegastir þingmanna.
Þannig er almenningi óbeint gefið
undir fótinn með að ræðulengd sé
einhver mælikvarði á það hvernig
þengmenn standa sig og því hætt
við að einhverjir álykti sem svo að
því oftar og lengur sem þingmenn
tala því betur vinni þeir verk sitt
og sinni skyldum á Alþingi.
Auðvitað fer það gjarnan saman
að menn tali oft og lengi úr ræð-
ustól á Alþingi og sinni jafnframt
vel þingmennskustörfum eins og
reyndar „mælskukóngur" Alþingis
í frásögn DV 28. janúar sl. er
ágætt dæmi um. Það þýðir þó ekki
að allir þeir sem lítt tala úr ræð-
ustól séu einhverjir letingjar er
sinni ekki skyldum sínum. I þessu
sambandi er athyglisvert að þing-
flokksformenn stjórnarflokkanna
lenda tiltölulega neðarlega hvað
ræðulengd varðar, en samt eru
þessir menn í hópi þeirra þing-
manna sem oftast hvílir á mest
starf á Alþingi. Þetta sýnir hvað
ræðulengd segir okkur tak-
markaða sögu um störf þing-
manna. Þ6 að blaðið segi að til-
gangurinn með tölunum um ræðu-
lengd sé ekki að mæla afköst þing-
manna, þá er engu að síður hætt
við að margir dæmi þingmenn að
einhverju leyti á grundvelli þess-
ara upplýsinga.
Annað atriði í þessu samhengi
er að blaðið birtir tölur er sýna að
þingmenn stjórnarandstöðunnar
tali að meðaltali mun oftar og
lengur en þingmenn stjórnarinn-
ar. Hér hefði verið sanngirni að
benda á að ein skýringin á þessu
er sú að oftlega eru þingmenn
Þorsteinn Magnússon
„Það að birta hins vegar
tölur um ræðulengd án
nokkurra frekari skýr-
inga, eins og DV gerir,
skilur lesandann eftir
litlu nær um starfsemi
Alþingis.“
stjórnarinnar undir þrýstingi frá
forystu sinni um að vera stuttorð-
ir og tala sjaldnar en stjórnarand-
staðan svo að þingstörfin tefjist
ekki og afgreiðslu stjórnarfrum-
varpa seinki ekki. Stjórnarand-
staðan hverju sinni er hins vegar
ekki undir sömu pressu og því eðli-
legt að stjórnarandstöðuþingmenn
tali lengi og án þess að það segi
svo mikið um vinnu þessara þing-
manna á Alþingi.
Vanhugsun og fljótfærni
Með þessum athugasemdum er
ekki verið að segja að athugun á
ræðulengd þingmanna geti ekki
þjónað neinum skynsamlegum til-
gangi, því vissulega getur slík at-
hugun verið fróðleg ef niðurstöð-
urnar eru settar í skynsamlegt
samhengi. Það er til dæmis at-
hyglisvert að hérlendis láta
óbreyttir þingmenn meira að sér
kveða í þingsölum en tiðkast víða í
þingræðisríkjum. Fram kemur hjá
DV að ráðherrar tala aðeins um
23% þess tíma sem varið er í um-
ræður. Það er hins vegar ekki
óalgengt, t.d. í Bretlandi, að ráð-
herrar noti allt að 70% umræðu-
tímans meðan aðrir þingmenn,
sem eru sex sinnum fleiri, fá að-
eins 30% tímans. Með því að bera
tölur DV saman við upplýsingar
sem við höfum um erlend þjóðþing
er greinilegt að þingmenn hér
hafa miklu meiri möguleika en
víðast í öðrum þingræðisríkjum til
að tjá sig í þingsölum, og skýrist
það m.a. af því hversu þingmenn
eru fáir hérlendis.
