Morgunblaðið - 01.03.1985, Síða 41

Morgunblaðið - 01.03.1985, Síða 41
þar hófst náið samstarf okkar, sem stóð í nær aldarfjórðung að nokkrum námshléum undanskild- um, en er nú lokið með ótímabæru fráfalli hans. Skömmu eftir komu Gunnars á stofnunina hóf hann þátttöku í þeim rannsóknum á islenzkum beitilöndum, sem þá hafði verið unnið að í nokkur ár. Sérgrein hans var fóðurfræði búfjár, og auk þeirrar þekkingar, sem hann fékk í veganesti í þeirri grein frá Ási, leitaði hann víðar fanga, m.a. í Bretlandi. Hann flutti með sér til landsins ýmsar nýjar hugmyndir og aðferðir við fóðurrannsóknir, sem ekki hafði verið beitt hér áð- ur. Rannsóknir Gunnars á nær- ingargildi íslenzks beitargróðurs voru nánast hinar fyrstu sinnar tegundar hér á landi, og því var við ýmsa erfiðleika að etja og mörg vandamál, sem þurfti að leysa. Á þessu sviði vann hann mikið brautryðjendastarf, sem verður byggt á um langa framtíð. Verkefnið tók huga hans svo fang- inn, að hann vann úr því doktors- ritgerð sína, sem hann lauk á Ási í Noregi 1972. Niðurstöður þeirrar ritgerðar og ýmissa annarra rann- sókna Gunnars hafa verið ómet- anlegt framlag til ákvörðunar á beitarþoli og nýtingu íslenzkra beitilanda. t mörg ár, bæði sumur og vetur, ferðuðumst við Gunnar saman um landið „hátt og lágt“, ýmist tveir eða í fjölmennari hópum. Það voru eftirminnilegar ferðir, því að betri félaga var naumast hægt að hugsa sér. Þær ferðir urðu fátíðari, þeg- ar hann varð forstjóri stofnunar- innar, því þá tóku önnur vandamál og viðfangsefni við. Eðli sínu trúr lagði hann mikla vinnu í það starf og oft langt umfram það, sem góðu hófi gegndi. Það voru farin að sjást á honum þreytumerki og ég veit, að hann var farinn að hlakka til að snúa sér aftur að rannsóknastörfum. Upp á síðkast- ið ræddum við oft um, að það færi að verða tímabært að hefja ferðir saman að nýju, en nú er það um seinan. Ég trega fráfall Gunnars ólafssonar, því að með honum er genginn einn ágætasti maður, sem ég héf þekkt og starfað með. Hann var viðkvæmur í lund, hreinskipt- inn og grandvar til orðs og æðis og afburða samvizkusamur vísinda- maður. Sem yfirmaður stofnunar- innar naut hann óskoraðs trausts og vináttu starfsfólks síns. Það er mikil harmsaga, þegar góður drengur og mikilhæfur maður hverfur fyrir aldur fram frá ást- vinum og frá ótal viðfangsefnum, sem hugur hans stóð til að fást við. Við vottum Unnu Maju, bömum þeirra Gunnars og aldraðri móður hans dýpstu samúð okkar og biðj- um Guð að blessa minningu góðs drengs. Ingvi Þorsteinsson Það er erfitt að trúa því að Gunnar ólafsson sé dáinn. Það er erfitt að skilja það og ógerningur að sætta sig við það. Ekki þýðir að spyrja og ekki þýðir að biðja um rök. Sá sem var með þér i verki í gær verður það ekki á morgun, en þú munt sakna hans f verkunum. Hann er ekki lengur með þér í nútíðinni og verður ekki í framtíð- inni en í verkunum lifir hann og þau kalla fram minningarnar og þær eru það eina sem við eigum, hitt allt er í vonum. Gunnar ólafsson var svo trúr í verkum sínum, og lifði svo fyrir starf sitt, að um samstarfsmann- inn lifa aðeins góðar minningar, ekki síður en um trygglynda drenginn og vininn. Gunnar Olafsson var fæddur í Reykjavík 1. maí 1934 og var því aðeins fimmtugur að aldri er hann lést skyndilega að heimili sínu 21. