Morgunblaðið - 01.03.1985, Síða 40

Morgunblaðið - 01.03.1985, Síða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. MARS 1985 Gunnar Ólafsson for- stjóri RALA - Minning Fæddur 1. maí 1934 Dáinn 21. febrúar 1985 Meðan Baldur bjó í Valhöll, þóttust allir vissir um, að ekkert yrði honum að grandi, svo vinsæll var hann. Við Gunnar Ólafsson áttu allir erindi nema maðurinn með ljáinn. Á menntaskólaárunum komu þegar fram eftirminnilegir eigin- leikar Gunnars: „Reddarinn", allt- af boðinn og búinn til hjálpar, ótrúleg manngleggni og minni, enda þekkti hann öll skólasystkin- in, ættir, vini og vinkonur. Vegna þessara góðu kosta var hann einn aðalmiðpunktur árgangsins 1954 frá MR. Á 25 ára stúdentsafmæl- inu var gefin út æviskrá 115 skóla- systkina og átti hann auðvitað bróðurpartinn í því verki. En hann lét ekki við það sitja að skrá á töflur æviatriði vina sinna, heldur tók á móti þeim á heimili sínu, hvort sem var til stuttrar heim- sóknar eða margra vikna dvalar með konu og börn, eins og ég fékk að reyna í Henley on Thames. Á háskólaárunum var stundum talað um, að við skyldum nokkrir að námi loknu flytjast til einhvers gósenlands, helst Brasilíu, öðlast þar skjótan feng og frama, og treystum við „fræbúðingnum" okkar, honum Gunnari, til fljót- fengnasts árangurs í þeim efnum. Þetta rættist sem betur fer ekki í Brasilíu, heldur hér á landi, þar sem hann gerðist fljótt atkvæða- mikill vísindamaður og var orðinn stjórnandi vísindastofnunar sinn- ar. Gunnar var rúmlega meðalmað- ur á hæð, hrokkinhærður, búldu- leitur og brosmildur. Við vinir hans sjáum hann fyrir okkur, aug- un og andlitið geislandi af lífi og fjöri, lýsandi tilraunum sínum fyrir okkur, hvernig hann rændi rollurnar tuggunum og melti svo þetta góðgæti í glermaga á rann- sóknastofunni. Þennan góða dreng lifa kona hans Unna Maja, dæturnar Anna og Valdís, synirnir Skúli og Ólafur Páll og Valdís móðir hans. Þau eru öll steypt í mót hlýju, glaðværðar og góðsemi Gunnars. Nú er Gunnar farinn að plægja ódáinsakra. íslensk náttúra hefði átt að fá að njóta hans ögn lengur. Árni Kristinsson Á þessari stundu langar mig til þess að kveðja Gunnar ólafsson með nokkrum orðum. Það var mikið áfall að heyra um fráfall Gunnars, það kom eins og reiðarslag. Eg hef haft mikil sam- skipti við hann sl. tvö ár og er það ógleymanlegur tími. Gunnar var einstakt ljúfmenni og tilfinn- ingaríkur, og átti því traust starfsmanna. Réttlæti var honum ofarlega 1 huga og vildi hann láta sama ganga yfir alla. Gunnar var þátttakandi, en ekki eingöngu stjórnandi. Með þessum fáu orðum kveð ég Gunnar og um leið vil ég votta eiginkonu hans, Unni Maju, og börnum þeirra mína innilegustu samúð á þessari sorgarstundu. Berglind Sigurðardóttir Þau hörmulegu tíðindi bárust mér síðastliðið fimmtudagskvöld að Gunnar ólafsson forstjóri Rannsóknarstofnunar landbúnað- arins hefði orðið bráðkvaddur á heimili sínu þá síðdegis. Þetta dauðsfall kom öllum í opna skjöldu og okkur finnst það næsta ótímabært. Qunnar var aðeins fimmtugur að aldri og hafði geng- ið að störfum sínum þá um daginn eins og venja hans var. Með Gunnari er genginn per- sónuleiki, sem öllum sem kynntust honum er -minnisstæður og kær, 'því að í honum sameinuðust miki- ir hæfileikar og