Morgunblaðið - 01.03.1985, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. MARS 1985
35
Isafjörður:
-------- • •
Ingólfur Orn Arnarson
sýnir í Slunkaríki
L * «
i í /il
!*
Sv»ðid þar sem byggja á fjölbýlishúsin og dagvistarheimiliö er í mióri
þcssari mynd af líkani af Stangarholti og nærliggjandi götum.
íbúðarhús og dagvistar-
heimili við Stangarholt 3—9
Á lóöinni Stangarholt 3—9 hefur veriö samþykkt aó byggja nýtt fjölbýl-
ishús meö samtals 32 íbúðum. í húsinu mun borgin reka dagvistarheim-
ili í um 430 m* 1 2 3 húsnæói. Lóö dagheimilisins veröur rúmlega tvö þúsund
fermetrar. Handan aókomugötu aö dagvistarheimilinu er gert ráó fyrir
40 bílastæöum og viö íbúóarhúsió alls 33 bílastæðum. Húsið veróur á
þremur ha-óum. Byggingarverktakinn er Böðvar Böövarsson og Hvoll
hf. Teikningar af húsinu eru unnar á Arkitektastofu Guömundar Kr.
Guömundssonar og Ólafs Sigurössonar.
Lánveitingar úr Bygg-
ingarsióði ríkisins
Á FUNDI húsnæðismálastjórnar
þann 27. febrúar voru samþykktar
neðangreindar lánveitingar úr Bygg-
ingarsjóói ríkisins:
1. Frumlán (þ.e. fyrri helmingur)
þeim til handa, sem eru að eign-
ast sína fyrstu íbúð og gerðu
fokhelt í nóvember 1984. Lánin
koma til greiðslu eftir 15. marz
nk. Samtals er hér um að ræða
79 lán, að fjárhæð 27 m.kr.
2. Frumlán (þ.e. fyrri helmingur)
þeim til handa, sem eru að eign-
ast sína fyrstu íbúð og gerðu
fokhelt í desembermánuði sl.
Lánin koma til greiðslu eftir 15.
marz nk. Hér er um að ræða 65
lán, samtals að fjárhæð 22 m.kr.
3. Miðlán (þ.e. 2. hluti) þeim til
handa, sem fengu frumlán
greidd pr. 15.8.1984. Lánin koma
til greiðslu eftir 20. marz nk.
Hér er um að ræða 115 lán, sam-
■ tals að fjárhæð 35 m.kr.
4. Lokalán (þ.e. seinni hluti) þeim
til handa, sem fengu frumlán
greidd eftir 20.7. sl. Lánin koma
til greiðslu eftir 20. marz nk.
Hér er um að ræða 55 lán, sam-
tals að fjárhæð 18 m.kr.
5. Lokalán (þ.e. seinni hluti) þeim
til handa, sem fengu frumlán
greidd pr. 20.8. sl. Lánin koma
til greiðslu eftir 1. apríl nk. Hér
er um að ræða 77 lán, samtals
að fjárhæð 24,8 m.kr.
Í ofangreindum lánveitingum
eru lán út á 391 íbúð, samtals að
fjárhæð 126,8 milljónir króna.
(Krótlatilkynningl
Varðberg og SVS:
Utanríkisráðherra Noregs
talar um stefnu Norðmanna í
varnar- og öryggismálum
SLUNKARÍKI á ísafirrti hefur veriö
cndurvakiö og er nú sýningarsalur
Myndlistarfélagsins á Isafiröi.
Slunkaríki var bústaður aóalsmanns-
ins Sólons Guömundssonar, sem l>ór-
bergur Imröarson segir frá í „íslensk-
um aðli“.
Aðstandendur Slunkaríkis hafa
fengið Ingólf Örn Arnarson mynd-
listarmann úr Reykjavík til að
halda fyrstu sýninguna. Ingólfur
fæddist í Reykjavík 1956 og hefur
hann haldið nokkrar sýningar og
verið með á samsýningum bæði hér
heima og erlendis.
Sýningin hefst laugardaginn 2.
mars kl. 16.00 og verður opin alla
virka daga og laugardaga frá kl.
„Draugasónata“ varð
að „Draumsónata“
Sú meinlega villa slæddist inn í
frétt um leiksýningu nemenda
Menntaskólans við Sund,
„Draugasónötuna", að leikritið var
nefnt „Draumsónatan". Aðstand-
endur eru beðnir afsökunar á
þessum leiðu mistökum.
Vinsældalisti
rásar 2
Duran Duran
í fyrsta sæti
SVONA lítur vinsældalisti rásar
2 út þessa viku. Öll íslensku lög-
in, sem hafa gert þaö gott á und-
anförnum vikum, hafa nú fallið
af lista og hljómsveitirnar Duran
Duran og Whaml, sem stundum
hafa átt mörg lög á listanum, eni
nú meö sitt lagió hvor. Aö vísu
hafa þeir í Duran Duran enn
einu sinni komist í fyrsta sætiö.
1 ( 2) Save a Prayer....Duran Duran
2 ( 3) Love and Pride........King
3(1) The MomentofTruth.... Survivor
4 (12) Solid....Ashford og Simpson
5 ( 6) Shout________Tearsfor Fears
6 ( 5) Everything She Wants.Wham!
7 ( -) Forever Young.....Alphaville
8 (11) I Know Him So Well________
Elaine Page og Barbara Dickson
9 ( 4) I Want to Know What Love Is....
Foreigner
10 (17) This Is Not America.......
David Bowie og Pat Metheny
Group
SVENN Stray, utanríkisráðherra
Noregs, hefur framsögu á fundi,
sem Samtök um vestræna sam-
vinnu (SVS) og Varðberg halda
sameiginlega mánudaginn 4. marz.