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin ólafur Hansson, hinn kunni sögukennari við Menntaskólann í Reykjavík og síð- ar prófessor við Háskóla íslands, og Valdís Helgadóttir hjúkrunar- kona. ölafur Hansson var Borg- firðingur í móðurætt, sonur Pál- inu Pétursdóttur frá Grund í Skorradal og manns hennar, Hans 0. Devik símaverkfræðings frá MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR L MARS 1985 Gloppen í Nordfjord í Noregi. ólafur Hansson lést hinn 18. des- ember 1981. Valdís er einnig Borgfirðingur að uppruna, dóttir Helga Guð- brandssonar útvegsbónda á Akra- nesi og Guðrúnar Illugadóttur frá Stóra-Lambhaga. Gunnar var einkabarn þeirra Valdísar og ólafs. Gunnar ólst upp í Reykja- vík en dvaldi löngum í sveit á sumrum hjá þeim hjónum Krist- leifi Þorsteinssyni fræðimanni á Stóra-Kroppi og Snjáfríði Pét- ursdóttur frá Grund ömmusystur sinni. Það lætur að líkum að ekki hef- ur hallast á með menningarlegt umhverfi á þessum heimilum, öðru í borginni og hinu í sveitinni, enda báru áhugamál, lífsskoðun og dagfar Gunnars þeim báðum jafn fagurt vitni. Að loknu stúd- entsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1954 hóf Gunnar nám við búnaðarskólann í Voss í Nor- egi, með það í huga að sækja um inngöngu í Landbúnaðarháskól- ann á Ási. Búfræðiprófi lauk hann frá Voss vorið 1955 og vann sumarið eftir við tilraunir á Ási en mátti eins og fleiri bíða eitt ár eftir inngöngu í háskólann. Vetur- inn næsta var hann við landbún- aðarstörf, meðal annars á Hvann- eyri, en hóf nám við Landbúnað- arháskólann haustið 1956 og brautskráðist þaðan 1960. Gunnar réðst sem aðstoðarsér- fræðingur að Búnaðardeild At- vinnudeildar Háskólans 1960 og var skipaður sérfræðingur við þá stofnun 1963 og starfaði síðan við Atvinnudeildina og síðan Rann- sóknastofnun landbúnaðarins (frá 1965) alla tíð, að undanteknum þeim árum er hann var við fram- haldsnám. Gunnar hafði jarðrækt sem aðalfag við háskólann á Ási en snéri sér að fóðurfræði er hann hóf framhaldsnám. Það hóf hann sem styrkþegi á Ási 1962. Síðar var hann við framhaldsnám og rannsóknir við Grassland Re- search Institute í Hurley og við háskólann i Reading i Englandi 1963—64. Þar lærði hann nýjustu aðferð, sem þar var þróuð við fóð- urgildisákvörðun fyrir jórturdýr. Eftir heimkomuna byggði hann upp aðstöðu til slíkra fóðurefna- greininga og skipulagði efnagrein- ingaþjónustu, bæði fyrir rann- sóknarstarfsemina og bændur. Enn er byggt á þessari aðferð og hefur efnagreiningaþjónustan á Rala og síðar á Hvanneyri og Ak- ureyri haft ómælt gildi fyrir leið- beiningaþjónustuna og bændur. Enn fór Gunnar til framhalds- náms árið 1970 og nú að Ási og lauk þaðan lieinciatprófi í nær- ingarlífeðlisfræði og fóðurfræði 1972, sem viðurkennt var sem doktorspróf 1980. Ritgerð hans fjallaði um nær- ingargildi beitarplantna á Islandi og eru þær rannsóknir, sem að baki liggja, ásamt rannsóknum Gunnars og Ingva Þorsteinssonar á plöntuvali sauðfjár grundvöllur að mati á beitargildi úthaga á Is- landi. Eftir heimkomuna 1972 starfaði Gunnar áfram sem sérfræðingur í fóðurfræði við Rala og var síðan skipaður deildarstjóri fóðurdeild- ar. Fljótlega var þó leitað til hans með að taka að sér meiri stjórn- arstörf því 1976 var hann ráðinn aðstoðarforstjóri stofnunarinnar. Björn Sigurbjörnsson, sem tók við störfum forstjóra Rala 1974, valdi Gunnar sér