óvenjuleg ljúf- mennska og góðvild til allra, sem hann átti samskipti við, samfara léttri og þægilegri kímni. Slíkur maður sem hann hlýtur að vera öllum harmdauði. Gunnar Ólafsson fæddist í Reykjavík 1. maí 1934. Foreldrar hans voru hjónin ólafur Hansson prófessor og Valdís Helgadóttir, en þau hjón voru bæði komin af mikilhæfum borgfirskum ættum. Hann lauk stúdentsprófi í Reykja- vík en fór að því loknu til Noregs til náms i landbúnaðarfræðum. Fyrst við búnaðarskólann í Vors og síðan Landbúnaðarháskólann á Ási. Þaðan lauk hann kandi- datsprófi árið 1960. Að námi loknu hóf hann störf við Landbúnaðardeild Atvinnu- deildar Háskólans eins og Rann- sóknarstofnun landbúnaðarins hét þá, og starfaði við þá stofnun alla tíð síðan. Starf hans beindist eink- um að rannsóknum á fóðurgildi og nýtingu gróðurs og innlendra fóð- urefna. Rannsóknir hans á þessu sviði hafa haft mikla þýðingu við ákvörðun á beitarþoli og nýtingu afrétta. Á árunum 1963 til ’64 stundaði Gunnar framhaldsnám við rannsóknarstofnanir og há- skóla í Bretlandi og árin 1970 til ’72 dvaldist hann langdvölum við Landbúnaðarháskólann á Ási. Þar vann hann að doktorsritgerð sinni, sem fjallaði um fóðurgildi og nýt- ingu íslenskra beitargrasa. Dokt- orsprófi lauk hann frá Ási árið 1972. Eftir Gunnar liggja margar merkar greinar og ritgerðir um rannsóknarstörf hans og niður- stöður þeirra. Ekki gat hjá því farið að maður með hæfileika Gunnars ólafsson- ar yrði kvaddur til ábyrgðarstarfa við stofnun þá, er hann vann við. Þegar sérstök Fóðurdeild var sett upp innan RALA gerðist hann þar deildarstjóri. Árið 1976 tókst hann á hendur starf aðstoðarforstjóra stofnunarinnar og einsýnt þótti að hann tæki við forstjórastarfi, er Björn Sigurbjörnsson hvarf frá störfum við stofnunina í lok ársins 1982. Auk þeirra verka fyrir Rann- sóknarstofnun landbúnaðarins sem hér hafa verið nefnd, gegndi Gunnar margvíslegum félags- málastörfum og nefndarstörfum vegna landbúnaðarins og fyrir starfsbræður sína. Meðal annars átti hann sæti í stjórn Félags ís- lenskra náttúrufræðinga um ára- bil og var formaður þeirra sam- taka nokkur ár. Það gefur auga leið að starfið gerði mikiar kröfur til Gunnars og honum gáfust fáar stundir til að sinna öðrum áhugamálum, en á síðari árum mun hafa leitað á hann löngun til að gefa sig að þjóðlegum fróðleik og ritstörfum á því sviði. Hafði hann raunar haf- ist handa við að safna efniviði til slíkrar ritsmíði. Hugsaði hann gott til þess að fá síðar, er stundir liðu, meiri tíma til að sinna þessu hugðarefni sínu. Ekki er að efa að þar hefði hann einnig náð merkum árangri ef aldur hefði enst til. Það sem einkenndi öll störf Gunnars ólafssonar var mikil trúmennska, vandvirkni og elju- semi. Ekkert var honum fjær skapi en kasta höndum til þeirra hluta sem honum var til trúað. Sanngirni var honum í blóð borin og lipurð í samskiptum við náung- ann. Eigi að síður hélt hann af festu á hlut sínum, ef á hann var leitaö og fylgdi þeim málum eftir af einurð, sem hann taldi rétt. Það var fjarri Gunnari að trana sér fram og leita eftir metorðum. Að eðlisfari var hann hlédrægur og laus við yfirlæti og hégóma- skap. Hæfileikar hans, réttsýni og samviskusemi leiddu hinsvegar til þess að til hans var leitað til að taka að sér