Morgunblaðið - 01.03.1985, Page 36

Morgunblaðið - 01.03.1985, Page 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. MARS 1985 Norðurlandaráð — bókmenntaverk á íslenzku: Æ- „Islenzkan geymir elztu skáldverk og bókmenntir norrænna manna“ FIMM ÞINGMENN Sjálfstæðisflokks (fyrsti flutningsmaður Halldór Blöndal) hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar þess- efnis að ríkisstjórnin beiti sér fyrir því að reglum um tilhögun bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs verði breytt á þann veg að íslendingar leggi bókmenntaverk sín fram á íslenzku. Að öðrum kosti sé þeim heimilt að leggja fram þýðingar á ensku, frönsku eða þýzku engu síður en dönsku, norsku eða sænsku. Svohljóðandi greinargerð fylgir tillögunni: „Að því hníga þung rök að ís- lensk skáld séu hjartfólgnari þjóð sinni en gerist með milljónaþjóð- um enda er skáldskaparhefð okkar rík og jafngömul fyrstu byggð hér á landi. Tungan er torlærð og skil- in af fáum mönnum erlendum svo að þeir geti notið bókmennta okkar til hlítar. Hvort tveggja veldur því að þjóðinni er annt um sóma skálda sinna á erlendum vettvangi en þau eru hins vegar ekki metin af verkum sínum þar eins og þau eru skrifuð á íslensku. Bókmenntaverðlaun Norður- landaráðs eru veitt árlega og ber hverri þjóð að teggja fram tvö skáldrit á þeim tungum sem talað- ar eru í Danmörku, Noregi eða Svíþjóð. Finnar hafa þá sérstöðu að ríkismálin eru tvö, sænska og finnska, og margir þeirra jafnvíg- ir á hvort þeirra sem er, enda eiga þeir athyglisverða bókmenntahefð að baki á þeim tungum báðum. Færeyingar skrifa dönsku og fær- eysku jöfnum höndum enn sem komið er. Af þeim sökum er auð- velt fyrir finnskt skáld eða fær- eyskt að fá verkum sínum snúið á sænsku eða dönsku og leiðrétta þýðingarnar og lagfæra eftir því sem þörf krefur. Þetta horfir öðruvísi við okkur Islendingum. Dönsk tunga hefur aldrei fest hér rætur og enginn stafur er fyrir því að hún sé okkur tamari en til að mynda enska, franska eða þýska, þó svo að við höfum deilt konungi með Dönum svo öldum skiptir. Að sjálfsögðu hljótum við ís- lendingar að minna á að íslenskan geymir ein sem lifandi mál elstu skáldverk og bókmenntir nor- rænna manna. Fyrir þá sök ætti metnaður allra norrænna þjóða að standa til þess að íslensk tunga sé virt til jafns við aðrar tungur norrænar þegar að því kemur að úthluta bókmenntaverðlaunum Norðurlandaráðs. Skiptir i því efni ekki máli þótt Islendingar séu færri en Danir, Norðmenn eða Svíar. Þótt það sé glöggt af íslenskum sjónarhól að íslenska skuli jafn- gild öðrum tungum norrænum til bókmenntaverðlauna eru flutn- ingsmenn við því búnir að and- mælum verði hreyft gegn því af mörgum þingmönnum í Norður- landaráði svo að málið dagi þar uppi eða falli. Þær mótbárur hafa m.ö.o. heyrst að íslenskan sníði öðrum þjóðum á Norðurlöndum of þröngan stakk, þ.e. þær yrðu að ganga undir það jarðarmen að í dómnefnd veldust einungis þeir sem vald hefðu á þessari fjarlægu tungu, íslenskunni, þvílíkir menn séu fágætir svo að valið yrði ein- hæft um of þegar til lengdar léti. Með sömu rökum má segja að úr- val þeirra, sem færir eru um að snúa íslenskum skáldritum á tungur Dana, Norðmanna eða Svía sé bundið við fáa einstaklinga svo að hætt sé við að þýðingarnar verði einhæfar þegar fram í sækir. Flutningsmenn óttast m.