til aðstoðar og er á engan hallað þó fullyrt sé að það hafi verið vel ráðið, enda var sam- vinna þeirra til fyrirmyndar í alla staði. Á þessum árum var stofnunin í mjög örum vexti, meðal annars vegna aukins fjármagns er fékkst til rannsókna með Landgræðslu- áætluninni frá 1974 og hinna um- fangsmiklu beitartilrauna sem hrundið var af stað í tengslum við áætlunina, en þær nutu einnig mikils stuðnings frá UNDP (þróunarsjóði SÞ). Fleiri styrkir fengust einnig til uppbyggingar og aukinnar starfsemi og nýjar deild- ir tóku til starfa. Margháttuð stjórnarstörf hlóð- ust því fljótt á Gunnar. Hann gegndi einn forstjórastörfum í fjarveru Bjöms um sex mánaða skeið veturinn 1980—1981 og tók síðan aftur við forstjórastarfinu upp úr áramótum 1983 er Björn Sigurbjörnsson fór í þriggja ára leyfi. Gunnar var farsæll og vinsæll stjórnandi, ákveðinn, en jafn- framt einstaklega lipur í allri um- gengni. Hann var reglusamur og samviskusamur með afbrigðum og hafði mjög góða skipulagsgáfu. Ekki mun öllum ljóst hvílíkur erill og álag fylgir því að stjórna ríkis- stofnun á borð við Rannsókna- stofnun landbúnaðarins, því fylgja svo sannarlega að jafnaði mikil hlaup en lítið kaup — þó tekur steininn úr þegar verið er að herða ólarnar á öllum sviðum, spara og jafnvel draga saman. Þá þurfa menn að berjast, jafnt inn á við sem út á við og mæta á tíðum takmörkuðum skilningi, að mönnum finnst, jafnvel þó reynt sé að setja sig í erfið spor þeirra, sem fjármununum deila. Gunnar stundaði kennslu um langt skeið, var stundakennari við Vogaskóla, Menntaskólann í Reykjavík og við Menntskólann við Hamrahlíð. Kennsla lét honum mjög vel, þar kom sér vel hve fjöl- fróður hann var, einstaklega minnugur og átti létt með að setja hlutina skipulega fram. Sem vænta mátti voru Gunnari falin margháttuð stjórnarstörf og störf í mörgum nefndum. Hann var í Tilraunaráði landbúnaðarins 1965—69 og frá 1983, í stjórn Raunvísindadeildar Vísindasjóðs frá 1978, fulltrúi íslands í sam- starfsnefnd Norðurlanda um land- búnaðarrannsóknir og í íslensku FAO-nefndinni frá 1983 og átti mikinn þátt i að skipuleggja hina stóru FÁO-ráðstefnu sem hér var haldin á síðasta hausti. Hann var í stjórnum tilraunastöðvanna á Möðruvöllum og að Stóra-Ármóti og varði síðari árin miklum kröft- um til framgangs málefna til- raunastöðvanna. Hann var tvíveg- is í stjórn Félags íslenskra nátt- úrufræðinga og formaður þess um skeið. Eftir Gunnar liggja fjöl- margar greinar og skýrslur um niðurstöður rannsókna og hann var lengi ritstjóri fslenskra land- búnaðarrannsókna frá 1969. Gunnar var gæfumaður i einkalifi, árið 1957 gekk hann að eiga bekkj- arsystur sína úr menntaskóla, Unni Maríu Figved, nú fjölbrauta- skólakennara. Þeim varð fjögurra barna auðið; þau eru Anna Theó- dóra, lögfræðingur, nú við fram- haldsnám í Miinchen, Skúli, nemi i læknisfræði, Valdís, sem er við tungumálanám i Berlín, og Ólafur Páll, menntaskólanemi. Fjölskyld- an var öll einstaklega samhent, vinmörg og heimilið fagurt. Að leiðarlokum er margs að minnast. Ég man svo glöggt er fundum okkar bar fyrst saman á Ási í Noregi á björtu vori 1955 er hann kom þangað eftir veruna á Voss, fullur áhuga fyrir skólanum og þvi sem beið hans, i námi og siðar starfi. Gunnar vildi læra sem mest um landbúnað á öllum stigum, hann taldi sig ekki vita hlutina fyrir- fram