forustu og mannafor- ráð. Við slíkum áskorunum brást hann af þeirri skyldurækni og trúmennsku sem honum var svo nærtæk og í verkum sínum brást hann aldrei þeim vonum sem við hann voru bundnar. í persónulegum kynnum var Gunnar hvers manns hugljúfi. Glaðværð hans, góðvild og skop- skin, sem hann beitti af nærfærni, gerðu öllum sem nutu nærveru hans geðþekka. Gunnar Ólafsson var gæfumað- ur í einkalífi sínu. Árið 1957 gekk hann að eiga eftirlifandi konu sína, Unni Marie Figved. Þau áttu fjögur mannvænleg börn og gott heimili. Við fráfall Gunnars Ólafssonar er höggvið vandfyllt skarð í raðir þeirra manna, sem stunda rann- sóknir í þágu íslensks landbúnað- ar. Við vinir hans og samstarfs- menn kveðjum hann með söknuði og trega, en minningin um góðan dreng og mannkostamann mun lifa með okkur. Sárastur harmur er kveðinn að fjölskyldu hans, konu og börnum. Er þeim og öðrum aðstandendum vottuð innileg samúð. Bjarni Arason Sjaldan hefur mér orðið jafn bilt við að heyra andlátsfregn. Að Gunnar Ólafsson, sem hafði hringt til mín til Vínar daginn áð- ur fullur af starfsgleði, áhuga og framtíðaráætlunum, væri dáinn gat ekki verið satt. En smám sam- an ryður sér rúm í huganum hin sorglega staðreynd að hinn góði, trausti vinur og samstarfsmaður sé allt í einu horfinn að eilífu. Fráfall Gunnars er ekki bara þungbært fjölskyldu hans, vinum og samstarfsmönnum heldur er það áfall fyrir íslenzkan landbún- að og íslenzka þjóð. Með Gunnari Ólafssyni er fall- inn í valinn einn af færustu og beztu búvísindamönnum þessa lands. Glæsilegum starfsferli Gunnars lýkur nú snögglega þegar framundan mátti vænta margra ára af árangursríku starfi í þágu íslenzks landbúnaðar og íslenzkr- ar þjóðar. Dr. Gunnar stóð á fimmtugu þegar hann féll frá mitt í önnum dagsins. Hann hafði þá starfað nær óslitið að framfara- málum íslenzks landbúnaðar í 25 ár. Eftir stúdentspróf stundaði Gunnar búfræði við búnaðarskól- ann Voss í Noregi og lauk síðan háskólaprófi í búvfsindum frá landbúnaðarháskóla Noregs að Ási árið 1960. Ég átti því láni að fagna að eftir heimkomuna þegar Gunnar réðst til Búnaðardeildar Atvinnudeildar Háskólans, fyrirrennara Rann- sóknastofnunar landbúnaðarins hófum við störf saman að jurta- kynbótum. Með okkur tókst ekki aðeins náið og árangursríkt sam- starf, heldur einlæg vinátta og gagnkvæmt traust sem einkenndi samskipti okkar upp frá því. Þangað til við báðir héldum aftur utan 1963, Gunnar til framhalds- náms, unnum við að rannsóknum og kynbótum á korni, mel og grös- um, aðallega f þágu landgræöslu. Á þeim árum kynntist ég vísinda- og tilraunamanninum Gunnari ólafssyni. Vísindastörf hans ein- kenndust af vandvirni og ná- kvæmni, skilningi á eðli vanda- málsins og hvernig ætti að útfæra rannsókn til að finna lausn á því. í þessum rannsóknarstörfum kom sér oft vel hið einstaklega góða minni Gunnars þar sem hvert smáatriði var alltaf á takteinum. I því líktist Gunnar föður sfnum, ólafi Hanssyni, prófessor, sem reyndar varð að þjóðsögu fyrir af- burða minni og gáfur. Eftir þetta stefndi hugur Gunnars að öðru sviði búsvisinda, fóðurfræði bú- fjár, og lauk hann doktorsprófi í þeirri grein við háskólann í Ási árið 1972 með gagnmerkri ritgerð um næringargildi beitarplantna á íslandi. Hafði