Morgunblaðið - 01.03.1985, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 01.03.1985, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. MARS 1985 37 Garðabær: Einbýlis- og raðhúsalóðum úthlutað í Hofsstaðamýri Nýlega var farið aö auglýsa lóðir til úthlutunar í Garðabæ og rennur um- sóknarfresturinn út 4. mars nk. Að því er Jón Gauti Jónsson, bæjarstjóri Garðabæjar, tjáði Mbl., er um 17 ein- býlishúsalóðir og 4 til 8 raðhúsalóðir að ræða. Lóðirnar eru í svokallaðri Hofsstaðamýri, miðsvæðis í Garða- bæ, og sagði Jón Gauti þær vera afar heppilega staðsettar í nálægð nýja miðbæjarins. Einbýlishúsalóðirnar eru af tveimur gerðum, annars vegar minni lóðir, um 5—600 fm fyrir hús, sem eru einnar hæðar með risi, og hins vegar stærri lóðir, u.þ.b. 750—850 fm undir venjuleg einbýlishús á einni hæð. Raðhúsa- lengjurnar eru við botnlangagötu og er áætlað, að um fjögur raðhús standi hvoru megin götunnar. „Það á sér stað mikil uppbygging í Garðabæ um þessar mundir," sagði bæjarstjórinn. „Nýi miðbær- inn er sem óðast að komast í gagn- ið og þangað er hægt að sækja margháttaða þjónustu. Þá er þjón- usta heilsugæslustöðvarinnar, sem rekin er af læknunum sjálfum, að verða mjög alhliða, m.a. verður nú hægt að sinna þar ungbarnaeftir- liti.“ Jón Gauti Jónsson sagði einn- ig, að í samþykktri fjárhagsáætlum bæjarfélagsins væri gert ráð fyrir miklum umhverfisömbótum á sumri komanda, yfirborðssnyrt- ingu, trjárækt og að til stæði að gera upphafinn grasvöll. SÓLBÖD, SIGUNGAR, DÝRAGARÐAR OG VEITINGASTADIR Það sem vekur vafalaust mestan áhuga dvalargesta í Daun þegar hugað er að stuttum ferðalögum eru hinir rómuðu og víðfrægu þýsku dalir, sem kenndir eru við árnar Rín og Mósel. Þar er landslag ótrúlega fallegt, heillandi og sérstætt andrúmsloft vínræktarhéraðanna er ómótstæðilegl og þar er vagga rómantíkurinnar í orðsins fyllstu merkingu. Það er líka aðeins 1—2 klst. akstur frá Daun til margra þýskra borga s.s. Trier, sem var höfuðborg Rómverja í norðri og Kölnar sem frægusl er fyrir dómkirkjuna. Verðlag í Þýskalandi er geysilega hagslætt og því tilvalið að heimsækja einhverja borgina til ftess að versla. Þangað er tæplega 2ja stunda akstur og leiðin sú sama og til Kölnar. er risastór skemmtigarður þar sem m.a. er heill gullgrafarabær úr villta vestrinu. Kína- hverfi, breiðstræti frá Berlín með öllum húsum, gosbrunnum, sporvagni og Branden- borgarhliðinu, stórt vatn með heilum her víkingaskipa og glæsileg lest sem flytur far- þega í skoðunarferðir um svæðið. Það borgar sig að vera lengi í Fantasíulandi, því inn- göngumiðinn í skemmtigárðinn veitir ókeypis aðgang að öllum tækjum og sýningum. Það er líka ótrúlega margt til skemmlunar: Rosaleg vatnsrennibraut og rússibanar, silfurnáma þar sem óvæntir alburðir gerasl, draugagöng, fornaldardýradalur, balasigl- ingar, apaleikhús, stjörnusalur, galdrabíó, víkingaferðir, sýningar hjá selum og höfrungum, Ijósmyndari sem tekur óvenjulegar fjölskyldumyndir, danssýningar, skot- bakkar og ,,tryllitæki“ af öllum gerðum. Þú mátt ekki missa af Fantasíulandi. Rétt hjá Daun eru þrjú lítil vötn í fornum eldgígum. Þar stunda menn sóltxið og sund. siglingar, seglbretti og veiöar. Margir dýragarðar eru í nágrenninu, þar má t.d. sjá villisvín, dádýr, birni og úlfa í náttúrulegu umhverfi, tamda fálka og erni og í Köln er dýragarður með Ijónum, tígrisdýrum, fílum, flóðhestum og öllu því. I öllum litlu bæjunum í kringum Daun eru svo auðvitað óteljandi veitingastaðir, bjórkrár og skemmtistaðir sem allir þurfa að heimsækja. Borttfarir: Alla sunnudaga frá 31. mars. Verð frá: 14.818,- með bílaleigubíl. 13.457,- án bílaleigubíls. Barnaafsláttur: Yngri en 2ja ára greiða kr. 2.000,- 2— 11 ára fá 5.800 í afslátt. Innifalið: Flug, gisting, bílaleigubíll eöa rúta, rafmagn, hiti og fararstjórn. Þýsku sumarhúsin í Daun Eifel, skammt frá Luxemborg gerðu stormandi lukku síðast liðið sumar, Frábær gistiaðstaða er í allt að 95 m2 stórum íbúðum og húsum, sem eru elnstaklega vönduð og vel búin. Á staðnum er fullkomin þjónustumiðstöð með veitingastöðum, bjórkrá, diskóteki, sundlaug, æfingasal, bowlingbrautum, þvollahúsi, verslun, spilakassasal og barnaheimili. Tennisvellir eru bæði úti og inni, minigolf, reið- höll, útitafl, danspallur, barnaleikvöllur, útigrillsvæði, fóltboltavöllur og þannig mætti lengi telja. INAGRENNIMOSEL OG FANTASIULANDI MA ENGINN SLEPPA Hálftíma akstur frá Daun er frægasta kappakstursbraut Þýskalands: Núrburgring. Þar er keppt í öllum flokkum kappaksturs, frá fornbílum upp í formúlu. Brautin er 4.5 km. að lengd, og umhverfis fjölmargar áhorfendastúkur, staösettar við erfiðuslu og hættulegustu hluta brautarinnar. Keppt er allar helgar, fararstjórinn gefur allar upplýs- ingar um keppnisflokk og tíma. Það er líka hægt að keppa sjálfur, því tæpan klukkustundar akstur frá Daun er gokarl- braut og einskonar bobbsleðabraut er 10 mínútna akstur í burtu. í Hillesheim, 18 km. frá Daun, er svo geysiskemmtilegur 9 holu golfvöllur. VÖNDUDUSTU HÚS SEM HÆGT ER AD FÁ KAPPAKSTUR, GOKART EDA GOLF FERÐASKRIFSTOFAN ÚRVAL Ferðaskrifstofan Úrval við Austurvöll, sími (91) 26900.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.