og þó hann hefði dvalið lang- dvölum i sveit vildi hann kynnast lifinu og starfinu i sveitinni enn betur og vann þvi árið sem hann varð að bíða við landbúnað, bæði á Ási og heima. Síðan hafa leiðir okkar alla tið legið hlið við hlið þó að við höfum ekki starfað nema stutt við sömu stofnun. Yfir öllum okkar kynnum og öllu okkar samstarfi vakir sama birtan og ríkti er við hitt- umst fyrst. Það gefur lífinu mikið gildi að eiga svo góðan vin og hafa samstarf við svo góðan dreng. Gunnar vann fyrir islenskan landbúnað allan sinn starfsdag. öll hans störf voru unnin af trúmennsku. Fyrir það er ástæða til að þakka. Við hjónin eigum þeim Gunnari og Unni Mariu mjög mikið að þakka. Orðin eru lítils megnug en megni hlýhugur nokkurs til að milda söknuðinn eiga þau Unnur og börnin marga að þessa dagana. Jónas Jónsson Einn af íslands mætustu sonum er allur, á be9ta aldri, harmdauði öllum sem til hans þekktu. Ekki einasta var hann eitthvert mesta ljúfmenni sem ég hefi enn- þá hitt á lífsleið minni, heldur var hann einhver skemmtilegasta per- sónan í lífi mínu: fátíð blanda af vísindamanni og húmanista sem skildi allt sem máli skipti. Á tím- um frjálshyggju og ofstöðlunar eiga slíkir menn erfitt uppdráttar. Þeir eru einfaldlega of rómantísk- ir, of frábærir til að falla inn í ljótleikann. Þeir eru utan við tím- ann: gætu eins tilheyrt glæstri fortíð eða þeirri einu framtíð sem mannkynið getur horft fram til með vonarauga. Það tíðkast þegar menn falla frá að hrósa í hástert. En þennan mann er erfitt að oflofa, enda einn þeirra fáu sem munu uppskera sama hrósið lífs eins og liðnir. Gunnar var gæfumaður. Sonur frábærra foreldra, eiginmaður frábærrar konu af norskum ætt- um, faðir frábærra barna. Hvern- ig honum tókst ávallt að rata á hamingjunnar veg þrátt fyrir and- streymi eins og gerist hlýtur að hafa byggst á hljómþýðu samspili samstillts hóps. Ég kynntist Gunnari fyrst og fremst í hlutverki forstjóra RALA. Því samstarfi get ég aðeins lýst sem sínýrri uppsprettu örvun- ar og ánægju. Að halda því jafn- aðargeði sem var hans aðalsmerki í þeirri atvinnugrein á íslandi sem hefur átt erfiðast uppdráttar var ekki aðeins afreksverk, heldur kraftaverk. En núna þegar söguhetjan er fallin í valinn áttar maður sig loksins á því að þessi sálræni styrkur og jákvæða hugarfar var ef til vill keypt dýrara verði en maður áttaði sig á. j raun og veru er það rökrétt og sorglegt að slík afrek hafi ekki verið unnin nema með því að ganga inn á þá sjóði sálarlífsins sem enginn mannleg- ur máttur megnar að fylla á nýjan leik. Þótt ég eigi á hættu að vera „sentimentaP verð ég að lokum að fá tækifæri til að þakka Gunnari fyrir allt 9em hann gerði fyrir mig þann tima sem við bundum bagga okkar sömu hnútum. Jón Óttar Ragnarsson Andlátsfregn Gunnars ólafs- sonar kom sem reiðarslag. Þó að við vissum að hann væri ekki heilsusterkur og hefði oftar en einu sinni verið lagður inn á sjúkrahús í stuttan tíma i senn þá var sú hugsun víðs fjarri að hann ætti stutt eftir ólifað. Við vissum hver af öðrum á menntaskólaárum okkar en það var ekki fyrr en ég hóf nám á Ási í Noregi að ég kynntist þeim Gunnari og Unnu Maju en hann var þá þar við nám. Heimili þeirra var aðalathvarf okkar íslenskra námsmanna á staðnum og ég var jafnvel staðinn að þvi hjá þeim að gera er ekki grein fyrir að ég væri í Noregi