hann áður stundað nám í þessum fræðum við Grasa- rannsóknastofnunina og háskól- ann í Reading á Bretlandi. Vís- indastörf og ritgerðir dr. Gunnars á þessu sviði báru glöggt vitni um hið næma visindamannseðli hans. Er óhætt að fullyrða að niðurstöð- ur Gunnars um næringargildi ís- lenzkra tún- og beitargrasa hafa myndað grunninn að þekkingu okkar á notagildi íslenzkra gras- lenda. Að loknu doktorsprófi réðst Gunnar sem sérfræðingur í fóður- fræði til Rannsóknastofnunar landbúnaðarins þar sem hann vann sér strax virðingu og vináttu samstarfsmanna sinna og traust og virðingu ráðunauta þeirra og bænda sem hann átti skipti við. Að öllum öðrum ágætum vinum og samstarfsmönnum á Keldnaholti ólöstuðum, naut ég allra mest stuðnings og góðra ráða Gunnars eftir að ég tók við forstöðu RALA enda stóð samvinna okkar og vin- átta á gömlum og traustum merg. Það var því mjög eðlilegt að Gunnar yrði valinn til að taka að sér stöðu aðstoðarforstjóra stofn- unarinnar skömmu seinna. Þetta var að sjálfsögðu fórn fyrir Gunn- ar sem varð um leið að gera hlé á árangursríkum vísindaferli og taka til við rannsóknastjórnun og þeim erli sem alltaf fylgir stjórn- unarstörfum á stórri stofnun. Fyrir mig var þetta mikið lán, því að hvergi hef ég rekist, innanlands eða utan, á jafn traustan, sam- vinnulipran og góðan dreng og minn kæra vin Gunnar Ólafsson. Ég álít að þetta hafi verið gæfu- spor fyrir RALA og íslenzkar landbúnaðarrannsóknir. Við Gunnar tókum strax fyrir hendur uppbyggingu stofnunarinnar og endurskipulagningu á rannsókn- arkerfinu. Þetta voru spennandi og ánægjuleg ár að vinna með Gunnari og félögum á stofnuninni að því að koma upp fullkomnari rannsókna- og starfsaðstöðu á Keldnaholti, koma skipulagi á skrásetningu, val og framkvæmd rannsóknaverkefna og finna sam- heldni starfsmanna í framkvæmd yfirgripsmikilla og vandasamra verkefna sem kölluðu á margvís- lega fagþekkingu. í þessum stjórn- unarstörfum komu kostir Gunn- ars sem stjórnada og embætt- ismanns vel í ljós. Um Gunnar má nota lýsingu Halldórs E. Sigurðs- sonar, fyrrv. ráðherra, að hann var „hárfínn embættismaður". Um leið lét hann sér alltaf annt um kjör og aðbúnað starfsfólksins. Hann var jafnt fulltrúi ríkisvalds- ins og starfsfólksins á stofnuninni og vildi að hvorugur sæti við skarðan hlut. Ég minnist hinna fjölmörgu ferða og funda vegna tilraunastöðvanna, verkefna þeirra og vandamála sem áttu ein- lægan áhuga og athygli Gunnars. Samstarf Gunnars við yfirstjórn stofnunarinnar og ráðuneyti ein- kenndist af gagnkvæmu trausti og virðingu. Þegar ég var kallaður aftur til starfa hjá Sameinuðu þjóðunum var að sjáifsögðu enginn vafi á því hvern ég bæði um að yrði látinn taka við stjórnartaumunum á RALA. Það mátti segja að með þeirri ráðstöfun gæti ég gengið úhyggjulaus til nýrra starfa, vit- andi stofnunina í öruggum hönd- um Gunnars, eins og síðan sann- reyndist. Ekki grundaði mig að hann lifði ekki alla útlegð mína en nú er skarð fyrir skildi og fámenn- ur her íslenzkra búvísindamanna er nú verr í stakk búinn til að byggja og treysta framtíðarvel- sæld íslenzks landbúnaðar. Gunnar var ekki bara farsæll í starfi. Hann átti því láni að fagna að vera jafnfarsæll í einkalífi sem höfuð elskulegrar og glæsilegrar fjölskyldu og