Fundurinn verður haldinn í Hliö-
arsal Hótel sögu (annarri hæö) kl.
18—20 og er ætlaöur félagsmönn-
um og gestum þeirra.
Umræðuefni ráðherrans er:
„Stefna Norðmanna í varnar- og
öryggismálum".
Matthías Á. Mathiesen, við-
skiptaráðherra, kynnir ræðu-
mann.
Sveinn Thorkild Stray fæddist
í Arendal 11. febrúar 1922. Hann
varð lögfræðingur árið 1946, og
eftir störf við embætti borgar-
dómara í Ósló setti hann eigin
lögfræðiskrifstofu á stofn árið
1950.
Hann var formaður Félags
14.00 til 17.00. Henni lýkur 21.
jnars. (úr frétUtilkynningu)
Leiðrétting
MöRGUNBLAÐINU barst i gær eft
irfarandi leiðrétting frá Ómari Friö-
þjófssyni.
„Mishermt er í Morgunblaðinu að
ég hafi á 7. hverfafundi með borg-
arstjóra, þriðjudaginn 26. þ.m.,
spurst fyrir um hvort ekki ætti að
setja brú yfir Elliðavoginn. Um það
spurði ég ekki.
Hinsvegar spurðist ég fyrir um
hvort borgaryfirvöld mundu ekki
hlutast til um að sett yrðu akreina-
skipti í vegarkaflann frá gatna-
mótum Höfðabakka og Vestur-
landsvegar að akreinaskiptingu þar
sem hún endar á Miklubraut en á
þessum vegarkafla hafa orðið
a.m.k. tvö banaslys.
Einnig spurði ég hvort fyrirhug-
að væri að setja lokur við Gullinbrú
þannig að áhrifa flóðs og fjöru
gætti ekki í Grafarvogi. Því sá
straumur sem myndast gæti verið
ungu siglingarfólki hættulegur,
jafnvel borið það á haf út við útfall,
en æskulýðsstarfsemi er fyrirhuguð
á voginum.
Að síðustu spurðist ég fyrir um
framkvæmdir við höfn fyrir sigl-
ingabáta í Nauthólsvík.
Borgarstjóri gaf greið svör við
fyrirspurnum mínum."
Morgunblaðið biðst afsökunar á
þessum mistökum.
íhaldssinnaðra stúdenta 1946,
formaður norsku stúdentasam-
Svenn Stray, utanríkisráöherra
Noregs.
takanna 1947, formaður Sam-
bands ungra hægri manna
1950—1954 og hefur átt sæti í
miðstjórn Hægri flokksins frá
1958 (áður 1946-1954). Hann
var varaþingmaður á Stórþing-
inu 1950—1953, en frá 1958 hefur
hann setið á Stórþinginu fyrir
Austfold. Formaður þingflokks
Hægri manna var hann
1%5—1970. Hann sat í Norður-
landaráði 1968—1970, forseti
1968, og hefur setið á Evrópu-
þinginu síðan 1971.
Svenn Stray var utanríkisráð-
herra 1970—1971 og aftur frá
1981.
Á árunum 1955—1971 var
hann formaður félagsins „Folk
og Forsvar". Hann hefur gefið út
bókina „Aktuell samfunnslære"
(1967). Kona hans er Gwynneth
Enoch, og eiga þau eina dóttur
barna, Anne.
(FrétUiilkynninx)
Leikfélag Horna-
fjarðar frumsýn-
ir „Músagildruna44
FÖSTUDAGINN 1. mars frumsýnir
Leikfélag Hornafjaróar sitt 35. verk-
efni í Sindrabæ.
Að þessu sinni er um að ræða
hið þekkta sakamálaleikrit Agötu
Christie „Músagildruna".
Leikstjóri er Jón Júlíusson.
Hönnuður leikmyndar er Sig-
tryggur Karlsson, en Bjarni Hen-
riksson sá um málun.
Ljósameistari er Bragi Ársæls-
son, en tekinn er í notkun nýr
ljósabúnaður er félagið hefur fest
kaup á. Um er að ræða mjög full-
komið stjórnborð.
Leikarar eru 8, en u.þ.b. 20
manns unnu að sýningunni. Næstu
sýningar verða í Sindrabæ sunnu-
daginn 3. mars kl. 21.00 og mið-
vikudaginn 6. mars kl. 21.00.
í stjórn félagsins eru: Ingvar
Þórðarson, Hannes Halldórsson,
Guðrún Jónsdóttir og Unnur
Garðarsdóttir. Formaður félags-
ins er Benedikta Theódórs.
(Kréttatilky nning.)
VSO§L
Radarar
Bjóðum þessa vönduöu
radara á aðeins kr.
56.600,-. Landdrægni: 16
mílur. Spenna: 12 volt.
★ ★ ★
Sjálfstýringar
Bjóðum vandaöar sjálf-
stýringar fyrir allar gerðir
báta.
Verð frá kr. 8.800,-.
★ ★ ★
Bjóðum 5 geröir dýptar-
mæla með eða án papp-
írs.
Verð frá kr. 6.500,-.
★ ★ ★
VHF Talstöðvar
Bjóðum VHF talstöðvar
fyrir báta.
Verð frá kr. 10.400,-.
★ ★ ★
Silva Log
SILFA LOG vind- og dýpt-
amælar. Einnig hinir viöur-
kenndu SILVA áttavitar.
Hagstætt verð.
★ ★ ★
Sjáum um ísetn-
ingar. Góö viöhalds-
þjónusta.
Benco
Bolholti 4. S. 21945.