ö.o. að ís- lenskan fái ekki að njóta sann- mælis enn um sinn, þó svo að ís- lensk skáld og rithöfundar gjaldi þess. Að þessu sinni völdu íslend- ingar 36 ljóð eftir Hannes Pét- ursson og New York eftir Kristján Karlsson vegna veitingar bók- menntaverðlauna Norðurlanda- ráðs. Hannes Pétursson lagði stund á germönsk fræði og bók- menntir í Þýskalandi, Kristján Karlsson bjó um árabil vestanhafs og hefur gefið út ljóð á íslensku og ensku enda jafnvígur á þær tung- ur báðar. Eins og skilyrðin eru var sú leið lokuð að hann sneri ljóðum sínum sjálfur á ensku sem þó verður að ætla að gæfi dómnefnd bókmenntaverðlauna ekki síður hugmynd um gildi Ijóða hans en þýðing annars manns á sömu ljóð- um á nýnorsku. Höfundareinkenn- in hljóta að dofna þegar annar maður en höfundur kemur til sög- unnar, orðar alla hugsun að nýju og ræður hinni endanlegu gerð ljóðsins. Einhverjir bestu þýðendur á ís- lenska tungu, Einar Benediktsson, Skuggi, Magnús Ásgeirsson og Helgi Hálfdanarson spreyttu sig allir á Ferhendum tjaldarans eða Rubáiyát og eru þýðingarnar allar snjallar en bera þó skýr höfundar- einkenni sinna þýðenda. Gunnar Gunnarsson skrifaði nær allar bækur sínar á danska tungu og Einar Kvaran, Magnús Ásgeirsson og Halldór Laxness íslenskuðu þær í rómuðum þýðingum en þó var Gunnar ekki í rónni fyrr en hann hafði sjálfur lokið því sama verki. Þingmenn Reykjaneskjördæmis um Sjóefnayinnsluna: Gagnrýna ákvörðun ráðherra og skýrslu Iðntæknistofnunar Óbreytt afstaða, segir ráðherra Þingmenn Reyknesinga, Ólafur G. Einarsson (S), Kjartan Jóhannsson (A) og Karl Steinar Guðnason (A), gerðu harða hríð að ákvörðun Sverris Hermannssonar, iðnaðarráðherra, um að hætta frekari þátttöku ríkisins í tilraunum með saltvinnslu úr jarðsjó á Reykjanesi (Sjóefnavinnslunni), en fyrst og fremst að skýrsiu Iðntæknistofnunar íslands, sem ákvörðun ráðherra er byggð á, og þeir töldu „vonda skýrslu”, ónákvæma og illa unna. — Karl St. Guðnason (A) vakti athygli á því að fulltrúi fjármála- ráðuneytis í stjórn Sjóefnavinnslunnar hefði staðið að nýgerðri stjórnar- samþykkt fyrirtækisins, þess efnis, að skora á ríkisvaldið að stuðla að því að haldið verði áfram með það verkefni, sem að var stefnt, þ.e. að koma upp 8 þús. tonna saltverksmiðju með tilheyrandi hliðarframleiðsiu (efnaframleiðslu margskonar). Skýrsla Iðntækni- stofnunar gagnrýnd Olafur G. Einarsson (S) gagn- rýndi harðlega skýrslu Iðntækni- stofnunar, sem ákvörðun ráðherra er byggð á. Hann nefndi m.a.: • Tæknilegar forsendur hefðu ekki breytzt, eins og haldið væri fram í skýrslunni. • Eðlilegar skýringar séu fyrir hendi á hærri stofnkostnaði, en áætlun stóð til: 1) Staða dollarans (öll framkvæmdalán eru í þeirri mynt), 2) Gífurleg verðbólga á uppbyggingartíma verksmiðjunn- ar, 3) I upphaflegri áætlun hafi ekki verið gert ráð fyrir borholu nr. 9, sem kostað hafi 30 m.kr. • Það sé beinlinis rangt í skýrsl- unni að afköst úr saltpönnum séu innan við helmingur af því, sem áætlað var; þau séu a.m.k. 75%. • Skýrslan segi að verð á inn- fluttu salti hafi lækkað. Það hafi hinsvegar hækkað um 12% miðað við dollar, aðeins frá því skýrsla Iðntæknistofnunar var birt í sept- ember sl. • Þá segi í skýrslunni að „varast verði að blanda saman hag- kvæmni jarðvarmans og saltfram- leiðslu á Reykjanesi". Þetta væri illskiljanleg setning, þar eð sjó- efnavinnslan komi til vegna þess að menn töldu hagkvæmt að virkja jarðvarmann. • Þá segir Ólafur að skýrslan telji breytilegan kostnað pr. salt- tonn 2.800 krónur. Sé í því dæmi reiknað með því að saltframleiðsl- an kaupi gufu og rafmagn af sjálfu fyrirtækinu fyrir 800 krón- ur á tonn, þótt búið sé að reikna allan stofnkostnað inn í dæmið áö- ur. Ef ákvörðun ráðherra stendur þýðir það að rekstri saltverk- smiðju verður hætt. Kostnaður við öryggiseftirlit á staðnum verður þá 6—8 m.kr. á ári. Það er ódýrari kostur en 10 m.kr. tap, sem áætlað er á rekstrinum 1985. Ef hins veg- ar verður lokið við áætlaðan 8 þús. tn. áfanga er talið að tapið yrði 1V£ m.kr. Ef verksmiðjan yrði stækkuð í 10 þús. tonna fram- leiðslu er talið líklegt að hún standi undir breytilegum kostn- aði. Ef starfsemi verður hætt fellur niður samningur aðila um málið í heild. Það þýðir á mæltu máli, sagði Ólafur, að hvorki ráðherra né stjórn Sjóefnavinnslunnar, geta ráðstafað orkunni frá þeim borholum, sem þarna hafa verið gerðar, hvorki til fiskeldis né ann- ars. Þessi orka er sameign rikisins og viðkomandi sveitarfélaga. Rík- ið á jörðina Stað í