Það að birta hins vegar tölur
um ræðulengd án nokkurra skýr-
inga, eins og DV gerir, skilur les-
andann eftir litlu nær um starf-
semi Alþingis. Það er frekar hætt
við því að frásögn DV ýti undir þá
ranghugmynd að störf Alþingis
fari fyrst og fremst fram í þing-
sölum og því sé eðlilegt að dæma
Alþingi og þingmenn út frá því
sem þeir gera þar. Þannig getur
framsetning DV á ræðulengd
þingmanna frekar orðið til þess að
ala á fordómum um störf Alþingis
en að hún veiti lesandanum inn-
sýn í störf stofnunarinnar. Hér er
alls ekki verið að segja að þetta
hafi verið ásetningur blaðsins,
heldur er hér greinilega um van-
hugsun og flótfærni að ræða, sem
vonandi er að blaðið endurtaki
ekki.
Þorsteinn Magnússon er stjórn-
málafræðingur og rinnur um þess-
ar mundir að doktorsritgerð um
starfsemi Alþingis rið háskólann í
Exeter á Englandi.
Búnaðarþing:
Endurskoðuð verði
lagaákvæði um rekst-
ur búfjár eftir vegum
BUNAÐARÞING hefur falið stjórn
Búnaðarfélags íslands að hlutast til
um endurskoðun á þeim lagaákvæð-
um, sem fjalla um rekstur búfjár eft-
ir vegum, girðingar meðfram þjóð-
vegum, val á veglínum og fleira sem
leiðir af lagningu nýrra vega og/eða
enduruppbyggingu eldri vega.
Ályktunin var gerð vegna erind-
is búnaðarþingsfuiltrúa Suður-
lands um að þessi mál yrðu tekin
til umfjöllunar vegna dóms sem
féll í skaðabótamáii sem rekið var
fyrir aukadómþingi Árnessýslu
þar sem bóndi var dæmdur til að
greiða vegfaranda hluta skemmda
sem urðu á bíl hans er hann ók á
kindur bóndans sem hlupu upp á
veginn úr fjárhóp sem hann rak
meðfram þjóðveginum.
I ályktun þingsins er sagt að
með tilkomu bundins slitlags á
þjóðvegi, auknum hraða í umferð
og aukinni umferð á þjóðvegum
landsins hafi skapast ný viðhorf á
ýmsum sviðum gagnvart bændum.
f því sambandi er bent á aðstöðu
til þess að nytja lönd, umferð með
búfé og vörslu þess. Sú endurskoð-
un sem stjórn Búnaðarfélagsins er
falið að hlutast til um á að miða að
því að minnka hættu á slysum svo
sem auðið er, en tryggja jafnframt
eðlilegan rétt bænda til umferðar
með tæki og búfé vegna nytja á
jörðum sínum. Þá verði sérstak-
lega athugað hvernig koma megi
við bættum vörnum gegn því að
búfé gangi laust meðfram þjóð-
vegum í byggð.
Fiskeldi á bænda-
býlum verði athugað
BUNAÐARÞING það sem nú situr
hefur í ályktun um fiskeldi skorað á
landbúnaðarráðherra að beita sér
fyrir því að gerð verði ítarleg úttekt
á því, hvar og hversu víða aðstaða er
til fiskeldis á bændabýlum í landinu,
svo meta megi hverja þýðingu fjöl-
skyldubúskapur í þessari búgrein
gæti haft til atvinnurekstrar í sveit-
um.
Þingið skoraði einnig á ráðherr-
ann að beita sér fyrir því að áfram
verði unnið að því að auka nytjun
í silungsvötnum landsins, bæði
með því að skipuleggja dreifingu
og sölu aflans og ekki síður með
því að efla leiðbeiningastarf í
þessari grein, sem nú er mjög í
molum.
I greinargerð með ályktuninni
segir að mikið sé nú rætt um að
efla þurfi nýjar búgreinar í sveit-
um, til þess að snúa vörn í sókn í
atvinnumálum og væri þá jafnan
nefnt fiskeldi, næst á eftir loð-
dýrarækt. „En það er mála sann-
ast, að tal manna um fiskeldi sem
raunhæfan valkost í atvinnuupp-
byggingu í dreifbýli er mjög í
lausu lofti að því er varðar þekk-
ingu á náttúrulegum aðstæðum
fyrir slíkan búskap," segir í grein-
argerðinni. Hvatt er til að slík at-
hugun verði gerð því tímabært sé
og raunar aðkallandi, að bændum
og öðrum, sem í sveitum vilja
vera, sé gerð grein fyrir því hverj-
ir möguleikar eru hér fyrir hendi.