sem einkasonur eft- irlifandi móður, sem nú eiga öll um sárt að binda, enda var Gunn- ar mikill og ástríkur fjölskyldu- faðir og góður sonur. Hugur okkar Helgu er hjá Valdísi, móður hans, hjá Unnu Maju, dætrunum tveim, Önnu og Völu, sem fréttu um lát föður síns í fjarlægu landi, og hjá sonunum Skúla og ólafi. Þótt þið getið ekki sætt ykkur við þessi köldu örlög að missa ástvin ykkar á miðri leið, löngu áður en ferðinni hefði átt að ljúka, þá verður það til huggunar seinna að eiga minningu um svo góðan ástvin. Það var stór gæfa í mínu lífi að fá að kynnast og eignast að góðum vinum son, eiginmann og föður ykkar. Við Helga kveðjum Gunnar með miklum söknuði og sendum ykkur, fjölskyldunni hans, okkar innileg- ustu samúðarkveðjur og biðjum Guð að blessa ykkur og minningu hans. Björn Sigurbjörnsson Fréttin um skyndilegt fráfall Gunnars ólafssonar forstjóra Rannsóknastofnunar landbúnað- arins 21. febrúar sl. kom eins og reiðarslag, en minnti okkur á, að dauðinn heggur oft skjótt og þar sem sízt varir. Það er raun að kveðja kæran vin og vandi að skrifa um hann minn- ingargrein, þótt minningarnar hrannist upp 1 huga mér, sem ég sit og pára þessar línur. En mig langar til að minnast hans með fáeinum kveðjuorðum með þakk- læti fyrir áralanga vináttu og samstarf. Lífshlaup okkar Gunnars var undarlega samtengt. Ég kynntist honum fyrst á Stóra-Kroppi í Borgarfirði, þar sem við, smápoll- ar úr Reykjavík, vorum í sveit hjá bændahöfðingjanum og fræði- manninum Kristleifi Þorsteins- syni og konu hans, Snjáfríði Pét- ursdóttur, sem var systir Pálínu, föðurömmu Gunnars. Hjá þeim hjónum og öðru ágætisfólki, sem þar bjó, vorum við samtíða í sex sumur, og þar komumst við fyrst í snertingu við sveitalíf og náttúru landsins. Betri stað hefðum við ekki getað kosið okkur, og ég veit, að dvölin á Stóra-Kroppi hafði óafmáanleg áhrif á líf og starf Gunnars, ekki síður en mitt, og réð úrslitum um ævistarf okkar beggja. Gunnar var fjórum árum yngri en ég og leið eflaust stundum önn fyrir þann aldursmun. Það hefur þó ekki verið alvarlegt, því að á þessum árum tókst með okkur sú vinátta, sem ég minnist ekki, að nokkurn tíma hafi borið skugga á. Sumarið 1946 var hið síðasta, sem við vorum saman á Stóra- Kroppi, og eftir það skildu leiðir í nokkur ár. Við hittumst að vísu stöku sinnum á förnum vegi, en sökum aldursmunar og fjarlægðar milli Austur- og Vesturbæjar, sem var mikill í þá daga, var samgang- ur lítill og kunningjahópurinn annar. En síðan var eins og gripið væri í taumana og leiðir okkar sveigðar saman að nýju. Ég minn- ist þess ekki, að við höfum nokk- urn tíma á æskuárunum rætt framtíðaráform hvors annars, hvorki í námi né starfi, enda sjaldnast hugsað langt fram í tím- ann á þeim árum. En örlögin — eða hvað það nú var — höguðu því þannig til að eftir að stúdentsprófi lauk snérum við okkur báðir að sama námi — í landbúnaðarfræð- um. Án nokkurs samráðs við hvorn annan lá leið okkar beggja fyrst á bændaskóla og síðan á Landbúnaðarháskólann á Ási í Noregi, þar sem hann hóf sitt nám sama ár og ég lauk mínu. Árið 1960, þegar Gunnar hafði lokið kandídatsprófi frá Ási, kom hann til starfa vð núverandi Rann- sóknastofnun landbúnaðarins, og

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.