Grindavík, en sveitarfélögin eiga landspildu sem liggur að Staðarlandi, m.a. svæðið sem Saltverksmiðjan stendur á. „Gerir það enginn að gamni sínu sem ég er neyddur til nú“ Sverrir Hermannsson, iönaðar- ráðherra, sagði m.a. að ef við ætt- um næga peninga væri máske ekki úr vegi að setja áhættufé í jafn- hæpinn rekstur og úttekt sýni Sjó- efnavinnsluna vera. Hitt væri ekki verjandi, að taka jafn stórar fúlg- ur og hér um ræddi að láni erlend- is, með tilheyrandi skulda- og grsiðslukvöðum, án þess að hafa arðsemijörð undir fótum. Það ger- ir enginn það að gamni sínu, sagði ráðherra, sem ég nú er neyddur til að gera. Iðntæknistofnun hefur tekið þetta verkefni út, að minni beiðni. Ég get ekki í ljósi fyrir- liggjandi staðreynda lagt til að ríkið haldi áfram stórum erlend- um lántökum til að fjárfesta í 8 þús. tn. saltverksmiðju, sem sýnist Sverrir Hermannsson. ekki hafa rekstrarlegar forsendur. Því verður ekki að óbreyttu haldið áfram með þetta verkefni. Ráðherra kvað ráðuneytið nú standa í samningum við Hitaveitu Suðurnesja um yfirtöku á eignum RARIK á Suðurnesjum. Til mála kæmi að það fyrirtæki yfirtæki þá orkuaðstöðu, sem fyrir hendi væri hjá Sjóefnavinnslunni. Hinsvegar hafi ekki enn farið fram viðræður af hálfu ráðuneytisins beint við viðkomandi sveitarfélög. Ráðherra sagði ekki ágreining milli sín og fjármálaráðherra um þetta mál og vitnaði til yfirlýs- ingar fjármálaráðherra þar um í ræðustól þingsins. Hinsvegar hafi viðhorf fulltrúa þessara tveggja ráðuneyta ekki farið saman að öllu leyti. Ráðuneytisstjóri fjár- málaráöuneytis hafi haldið ung- mennafélagsræðu hjá Sjóefna- vinnslunni, sem máske helgaðist af því, að fjármálaráðuneytið hafi ekki verið fastheldið á fjármuni til þessa fyrirtækis á gengnum árum, og að auki látið 15 m.kr. í hlutafé eftir að hann hafi varað við frek- ari fjármagnsgreiðslum til fyrir- tækisins. Ráðherrann gagnrýndi háan ráðgjafarkostnað Sjóefnavinnsl- unnar til verkfræðinga árið 1983. Nafngreindi hann þrjár verk- Halldór Blöndal. Flutningsmenn hafa ekki séð þær þýðingar sem að þessu sinni voru lagðar til grundvallar við út- hlutun bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og hafa ekki ástæðu til að ætla annað en þær séu góðar. Þessi tillaga má því ekki skoðast sem gagnrýni á Inge Knutsson og Knut 0degárd. Ef þingmenn í Norðurlandaráði treysta sér ekki til að falla frá andstöðu sinni við íslenskuna er einsýnt að látið sé á það reyna hvort þeir unni íslenskum skáld- um og rithöfundum þeirrar sann- girni að vera ekki rígbundnir við tungur Dana, Norðmanna og Svía. Fyrir þá sök er hér lagt til að ís- lendingum verði heimilt að leggja verk sín fram á ensku, frönsku eða þýsku. Með því næst að vísu ekki fullur jöfnuður, fjarri því, en það yrði samt spor í átt til jafnaðar." Ölafur G. Einarsson. fræðistofur sem hafi fengið 1,6 m.kr., 1,4 m.kr. og 1,1 m.kr. fyrir þjónustu sína. Verkfræðingar hafi og fengið samtals um 8 m.kr. vegna athugana á trjákvoðuverk- smiðju á Húsavík. Hér væri um stóra fjármuni að tefla. Skýrsla ráðherra um Sjóefna- vinnsluna birtist í heild á þingsíðu Mbl. sl. miðvikudag. Mikil umræða Margir þingmenn tóku til máls í þessari umræðu, þó ekki sé rúm til að rekja hér frekar. Kjartan Jó- hannsson (A) lagði til að sérstök þingkjörin nefnd færi ofan í mál- ið. Eyjólfur Konráð Jónsson (S) gerði grein fyrir athugun á 5 þús- und tonna fiskeldisstöð á Reykja- nesi, sem nýtt gæti orku frá holum Sjóefnavinnslunnar, hvort heldur hún væri jafnframt nýtt við salt- framleiðsluna eða annað. Hjörleif- ur Guttormsson (Abl.) kvað fjöl- margt í skýrslu Iðntæknistofnun- ar með þeim hætti að hann vildi ekki star.da að slíku plaggi. Karl Steinar Guðnason (A) taldi afstöðu ráðuneytisstjóra í fjármálaráðu- neyti benda til þess að ágreiningur væri á milli fjármálaráðherra og iðnaðarráðherra í afstöðu til þessa máls.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.