en ekki heima á íslandi. Siðan hef ég og mitt fólk átt það rikidæmi að eiga heimili þeirra að og það er enginn lítill kapituli i lífi okkar. Gunnar ólafsson var hógvær maður og laus við að trana sér fram. Þó varð það hlutskipti hans að stjórna stórri stofnun, Rann- sóknastofnun landbúnaðarins, auk þess að sitja í ótal stjórnum og ráðum. Það gerðist þannig að hann var kallaður til starfa og eft- ir honum var leitað enda kom i ljós að öllum störfum sínum sinnti hann af sömu trúmennskunni. Með hlýrri framkomu og velvild leysti hann þau mál sem i valdi hans var að leysa og var þó ekki auðvelt að stjórna stofnun sem búið hefur við sífellt þrengri fjár- hag á undanförnum árum. En það er Gunnar sjálfur, fjöl- skylda hans og heimili, sem er mér þó ofar í huga en embættis- ferill hans á þessari stundu. Þekk- ing Gunnars á mönnum og mál- efnum var óvenjumikil enda átti hann það ekki langt að sækja, son- ur ólafs Hanssonar. Heimili hans var sannkallað menningarheimili, þar sem engin yfirborðsmennska þrífst. Hvar heyrði maður skarp- SJÁ NÆSTU SÍÐU 41 HRSTURINN I OKKAR Fyrsta tölublað Hestsins okkar, vetrarheftið 1960. Hesturinn okkar 25 ára HESTURINN okkar, tímarit Landssambands hestamannafé- laga, hefur nú verið gefið út í 25 ár og var tímamótanna minnst í hófi, sem haldið var á Hótel Loftleiðum, sunnudaginn 24. febrúar sl. í ritstjórnarrabbi í fyrsta tölu- blaði Hestsins okkar segir Vignir Guðmundsson blaðamaður, fyrsti ritstjóri ritsins m.a.: „Ritinu er fyrst og fremst ætlað að flytja fróðleiks- og skemmtiefni, sem fjallar um hesta og hestamennsku, ferðalög á hestum, meðferð þeirra og hirðingu svo og fréttir af fé- lagsstarfi, fundum og þingum hestamanna. Þá mun verða lögð rík áherzla á að ritið birti mikið af hestamyndum, bæði gamlar og nýjar.“ Það var á ársþingi Landssam- bands hestamannafélaga, sem haldið var í nóvember árið 1959, að samþykkt var að láta fara fram nákvæma athugun á því, hvort ekki væri fært að gefa út rit á vegum samtakanna. Eftir að það hafði verið kannað var ákveðið að hefjast strax handa og kom fyrsta tölublaðið út veturinn 1960. Fyrsti ritstjóri Hestsins okkar var Vignir Guðmundsson blaða- maður frá 1960 til 1962. Þá tók séra Guðmundur Óli Ólason við og var ritstjóri til ársins 1970 er séra Halldór Gunnarsson tók við starf- inu. Hann var ritstjóri til ársins 1980. Ritnefnd blaðsins sá um út- gáfu þess í eitt ár, eða þar til nú- verandi ritstjóri, Albert Jó- hannsson, tók við. Afgreiðsla Hestsins okkar var í fyrstu á Klapparstíg 25—27 í Reykjavík. Bergur Magnússon, framkvæmdastjóri Hestamanna- félagsins Fáks, var afgreiðslumað- ur blaðsins frá 1961 þar til hann lést árið 1983. Árið 1963 fluttist afgreiðslan í Félagsheimili Fáks við gamla skeiðvöllinn. Þar var aðsetur ritsins til ársins 1984 er hún var flutt á skrifstofu Lands- sambands hestamannafélaga við Snorrabraut í Reykjavík. Það sama ár var Valdimar Kristinsson ráðinn í hálft starf sem ritstjórn- arfulltrúi Hestsins okkar. Athugasemd . MISHERMT var í Morgunblaðinu í dag að þjónustumiðstöð bóka- safna væri eign félags bókasafns- fræðinga. Þjónustumiðstöðin er sjálfseignarfyrirtæki og ekki tengd félagi bókasafnsfræðinga eða bókavarða að öðru leyti en því að stjómir þessara samtaka til- nefna menn í stjórn fyrirtækisins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.